Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 13
Tíminn 13 ! Gunnar. ÍÞRÖTTIR BÚdapeSt. Þeir ung- versku keppendur sem standa sig vel á Olympíuleikunum í Seoul munu verða verðlaunað- ir með tollaundanþágum, þeg- ar þeir ná afturtil heimalands- ins, segir í frétt frá ungversku féttastofunni MTI. Gullverð- launahafar fá þannig að versla fyrir jafnvirði um 370 þúsund ísl. króna. Keppendur sem lenda í' silfur eða bronsverð- launasætum fá aðeins minni kvóta í sinn hlut, svo og þeir keppendur sem verða í 4.-6. sæti. Þjálfarar, læknar, sál- fræðingar og aðrir aðstoðar- menn fá einnig umbun, ef þeirra menn standa sig vel, en mönnum er aðeins heimilt að versla fyrir þá peninga sem þeir hafa fengið í dagpeninga í leikunum, eða eigið sparifé og í einstaka tilfelli fá þeir gjafir sem íþróttamennirnir í sinn hlut á leikunum. SeOlll. Það eru fleiri þjóðir en Ungverjar sem ætla að verð- launa sína menn, ef þeir standa sig vel á Ólympíuleikunum, þótt með ólíkum hætti sé. Gestgjafarnir sjálfir ætla að greiða þeim fþróttamanni, s- kóreskum, sem vinnur gull- verðlaun um 38 þúsund ísl. króna mánaðarlaun það sem eftir er ævi hans. Ef s-kóreskur frjálsíþróttamaður verður í einu af efstu sætunum fær hann um 6,3 milljónir króna í sinn hlut. Malasíumenn ætla að greiða um 1,4 milljónir króna fyrir Seoul gull. Sovétmenn munu veita sín- um íþróttamönnum, sem vinna gullið eftirsótta, umbun í formi hárra bónusgreiðslna. Kínverjar greiða Lou Yun, sem vann 1 gull og 2 silfur í Los Angeles 1984, tvöföld meðalla- un og foreldrar hans fengu úthlutað nýrri íbúð í Peking. Saudi Arabar senda 23 kepp- endur á Óiympíuleikana og fari svo að einn þeirra vinni til verðlauna þarf hann ekki að hafa áhyggjur af lífeyri, at- vinnu, eða menntun það sem eftir er, því ríkið mun sjá honum fyrir þessu öllu. Frakkar verðlauna sína íþróttamenn, sem vinna gull- verðlaun, með um 900 þúsund krónum. Nú kunna margir að spyrja. Hvar er Ólympíuhugsjónin? Sannleikurinn er sá að allstaðar í íþróttum eru peningar og lítið þýðir að stinga höfðinu f sandinn. Til dæmis munu hreinræktaðir atvinnumenn keppa á Óiympíuleikunum í Seoul og nægir þar að minna á keppendur í knattspyrnu og tennis. Ekki eru þó allir jafn opin- skáir og þyrstir í gullin. Bretar eru Ólympíuhugsjóninni trúir þvt' þeir tóku þá afstöðu að verðlauna sína menn ekki með bónusgreiðslum þrátt fyrir Ól- ympíuverðlaun. „Okkur finnst það næg umbun fyrir íþrótta- mennina að vinna til verð- launa," sagði einn talmaður breska Ólympíuliðsins. I FJÓSIÐ OC ALFA-LAVAL MJALTAKERFI SÆ BE '¥'9mt " i FLORSKÖFUKERFIN hafa létt mörgum bóndanum verkin. MJOLKUR- MÆLARNIR ERU TIL Á LAGER Litlir vélkústar fyrirliggjandi VELBUNAÐUR í FÓÐRUN OG HIRÐINGU Kjarnfóðurvagn HJÓLKVÍSLAR KAUPFÉLÖGIN BÚNAÐARDEILD ARMULA3 REYKJAVIK SÍMI 38900 VOTHEYSVAGNAR VERTU I TAKT VIÐ Timann ÁSKRIFTASÍMI68 63 00 TÆKNIBYLTING + NÝ HÖNNUN » 35% VERÐLÆKKUN með: Þremurtímum, dagatali og vikudegi (á þremurtungumálum) niðurteljara, skeiðklukku, vekjara o.fl. nn TiSSOT rworimer Hágæðaúr U& á #fl 3.950 kr. Kaupvangsstræti 4, Akureyri. S: 96-24'. 75. ; JÚN BJARNASON & C§

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.