Tíminn - 09.09.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP
NÚTÍMA FLUTNINGAR
Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu,
® 28822
Auglýsingadeild hannar
auglýsinguna fyrir þig
Ókeypis þjónusta
^ v "V •
I iminti
-
Ný sveppategund greind hér á landi:
Risasveppir spretta
upp ffyrir norðan líka
Langermannia Gigantca lieitir
risasveppur nokkur sem fannst ný-
lega í fyrsta skipti hér á landi.
Tegundin hefur fyrirfundist í Nor-
egi en ekki norðar en Stavanger.
Sjónvarpið greindi í vikunni frá
einum Gigantea sem fannst hér
fyrir sunnan og í kjölfar fréttarinn-j
ar barst Náttúrufræðistofnunj
Norðurlands tilkynning um tíuj
slíka sveppi sem fundist höfðu á,
eyðibýlinu Svíri í Hörgárdal.
Hörður Kristinsson, grasa-,
fræðingur hjá Náttúrufræðistofnunj
Norðurlands segir að sá stærsti hafi
mælst 57 sentimetrar í þvermál og
að þeir hafi greinilega verið búnir
að ná góðri fótfestu í landinu.
Bændur hafa orðið varir við stórar
kúlur á býlinu sl. 2-3 ár en þá bara
eina í hvert skipti. „í ár eru þeir
miklu fleiri og stærri,“ sagði
Hörður.
Síðast var búið á Svíri 1930 en
sveppirnir fundust í bæjarrústun-
um og í kringum bæinn á svæði sem
er um 15-20 metrar í þvermál.
„Sveppirnir eru hugsanlega búnir
að vera þarna í áratugi í moldinni.
Aðstæður hafa verið sérstaklega
góðar í sumar, úrkomusamt og
hlýtt, og það eru bestu skilyrði
fyrir sveppi.
Pessi sveppur er skyldur gorkúl-
unum en til gamans má geta þess
að belgurinn á honunt er fullur af
gróum sem eru ekki nema 5 míkron
í þvermál. Sveppur þessi er talinn
hafa flestar gróeiningar af öllum
lífverum og þær hafa mælst í millj-
arða tali í hverjum svepp,“ sagði
Hörður.
Náttúrufræðistofnun Norður-
lands er að gera tilraun til að
þurrka tvo sveppi sem þeir hafa
undir höndum í heitu rými og með
blásara til að unnt verði að geyma
þá.
Eiríkur Jensson, líffræðingur,
greindi þann svepp sem fannst hér
fyrir sunnan og átti upptökin að
öllu saman. Sá sveppur mældist
tæpir 30 sentimetrar í þvermál og
77 sentimetrar í ummál. Pyngdin
var svo sannarlega ekki í léttari
kantinum, hún mældist 1,6-1,7
kíló. Að sögn Eiríks er risasvepp-
urinn hinn ágætasti matsveppur.
Sveppurinn lá heima í frystikistu
Eiríks í gær þegar Tíminn hafði
samband við hann en meiningin er
að setja hann í frostþurrkun hjá
Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar-
ins. Síðan verður honum væntan-
lega komið á náttúrugripasafnið.
Eiríki fannst ekki ólíklegt að
sveppategundin hafi slæðst til
landsins með gróum sem hafi fokið
til landsins eða komið með fóður-
bæti. Hann taldi það einnig koma
til greina að hann hafi verið til
staðar hérlendis en að skilyrðin í ár
hafi reynst honum hagsæl og
uppsprettan því eftir því.
Ef fólk skyldi verða vart við
grunsamlega stóra sveppi víðar um
land er því bent á að hafa samband
við Náttúrufræðistofnun. JIH
„Kreppunnar“ farið að gæta í utanlands-
t. ferðum?:
Nýstárlegt vatnsból
í sumar hófust framkvæmdir við
nýja vatnsveitu á Hólmavík. Undan-
farna áratugi hafa Hólmvíkingar
notast við yfirborðsvatn og vatn úr
lítilli borholu viðflugvöllinn. Vatnið
úr þessari veitu var ekki lengur
nægjanlegt fyrir staðinn, auk þess
sem gerlagróður í því var yfir æski-
legum mörkum.
Vatnsins í nýju veituna er aflað
með nýstárlegum hætti. Grafinn var
4 m djúpur og 60 m langur skurður
í eyrar Ósár, um 20 m frá ánni. í
báðurn endum skurðsins var komið
fyrir brunnum, sem tengdir voru
saman með raufuðum plaströrum
(drenbörkum). Skurðinum varsíðan
lokað á ný. í brunnana verða settar
djúpvatnsdælur, sem draga til sín
vatn úr rörunum og dæla því um 3
km leið í 600 tn miðlunartank sem
reistur verður fyrir ofan byggðina.
Dælunum verður stjórnað með stýri-
streng sem tengist skynjurum í tank-
inum.
Gert er ráð fyrir að vatnið úr nýju
vatnsveitunni verði því sem næst
gerlafrítt. Þetta byggist á því að
vatnið nái að síast nægjanlega á leið
sinni gegnum áreyrina áður en það
lendir í rörum vatnsveitunnar.
Þó að vatnsbólið sé í eyrum Ósár,
er ekki þar með sagt að allt vatnið
verið upprunið úr ánni, því að
'verulegur hluti þess mun koma úr
jarðlögum í nágrenninu. Hver vatns-
dropi getur því þurft að ferðast
nokkur hundruð metra neðanjarðar
áður en vatnsveitan tekur við
honum.
Almenna verkfræðistofan í
Reykjavík hefur annast hönnun
vatnsveitumannvirkjanna, en allar
framkvæmdir eru í höndum heima-
manna. Vatnsorkudeild Orkustofn-
unar annaðist ýmsar frumrannsóknir
og ráðgjöf.
Reiknað er með að nýja vatnsveit-
an á Hólmavík geti flutt 17 1 á
sekúndu til bæjarins. Heildarkostnað-
ur við veituna er 13 milljónir króna.
Stefán Gíslason.
Feroamenn vom
um 1.600 færri
í ágústmánuði
Um 1.590 færri erlendir ferða-
menn lögðu leið sína hingað til lands
í ágúst s.l. (19.700) heldur en í sama
mánuði í fyrra. fslendingar sem
heim komu erlendis frá (22.200)
voru aðeins örlitlu fleiri í mánuðin-
um heldur en í ágúst í fyrra.
Þegar litið er á heildartölur yfir
mestu ferðamánuðina; júní, júlí og
ágúst, kemur í ljós að erlendir
ferðamenn hér á landi og íslenskir í
útlöndum eru nánast jafn margir og
sömu mánuði 1987. Vonir íslenskra
ferðaútvegsmanna sem höfðu búið
sig undir fjölgun ferðamanna í sumar
hafa því ekki ræst.
Erlendir ferðamenn eru 68.036
þessa þrjá mánuði, sem er aðeins
187 manns fleira en sömu mánuði í
fyrra. Þar af eru Bandaríkjamenn
nú aðeins um 12 þús. (fjórðungi
færri en í fyrra), en Norðurlandabú-
ar 22.400 sem er um 2.000 manna
fjölgun.
Erlendir ferðamenn frá áramótum
eru orðnir rúmlega 100.000, sem er
aðeins 0,7% fjölgun frá fyrra ári.
þrjá hafa um 57.360 landsmenn
komið heim úr utanlandsferð, sem
er 845 fleiri en sömu mánuði í fyrra.
Um góða fjölgun var að ræða í júní,
,en hins vegar töluverða fækkun í júlí
og nær óbreyttar tölur í ágúst, sem
áður segir.
Utanlandsfarar frá áramótum eru
97.100, um 6.000 fleiri en í fyrra. Að
öll sú fjölgun og meira til var á fyrri
helmingi ársins gæti bent til að farið
hafi að þrengjast um ferðafé hjá
fslendingum eftir þvt sem leið á árið.
íslenskir utanlandsfarar voru þó
þrátt fyrir þetta orðnir töluvert fleiri
nú í 8. mánuði ársins (ágúst) heldur
en allt árið 1985. -HEI
Meiri suöurlandssíld til Svíþjóðar:
68.000 tunnur seldar
meira en selt var fyrirfram á sama
tíma í fyrra, en verðið er það sama
í sænskum krónum og finnskum
mörkum.
Sovétmenn hafa lengstum keypt
lang mest af íslenskri saltsíld en
viðræður um fyrirframsölu hefjast
við þá síðar í þessum mánuði. -sá
Samið hefur verið fyrirfram uni
sölu á saltaðri suðurlandssíld til
Svíþjóðar og Finnlands. Er hér um
að ræða 68 þúsupd tunnur af ýms-
um tegundum af hausskorinni,
flakaðri og slógdreginni síld.
Svarar þetta til 96 þúsund tunna
af heilsaltaðri síld og er þetta 15%