Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 19
rvw *i‘vi'k'wt r'O • m*»i. »»v-Vjl k Miövikudagur 21. september 1988 'v-t.-s ÍT . Tíminn 19 endurtekur sig Þegar Karólína prinsessa í Món- akó var yngri var hún UpprCÍShar- gjörn og tók ekkert tillit til óska foreldra sinna er hún kornung giftist Philippe Junot. En fljótlega varð hún óánægð í hjónabandinu og það endaði / skilnaði og eftir- málin eru varla enn útkljáð. En heimilislífið hjá þeini Karó- línu og Stefano Casiraghi, seinni eiginmanni hennar, virðist vera hið lukkulegasta og hafa þeim fæðst þrjú bcrn. Karólína þykir slððugt líkjast móður sinni meir, Grace furstafrú, sem var mjög elskuð af Mónakóbúum. Karólína hefur einnig fetað í fótspor móður sinnar í því að koma fram við opinberar athafnir og þykir henni takast það mjög vel. í blaði þar sem þetta mál var rætt voru birtar þessar tvær skemmti- legu fjölskyldumyndir af tveim kynslóðum í Mónakó. SYSTUR? - Nei, amma með dóttur sína og dótturdóttur! Karin Callaghan, sem varð amma á þessu ári, er ekki ein af þessum ömmum sem við lásum um í gamla daga. Amman sat þá í ruggustól og prjónaði sokka eða vettlinga og sagði barnabörnunum sögur frá fyrri tímum. Nei, Karin Callaghan segist ekki búast við að setjast í ruggustólinn strax, - enda er amman ekki nema 32 ára gömul! Sagan Varð amma 32 ára „Þegar ég komst að því að ég var að verða amma, þá brá mér alveg hroðalega. Það getur ekki verið, hugsaði ég. Þetta getur bara ekki verið að koma fyrir mig, að ég sé að verða amma aðeins 32 ára! En svo hætti ég auðvitað að hugsa um sjálfa mig, og fór í staðinn að hugsa um Anne-Marie, dóttur mína, sem var að verða mamma 15 ára gömul.“ Nú eru það fimm ættliðir sem búa í fjölskylduhúsinu, eða alveg í næsta nágrenni: Hin nýfædda Kay- leigh-Marie, 15 ára móðirin hún Anne-Marie, Karin, mamma hennar, sem varð amma 32 ára og amma Karinar, Gladwys Evans, sem er 90 ára. Pamela, móðir Karinar er 54 ára og orðin lang- amma, hún býr þarna rétt hjá, en fjölskyldan á heima í Gilfach Goch í Wales. Kærustuparið þorði ekki að segja að þau ættu von á barni Anne-Marie og kærastinn henn- ar þorðu lengi vel ekki að segja Karin, mömmu hennar, frá því að þau ættu von á barni, en þegar Hún Launa Morosan er hæfileikarík á mörgum sviðum, - og vissu- lega er hún hin besta fyrirsæta, sagði Ijósmyndarinn sem tók þessa mynd. Fjölhæf stúlka En hér eru Stefano Casiraghi og Karólína prinsessa kona hans og börnin: Charlotte, 16 niánaða, Pierre, 3 mánaða og Andrea, 3 ára. Það má segja að henni sé margt til lista lagt þessari glæsilegu kyn- bombu á meðfylgjandi mynd. Stúlkan, sem heitir Launa Moro- san, byrjaði frægðarferil sinn sem klappstýra og skrautpía hjá fót- boltaliði í Hollywood, - og svo fór boltinn að rúlla. Launa fékk hvert tilboðið á fætur öðru um að koma fram í auglýsingum og sem gesta- leikari í þekktum sjónvarpsþátt- um. Hún hefur m.a. komið fram í sjónvarpsþáttunum „Hunter“ og „Who’s the Boss“, sem sýndir hafa verið hér á Stöð 2. En það er ekki aðeins að stúlkan sé augnayndi, heldur er hún hið mesta gáfnaljós og hefur lagt fyrir sig tungumál. Hún er sögð tala rússnesku eins og hún væri fædd í Moskvu. Þar að auki er hún hörku- íþróttakona, hefur unnið verðlaun í dansi og lyftingum! Karin hin unga amma (t.v.) og dóttir hennar Anne-Marie, - en flestir halda að þær séu systur en ekki mæðgur. Litla Kayleigh-Marie er á milli þeirra í skímarkjólnum sínum. Karin hafði jafnað sig á tíðindun- um gerði hún allt sem hún gat til að létta af unga fólkinu áhyggjun- um. „Ég var sjálf aðeins 17 ára þegar ég eignaðist Anne-Marie, svo ég veit hvað það er erfitt að standa í þessum sporum. En það var dá- samlegt að sjá litlu nýfæddu dóttur- dótturina. Yngsti sonur minn, Adam, sem er þriggja ára og er móðurbróðir þeirrar litlu, er yfir sig hrifinn af litlu dúkkunni. Við munum áreiðanlega öll dekra við hana.“ Ömmurnar passa meðan mamman lýkur náminu Anne-Marie segir að þau kær- ustuparið ætli ekki að gifta sig fyrr en hún hafi klárað skólann, en ömmurnar hennar Kayleigh-Marie litlu ætli að passa hana meðan mamman lýkur náminu. Afinn, Michael Callaghan, er 36 ára og hann er ekki síður ánægður með fjölskylduna og litlu dóttur- dótturina en Karin amma sjálf. „Ég hugsa að það gerist ekki lukkulcgri afi eða amma en við erum,“ sagði Karin að lokum við blaðamann sem talaði við hina ungu ömmu í Wales.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.