Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 21. september 1988 Tím'inn 13 FRÉTTAYFIRUT TÚNIS - Frelsissamtök Pal- I estínu PLO hafa hætt viö aö mynda útlagastjórn að sinni. Tveir embættismenn samtak- anna skýrðu frá þessu í gær. MOSKVA - Stórir hópar Armena þrömmuðu um götur Jerevan höfuðborgar sovétiýð- veldisins Armeníu í gær eftir að einn Armeni lést og 24 særðust í átökum milli Azeraija og Armena í Nagorno-Kara- bakh. Æðstu stjórnvöld í Sov- étríkjunum hafa varað þjóðar- brotin í Nagorno-Karabakh við afleiðingum nýrra átaka. WASHINGTON - Gróska I efnahagslífsins f Bandaríkjun- um varð minni á tímabilinu jún í-ágúst, en ráð var fyrir gert. Þjóðarframleiðsla jókst um 3% á ársgrundvelli á þessu tíma- bili, sem er mun minna en búist var við, að sögn viðskiptaráðu- neytis Bandaríkjanna. ISLAMABAD - Afganskir skæruliðar felldu tíu manns og særðu átta í eldflaugaárás á Kabúl höfuðborg Afganistans. Sex eldflaugum var skotið á borgina og ollu þær miklum skemmdum í borginni. JERÚSALEM - Shimon Peres leiðtogi Verkamanna- flokksins í ísrael biðlarnú mjög til kjósenda af arabakyni fyrir þingkosningarnar sem fram fara í ísrael 1. nóvember. Sagði hann þingstyrk Verka- mannaflokksins geta gert gæfumuninn um að ísraelar hefji samningaviðræður um frið við ríki araba. KAUPMANNAHÖFN - Eduard Sjevardnadze utanrík- isráðherra Sovétríkjanna lof- aði mjög afstöðu danska þingsins í kjarnorkumálum, en hann er nú í opinberri heim- sókn í Danmörku. Stefna Dana er sú að ekki megi flytja kjarna- vopn um danskt landssvæði á friðartímum. Þessi afstaða Dana olli miklum titringi innan NATO fyrir síðustu þingkosn- ingar. S. Þ. - Utanríkisráðherra Argentínu Dante Caputo var kjörinn forseti Allsherjarráðs Sameinuðu þjóðanna eftir harða baráttu við Dame Nita Barrow frá Barbados. Caputo mun því stýra fundum ráðsins þá þrjá mánuði sem það starfar. llllllllllllillllllllllll! ÚTLÖND Blóðbað heldur áfram í Burma: Maung setur á fót herforingjastjóm Munkar og stúdentar vopnaðir frumstæðum vopnum börðust óhik- að við hermenn á götum Rangoon og Mandalay á sama tíma og herinn birti ráðherralista í nýrri ríkisstjórn sem leidd er af hershöfðingjanum Saw Maung sem tók völdin á sunnu- dag. Talið er að um fimmhundruð manns hafi látið lífið frá því herinn tók völdin og ekkert lát virðist ætla að verða á baráttu stjórnarandstæð- inga. Átta af níu ráðherrum hinnar nýju ríkisstjórnar eru úr röðum hersins og tilkynnti Saw Maung að æðstu foringjar í hernum á hverjum stað í landinu tækju við stjórninni til bráðabirgða. Vestrænir sendiráðsmenn flytja umheiminum fréttir af ástandinu og sögðu þeir í gær að munkar og stúdentar sem lcitt hafa andófið gegn stjórnvöldum, hafi ráðist á fimm lögreglustöðvar í þeim tilgangi að komast yfir skotvopn. Einn sendi- ráðsmaðurinn skýrði frá því að her- menn hefðu skotið á hóp unglings- stúlkna er tóku þátt í mótmælagöngu og fellt nokkrar þeirra. 'Saw Maung útnefndi sjálfan sig sem utanríkisráðherra, auk þess sem hann heldur varnarmálaráðherra- embættinu sem hann hefur gegnt að Skæruliðar í Burma hafa aukið skærur sínar gegn stjórnarhernum eftir að Saw Maung hershöfðingi tók völdin. Hér eru liðsmenn Karen skæruliðasam- takanna í bardagastöðu, en þeir hafa setið um hinn 4000 manna bæ Papun undanförnu. Hann er því æðsti mað- ur hersins og virðist ætla að beita honum af hörku. Enginn forsætis- . ráðherra'var útnefndur. Talsmaður stjórnarandstöðunnar sagði að leiðtogar stjórnarand- stöðunnar þau Tin Oo fyrrum hers- höfðingi, Aung San Suu Kyi dóttir einnar helstu sjálfstæðishetju Burma og ofurstinn Áung Gyi hafi krafist fundar með Saw Maung. Hins vegar hafa stúdentasamtökin í Burma gef- ist upp á öllu tali og hyggjast steypa stjórninni. „Við erum hættir að nota munninn til að mótmæla... Varið hópinn sem kallar sig ríkisstjórn við því að síðasta máltíð þeirra er skammt undan,“ voru tilmæli Min Ko Naing eins leiðtoga stúdenta til þremenninganna. Þá hafa hin ýmsu skæruliðasamtök víðs vegar um landið látið á sér kræla og aukið baráttu sína gegn stjórnarhernum. Sandínistar og Kontrar hittust í Guatemala: ENGAR FRIÐAR VIÐRÆÐUR UM MÁLEFNI NÍKARAGVA Sandínistastjórnin í Níkaragva og Kontraskæruliðar gátu ekki komið sér saman um að hefja friðarviðræð- ur á ný, en þessir aðilar héldu undirbúningsfund í Guatemalaborg í gær! „Við erum enn í sjálfheldu," sagði Roberto Ferrey sem leiddi sendi- nefnd Kontraliða á fjögurra stunda undirbúningsfundi á lúxushóteli í Guatemalaborg. „Við samþykktum að koma hingað til að athuga hvort við gætum haldið áfram friðarvið- ræðúm, en aðstæður í Níkaragva leyfa ekki eftirgjöf.“ Þrátt fyrir þetta vildi Victor Hugo Tinoco aðstoðarutanríkisráðherra Sandínistastjórnarinnar meina að þokast hefði í samkomulagsátt á fundinum. Hann sagði að báðir aðil- ar hafi viðrað sín sjónarmið og fallist á að nauðsynlegt væri að hefja beinar friðarviðræður svo fljótt sem auðið yrði og framlengja vopnahlé sem komst á í landinu í aprílmánuði. Sandínistar vilja að friðarviðræð- urnar fari fram í Managva höfuðborg Níkaragva, en Kontrar vilja að við- ræðurnar fari fram í Guatemala, Costa Rica eða í Dóminíkanska lýðveldinu. „Við getum farið til Peking eða Rio de Janeito eða til hvaða hafnar- borgar sem er í heiminum. En ef við viljum ná árangri ættum við að funda í Managva,“ sagði Tinoco. Þá settu Kontrar það skilyrði að Sandínistar leystu úr haldi 39 stjórn- arandstæðinga er handteknir voru í júlímánuði og að ritskoðun verði hætt. Á þetta vilja Sandínistar ekki fallast. Fimm manns létu lifið og tuttugu og fimm særðust þegar bílasprengja var sprengd í austurhluta Beirút í gær. Sprengjutilræði þetta kemur á sama tíma og spenna eykst í Líbanon vegna erfiðleika líbanska þingsins við að kjósa sér nýjan forseta. Bíllinn sem sprengdur var í loft upp í mannmargri athafnagötu í Beirút var fylltur með um 125 kg af sprengiefni. Bíllinn var sprengdur í loft upp á sama tíma og þingmaður- inn .Joseph Skaff ók hjá í bílalest. Skáff særðist lítillega, en ekki er ljóst hvort tilræðið beindist sérstak- lega gegn honum. Jermenn úr hersveitum kristinna manna lokuðu einu leiðinni milli svæða kristinna manna í austurhluta Beirút og múslíma í vesturhlutanum í kjölfar sprengitilræðisins og var leiðin lokuð fram eftir degi. Stjórnmálaástandið sem ekki hef- ur verið burðugt í Líbanon að undanförnu versnaði enn eftir að leiðtogar kristinna manna höfnuðu hinum kristna Maroníta Mikhael Daher sem forseta, en Sýrlendingar og Bandaríkjamenn höfðu gert sam- komulag um að styðja hann til forseta. Daher er hliðhollur Sýrlend- ingum sem nú eru með 2 þúsund Hirohito keisari Japans fársjúkur Hirohito Keisart Japans liggur nú Vigdísi Finnbogadóttur forseta ís- fársjúkur í keisarahöllinni í Tokýo og gera Japanar allt eins ráð fyrir að dagar hans séu brátt taldir. Síðastlið- inn sólarhring fluttu Rauðakross menn tvisvar blóð til keisarahallar- 1 innar þar sem læknar fylgjast með líðan keisarans. Embættismenn í keisarahöllinni hafa sagt að líðan keisarans sé tvísýn og að kéisárinn hafi ítrekað kastað upp blóði. Ekki er talið óhætt að flytja keisarann á sjúkrahús svo hann nýtur aðhlynningar í keisara- höllinni. Hirohito er nú 87 ára gamall og hefur verið lasburða undanfarna mánuði. Hann sá sér þó fært að hitta lands að máli er hún heimsótti Japan í fyrravetur. Fjöldi manns biður nú fyrir Hiro- hito, en hann var guðdómleg vera í augum Japana allt þar til Banda- menn brutu herveldi Japana á bak aftur í síðari heimsstyrjöldinni. Eftir uppgjöf Japana steig keisarinn niður til almennings, en hefur ríkt alla tíð síðan sem elskaður þjóðhöfðingi Japana. Ríkisstjórn Japans hefur ákveðið að sonur Hirohitos, Akihito krónprins, taki við skylduverkum keisarans á meðan hann liggur fár- sjúkur. í Líbanon manna herlið í Líbanon, kristnum mönnum til mikillar gremju. Walid Jumblad Ieiðtogi Drúsa hélt því fram í gær að ef ekki næðist samkomulag um forseta innan skamms muni Líbanon endanlega klofna á milli þeirra er njóta stuðn- ings araba og hinna er njóta stuðn- ings ísraela og Vesturlanda. Jumblad sagðist gera ráð fyrir að kristnir harðlínumenn muni útnefna Raymond Edde eða herforingjann Michael Aoun sem forsetaefni, en hvorugan þeirra sagðist Jumblad geta samþykkt sent forseta. Ekki eru allir sáttir viö fund Alþjóðabankans og Alþjóðagjald- eyrissjóðsins í Vestur-Berlín: Skotið á fjármálasér- fræðing vestur-þýskra Skotárás var gerð á háttsettan vestur-þýskan embættismann í Bonn í gær og telja yfirvöld að skæruliða- samtök hafi ætlað sér að varpa skugga á fund Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem hefst í Vestur-Berlín í vikunni. Embættis- maðurinn slapp ósærður úr skothríð- inni. Lögreglan segir að að minnsta kosti tveir menn hafi setið fyrir og skotið á bifreið Hans Tietmeyer, sem er einn helsti fjármálasér- fræðingur Vestur-Þýskalands og lyk- ilmaður fjármálaráðuneytisins í ,þeim málum. Tietmeyer skellti sér á gólf Mercedez Benz bifreiðar sinnar er skothríðin hófst og mun það hafa bjargað honum því að minnsta kosti tíu kúlur skullu á bifreiðinni aftan- verðri. Einkabílstjóri Tietermeyers slapp einnig með skrekkinn og ók sem aldrei fyrr á næstu lögreglustöð þar sem þeir félagar gáfu skýrslu um skotárásina. Að undanförnu hafa verið gerðar árásir á banka og peningastofnanir í Vestur-Berlín og hafa skæruliða- samtök er segja að Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi sent lönd þriðja heimsins í enn dýpri ■efnahagsvandræði en ella með efna- hagsáætlunum sínum lýst ábyrgð á hendur sér. Vestur-þýska lögreglan mun ekki taka neina áhættu hvað fund þessara miklu peningastofnana varðar. Tæp- lega 3000 lögreglumenn hafa verið sendir til hjálpar þeim 6000 sem fyrir eru í Vestur-Berlín svo tryggja megi öryggi hinna 10 þúsund ráðherra, bankamanna og embættismanna Isem koma frá 152 löndum til að fylgjast með fundum þessara vold- jugu peningastofnana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.