Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miðvikudagur 21. september 1988 ÍÞRÓTTIR OL í Seoul - Sund: Metin láta á sér standa í sundinu f fyrrinútt kepptu þær Ragnheiður Runólfsdóttir og Bryndís Ólafsdóttir í sundi á Ólympíuleikunum í Seoul. Bryndís keppti í 200 m skriðsundi og sigraði mjög öruggiega í sínum riðli. Bryndís náði strax forystunni og kom í mark langt á undan keppi- nautum sínum. Hún var þó 0,9 sek. frá sínu eigin íslandsmeti, synti á 2,07,11 mín. sem hlýtur að valda vonbrigðum, þrátt fyrir að sá tími sé hennar besti á þessu ári. Hún lenti í 32. sæti, en alls tóku 44 keppendur þátt í undanrásunum. Ragnheiður Runólfsdóttir keppti í 200 m bringusundi og varð í 3. sæti í sínum riðli á 2,39,10 mín. sem er um 2 sek. frá íslandsmeti. Hún hafnaði í 26. sæti af 42 keppendum. Ef Bryndís hefði synt á sínum besta tíma þá hefði hún átt að verða í 22. sæti. BL Lyftingar. Tyrkneski lyftinga- maðurinn Naim Suleymanoglu margbætti heimsmetið í snörun í 60 kg þyngdarflokki í á ÓL í gær. Fyrst lyfti hann 150,5 kg og síðan 152.5 kg. Kappinn bætti einnig metið í jafnhöttun, fyrst lyfti hann 188.5 kg og síðan 190 kg. Þar með hafði hann sett tvö met í saman- lögðu 341 kg og síðan 342,5 kg. Hann átti sjálfureldri metin. Varla þarf að taka það fram að hann tryggði sér gullið í þyngdarflokki sínum. Silfrið féll í skaut Búlgarans Stefan Topourov og bronsið fékk Ye Huanming frá Kína. Grísk-rómversk glíma. Vinc- enzo Maenza frá Ítalíu vann gullið í létt-fluguvigt í grísk-rómverskri glímu í gær. Andrzej Glab frá Póllandi hlaut silfrið og Bratan Tzenov frá Búlgaríu tók bronsið. f fjaðurvigt sigraði Kamanda Madjidov frá Sovétríkjunum, Jivko Vanguelov frá Búlgaríu vann silfrið og An Dae-hyun frá S-Kóreu vann bronsið. f léttþungavigt sigr- aði Atanas Komchev frá Búlgaríu, Harri Koskela frá Finnlandi vann silfrið og Vladimir Popov frá Sov- étríkjunum vann bronsið. Verðlaunastaðan Sovétríkin Bandaríkin Austur-Þýskaland Búlgaría Kína Rúmenía Tékkóslóvakía Júgóslavía Bretland Ástralía Svíþjóð S-Kórea Ungverjaland Frakkland Vestur-Þýskaland Pólland Japan Belgía gull 3 2 2 2 1 1 1 1 1 1 0 0 0 0 0 0 0 0 silfur 1 1 0 0 2 1 1 0 0 0 2 2 1 1 1 1 1 0 brons 3 2 1 0 3 0 0 1 0 0 1 0 1 1 1 0 0 1 ■ ■ Bryndís Ólafsdóttir á fullri ferð í 200 m skriðsundinu í Seoul ■ gær. Símamynd Pjetur. „Alls ekki nógu ánægður með árangur stúlknanna" Frá Pjetrt Sigurdssyni fréttamanni Tímans í Seoul: „Markmið okkar var að sund- menn okkar syntu á sínum bestu morguntímum, en aðeins Arnþór og Magnús hafa náð því. Bryndís synti sundið nokkuð vel, cn alls ekki nógu hratt. Hún keyrði sig ekki út, sem dænii um það þá synti hún síðustu ferðina á besta tíman- um.“ „Ragnheiður byrjaði sundið sitt mjög vel var komin með mjög góðan tíma eftir fyrstu 100 m, scm hefði hugsanlega getað gefíð hcnni sæti i úrslitunum, en hún sprakk á limminu i lokin, en því má ekki gleyma að Bryndís synti á sínum besta tíma á þessu ári,“ sagði Guðmundur Harðarson landsliðs- segir Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari þjálfari í sundi. „Ég var alls ekki taugaóstyrk, ég breytti algjörlega til frá því í fyrra- dag í öllum undirhúningi og var ein og reyndi að hugsa um eitthvað annað. Ég var mjög ákveðin í að gera betur en í fyrradag en ég var þá mjög óánægð með mig. Ég hafði líka góða aðstöðu í núna, því ég var á 4. braut, en þar á inóti kom að ég fékk cnga keppni. Þctta var ekki mjög crfitt sund andlega, en það var líkamlega erfitt. Ég er búin að fá nóg af því að vinna alltaf heinia, þannig að ég þarf einnig að kynnast því að tapa. Ég er ákveðin í því að fara út næsta vetur og reyna mig þar sem ég fæ inikla keppni, Kanada kemur sterklega til greina,“ sagði Bryndís að lokum. „Ég byrjaði vel, en náði ekki að slappa af i sundinu og halda út. Ég var í góðu stuði, jákvæð og hef náð góðum tima á æfingum, en ég var alltof taugastrckkt og það gctur haft áhrif á að sund klikki. Ég er í mjög góðu fornii og á von á því að ég bæti mig í 100 m bringusundinu á föstudag. Hefði ég fcngið meiri keppni á síðari 100 m hefði ég náð miklu bctri tíma, þá hefði skapið fengið að njóta sin,“ sagði Ragn- heiður að lokum. PS/BL Handknattleikur kvenna: Erla og Guðrún í liðið Slavko Bambir landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik hefur valið endanlegt lið sem tekur þátt í C- heimsmeistarakeppninni í Frakk- landi í næsta mánuði. Eftirtaldar stúlkur skipa liðið: Markverðir: Kolbrún Jóhannsdóttir Fram Halla Geirsdóttir FH Aðrir leikmenn: GuðríðurGuðjónsdóttir Fram Ama Steinsen Fram Ósk Víðisdóttir Fram Ema Lúðviksdóttir Val Katrín Friðríksen Val Guðný Guðjónsdóttir Val Margét Theodórsdóttir Haukum Guðný Gunnsteinsdóttir Stjömunni Inga Lára Þórisdóttir Víkingi Svava Baldvinsdóttir Víkingi Kristín Pétursdóttir FH Rut Baldursdóttir FH Erla Rafnsdóttir Stjömunni Guðrún Kristjánsdóttir Val BL Ahorfendum smalað á handboltaleikina Frá Pjelri Sigurðssyni frcttaraanni Tímans í Scoul: S-Kóreumenn hafi brugðið á það ráð að á lítið sótta atburði hafa þcir fengið skólakrakka og bændur, keyrt þá í hallirnar og skipt þeim í hópa og skipað þeim að öskra með viðkomandi liði. Á leik íslands og Bandaríkjanna í gær voru tveir slíkir hópar, uni 200 manns hvor og öskruðu þeir stíft á hvort liðið. Einnig hafa borist fregnir af því að fleiri hundr- uð bændur hafi verið keyrðir á róðrakeppni til að fylla þar uppí á áhorfendapöllunum. Annars voru áhorfendur á hand- knattleiksleikjunum mjögfáir. PS/BL Vinsælir áhorfendur íslenski ferðamannahópurinn hvatti íslenska handknattleiksliðið til dáða í leiknum gegn Bandaríkjunum. Símamynd Pjctur. Frá Pjetri Sigurössyni fréttamanni Tímans í Seoul: íslensku áhorfendurnir sem hér eru vekja fádæma athygli hvar sem þeir koma. í gær eyddu þeir deginum í Suwon og sáu meðal annars leik S-Kóreumanna og Ungverja í hand- bolta. Islendingarnir létu ekki sitt eftir liggja og hvöttu S-Kóreumenn af krafti og er það mál manna að hvatning þeirra hafi gert gæfumun- inn í þeim leik. Á leik íslands og Bandaríkjanna var haldið áfram og nú voru íslend- ingar hvattir dyggilega. Klæddir ís- lensku fánalitunum, með lúðra, fána og veifur stóðu þeir sig frábærlega. Sem dæmi um athyglina sem þeir vöktu má nefna að danska pressan tók viðtal við félaga úr hópnum og birti myndir af þeim í dönsku blöð- unum. PS/BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.