Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Miðvikudagur 21. september 1988 Stööugt hallað undan fæti í sjoppurekstri á undanförnum árum: Þurfa sjoppueigendur að greiða með rekstrinum? Þótt sjoppur og söluturnar hafí velt um 3.500 milljónum króna áriö 1986 nam tapið á rekstrinum tugum milljóna auk þess aö skila hundruðum sjoppueigenda ekki krónu í eigin iaun. Stöðugt hafði þá hallað undan fæti í rekstri þessarar atvinngreinar á árunum þar á undan. Hvort tapið hefur enn haldið áfram að vaxa eftir 1986 er enn ekki Ijóst þar sem þetta ár er hið síðasta sem atvinnuvegaskýrslur Þjóðhagsstofnunar ná til. Þar kemur fram að sjoppureksturinn það ár var í heild rekinn með um 24 milljóna króna tapi fyrir greiðslu tekju- og eignaskatta. Reiknuð laun eigenda samkvæmt reglum skattyf- irvalda voru um 123 milljónir króna sama ár. Um 430 sjoppur voru í rekstri árið 1986, sem greiddu um 2.700 launþegum (sem skiluðu um 770 ársverkum) um 377 milljónir í laun og launatengd gjöld. Heildarfjöldi ársverka í greininni var hins vegar 1.042 og svo ársverk eigenda hafa því verið hátt á 3. hundrað. Stór hluti þess hóps hefur væntanlega verið launalaus og margir auk þess þurft að gefa með sér. Það virðist því varla von að samanlagðir tekju- og eignaskattar sjoppueigenda væru hærri en 6 milljónir króna þetta ár, eða um 14 þús. krónur af hverri sjoppu að meðaltali. Tapið virðist m.a. stafa af geysi- legum fjármagnskostnaði. Verðbóta og vaxtagreiðslur í sjoppurekstri voru um 143 milljónir króna þetta ár (sem var t.d. svipuð upphæð og hjá skipasmíðaiðnaðinum) og hafði þá þrefaldast frá árinu áður. Að frá- dregnum verðbreytingafærslum og vaxtatekjum var útkoman 51 milljón í fjármagnskostnað umfram fjár- magnstekjur. Má af þessu ráða að „sjoppuútgerð" geri verið erfið ekki síður en önnur útgerð. Tekið skal fram að þessar tölur sýna meðalafkomu greinarinnar, reiknaða á svipaðan hátt og afkoma sjávarútvegs og annarra greina er reiknuð af stofnuninni. Gróði kann því að hafa verið á sumum sjoppum, en þeim mun meira tap á öðrum. Til að sýna betur hvernig hallað hefur undan fæti í sjoppurekstrinum eru sölutölur áranna 1983-1986 hér að neðan framreiknaðar til verðlags 1986 miðað við vísitölu framfærslu- kostnaðar - og sömuleiðis hagnaður fyrir skatt hvert ár í milljónum og sem hlutfall: Ár: Sala Hagnaður % millj. millj. % 1983 3.196 139 4,28% 1984 3.238 86 2,54% 1985 3.500 56 1,55% 1986 3.458 -24 -0,67% Jafnvel 139 millj. króna hagnaður árið 1983, miðað við 1986 verðlag, hefur tæpast skilað sjoppueigendum mikið hærri launum heldur en laun- þegunum sem hjá þeim störfuðu. Næstu tvö árin hafa þeir tæpast verið matvinnungar og síðan 1986 þurft að gefa með sér milljónir í sjálfboða- liðastarfi, sem fyrr segir. Samt eykst umfangið í rekstrin- um. T.d. hefur unnum ársverkum í sjoppum fjölgað úr um 880 árið 1983 upp í 1.040 ársverk árið 1986. Frá 1980 til 1986 var fjölgunin rösklega 40%. - HEI Árni Tryggvason, Helgi Skúlason, Herdís Þorvaldsdóttir og Jóhanna Norðfjörð í hlutverkum sínum í Marmara Guðmundar Kambans. Fyrsta sýning leikársins hjá Þjóöleikhúsinu: Marmari á föstudag Fyrsta sýning leikársins hjá Þjóð- leikhúsinu verður næstkomandi föstudag, þann 23. sept. og verður þá sýnt leikritið Marmari eftir Guðmund Kamban. Leikstjóri er Helga Bachmann og helstu leikendur eru Helgi Skúlason, Arnór Benónýsson, Árni Tryggva- son, Bryndís Petra Bragadóttir og Bryndís Pétursdóttir. Leikmynd og búninga gerði Karl Aspelund og tónlist samdi Hjálmar H. Ragnarsson. Leikritið er ádeila á réttarfar og brot á mannréttindum og viðteknar hugmyndir fólks um þjóðfélag og siðgæði eru gagnrýndar. Marmari var frumsýndur í Mainz í Þýskalandi árið 1933 og hlaut þar mjög góðar móttökur. Á íslandi var verkið frumsýnt hjá LR árið 1950 og var flutt í upphaflegri gerð nema hvað 4. þætti var sleppt. Leikstjórinn Helga Bachmann hefur stytt verkið talsvert en hefur hins vegar fjórða þáttinn með, en upphaflega gerð leikritsins tekur um fjóra tíma að flytja á sviði. Þjóðleikhúsið minnist með sýn- ingu Marmara, aldarafmælis Guð- mundar Kambans, en Guðmundur ól mestallan starfsaldur sinn erlend- is, einkum í Danmörku og Þýska- landi þar sem verk hans voru gefin út, leikin á sviði og kvikmynduð. Guðmundur Kamban var skotinn til bana 5. maí 1945 á veitingahúsi í Kaupmannahöfn í uppgjöri danskra andspyrnumanna við samstarfsmenn Þjóðverja á hernámsárunum. Það þykir hins vegar fullsannað að Guð- mundur hafi aldrei átt neitt saman við hið nasíska hernámslið að sælda oghafi því verið veginn aðósekju. -sá liilllllllllllllllllllll KVIKMYNDIR ^ ^ J Fáeinir litir í furðulífi L.A. Haskólabíó: Colors (Klíkur) Leikstjóri: Dennis Hoppcr Aðalleikarar: Sean Penn, Robert Duvall, María Conchita Alonso, Randy Brooks og Grand Bush. Handrit: Michael Schiffer Framleiðandi: Robert H. Solo Klíkurnar geta verið harðar og samheldnar og ætti ekki að þurfa að sýna okkur á íslandi neinar ntyndir um það efni nema til að undirstrika það. Klíkur í Los Angeles eru svolítið frábrugðnar frægum klíkum í safnaðarstarfi í Reykjavík, því þessar fást við eit- urlyfjasölu og glæpi. Mikill rígur er á milli blárra pilta og rauðra og eins er að finna minnihlutahóp eins og t.d. hvítingjana. Kemur þetta m.a. fram í gífurlegu magni af „shit“ og „fock you“ í orðaforða leikaranna, grettum og geiflum og einu og einu slagsmálaatriði. Sagt er í kynningu að aðeins hafi tvær löggur verið fengnar til að glíma við klíkurnar, en upphaf sögunnar er að svartur fermingar- piltur úr rauðklíku er skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Búist er við stórkostlegum hefndum og því eru sérsveitarmennirnir tveir fengnir til að kanna ástandið meðal þeirra 70.000 klíkufélaga sem hafa að sögn um eina milljón byssu- hólka til taks. Er skemmst frá því að segja að Hodge (Robert Duvall) og McGavin (Sean Penn) vinna baki brotnu þar til þeir hafa með góðu og illu fundið út að það var bláa Rakettan sem drap piltinn. Fylgir sá gamli þeirri gullvægu reglu að betra sé að ganga rólega til verks og ná settu marki en að vaða inn í þvöguna með látum og ná ekki nema einum hver og það vitlausum manni. Notar hann kunna dæmi- sögu af törfunum tveimur og kúa- hjörðinni, en að sjálfsögðu er not- að mikið „fuck“ í þeirri sögu. Duvall er alltaf eins og fer hon- um einna best að segja sem minnst en horfa rannsakandi augurn á krimmann eða samstarfsmann sinn, eftir því hver á í hlut. Hann er alveg dæmalaust föðurlegur í þessu hlutverki, enda við börn að eiga og ungan samstarfsmann. Penn er svona eins og hann er. Mexíkönsk stúlka er í lykilhlut- verki cn fer einhvern veginn með það niður í smátt. Hún nær reyndar ekki að gera annað en að vera brosandi og tælandi meðan hún er að láta vel að ungu löggunni. Síðar í myndinni á hún að lenda í átökum og vera stúlka beggja flokka, en þessi krísa fær hvergi að njóta sín. María Conchita Alonso hefði því vel mátt gera betur. Mikið er drepið en samt varð ég aldrei var við allan þennan fjölda sem á að tilheyra þessum klíkum. Það mistókst í myndinni. Samt ★ ★ |' verð ég að segja að fæstir klíku- drengja voru sympatískir þótt nokkrir hafi náð að skapa sér karakter í myndinni. Þrátt fyrir bílahasarinn og skotbardagana varð ekki til venjuleg spenna. Hér er verið að reyna að fjalla um vandamálið en ekki að hafa gaman af því með spennumyndastíl. Samt eru eltingarleikirnir teknir með tilþrifum og skotbardagarnir eru afgerandi fullir af blýi. Sem sagt: Furðuleg mynd. KB Tveir úr litaklíkunum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.