Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 21. september 1988 Tíminn 3 Barnsfæöingar aldrei fleiri en í júlímánuði í ár: Tví-, þrí- og fjórburar væntanlegir í október í næsta mánuði má búast við að sérstakir atburðir eigi sér stað á fæðingardeild Landspítaláns, þar sem þá eiga tvíburar, þríburar og fjórburar að koma í heiminn. t>á er eins líklegt að börnin fæðist öll á svipuðum tíma. Yfirleitt þegar um fjölburafæðingu er að ræða, þurfa börnin meira eftirlit en önnur börn og leitaði Tíminn til vökudeildar til þess að kanna hvort deildin gæti sinnt þessum fjölda. Þar fcngust þau svör að deildin væri í stakk búin að taka á móti öllum börnun- um ef til þess kæmi að þau fæddust á svipuðum tíma. Gunnlaugur Snædal prófessor sagði í samtali við Tímann að einu sinni áður hefðu fæðst fjórburar hér á landi, hins vegar má ljóst vera að tví-, þrí- og fjórburafæð- ingar hafa ekki borið að með þeim hætti sem nú lítur út fyrir að verði, svolil allar á sama tíma. „Fjórburafæðing er óvanaleg, en hitt er ekki nýstárlegt að öðru leyti,“ sagði Gunnlaugur. Að- spurður, sagði Gunnlaugur að hin- ar verðandi mæður væru undir góðu eftirliti, eins og yfirleitt væri þegar konur gengju með börn. Hann sagði að ekki hefðu verið gerðar neinar sérstakar ráðstafanir vegna þessa. „Við tökum bara á móti þeim þegar þar að kemur. Við gerum okkur ljóst að það verða aukin umsvif en við erum reiðubúin til að sjá um það,“ sagði Gunniaugur. Það vekur ekki síður athygli að í júlímánuði sl. fæddust 285 börn á fæðingadeild Landspitalans einni saman og hafa fleiri börn ekki litið dagsins Ijós á einum mánuði til þessa. Sagði Gunnlaugur að tölu- vert fleiri fæðingar hefðu verið í ár en í fyrra. Árið 1987 fæddust alls 4.100 börn á íslandi, scm er tæp- lega 200 fleiri en árið áður. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn aflaði sér í vor, var búist við að allt að 10 til 15% fleiri fæðingar yrðu á fæðingadcild Landspítalans á þessu ári en árið 1987 og búist var við að svipað hlutfall yrði annarstaðar á landinu. Þrengslin á fæðingadeiid Lands- pítalans, sem komið hafa til af auknum fjölda fæðinga, hafa orðið til þess að sængurlega er styttri en áður. ÁslaugHauksdóttirljósmóð- ir segir í samtali við Nýtt líf að konur séu oft sendar heim á fjórða eða fimmta degi, áður cn þær hafa jafnað sig almennilega og áður en brjóstagjöf sé komin í eðlilegt horf. Jafnvel megi rekja auknar endurkomur kvenna sem þurfa að leggjast inn aftur vegna blæðinga og leita hjálpar vegna brjóstabólgu og annarra kvilla til þeirrar ástæðu að þær voru sendar of fljótt heim. Heildartölur um fæðinga fyrir það sem af er árinu 1988 liggja ekki fyrir, en tæplega má gera ráð fyrir að júlímetið verið slegið á næstu mánuðum, þar sem alla jafnan fæðast fleiri börn í júlí en aðra mánuði ársins. -ABÓ Hvítá viö Iðu, gefur af sér enn einn stórlaxinn: 29 punda hængur veiddist í Hvítá Úlfar með laxinn góða. 29 pund vó hann og er sá stærsti á stöng í sumar. Stærsti lax sumarsins veiddist á elleffu stundu, ef svo má að orði komast. Úlfar Sveinbjörnsson setti í 29 punda hæng og landaði honum tuttugu mínútum seinna, næst síð- asta dag veiðitímans. Almennt lauk laxveiði í ám í gær. Úlfar var við veiðar í Hvítá við Iðu þegar laxinn tók. f Hvítá við Iðu háttar þannig til að þrjár ár falla saman. Litla- og Stóra Laxá falla í Hvítá. Úlfar óð út í Stóru Laxá, kastaði í Hvítá og fiskurinn tók í Litlu Laxá. Úlfarvarvopnaðureinhnetu, með hæg sökkvandi línu. Hann hafði hnýtt á fluguna Thunder and Lightning, sem var útfærð sérstak- lega af Úlfari með krókum númer sex. „Fiskurinn var búinn að elta flug- una nokkrum sinnum. Hann elti hana alveg inn á tært vatn, og það var einmitt í tæru vatni, úr Litlu Laxá sem hann tók. Ég sá fiskinn ekki fyrr en ég landaði honum. Þó gerði ég mér grein fyrir að hann væri stór. Ég giskaði á, í huganum, að hann væri um 25 pund, en þegar ég fór að bera hann fann ég að hann var ívið þyngri. Vigtin sagði 29 pund,“ sagði Úlfar í samtali við Tímann f gær. Fiskurinn var aðeins leginn og niá því reikna með að hann hefði náð 30 pundunum nýrunninn. Úlfar hafði hug á að stoppa fiskinn upp, en eftir að hafa kynnt sér hvað slík aðgerð kostaði hvarf hann frá því. Um þrjátíu þúsund krónur kostar að stoppa slíkan fisk. Verður hængur- inn því sendur norður í reyk og á sjálfsagt eftir að smakkast vel. „Jú ég var búinn að fá einn lítinn, áður en þessi tók. Hann var fjórtán punda,“ sagði Úlfar og hló. Hann bætti við. „Eftir að ég var búin að vigta hann fór ég ekki út í. Stóð bara á bakkanum og tók ofan.“ Hvítá við Iðu er þekktur stórlaxa- staður og fyrir nokkrum dögum missti veiðimaður stórlax, sem áhorfendur fullyrða að hafi verið langt yfir þrjátíu pund. Stærsti lax á stöng, sem vitað er um á íslandi veiddist í Hvítá við Iðu. Var hann 38,5 pund. -ES Fjögur ráðuneyti á kaf i í majonesi Fulltrúar fjögurra ráðuneyta, Þjóðhagsstofnunar og Landssam- bands bakarameistara hafa í samein- ingu gert tillögur um að tekið verði upp 11% verðjöfnunargjald á inn- fluttar kökur og 16% gjald á innflutt majones - ella sé stór hætta á að majones- og kökugerð flytjist að meira eða minna leyti úr landi. Þetta kemur fram í áliti nefndar sem iðnaðarráðherra skipaði s.l. vor til að gera úttekt á samkeppnisstöðu innlendrar köku- og majonesfram- leiðslu. Nefndina skipuðu fulltrúar: Iðnaðarráðuneytis, viðskiptaráðu- neytis, fjármálaráðuneytis, landbún- aðarráðuneytis, Þjóðhagsstofnunar og bakara. Það sem fyrst og fremst er talið ógna innlendri majones- og köku- gerð er: Hátt verð á eggjum, mjólk, mjólkurdufti og smjöri á Islandi - bann við innflutningi á þessum vör- um niðurgreiddum og þar með 55- 89% ódýrari erlendis frá - og afnám vörugjalds á innfluttar kökur um síðustu áramót. {frétt frá Iðnaðarráðuneytinu seg- ir að auk venjulegra niðurgreiðslna í EFTA og EBE bætist við aukanið- urgreiðslur á mjólkurvörur og egg sem flutt eru út frá þessum löndum. Heimsmarkaðsverð (GATT) þeirra verður þá sem hér segir með tvö- faldri niðurgreiðslu: ísland Heimsmark. kr/kg kr/kg Egg 165,00 49,76 Smjör 92,00 51,35 Nýmjólk 39,28 14,47 Mjólkurduft 425,00 46,68 Undanrennuduft 158,00 42,01 Byggingarkostnadur stendur óbreyttur Byggingarvísitalan hækkaði að- eins um 0,16% frá ágúst til septem- ber og reyndist 124,5 stig, og gildir sú vísitala fyrir október. Undanfarna þrjá mánuði (júlí/september) hefur vísitalan hækkað um 2,6% sem sam- svarar 11% árshækkun. Það er mikil breyting frá næstu þrem mánuðum þar á undan (apríl/júm') þegar vísi- talan hækkaði um 11,6% á þrem mánuðum, sem svaraði til 55% verð- bólgu á heilu ári. Hækkun byggingarvísitölu síðustu 12 mánuði er 21,6%, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. DUNDUR UTSALA í Gardínubúðinni, Skiphoiti 35 Gluggatjaldaefni, stórisefni og nú líka fataefni í miklu úrvali. Opið Gardínubúðin, Mánudaga-föstudagafrákl. 9-18 Skipholti35, Laugardaga frá kl. 10-16 sími 35677!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.