Tíminn - 09.09.1988, Síða 8

Tíminn - 09.09.1988, Síða 8
8 Tíminn Föstudagur 9. september 1988 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGlslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Sérskóli á háskólastigi Ekki er um deilt að Samvinnuskólinn er ein traustasta og farsælasta menntastofnun hér á landi. Á þeim skóla hefur ávallt verið mikill myndarbrag- ur, enda jafnan vandað til vals forstöðumanns og kennara og leitast við að hafa skýr kennslumark- mið í huga. Þróun Samvinnuskólans, sem orðinn er meira en 70 ára gamall, er eftirtektarverð. Skólastjórinn, Jón Sigurðsson, minnti á þessa þróun í skólasetn- ingarræðu sinni í fyrri viku. Sérstaklega gerði hann grein fyrir þeim áfanga, sem nú hefur verið náð, að Samvinnuskólinn er orðinn „sérskóli á háskóla- stigi“ sem gaf skólastjóranum tilefni til að segja að nýr Samvinnuskóli sé nú tekinn til starfa. Orðrétt sagði skólastjórinn: „Samvinnuskólinn samrýmist alþjóðlegri skil- greiningu um æðra nám eða háskólastig, m.a. að því leyti að hann er efnislegt framhald fyrri skólagöngu umsækjanda, sem er a.m.k. 12-13 ára formleg skólavist bæði á grunnskóla- og framhalds- skólastigi, og inntökuskilyrði skólans miðast við þetta. í öðru lagi einkennist skólinn sem háskóla- stofnun af verulegri sérhæfingu á því sviði eða þeim sviðum, sem lögð verður stund á. í þriðja lagi verður það einkenni skólans að meginábyrgð á framvindu námsins og árangri er lögð á nemandann sjálfan.“ Þá benti skólastjórinn á að sérstöðu Samvinnu- skólans mætti sjá í því að þar yrði lögð sérstök rækt við hagnýt og raunhlít viðfangsefni, sem valin verða í tengslum við atvinnulífið. í sama anda er sú sérstaða skólans að þeir umsækjendur hafa forgang sem eru orðnir eldri en tuttugu ára og hafa öðlast eigin starfsreynslu í atvinnulífinu. Skólastjórinn gat þess að hinn endurskipulagði Samvinnuskóli á háskólastigi yrði fyrst og fremst fræðslustofnun, þótt ókleift sé að aðgreina slíkt meginhlutverk frá nauðsynlegum rannsóknum, þar sem vitanlega verði lögð áhersla á sjálfstæð verkefni til faglegrar og fræðilegrar úrlausnar. Þá benti skólastjórinn á að Samvinnuskólinn væri enn sem fyrr hluti samvinnuhreyfingarinnar og í eigu hennar. Af því leiðir að skólinn hlýtur að sinna sérstaklega málefnum samvinnumanna og því sem lýtur að starfsemi samvinnuhreyfingarinn- ar og atvinnufyrirtækja á hennar vegum. Hins vegar gerði skólastjórinn grein fyrir því að þessi áhersla á samvinnufræði ætti ekki að leiða af sér neins konar einstefnu í þjóðfélags- og viðskipta- fræðum. Hann sagði það stefnu skólans að ýta undir málefnalega og akademiska umræðu eins og hæfði fræðasetri af þeirri gerð sem Samvinnuskól- inn er. Ástæða er til að fagna með Samvinnuskólanum þessum merka áfanga í þróunarsögu hans. Hér er um tímabæra breytingu á grundvelli skólastarfsins að ræða. Vonir standa til að hún eigi eftir að skila farsælum árangri. J3.ARRÍ Þreföld mánaðarlaun Þær fréttir komu hér í fjölmiðl- um einhvcrn tíma á síöasta vetri aö skólatannlæknar hjá Reykjavíkur- borg væru raönir þangaö með um þrjú hundruö þúsund krónur í mánaðarlaun. Tekiö var fram að liér væri um nettólaun fyrir skatta aö ræöa, því að horgin legði þeim til öll tæki og tól, svo og húsnæði og aðstoöarfólk. Þessi frctt var aldrei borin til baka og gott ef ekki nieira aö scgja staöfest af þar til bærum aðiluin. Það vakti sérstaka athygli að á sama tíma voru þeir starfsbræöur skúlatannlæknanna, grunnskóla- kcnnarar, ekki nentu meö brot af þcssum laununt. Einhvcr benti á að með botnlausri yfirvinnu gætu þeir átt mngulciku á aö lyfta sér upp í um þriöjung af þcssu, eöa niánaðarlaun sem næöu hundraö þúsunduin á mánuöi. Kigi að síður er menntunargrunnur fólks úr báö- um þcssuni stéttum nokkuð sam- bærilcgur. Til hvorutveggja starf- anna er nú krafist háskólaprófs, og sé náinstími tannlæknanna eitt- hvað lengri er það ekki svo aö réttlæti meir cn þrel'aldan launa- mun. Samdráttur í tekjum Það er Daviö Oddsson sein er borgarstjóri í Rcykjavík, og upp á hann hljóta augu reykvískra skatt- greiöenda aö mæna þegar dæini sem þetta koma upp. Hætt er við aö cinhvcrn muni langa til að orða þaö svo að hér sé verið aö bruöla með fjárimini þeirra sem standa undir rckstri Reykjavíkurborgar meö skilvísum greiöslum útsvara og fasteignagjalda. Að því þá ónefndu að hér er vitaskuld verið að mismuna gróflega fólki með svipaða menntun og starfsábyrgð. Rökin fyrir því að greiöa öðruin hópnum meir en þrefalt á viö hinn liggja nefnilega alls ekki á borðinu. Núna þessa dagana er mikið rætt um þaö að þjóðin þurfl að taka á sig byröar til að rétta af skekkju í mLsmun á útflutningstekjum og eyðslueyri sínum. Þeir aurar verða ekki sóttir í neina dulda sjóði, og engum dylst að launþcgar jafnt sem sjálfstætt starfandi atvinnu- rekendur muni þurfa að taka á sig byrðar af þessum sökum. Af sjálfu leiðir þá aö liætt er við að Reykjavíkurborg þurfi, likt og aðrir, að sætta sig við nokkurn samdrátt í innkoinnum tekjum sínum. Af því leiðir aftur að vænta má þess aö borgin þurti einnig að skera niður citthvaö af útgjöldum sfnuin. Ekki verður hér reynt að finna skýringu á því hvers vegna borgin hefur látiö sig hafa það að scmja viö tannlæknana um þessi svimandi háu laun. En liitt liggur á boröinu að á tímiiin samdráttar verður oft að hcrða ólina. Það sem liorgin haföi efni á að gera í fyrra licfur liiin kannski alls ekki efni á að gera í ár. Tækifæri til sparnaðar Og hér hefur Davíö Oddsson borgarstjóri því kjörið tækifæri til aö spara fyrir íbúa höfuöborgarimi- ar. Þegar að kreppir í þjóðfélaginu er ekkert eðlilegra en aö þeir sem breiðust hafa bökin taki á sig þyngri byrðar en hinir. Þá verður að ætlast til þess að fólkið með þreföldu launin taki meira á sig en fólkið mcð þau einföldu. Borgarstjórinn í Reykjavík hef- ur því núna upplagt tækifæri til þess að kalla fulltrúa skólatann- lækna fyrir sig og gera þeim þessar einföldu staðreyndir Ijósar. Jafn- framt því er hann í mjög sterkri aðstöðu til að gera þeim Ijóst að þetta gangi ekki lcngiir, og aö þeir verði að fara aö sætta sig við sambærileg laun og lífskjör og fólk í borginni búi almcmit við. Þctta er ástæðulaust og raunar fullkomlcga óþarft að gera með nokkrum hávaöa eöa látum. Ekki verður skólatannlæknum ætlað annað hér en að þeir séu upp til hópa sanngjarnt og réttsýnt fólk, sem skilji nauðsyn þcss að jafnrétti ríki í þjóðfélaginu og að einn sé ekki látinn bera bvröar annars. Sömuleiðis að það gengur vita- skuld ekki á neiniim vinnustað til lcngdar að þar sé við lýði meir en þrefaldur launamunur. Þess vegna verður ekki annuö ætlað svona fyrirfrum en aö þeir skilji þetta og sætti sig við niðurskurð á tekjum sínum, á grundvclli þcss að þeir séu þar mcð að leggja sitt af mörkum til þess að rétta af efna- hagslegan koinpás þjóðarskiitunn- ar. Og Duvíö borgarstjóri myndi fyrir vikið hljóta þökk borgarbúu fyrir röggsamleg viöbrögö í vægast sagt hcldur lciðinlegri stöðu. Garri. VÍTTOG BREITT Málefni þroskaheftra og menntamálaráðuneytið Með lögum um málefni fatlaðra, sem samþykkt voru á Alþingi 1983, var mörkuð sú stcfna að tryggja beri fötluðum jafnrétti á við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að hasla sér völl í samfélag- inu þar sem þeim vegnar best. Til viðbótar því að þessi almenna stefnumörkun var þannig ákveðin, var svo fyrir mælt í lögunum að tryggja bæri heildarsamtökum fatl- aðra og félögum þeirra áhrif á ákvarðanatöku í málefnum fatl- aðra. Ahugamannastarfið... Ekki þarf að fara í neinar graf- götur um, að með þessum lögum var verið að opna leið til þess að koma á kerfisbreytingum í skipu- lagi þessara mála. Þótt ofmælt sé að þarna hafi verið vegið að gömlu „sjálfshjálparstefnunni", sem svo má kalla, þá er eigi að síður verið að breyta ýmsu af því sem upphaf- lega einkenndi félagasamtök fatl- aðra, ekki síst að því er varðar eigið frumkvæði og sjálfstæða fjár- öflun, sem unnið var að með ósíngjörnu áhugastarfi og félags- legu framtaki. Má í þessu sambandi nefna Sam- band ísl. berklasjúklinga, sem lyfti grettistökum í sinni tíð, Sjálfsbjarg- arhreyfinguna, sem vann margt stórvirkið í þágu líkamlega fatlaðs fólks, að' ógleymdum samtökum blindra, sem munu vera elst slíkra frjálsra samtaka. ... má ekki dvína Brauðryðjandastarf frjálsu sam- takanna má ekki liggja í láginni-. þegar fjallað er um málefni fatlaðra almennt og hver vera skuli framtíð- arstefnan. Þótt kerfisbreyting hafi verið eðlileg og tímabær, m.a. nteð því að auka ábyrgð og skyldur ríkisvalds og sveitarstjórna varð- andi framgang þessa málefnis, þá er viss söknuður í því, ef almennur félagsáhugi dvínar að sama skapi, - sem vel getur átt sér stað, þegar farið er að treysta á opinbera miðstýringu og beinar fjárfestingar úr opinberum sjóðum um hvað- eina. Hugtakið fötlun Fötlun er nú mjög víðtækt hug- tak samkvæmt skýrgreiningu og lagaskilningi. Það nær til allra, sefh eru „hamlaðir" hvort heldur af líkamlegum ástæðum eða andleg- um. í raun er þó talsverður munur á þessu tvennu. Framkvæmd fötl- unarmála hlýtur óhjákvæmilega að taka mið af því. Það leiðir af eðli máls að þeir, sem þroskaheftir eru, eiga talsvert undir annarra forsjá um málefni sín, sem alls ekki á við um líkamlega fatlað fólk, sem í ríkum mæli er fært til forystu í eigin málum og getur ráðið fram úr margs konar vanda án opinberrar íhlutunar. Málefni þroskaheftra Málefni þroskaheftra eru öld- ungis sér á parti. Þeim verður að sinna af fullri alúð eftir eðli máls. Samkvæmt eðli sínu eru málefni þroskaheftra uppeldis- og skólamál og ættu milliliðalaust að heyra undir menntamálaráðuneytið. Það er hlutverk uppeldisstofnana og skóla yfirleitt að vinna að andlegum þroska hvers einstaklings. Ef ein- staklingur er bagaður af andlegum þroska sínum, þá er það hlutverk skólanna að sinna slíkum einstak- lingi og koma honum til meiri þroska. Eins og skilja verður hugsjón Samtakanna Þroskahjálpar, þá felst hún í því að berjast fyrir því að þroskaheftir eigi aðgang að venjulegum skólum og hljóti þar kennslu og þjálfun við sitt hæfi. Baráttumenn fyrir þessu málefni eiga undir yfirstjórn skólamála í þessu efni og eiga að leita þar liðsinnis. Ástæða er til að hugleiða, hvort „kerfið" sé hliðhollt fram- gangi þessara mála. Hvar er menntamálaráðuneytið? Það vekur óneitanlega athygli að menntamálaráðherra virðist ekki hafa átt neina aðild að skipun starfshóps, sem fjallaði um starf- semi þriggja tiltekinna dvalar- heimila fyrir fatlaða. Þótblögin um málefni fatlaðra mæli svo fyrir að félagsmálaráðherra annist almennt um lagaframkvæmdina, þá segir einnig í lögunum að málefni fatl- aðra heyri undir menntamálaráðu- neytið að sínu leyti, þ.e.a.s. fræðslu- og menhtamál. Skipun starfshópsins, eins og hún er að formi til komin, bendir til þess að verið sé að skáka menntamála- ráðuneytinu út varðandi yfirstjórn málefna, sem augljóslega heyra undir það ráðuneyti. Slíkt er með öllu óviðunandi, enda andstætt lög- um og þeim skilningi, sem ríkti við undirbúning lagasetningarinnar á sínum tíma. I.G.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.