Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 20
 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 Canon Ljósritunarvélar FC-3, 43.600 stgr. FC-5, 46.300 stgr. Skrifvélin, sími 685277 HRESSA KÆTA Fólksflutningar á sjó milli Reykjavíkur og Akraness: Þrjár f erjur í vetur? Tveir aðilar til viðbótar Skalla- grími hf., útgerðarfélagi Akra- borgar hafa hug á að hefja reglu- j bundnar áætlunarferðir milli Akra- ness og Reykjavíkur, jafnvel á komandi vikum. Annars vegar er um að ræða fyrirtækið Eyjaferðir í Stykkishólmi og hins vegar eru það bræðurnir Haukur og Örn Snorra- synir úr Reykjavík. Svanborg Siggeirsdóttir fram- kvæmdastjóri Eyjaferða sagði í samtali við Tímann að þau hefðu sent bréf til Akranessbæjar og afrit til Skallagríms hf., útgerðarfélags' Akraborgar, þar sem áhugi væri sýndur á samvinnu við Skallagrím hf. um ferðir utan reglubundinna ferða Akraborgar. „Við vorum aðallega að hugsa um þann hóp sem sækir vinnu og skóla frá Akra- nesi,“ sagði Svanborg, „við erum að hugsa um morgunferð, þannig að fólk væri komið á vinnutíma í bæinn.“ Svanborg sagði að rætt hefði verið óformlega við ýmsa ■ aðila á Akranesi og taldi hún að þeim hefði litist ágætlega á þessa hugmynd, „enda erum við að óska eftir samvinnu við Skallagrím hf. en ekki samkeppni." Báturinn sem Eyjaferðir hyggj- ast nota í fólksflutninga var keypt- ur til landsins í sumar og tekur hann 60 manns í sæti. Siglingartími milli Reykjavíkur og Akraness er 35 til 40 mínútur. Svanborg sagði að þeirra hug- mynd hefði verið að hefja þessar siglingar nú um mánaðamótin, þar sem þá hætta ferðir Eyjaferða um Breiðafjarðareyjar yfir vetrartím- ann. Skipið liggur stóran hluta ársins verkefnalaust við bryggju og sagði Svanborg að með þessu vildu Hafrún, bátur Eyjaferða, við bryggju í Reykjavík. þau skapa verkefni fyrir bátinn. „Við sjáum ekki einhver gífurleg uppgrip þarna, en það er nauðsyn- legt fyrir okkur að finna einhver verkefni fyrir bátinn yfir vetrar- mánuðina." Hún sagðist eiga von á svarbréfi frá Akranessbæ og Skallagrími hf. Ekki tókst að ná tali af þeim Erni og Hauki í gær, en í frétt Skagablaðsins í síðustu viku kemur fram að bræðurnir Örn og Haukur Snorrasynir hafi hug á að hafa 360 manna ferju í reglubundnum sigl- ingum milli Akraness og Reykja- víkur. Hugmyndir þeirra um rekst- ur ferju milli þessara staða er ekki ný af nálinni, segir í Skagablaðinu, því slík hugmynd kom einnig upp fyrir um tveim árum. Þá höfðu bræðurnir augastað á norskum skíðabáti, sem selja átti frá Noregi vegna mikils viðhaldskostnaðar. Ekkert varð hins vegar úr þeim kaupum, m.a. vegna þeirrar ástæðu að reksturinn væri ekki arðbær. Samkvæmt heimildum Skagablaðsins hafa bræðurnir hug á að gera ferjuna út á milli Akran- ess og Reykjavíkur á veturna en bjóða upp á siglingar á Eyjafirði á sumrin. Samkvæmt heimildum Tímans komu bræðurnir ásamt fulltrúa eig- anda skipsins til Akraness á mánu- dag til að kanna aðstæður, áður en leigusamningur milli aðilanna yrði gerður. Segja heimildir að aðilum hafi litist vel á aðstæður. Helgi Ibsen framkvæmdastjóri Skallagríms hf. sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um þetta, þar sem hann væri nýkominn úrsumar- fríi og hefði ekki kynnt sér málin nægjanlega til að tjá sig þar um að svo stöddu. Hann sagði að bréfið frá Eyjaferðum hefði ekki komið fyrir stjórnarfund og því lægi af- staða stjórnar ekki fyrir. Jón Pálmi Pálsson bæjarritari sagði í samtali við Tímann að bréf Eyjaferða hefði verið lagt fyrir fund bæjarstjórnar 13. september sl. Hann sagði að erindi bréfsins fengi ekki afgreiðslu frá þeim að svo komnu máli, enda hefði bréfið verið meira stílað upp á samstarf við Skallagrím hf. og í fyrirspurn- arstíl. „Ég hef nú ekki séð nein rekstrarplön, en persónulega er ég efins um að rekstur tveggja stórra skipa geti gengið fjárhagslega upp,“ sagði Jón. -ABÓ Stjórnarmyndunarviðræður Sjálfstæðis- og Borgaraflokks: Aðalheiður styður ekki þá stjórn Aðalheiður Bjamfreðsdóttir þingmaður. Albert Guðntundsson, formaður Borg- araflokksins sagði í samtali við DV í gær að hann gæti fullyrt að allir þingmenn flokksins stæðu heilshugar á bak við sig í viðræðum við Sjálfstæðis- flokkinn. Tíminn getur með fullri vit- neskju borið til baka þessi ummæli Alberts, hvað Aðalheiði Bjarn- freðsdóttur varðar. Traustar heim- ildir okkar segja að Aðalheiður standi ekki á bak við formann sinn í viðræðum við Sjálfstæðisflokkinn um myndun ríkisstjórnar og muni ekki styðja ríkisstjórn sem Sjálf- stæðisflokkur og Borgaraflokkur kunna að eiga aðild að saman. Borgarráð samþykkir skoðanakönnun í Reykjavík 24.-30. október: „Ertu með eða á móti hundahaldi í borginni?“ Hundahald í höfuðborginni hefur verið nokkuð umdeilt allt frá byrjun. Þar stangast á sjónarmið þeirra sem telja að slíkt eigi að vera sjálfsagt og hinna sem segja steinsteypufrum- skóginn engan stað fyrir besta vin mannsins. Aðrir segja hundahaldið hafa óþrifnað í för með sér. Nú munu allir fá tækifæri til að láta sína skoðun í ljós því á borgarráðsfundi í gær var samþykkt að efna til skoðanakönnunar um málið. Þegar ákveðið var á sínum tíma að leyfa hundahald í þrjú ár til reynslu var jafnframt talað um að að Gísli Konráðsson óhress með ráðningu eftirmanns síns hjá ÚA Gunnars Ragnars: ALVARLEGT ÓHAPP! Gunnar Ragnars, núverandi for- stjóri Slippstöðvarinnar, lætur af því starfi um næstu áramót og sest þá í stól framkvæmdastjóra Útgerðarfé- lags Akureyringa. Stjórn Útgerðarfélagsins gekk frá ráðningu Gunnars á fundi í gær. Stjórnin klofnaði í afstöðu sinni, þrír stjórnarmenn greiddu honum sitt atkvæði; Halldór Jónsson og Sverrir Leósson, fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Pétur Bjarnason, fulltrúi Alþýðuflokks en fulltrúar Framsóknarflokks, Þóra Hjaltadótt- ir og Sigurður Jóhannesson, greiddu atkvæði Pétri Reimarssyni, fram- kvæmdastjóra Sæplasts hf. á Dalvík. Sverrir Leósson, stjórnarformað- ur ÚA, segist vísa því alfarið á bug að ráðning Gunnars hafi verið pólit- ísk. „Það hlýtur að hafa verið mat þeirra sem greiddu Gunnari Ragnars atkvæði sitt að hann væri hæfasti umsækjandinn," segir Sverrir. Hljóðið var heldur þungt í Gísla Konráðssyni, fráfarandi fram- kvæmdastjóra ÚA í gær þegar Tím- inn innti hann álits á eftirmanni sínum. Orðrétt sagði Gísli: „Ég tel að þarna hafi orðið alvarlegt óhapp. Þarna hefur verið rofin 30 ára farsæl skipting framkvæmdastjóra hjá þessu fyrirtæki samkvæmt höfuð- stefnum í pólitík, vinstri og hægri." óþh þeim tíma liðnum yrði slík skoðana- könnun framkvæmd. Hún mun standa yfir í eina viku, dagana 24.-30. október. Kjörstaðir verða tveir í borginni og verða þeir opnir á kvöldin og lengur um helg- ina. Þá verður þriggja manna kjör- stjórnl kosin. Spurningin sem lögð verður fyrir borgarbúa kemur til með að hljóða eitthvað á þessa leið: „Ertu með eða á móti hundahaldi í Reykjavík, með þeim skilyrðum sem það er háð?“ Skilyrðin sem um ræðir munu verða kynnt almenningi áður en að sjálfri skoðanakönnuninni kemur. Skilyrðin sem um ræðir fjalla m.a. um hvar hundahaldið er leyft, um skyldur hundeigenda varðandi þrif eftir hundana, um gjöld sem greidd eru, um tilskilin leyfi hundeigenda og um viðurlög við brotum á almenn- um skyldum þeirra. JIH V

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.