Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miövikudagur 21. september 1988 Forstöðumaður óskast Þann 1. desember n.k. verður tekið í notkun nýtt dvalar- og hjúkrunarheimili í Grundarfirði. Heimilið hefur hlotið nafnið Fellaskjól og rúmar fullbúið 17 vistmenn. Við auglýsum eftir manni til að veita heimilinu forstöðu. Við leitum að manni sem hefur áhuga á starfinu, á gott með að umgangast eldra fólk og er tilbúinn að reka heimilið með hagsýni og myndar- skap. Umsóknarfrestur er til 7. október 1988 og er áætlað að viðkomandi hefji störf eigi síðar en 15. nóvember n.k. Nánari upplýsingar veita Ólafur Guðmundsson í síma 93-86703 og Guðmundur Smári Guðmunds- son í síma 93-86718. Stjórn Fellaskjóls Grundarfirði. Póst- og símamála- stofnunin, Akureyri óskar að ráða símsmiði við símalagnir, rafeindavirkja til afleysinga. Nánari upplýsingar veitir Alexander Pálsson, um- dæmistæknifræðingur, f síma 96-26000. Póst- og síma- málastofnunin óskar að ráða starfsfólk til skeytamóttöku hjá ritsímanum í Reykjavík. Vélritunar- og málakunnátta æskileg. Nánari upplýsingar gefur Óli Gunnarsson í síma 91-689011. ' TÖLVUNOTENDUR I »;■ ......... Víð í Prentsmíðjunni Eddu hönnum, setjum og prentum allar gerðir eyðublaða fyrír tölvuvinnslu. Smiðjuvegí 3, 200 Kópavogur. Sími 45000 iilllllillllilllliililili Félag framsóknarkvenna í Reykjavík Skoöunarferö um Reykjavík og nágrenni n.k. laugardag 24. sept. Farið veröur frá B.S.Í. kl. 13.00. Kaffi drukkið í Skíðaskálanum Hveradölum. Nánari upplýsingar og skráning í síma 24480, Þórunn, til kl. 14.00 á föstudag. Leiðsögumaður Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi. Mætum vel. Stjórnin. Kjördæmisþing Kjördæmisþing Framsóknarmanna á Vestfjörðum verður haldið á Súðavík dagana 30. sept. til 1. okt. 1988. Nánar auglýst síðar. Stjórnin Verðlaunahafarnir taldir frá vinstri: Bergþóra Vigfúsdóttir sem tók við tilnefningunni fyrir hönd manns síns; Þorsteins I. Sigfússonar, Jón Hálfdánarson, Friðrik Sophusson, iðnaðarráðherra, Ársæll Þorsteinsson, Elías Gunnarsson, Þórður Theódórsson,og Þorkell Jónsson. Timamynd. Gunnar Tilnefning til tækniverðlauna Norðurlandaráðs. Tvö verkefni og sex vísindamenn tilnefndir „í tilefni Norræns tækniárs 1988 mun Norðurlandaráð veita Norræn tækniverðlaun. Tilgangur verðlaun- anna er að undirstrika þýðingu tækninnar fyrir samfélagsþróunina á Norðurlöndum og verða veitt fyrir þróunarvinnu á tæknisviði sem skar- að hefur framúr og haft þýðingar- mikil áhrif í löndunum," sagði Frið- rik Sophusson iðnaðarráðhcrra þeg- ar verk íslenskra vísindamanna voru tilnefnd til þessarar verðlaunasam- keppni. Stjórn Norræna iðnaðarsjóðsins velur verðlaunahafann í október n.k. og verða verðlaunin, 125 þús- und d.kr.,afhent í Kaupmannahöfn í desember. Nefnd undir forystu Valdimars K. Jónssonar prófessors hefur nú til- nefnt tvö verk til verðlaunanna af íslands hálfu: Hið fyrra er verkefni dr. Jóns Hálfdánarsonar og dr. Þorsteins Sig- fússonar; Hitasaga og efniseiginleik- ar kísiljárns og er markmið þess að minnka hlut fínefnis í framleiðslu íslenska jánblendifélagsins. Hefur það tekist og hefur verðmæti fram- leiðsiu félagsins aukist um 10-15 milljónir. Verkefnið var unnið í samvinnu Járnblendifélagsins og Raunvísinda- stofnunar Háskólans. Síðara verkefnið er unnið af þeim Ársæli Þorsteinssyni, Elíasi Gunn- arssyni, Þórði Theódórssyni og Þorkatli Jónssyni og heitir; Sjálf- virkni og vinnuhagræðing í frystihús- um. Þeir hafa hannað og látið smíða vinnslulínu í frystihús þar sem hægt er að vinna samtímis við þrjár teg- undir fiskjar. Vinnslulínan er vinnuvistfræði- lega hönnuð og fólki sem við hana vinnur á að líða mun betur við vinnuna. Þá hafa afköst við hana mælst 10- 15% meiri en við eldra fyrirkomulag. - sá Fjölbreytt verkefnaskrá Leikfélags Akureyrar Starfsemi Leikfélags Akureyrar er nú komin á fullan skrið og æfingar hafnar á fyrsta leikriti vetrarins. Fjögur leikrit verða á dagskrá í vetur, auk dagskrár sem sett verður upp með þátttöku kórs og áhuga- fólks. Þá verður um næstu helgi boðið upp á gestaleik frá Gríniðj- unni og íslenski dansflokkurinn mun koma í heimsókn. Óvenju fáir fast- ráðnir leikarar, eða þrír, munu starfa hjá Leikfélagi Ákureyrar í vetur og verða því verkin mönnuð lausráðnu fólki í meira mæli en áður. NÖRD, gestaleikur Gríniðjunnar verður sýndur dagana 22.-25. sept- ember. NÖRD var sýndur á Hótel íslandi s.l. vetur við miklar vinsæld- ir. Nokkrar mannabreytingar hafa orðið frá þeim tíma en Laddi fer þó eftir sem áður með aðalhlutverkið. Leikstjóri er Gísli Rúnar Jónsson. Föstudaginn 7. október frumsýnir Leikfélag Akureyrar leikritið „Skjaldbakan kemst þangað líka“ eftir Árna íbsen. Leikstjóri er Viðar Eggertsson, lýsingu liannar Ingvar Björnsson og Guðrún Svava Svav- arsdóttir hannar leikmynd og bún- inga. Leikritið fjallar unt tvö banda- rísk Ijóðskáld, ólíkan bakgrunn þeirra og ólíkar forsendur sem þeir gefa sér gagnvart lífinu. Það eru þeir Theodór Júlíusson og Þráinn Karls- son sem fara með hlutverk skáld- anna. íslenski dansflokkurinn mun sýna verðlaunaverkið „Af mönnum" eftir Hlíf Svavarsdóttur, ásamt fleiri verkum síðustu dagana í október, auk þess sem dansflokkurinn verður með listdanskynningu í skólum Ak- ureyrar. Annan dag jóla verður hið sívin- sæla barnaleikrit „Emil í Kattholti" frumsýnt. Óþarfi er að tíunda efni- við leikritsins því flestir kannast við sögurnar um uppátæki grallarans Emils, sem hér er leikinn af Ingvari Má Gíslasyni. Með önnur helstu hlutverk fara Júlíana Egilsdóttir,' Marinó Þorsteinsson, Þráinn Karlsson, Petur Eggerz og Margrét Pétursdóttir. Leikmynd er eftir Hallmund Kristinsson og lýsingu hannar Ingvar Björnsson. „Hver er hræddur við Virginíu Wolf“ verður frumsýnt um miðjan febrúar undir leikstjórn Ingu Bjarnason. Guðrún Svava Svavars- dóttir hannar leikmynd og Ingvar Björnsson hannar lýsingu. Með hlut- verk í verkinu fara Helgi Skúlason, Helga Bachmann, Ragnheiður Tryggvadóttir og Ellert A. Ingi- mundarson. Síðasta verkefni vetrarins verður að öllum líkindum glæpsamlegi gam- anleikurinn „Blúndur og blásýrur". Enn er þó eftir að ganga endanlega frá ráðningum f það verk, sem frekari upplýsingar um það verða að bíða betri tíma. HIÁ - Akureyri. VILTU SENDA KVEDJU Á 0L Póst- og símamálastofnunin gef- ur notendum sínum kost á að senda keppendum og liðum á Ól- ympíuleikunum í Seoul hvers kyns orðsendingar, svo sem hvatningar og árnaðaróskir með telex-, tele- fax- og póstfaxþjónustu stofnunar- innar. í frétt frá stofnuninni segir að orðsendingarnar komist fljótt til skila og verði bornar út í sérstökum umslögum með merki leikanna. Ef senda á með telexi þá er númerið 01801 8688, en telefax og póstfaxnúmerið er 9082 2 407 8688. Telexkerfið veitir einnig aðgang að upplýsingum um leikana, svo sem úrslit í einstaka greinum, í telex- númeri 0801 1988 og sömu upplýs- ingar er hægt að fá með þvf að hringja í síma 9082 2 410 1988. En hvað ætli kosti að fá þessar upplýsingar eða senda orðsending- ar? Verð fyrir telexritun til Seoul er 170 kr. mínútan. Símtal kostar 189 kr. mínútan fyrir sjálfval. Gjald fyrir póstfaxþjónustu er 757 kr. fyrsta síða og hver viðbótarsíða kostar kr. 502. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.