Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Laugardagur 10. september 1988 FRETTAYFIRLIT RAMALLAH - Hersveitir' ísraela á hernumdu svæðun-' um sögðu að þær hefðu upp- i rætt net andspymuhreyfinga Palestínumanna á Gazasvæð- inu og handtekið 200 arabíska byssumenn. Þátttaka í alls- herjaverkfalli sem íslamska andspyrnuhreyfingin hafði i boðað í trássi við PLO var ekki j mjög mikil þrátt fyrir hótanir gegn kaupmönnum hefðu þeir opið. Hreyfingunni hefur vaxið mjög ásmegin að undanförnu og keppir hún við PLO um hylli. Palestínumanna. 0 Abu Dhabi ¦ lýsti Yassir Arafat því yfir að PLO hygðust koma á fót bráð- abirgðastjórn Palestínuríkis. MOSKVA - Réttarhöldum, yfir Yuri Curbanovs sem var hér fyrrum háttsettur emb-. ættismaður og er nú fyrir rétti i sakaður um spillingu var frest- að þar sem verjandi hans fékk! hjartaáfall í dómssalnum. NIKOSÍA - Utanríkisráð-' herra aðildarríkja Samtaka i óháðra ríkja náðu saman um' eitt helsta ágreiningsefni sitt sem var orðalag yfirlýsingar: þar sem hvatt var til friðar í Afganistan. Ráðherrarnir i komu sér einnig saman um orðalag yfirlýsingar þar sem hvatt er til friðarviðræðna um málefni Kampútseu. PEKING -Fjörutíu áreru nú liðin frá því Kim ll-Sung forseti Norður-Kóreu komst til valda. Af því tilefni hélt um ein milljón landsmanna hans í fagnaðar- göngu í Pyongyang og kallaði, nafn hans í sífellu. Það hefur j vísast til glatt auðmjúkt hjarta I gamla mannsins. > MOSKVA - Sovéskur sagn- fræðingur hélt því fram í grein í Prövdu í gær að Jósef Stalín hafi árið 1940 fyrirskipað morð á fyrrum félaga sínum, bylting- arleiðtoganum Leon Trotsky sem var í útlegð í Mexíkó. Sovétmenn hafa aldrei ýjað að því fyrr að Stalín hefði staðið á bak við morðið á Trotský þó það hafi alla tíð verið almenn söguskoðun á Vesturlöndum. WASHINGTON - Hækk- un orkuverðs í Bandaríkjunum varð til þess að verðbólga þar jókst um 0,6% í ágúst eftir að hafa aukist um 0,5% í júlí. Þetta þykir mikið þar vestra. ÚTLÖND Stjórnarandstæðingar mynda bráðabirgðastjórn í Burma Stjórnarandstæðingar í Burma mynduðu í gær bráðabirgðastjórn sem mun berjast gegn stjórn sósía- listaflokksins sem í raun hefur verið óvirk að undanförnu. Bráðabirgða- stjórnin nýtur stuðnings nokkurs hluta hersins, til að mynda gengu tvöhundruð hermenn úr flugher landsins um götur Rangoon til stuðn- ings hinni nýju bráðabirgðastjórn. Það er hinn aldni lciðtogi U Nun scm leiðir nýju bráðabirgðastjórn- ina, en hann var forsætisráðherra þcgar Ne Win leiðtogi sósíalista- flokksins rændi völdum árið 1962. U Nun sem nú er 82 ára gamall hefur boðað til frjálsra kosninga í landinu þann 9. október og hvatti landsmenn til að hcfja kosningarundirbúning. Hin nýjabráðarbirgðastjórn hcfur cinnig útnefnt nýjan forseta í stað Mang Maung sem sósíalistaflokkur- inn skipaði sem forseta í síðasta mánuði. Forseti bráðabirgðastjórn- arinnar er Win Maung, cn hann var fyrsti forscti Burma eftir að landið fékk sjálfstæði árið 1948. Stofnun þessarar bráðabirgða- stjórnar hefur aukið enn á spennuna í landinu, sem nóg var fyrir. Sósíal- istaflokkurinn reynir hvað hann get- ur að halda völdum þó útvarpsstöðin í Rangoon sé í raun eina opinbera stofnunin sem stjórnin hefur enn á valdi sínu. Hermönnum sem enn eru hliðhollir sósíalistastjórninni var skipað að skjóta á hóp starfsmanna flughersinscf þeirreynduaðsamein- ast félögum sínum sem gengið hafa til liðs við hina nýju bráðabirgða- stjórn sem hefur aðsetur sitt í há- skólanum í Rangoon. Stjórnarandstæðingar ¦' Burma hafa nú komið á fót bráðabirgðastjórn og boðað til kosninga 9. október. Skemmdarverk í Austur-Þýskalandi Verðhækkanir og vöruskortur hafa leitt til þess að árásir hafa verið gerðar á verslanir og framleiðslufyr- irtæki í Austur-þýska alþýðulýðveld- inu. Vcstrænar lcyniþjónustur skýra nú frá því að allt frá því í apríl í vor hafi Austur-Þjóðvcrjar verið iðnir við skemmdarverk á eigum ríkisins. Með því hafi þeir viljað fá útrás fyrir reiði sína vegna verðhækkana og skammtana á vörum. Starfsmenn austur-þýsku öryggis- lögreglunnar leggja sig fram um að halda þessum atburðum leyndum, eftir því sem þeir best geta. Þar með vilja þeir hindra að aðrir taki upp þessar ofbeldisfullu mótmælaað- gerðir, sem aðallega hafa átt sér stað í Magdcburg og grennd. Samkvæmt þessum fréttum hafa til þessa verið skráðar í lögreglu- skýrslur í Austur-Þýskalandi að- gerðir eins og: • Rúður voru brotnar og hillur eyðilagðar í ýmsum verslunum sem selja dýran skófatnað í Magdeburg. • í Strassfurt varskóbúðlögðalger- lega í rúst. • Kveikt var í fjölmörgum flutn- ingabílum vöruflutningafyrirtækis- ins „Deutrans" sem hlaðnir voru skófatnaði til útflutnings. • Á bílastæðum voru unnin skemmdarverk á flutningabílum „Deutrans". Þar var farmurinn líka skór til útflutnings. M.a. voru bremsuslöngurnar á vörubílunum skornar í sundur. • Kveikt var í á athafnasvæði ríkis- kolaverslunar í Magdeburg. Þar var kveikt í 18 bílum, fullhlöðnum kolum. •? Á mjólkurbúi í Magdeburg var þvottaefni sett í mjólkurtankana. Þar með varð auðvitað að hella allri mjólkinni niður. • í Magdeburg voru unnin skemmdarverk í u.þ.b. 80 opinber- um símaklefum. Þar var símtólið skorið af línunni. • Kveikt var í spennistöð í Rothens- ee/Magdeburg með þeim afleiðing- um að tveir straumbreytar eyðilögð- ust. Samkvæmt upplýsingum vestrænu leyniþjónustanna fylgdu þessum sí- felldu skemmdarverkum hótunar- bréf gegn fleiri fyrirtækjum í ríkis- eign í Magdeburg. Embættismenn sem bera ábyrgð á öryggismálum í Austur-þýska al- þýðulýðveldinu taka sérstaklega al- varlega sprengjuhótun vegna kjarn- orkuvers í Stendahl, sem bersýnilega er í tengslum við mótmæli gegn meintum skorti á öryggisráðstöfun- um við kjarnorkuver í landinu. Vestrænu leyniþjónusturnar vísa til þess, að til þessa hafi leit lögregl- unnar að skemmdarvörgunum ekki borið neinn árangur, þó að í tveim tilfellum hafi þeir skilið eftir á vett- vangi flugrit. Á flugritunum komi fram að það séu ekki einstaklingar, heldur hópar sem að skemmdarverk- unum standi og vilji með þeim fá útrás fyrir reiði sína vegna mikils vöruskorts og geysilegra verðhækk- ana á vissum sviðum í alþýðulýð- veldinu. Hópur sem nefnir sig „Runder Feuerball" (eldhnöttur) lýsir ábyrgð á hendur sér fyrir hluta skemmdarverkanna í Magdeburg. Öryggisyfirvöld í Austur-Þýska- landi eru sögð hafa gripið til umfang- smikilla varnaraðgerða gegn frekari skemmdarverkum. í Magdeburg hefur lögregluliðið verið styrkt með aðstoð vopnaðra bardagasveita og þar er gripið til aukinna aðgerða til verndunar ríkisfyrirtækjum. Fyrir- tækin eru líka skylduð til að fjölga næturvörðum. Farþegavél f rá Víetnam ferst nálægt Bankok Víetnömsk farþegaflugvél fórst í aðflugi að flugvellinum í Bankok í gær og með henni sjötíu og fimm i manns. Einungis sex farþegar kom- ust lífs af og liggja þeir þungt haldnir á sjúkrahúsi. Þrumuveður var þegar flugvélin fórst og sögðu sjónarvottar að eldingu hafi slegið niður í flugvél- ina þegar hún var að koma inn til lendingar. Sjónarvottur sagði að þotan, sem var tveggja hreyfla af Tugalev TU- 134 gerð, hafi skollið til jarðar, rifið nokkur tré og símalínur áður en hún stöðvaðist á rísakrí í sex kílómetra fjarlægð frá flugvellinum. Talsmenn tælenska flughersins sögðu að þotan sem var í áætlunarf- lugi frá Bankok hafi misst samband við flugturninn vegna þrumuveðurs- ins þremur mínútum áður en vélin átti að lenda. Fremsti og aftasti hluti vélarinnar brotnaði frá miðhlutanum sem brann nær til ösku. Talið er að sendiherrar Indlands og Finnlands í Víetnam hafi verið meðal farþega í vélinni ásamt fjöl- skyldum sínum. Það hefur þó ekki verið staðfest. Verkamenn stóðu í vatni upp að hnjám er þeir tóku saman Hkamsleif- ar hinna Iátnu, sem margir eru óþekkjanlegir vegna bruna. Þó hafði vatni verið dælt af rísakrinum til að auðvelda aðkomu að flakinu. Suöur-Afríka: Löggan ryðst inn í messu hjá Tutu Óeinkennisklæddir lögreglu- menn ruddust í gær inn í kirkju í Suður-Afríku þar sem hinn blakki leiðtogi andstæðinga að- skilnaðarstefnunnar, biskupinn Desmond Tutu hélt guðsþjón- ustu. Lögreglumennirnir filmuðu Tutu þar sem hann ávarpaði starfslið kirkjuráðs Suður-Afríku sem vinnur gegn stjórnvöldum. Nokkrum mínútum áður hafði Tutu ítrekað áskorun sína til blakkra Suður-Afríkubúa um að sniðganga kosningar sem fram fara í næsta mánuð. Lögreglan rannsakar nú atferli Tutu í skjóli neyðarlaga sem ríkt hafa í landinu síðastliðna tuttugu og sjö mánuði, en samkvæmt þeim er ólöglegt að hvetja fólk til að kjósa ekki og eru viðurlög allt að tíu ára fangelsi. „Við munum ekki missa kjarkinn. Við látum ekki ögra okkur... þegar við brjótum lög gerum við það með miklum trega," sagði Tutu á blaðamanna- fundi fyrir messuna. „Við lútum því sem við teljum vera boð Guðs án þess að hugsa um afleiðingarn- ar," bætti hann við.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.