Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 17

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 17
Laugardagur 10. september 1988 Tíminn 17 anna og hjálp ýmissa góðra ættingja og vina og barnanna eftir að þau fóru að geta hjálpað til við heimilis- störfin, fór hagur heimilisins batn- andi og tókst að koma öllum barna- hópnum til þroska. Eg veit að Una ntun gleðjast yfir því við þessi tímamót, að líf hennar hefur á margan hátt orðið hamingju- samt og hún mun á þessum degi verða umvafin ást, virðingu og um- hyggju barna sinna, tengdabarna, barnabarna, barnabarnabarna og annarra ættingja og vina. Ég óska henni innilega til ham- ingju með afmælið og þakka henni langa samfylgd í Staðarsveitinni, æskusveitinni okkar. Megi hún enn eiga eftir mörg farsæl ár. Kristján Guðbjartsson Una tekur á móti gestum í félags- heimilinu Rein á Akranesi á sunnu- dag kl. 15-19. þeirra Ölfusinga í Austurleit um 25 ára skeið. Upp úr 1980 fór heilsu Sigurðar hrakandi og dró hann þá mjög úr öllum búskap, en heilsan leyfði ekki annað. Fékk hann þó áður góða bót á mjaðmarkvilla, sem lengi hafði þjáð hann, en lungu hans þoldu illa umsýslan við þurrhey, eins og títt er um menn í hans stétt. Ég átti nokkuð tíðar komur til Sigurðar seinni árin og kom tvennt til. Ég hafði ánægju af að hitta þau hjón og þá einnig að ég fann að ég var aufúsugestur, eins og reyndar flstir sem hjá Sigurði, knúðu dyra. Hann leitaði frétta af aflabrögðum, mönnum og málefnum, þótt fróður væri af lestri blaða og góðra bóka. Minni hans var trútt enda átti hann ekki langt að sækja þá gáfu. Ég læt nú lokið þessum fáu fátæk- legu kveðjuorðum til Sigurðar á Tannastöðum. Vildi aðeins færa honum þakkir mínar fyrir kunnings- skapinn og greiðvikni mér og mínum til handa í gegnum árin. Halldóru, syni, systur Sigurðar og öðrum ættingjum og vandamönnum votta ég samúð okkar hjóna. Sigurður verður jarðsunginn frá Kotstrandarkirkju laugardaginn 10. september. Megi hann þar í friði hvíla í miðri sinni fögru sveit, skammt frá ginnhelgum véum Ár- nesþings, Ingólfsfjalli og Sogi, þar sem hann dvaldi ævilangt. Blessuð sé minning hans. Bcnedikt Thorarensen. SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVÍK SlMI (91)681411 ÚTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar bifreiðir sem skemmst hafa í umferðaróhöppum. Dodge Aries ................. árgerð 1988 Daihatsu Charade............. árgerð 1988 Daihatsu Charade............. árgerð 1988 Toyota Corolla .............. árgerð 1988 Ford Escort.................. árgerð 1988 Lada Safir................... árgerð 1987 Subaru J 10 ................. árgerð 1986 Toyota Landcrusier........... árgerð 1986 Fiat 127..................... árgerð 1983 VW Jetta..................... árgerð 1982 Ford Escort.................. árgerð 1982 M. Benz 307 ................. árgerð 1982 B.M.W. 320 .................. árgerð 1981 M. Benz 280 ................. árgerð 1981 Saab 99 ..................... árgerð 1974 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 12. september 1988, kl. 12-16. Á SAMA TÍMA: í Víðigerði, Húnavatnssýslu: MMC Cordia................. árgerð1983 Á Breiðdalsvík Mazda 626 ................. árgerð 1982 Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 13. september 1988. SAMVINNUTRYGGINGAR g.t. - Bifreiðadeild - LÆKNISBÚSTAÐUR ÖLDUBAKKA 5, HVOLSVELLI Tilboð óskast í lokafrágang læknisbústaðar að Öldubakka 5, Hvolsvelli. Húsið með tvöföldum bílskúr, er um 255 m2. Það er nú uppsteypt, glerjað, múrhúðað að utan með frágengnu þaki. Verkefnið nær til þess að fullgera húsið að innan með tilheyrandi lagnakerfum, gera fastar innrétt- ingar og mála húsið að utan. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. apríl 1989. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgar- túni 7, Reykjavík, 12.-16. september 1988, gegn 5.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu I.R. Borgartúni 7, þriðjudaginn 27. september 1988 kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS BORGARTÚNI 7 SÍMI 26844 PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða VERKAMENN við jarðsímalagnir í Stór-Reykjavíkursvæðinu. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91- 26000. Iff REYKJKJÍKURBORG- 1» j MÍ ? Acuttovi Stödun 'I ^ HEILSUVERNDARSTÖÐ REYKJAVÍKUR óskar eftir starfsfólki við heilsugæslustöðvar í Reykjavík, sem hér segir: HEILSUGÆSLUSTÖÐ HLÍÐASVÆÐIS - Sjúkraliði í 50% starf. HEILSUGÆSLUSTÖÐ MIÐBÆJAR - Læknaritari/læknafulltrúi í 50% starf. Upplýsingar eru gefnar á skrifstofu framkvæmda- stjóra heilsugæslustöðva í síma 22400. Umsóknir skulu sendar Heilsuverndarstöð Reykja- víkur á eyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 mánudaginn 19. september 1988. y Félag járniðn- V' aðarmanna Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að allsherjaratkvæðagreiðsla verði viðhöfð við kjör fulltrúa félags járniðnaðar- manna á 36. þing Alþýðusambands íslands. Tillögum um 6 aðalfulltrúa og 6 varafulltrúa ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félagsmanna skal skila til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30 fyrir kl. 18 þriðjudaginn 20. september 1988. Stjórn félags járniðnaðarmanna. Mosfellsbær Dvalarheimili aldraðra Hlaðhömrum Auglýst er laus til umsóknar leiguíbúð á Dvalar- heimili aldraðra Hlaðhömrum. Umsóknareyðublöð liggja frammi á bæjarskrifstofu Mosfellsbæjar Hlégarði. Umsóknarfrestur er til 18. september n.k. Allar frekari upplýsingar veitir félagsmálastjóri í síma 666218. Starfskraftur óskast Óskum eftir að ráða starfskraft til að sjá um kaffistofu og ræstingu. Vinnutími kl. 14-19 eða eftir samkomulagi. Upplýsingar gefur skrifstofustjóri í síma 686300. Tíminn Lynghálsi 9. Frá Æfingaskóla Kennaraháskóla íslands Sérkennara vantar að skólanum skólaárið 1988- 1989. Upplýsingar veitir skólastjóri á skrifstofu skólans sími 91-84566.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.