Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Miövikudagur 21. september 1988 Tímiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aðstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Fréttir og upplýsingar Eins og jafnan þegar miklir stjórnmálaatburðir eiga sér stað, taka fjölmiðlar að matreiða fréttaskýringar af viðburðunum. Síst er ástæða til að finna að því að fréttamenn sinni stjórnmálaviðburðum af kostgæfni. Hins vegar er nú svo komið, að pólitísk fréttamennska í hinum nýja stíl er að taka á sig sérstæða mynd, sem ekki aðeins einkennist á ytra borði af dugnaði og fyrirferð samkeppnisandans, heldur efnismeðferð og stílsmáta, sem ástæða er til að gefa gaum að. Það sem einkennir efnismeðferðina er sú tilraun fréttamanna að láta eins og þeir séu öllum hnútum kunnugir bak við tjöldin - sem þeir ekki eru - og geti auk þess séð fyrir óorðna atburði, sem er alrangt. Stílsmátinn einkennist síðan af hraðanum og þeirri tegund kvikmyndatækni, sem eingöngu notast til afþreyingar og augnabliksskota. Fréttamennska af þessu tagi felur það í sér að fréttamenn hætta að vera menn orðsins og hugsunarinnar, upplýsingamiðlarar, og enda sem handbendi hraðans og tækninnar. Ekki er ástæða til þess að hafa á móti góðri gagnaöflun fréttamanna. Öðru nær. Fréttamenn eiga að vera natnir gagnaöflunarmenn. En jafnvel í þeim efnum er skylt að þeir ætli sér af. Ef metnaður fréttamanna kæmist á það stig, að í sambandi við gagnaöflun helgi tilgangurinn meðalið, þá myndi sjálfsagt ýmsum finnast nóg komið, enda gæti ofæði í þeim efnum leitt til alvarlegra siðferðisslysa og lögbrota. Eigi að síður gerist það æ ofan í æ í sjónvarpsfréttum að trúnaðarskjöl, sem eiga aðeins að vera milli fárra manna, eru ekki einasta rakin frá orði til orðs, heldur er siðalögmálum storkað með því að sýna forsíður slíkra plagga þar sem orðið Trúnaöarmál er glöggt letrað. í ýmsum tilfellum hafa fréttastofur komið höndum undir slík trúnaðarmál með laumulegum hætti, þótt hér sé ekki unnt að gera nána grein fyrir hvernig slíkt má verða. Að sjálfsögðu er þó einfalt að geta sér til um hvernig trúnaðarskjöl berast fréttastofum. Enga skarpskyggni þarf til að sjá að trúnaðarskjöl berast því aðeins í hendur þeim, sem ekki eiga heimild til þeirra, að einhver sem trúað er fyrir þeim, rýfur trúnaðinn og laumar þeim í hendur óviðkomandi manna. Með fullri virðingu fyrir dugnaði fréttamanna í gagnaöflun, þá er ástæða til að benda fréttastjórum á, að jafnvel riddarar sannleikans eru háðir siðalögmál- um. Þótt orðið þjófsnautur verði ekki notað í þessu sambandi og klásúlur hegningarlaga um yfirhylmingu komi þessu ekki við, þá getur kappsfull fréttamennska endað með siðferðisbrotum. Að sjálfsögðu eiga almennar hugleiðingar af þessu tagi við alla fjölmiðla, en því er ekki að leyna að útvarps- og sjónvarpsstöðvar koma ekki síst í hugann, þegar hugleitt er þetta ofurflæði pólitískra spekúla- sjóna í fréttatímum vinsælla og áhrifamikilla fjöl- miðla. Ef fréttastjórar ímynda sér að þeir séu að miðla traustum upplýsingum í þessu orðaflóði og myndskot- um, þá munu þeir komast að því við nánari skoðun að frásagnavaðall og hraðmyndir skilja ekkert eftir. í þessum nýja frétta- og fréttaskýringastíl sjá menn fyrir sér verstu hliðarnar á hraðanum og tækninni. GARRj Æskulýðsfylkingin Ekki hefur Garri heyrt mikið frá Æskulýðsfylkingunni undanfarið, og ríkir því trúlega doði í starfi hennar um þessar mundir. Er það breyting frá því sem var hér á árum áður, þegar þangað völdust ungir og eldrauðir kommúnistar, ákafír í eldmóði sínum, og höfðu oft svo hátt að verulega gaman gat verið að hlusta á þá. í Þjóðviljanum í gær segir þó frá því að Æskulýðsfylkingin hafi hald- ið ráðstefnu um helgina um vinnu nemenda í framhaldsskólum með námi. Er þar haft eftir ráðstefnu- stjóra að það hafí komið „mjög grcinilega fram í máli frum- mælenda og annarra þátttakcnda á ráðstefnunni að þessi síaukna vinna nemenda með námi stafar ekki af beinni ásókn í peninga, lieldur þörfínni fyrir að uppfyíla lífsstíl þar sem gengið er út frá bcstu lífsgæöum og svo hitt að foreldrar geta í mörgum tilfcllum ekki staðið undir námskostnaði barna sinna og því verða ungling- arnir að grípa til sinna ráða“. Þar hafa menn það, og cr nú af sú tíð þegar þessi félagsskapur boðaði blóðuga byltingu, eldrauö- ur í andanum. Hér hefði kannski mátt vænta einhverra hugmynda um róttækar breytingar á fram- haldsskólakerfinu, ásamt tilheyr- andi bættri námsaðstöðu fyrir nem- endur. En því er ekki að heilsa. Kerfismennska Þvert á móti er svo að sjá af fréttinni að þetta hafí vcrið mjög hefðbundin ráðstefna. Þangað hef- ur verið stefnt fólki eins og forseta ASÍ, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins og formanni Hins íslcnska kennarafélags. Ágætis fólki út af fyrir sig, en vægast sagt heldur ólíklegu til að koma fram með byltingarkenndar hugmyndir og láta nýja og ferska vinda blása. Með öðrum orðum að þetta hafí verið ein af þessum ráðstefnum þar sem mikið er talað, en iítið um nýjar hugmyndir, og allir eru orðnir hundleiðir á fyrir löngu. Nú er það vitaskuld öllum kunn- ugt að unglingar í framhaldsskólum eru í seinni tíð farnir að vinna talsvert meira með námi en áður tíðkaðist. Vitaskuld hafa skóla- menn áhyggjur af þessu, því að vinna hlýtur óhjákvæmilega að draga úr krafti og framtaki nem- enda við nám sitt. En hitt er líka cins vel vitað og hefur margoft verið dregið fram í dagsljósið, að þetta á sér mjög eðlilegar skýringar. Hin nýju áfangakerfi í framhaldsskólunum gefa nemcndum marga nýja mögu- lcika, sem ekki þekktust áður, til þess að haga námi sínu og náms- hraða eftir þörfum og óskum hvers og eins. Það er löngu liðin tíð að hver einasti nemandi í framhalds- skóla verði að láta keyra sig þar í gegn á nákvæmlega fjórum árum eftir fyrirfram teiknuðu munstri. Og vinnan, sem ungkommarnir eru þama að barma sér undan, hefur líka sina kosti. Flestir, sem komnir eru til vits og ára, viður- kenna fúslega að þátttaka sín í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins á unglingsárum hafí reynst þeim sá skóli sem þeir hafí kannski ekki siður lært mikið í heldur en yfir skólabókum framhaldsskólans. Skóli lífsins reynist nefnilega oft fullt eins lærdómsríkur og skóli bókanna. Um þetta ættu til dæmis líka ýmsir aldraðir verkalýðsleiðtogar að geta borið öðrum fremur. Þeir eru ekki svo fáir hér á landi sem hafa unnið sig áfram úr bágum aðstæðum með dugnaði og útsjón- arsemi. Ætli einhverjir úr þeim hóp geti ekki vottað um að það hafí einmitt verið átökin og vinnan sem hafí hert í þeim bakfískinn og gert þá að mönnum? Islendingar eru vinnusöm og dugleg þjóð sem hlífir sér hvergi. Hér hafa menn lengi trúað því að vinnan göfgi manninn, og með því móti er það einmitt sem okkur hefur tekist að byggja hér upp það velferðarþjóðfélag sem við búum við í dag. Vælugangur út af því að einhverjir skuli enn vilja taka til hendinni í landinu er ekkcrt annað en eymingjaskapur. Sama gildir um harmagrát yfir því að fólk skuli nota opin tækifæri til að sameina nám og vinnu eftir því sem hverjum lientar best. Og er illa komið fyrir ungkommuin er þeir hafa leiðst út í kerfísmennsku af þessari tegund. „Af Þorsteini“ Og úr þessu í annað. Góðkunn- ingi Garra gaukaði að honum hvorki mcira né minna en drótt- kvæðri vísu i gær um efni sem er víst ofaríega í hugum flestra þessa dagana. Vísan heitir Af Þorsteini og er svona: Eflir flokk með arma hrekki, eru lægöar Þorsteins frægðir. Hóf að sýna í heimsins þrefí hann ei virti, gjörði annað. Hollvin margrar háskavillu, hatar ærslum niðurfærslu. Vöxtum sníða vænan taxta voru' hans ráð að gera að háði. Hér þykir Garra vel kveðið og mættu fleiri bregða slíku fyrir sig. Garri. lilifiiiyÍTTOGBREITT Er vinna ekki menntandi? Vinna og skóli iphlaup Miklarumrœður ó rádstefnu Æskulýðsfylkingarinnar um vinnu barna og unglinga með námi Lífsgæoakapphlaup í skóiunum • »B kom KmaBtfA fr*»n I *ð brryta þyrftl Itísstfl unglmga - mi& frummæirodB <*g aan- Það vrri óiskileg þrótm þvt ung- **t* þótlt*k*«nt* á rá&stefmtBnl hntar gerðu míkUr fcröfur til Uh- þessi rf.uk» vtana n«wod* Winoe Jóhannsdótúr for- mef aáml ctafar tkki «f beianl HÍK SMÖt usehngana 4cúlu> i peainga, kUw þörtlnai gjjdimut fuUðröissna sér *il fyrir »8 ttppfyfl* Hfntð þar stm - ftngífí er útfri betta ttfsgKðam og *vo hht aQ fonktrar geU I asArgam tttteUuat ckki atlSUI undir Mbnsknstnani fmma nnna og því verSa tinglíngamir «8 gríp* tíl sírma ráða, cegir Sveinþór Þórwiworon riOrtrtnu- *gó«1 i þingi Æ*kjrtý8sfyfclt*«r. tetrnr ntn helgúut tun rinnu arm- twU mcð n*rul. rjsr fimmtíc matuw sátu ilft- „ la oe voru umreður rojöft _ , Meftal tmnsögumuna fynnnyndar. .Hvrraig eiga þ*u Þjófts-iljxnn f grr að hann hefði •ft mrta gildi mrnnfwnar þegar sakrmft forebtra 0 fundinum. - Ef þau tji dnp dagiega í tkóLmuc þau týtu þetsari umrxðu ekki hvermg tmkil inenntun kennara áhuga þá et ereiniiegt að þau er metin i Uuatxm." : :<dia skóiasufnð ekki skipta ng Sveiaþót tagði f tmntaU vift miUn míli. -<S- Unglingar taka gildismat fullorð- inna sér til fyrirmyndar, sagði for- maður Hins íslenska kennarafélags á ráðstefnu Æskulýðsfylkingarinn- ar um vinnu barna og unglinga með námi og bætti við: „Hvernig eiga þau að meta gildi menntunar þegar þau sjá dags daglega í skólunum hvernig mikil menntun kennara er metin í launum." Af þessum orðum má helst ráða að hámenntakennararnir beri ves- öldina utan á sér og að auðséð sé að fátæktin sé þeirra fylgikona. Þvf sé von að krakkarnir kæri sig lítið um að menntast og ganga svo um í vinnunni með sultardropa eins og sprenglærðir kennarar þeirra verða að gera, vegna þess að mikla menntunin er ekki metin nema til hungurlauna eins og nemendurnir horfa upp á dags daglega. Ef marka má frásögn Þjóðviljans af ráðstefnunni um skólakrakka sem vinna, er það hið mesta böl að þeir nemendur í framhaldsskólum skuli vilja vinna sér inn peninga og steypa sér út í lífsgæðakapphlaupið langt um aldur fram. Kostnaðarsöm lífsgæði Eitthvað kanna að vera til í því að krakkarnir séu full frek til fjárins og að þau þurfi óeðlilega mikið eyðslufé til að tilcinka sér þann lífsstíl sem neysluþjóðfélagið þröngvar upp á unga sem aldna. í fyrra var gerð úttekt á vinnu nemenda í Menntaskólanum í Kópavogi og þótti skólameistara nóg um hve mikið þeir unnu með náminu til að geta keypt bíla og föt og tekið þátt í skemmtanalífinu. í stuttri fréttafrásögn af ráðstefn- unni kemur hvergi í ljós að skóla- krakkarnir borgi eitthvað heim sér til uppeldis en gengið út frá því sem vísu að laun erfiðisins fari öll í það sem kallað er lífsgæðakapp- hlaup, sem mun vera fatnaður, ferðalög og skemmtanir og því um líkt. Ekkert kemur fram um að vinn- an tefji frá námi, en ætla má af frásögn formanns kennarafélags- ins, að aðeins það að horfa á kennarana geri nemendur frábitna því að menntast þar sem ljóslega á að vera ljóst hvernig mikil mennt- un er metin til launa. Það er því ekki nema von að krakkarnir vilji heldur vinná, afla og eyða en að menntast og verða eins og kennararnir með strekkta hunguról í síðasta gati. Löng námsskylda Annars þarf engum að koma á óvart þótt skólanemendur þurfi að vinna fyrir lífsgæðunum. Ekki hef- ur fullorðna fólkið ráðdeild og spamað fyrir þeim yngri. Og aug- lýsingafárið sem leynt og ljóst hvet- ur í sífellu til eyðslu og kaupæðis. Þar er ekki aðeins höfðað til ungl- ingana með beinum auglýsingum um vöru og dægrastyttingu heldur gengur síbyljan úr ljósvakanum um að alls ekki megi missa af þessu eða hinu og að allir verði að eignast plötu eða fara á skemmtun og að enginn sé maður með mönnum nema að geta eytt peningum í þennan óþarfann eða hinn. Líklega dettur engum í hug að spyrja hvort mikil lengingá skyldu- námi valdi því að sífellt fleiri nemendur kjósa að vinna með skólanum og að einhverjir þeirra myndu miklu fremur kjósa að stunda fulla vinnu en að horfa upp á hámenntaða og kviðdregna kennara sína og sjá hvernig hin mikla menntun þeirra er metin í launum. Væri vel athugandi að komast að því hvort margir þeirra sem látnir eru híma á skólabekk fram eftir öllum aldri væru ekki allt eins vel komnir á vinnumarkaði og gætu þá unnið fullan vinnudag. En auðvitað er það borin von að nein slík athugun fari fram þar sem hámenntafólkið sem býr til menntakerfin mun ávallt koma í veg fyrir að til álita komi að til sé neitt verðugra viðfangsefni en að mennta sig og mennta og mennta hvernig svo sem skólamenntunin er metin til launa. Varla mun heldur koma til álita að vinna gæti einnig orðið ung- mennum nokkur menntun. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.