Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn; Miövikudagur 21. séptember 1988" MINNING Guðrún Bjartmarsdóttir frá Sandi Fædd 3. júlí 1939 Dáin 13. september 1988 Við nyrsta haf, þar sem miðnætur- sólin dansar á sumrin, norðurljósin sindra á vetrum og haf og sandur, hraun, fljót og fjöll tengjast í grænu trafi kjarrs og grasa er griðlandið Sandur í Aðaldal, þar sem Guðrún Bjartmarsdóttir fæddist þann 3. júlí árið 1939. í dag verður hún til moldar borin í Fossvogskirkjugarði í Reykjavík. Foreldrar Guðrúnar voru þau Bjartmar Guðmundsson, bóndi og alþingismaður á Sandi, sem nú er látinn fyrir nokkrum árum og kona hans, Hólmfríður Sigfúsdóttir frá Kraunastöðum í Aðaldal, en hún er á lífi og búsett á Smáragötu 3 í Reykjavík. Guðrún var elst sjö barna þeirra hjóna. Ólst hún upp á Sandi fram á unglingsár að hún hleypti heimdraganum og bjó eftir það á ýmsum stöðum, en Sandur og Aðaldalur skipuðu ávallt öndvegi í huga hennar. Þar stóðu ræturnar djúpar og sterkar og öll hennar næring, andleg sem líkamleg, átti þar uppruna sinn, því lengi býr að fyrstu gerð. Sandur í Aðaldal er fyrir löngu kunnur af sögu. Þar stóð höfuðból fyrrum en torsótt jörð á seinni tíma mælikvarða. Þekktastur er þó Sand- ur í sögu þjóðarinnar fyrir þá sök að vera griðland lífs og uppspretta og skjól sérstæðrar og ríkrar íslenskrar menningar. Þaðan hafa komið marg- ir rithöfundar og ljóðskáld og ýmsir listamenn aðrir. Gefur augaleið að andrúmsloft á slíkum stað hlýtur með einhverjum hætti að vera sérstakt og hafa marg- vísleg áhrif á næm börn, bæði beint og óbeint. Náttúran sjálf, stórbrotin og mikilúðleg, hefur einnig mótað með sínum hætti, Fuglalíf mikið er þar, fiskigengd og gróður og öll var þessi tilvera samtvinnuð af ríkjandi lögmáli heimamanna scm var einlæg virðing fyrir lífinu og auðmýkt gagn- vart sköpuninni. í þessu umhverfi ólst Guðrún Bjartmarsdóttir upp. Þar teygaði hún að sér málið, sögurnar og Ijóðin, nam náttúruna, greindi og þekkti allar plöntur umhverfis síns barn að aldri og fugla og fiska og las og las og las, því fróðleiksþyrst var hún frá upphafi og alla tíð. Móðurbróðir Guðrúnar greinir frá því, að þegar Guðrún var á 10. árinu hafi hann eitt sinn verið þar gestkomandi og legið í rúmi fram eftir degi. Kom þá barnið að og honum dottið í hug að varpa fram hendingu og beðið um botn eða fyrripart. Eftir nokkra stund kom Guðrún aftur að rúmi frænda síns og hafði smíðað fyrripart og varð þá vísan svona: „ Víst er ekkert vit í því ad vaka fram á nætur. Halldór liggur leti í og langar ekki á fætur. “ Er vt'san ljóst dæmi um skarpa hugsun þegar á barnsaldri, enda var það eitt megineinkenni Guðrúnar alla tíð. Hún fékkst að vísu ekki mikið við ljóðagerð en þó ögn og eru það perlur. Formlegt skólanám Guðrúnar í bernsku var stutt, þrír farskólamán- uðir á vetri í fjögur ár og lauk með fullnaðarprófi. Eftir það var hún heima í einn vetur til að liðsinna foreldrum sínum við búrekstur og barnauppeldi. Þann vetur las hún og utanskóla námsefni yngri deildar á Laugum og í efri deild þess skóla fór hún árið eftir og lauk landsprófi þar eftir tveggja vetra nám. Sá tími var henni ætíð minnisstæður sakir góðs skóla, glaðværðar og elskulegra fé- laga. Veturinn næsta dvaldi hún enn í foreldrahúsum og létti þar á önnum móður sinnar, enda var þar barna- skari og mörg brýn verkefni og ekki var þá til styrkjakerfi eða sjóðir að létta undir með foreldrunt að kosta börn til langrar skólagöngu. Guðrún dvaldi við bústörf á Sandi fram yfir áramót 1957, en þá fór hún á vertíð suður í Sandgerði. Það sumar, þegar hún var nýorðin 18 ára, réð hún sig til skólastjórnar og kennslu að Haukadal í Dýrafirði. Þótti mörgum það ofdirfska og heimamenn ráku upp stór augu, þegar nýi skólastjórinn birtist: bráð- ung og falleg stúlka og leit reyndar út fyrir að vera enn á barnsaldri, því það var einkenni Guðrúnar að hún virtist alltaf vera mörgum árum yngri en hún raunverulega var. Ekki er að orðlengja um starfið í Haukadal, hún kom, sá og sigraði og allir voru ánægðir. Um sumarið tók hún að sér ásamt Hjördísi systur sinni að vera ráðs- kona að Ljósavatni í Ljósavatns- hreppi, þar sem þær unnu m.a. heima rjóma, smjör og skyr og fylltu hillur af búdrýgindum og önnuðust að auki alla þjónustu og sauma heimilisins. Er þetta tilgreint hér sem dæmi þess, hversu öll verk léku henni í hendi. Einnig vann hún sem unglingur hjá Skógrækt ríkisins á Tumastöðum í Fljótshlíð og í síld var hún bæði á Raufarhöfn og á Siglufirði. Haustið 1958 hóf Guðrún nám í Kennaraskóla íslands. Var sá skóli þá fjögurra vetra, en Guðrún las 3. bekkinn utanskóla og lauk því al- mennu kennaraprófi á þrem árum Margrét Gronhagen Miöhúsum, Biskupstungum Fædd 3. mars 1926 Dáin 14. september 1988 í dag verður jarðsungin frá Skál- holtskirkju Margrét á Miðhúsum, nágrannakona mín. Hún var fædd í Hermannsburg í Þýskalandi. Hún kom hingað til lands 1949 og var ráðin til skólastjórahjónanna á Laugum, þeirra Arnórs Sigurjóns- sonarog Helgu Kristjánsdóttur. Síð- an varð hún tengdadóttir þeirra er hún giftist Sighvati syni þeirra. Margrét og Sighvatur keyptu Mið- hús 1952 og fluttu þangað ári síðar þegar búið var að byggja þar íbúðar- hús, fjárhús og hlöðu, en þau þurftu að byggja öll hús upp frá grunni, því ekkert hús var nothæft, enda jörðin búin að vera í eyði í mörg ár. Lát Margrétar ætti ekki að koma manni á óvart, svo lengi var hún búin að berjast við þann sjúkdóm sem hún dó úr og aldrei endar nema á einn veg, en það hefur verið svo ótrúlegt hvað hún hefur farið létt í gegnum þetta því aldrei hefur hún kvartað og alltaf var hún að finna ný ráð til að lækna sig sjálf og var svo bjartsýn að það tækist að manni fannst alltaf að hún væri að ná heilsu á ný. Einnig hefur hún hjálpað mörgum sem barist hafa við krabba- mein og gefið þeim trú á bata. Henni gafst í raun mikill tími því liðin eru 22 ár síðan hún fór í fyrstu aðgerðina og þannig fékk hún ósk sína upp- fyllta að koma öllum börnunum sínum, sex að tölu, til fullorðinsára. Börnin eru öll mikið mannkosta- fólk og vel menntuð. Þau eru, talin í aldursröð: Geirþrúður lyfjafræð- ingur, Hjálmur píanóleikari, Arnór hagfræðingur, Helga tónlistarkenn- ari, Ingunn flugfreyja og Hallur er vinnur heima á búi foreldra sinna. Barnabörnin eru þrjú og voru henn- ar sólargeislar. Þegar ég kom fyrst að Úthlíð kynntist ég nágrönnum mínum, er haldnar voru guðsþjónustur í stof- unni hjá tengdaforeldrum mínum en það hafði þá verið gert um 30 ára skeið. Ég man vel eftir öllum sem þar mættu og var Margrét þeirra á meðal. Mér var sagt að hún væri þýsk, en er ég talaði við hana var íslenskan svo góð að varla var hægt að heyra erlendan hreim. Hún til- einkaði sér íslenskuna og íslenska siði alveg sérstaklega og hún var þjóðlegri en flestir Islendingar sem ég hef kynnst. Hún ræktaði garðinn sinn vel bæði úti og inni. Óf voðir úr íslensku ullinni, ræktaði allt sitt grænmeti sjálf, nýtti fjallagrös, blóðberg, sortulyng og ber, allt á sem náttúrulegastan hátt. Margrét var vel gefin kona og menningarauki fyrir Biskupstungur að hún skyldi setjast hér að, því hún hafði mikla hæfileika bæði til að flytja músik og kenna. Það fyrsta, sem við Margrét kynntumst í raun, var fyrir rúmum 25 árum er við fórum að æfa söng með Skálholts- kórnum sem stofnaður var fyrir vígslu Skálholtskirkju. Það var safn- að saman fólki vítt og breitt um sveitina og það varð úr að við Margrét slógum til og fórum í kórinn. Þá voru vegalengdir meiri en nú og bílar af skornum skammti. Við fórum þetta á rússajeppa sem tengdafaðir minn lánaði okkur og við höfum verið hátt í klukkutíma hvora leið, svo það gafst góður tími til að rabba saman. Þá sagði Margrét mér meðal annars, að þegar hún kom til íslands vissi hún ekki að það væri hægt að lifa án þess að taka þátt í tónlistarstarfi. Nærri má því geta hvað þetta kórstarf var henni mikils virði, enda fór það svo að hún var oft organisti með kórnum og einnig við aðrar kirkjur í sveitinni, nú síðast við Haukadalskirkju, sem var henni mjög kær, og verður hún lögð þar til hinstu hvílu. Margrét kenndi í mörg ár á flautu í barnaskólanum og náði að glæða áhuga unga fólksins á tónlist og veit ég að margur býr að því enn og sum þessara ungmenna urðu síðar stoð Skálholtskórsins. Fyrir þetta allt og margt annað megum við samferða- fólkið þakka. Við hérna í Úthlíð þökkum gott nágrenni, söknum vinkonu sem var alltaf tilbúin til að hjálpa og gleðja. Hún fylgdist vel með nágrönnum sínum, sérstaklega unga fólkinu, enda átti hún sérstaka vini meðal þess sem sakna hennar núna. Um leið og við þökkum Margréti samfylgdina vottum við Sighvati og börnum samúð og biðjum þeim Guðs blessunar. Ágústa Ólafsdóttir vorið 1961. Þrátt fyrir að hún tæki námsefni tveggja síðustu vetranna saman, hlaut hún um vorið hæstu einkunn sem þá var gefin við útskrift í Kennaraskóla Islands. Kennaraskólinn reyndist Guð- rúnu mikill og góður skóli og var henni ákaflega kær. Þótt hér sé frá greint í fáum orðum, má og bæta því við, að nám af þessu tagi var um 1960 ekkert einfalt mál fyrir efnalitla sveitastúlku. Allt framhaldsskóla- nám sitt kostaði Guðrún með eigin vinnu og forðaðist að íþyngja for- eldrum sínum í þeim efnum. Vissu- lega munu þau hafa létt undir með henni, þegar kostur var, og það gerðu einnig Björn móðurbróðir hennar og Kristín kona hans á Aragötu 1, sem léðu húsnæði og annað atlæti af mikilli sanngirni. En Guðrún var þurftalftil og gat vel bjargað sér sjálf með nokkurn saumaskap o.fl., enda ræktaði hún snemma með sér þann eiginleika að gera mikið úr litlu og nýta hvern hlut út í hörgul. Sumarið 1961 markaði með ýms- um öðrum hætti spor í lífi Guðrúnar. Þetta sumar starfaði hún sem blaðamaður við Tímann og vakti þar strax athygli fyrir lipran penna og leiftrandi stíl og þann 13. ágúst 1961 giftist hún skólabróður sínum úr kennaraskóla, Þorkeli St. Ellerts- syni, sem ættaður er úr Reykjavík. Fór hjónavígslan fram í Neskirkju í Aðaldal að viðstöddu fjölmenni, enda kirkjubrúðkaup ekki daglegt brauð í Aðaldal á þeim tíma og því mikið um dýrðir. Nokkrum vikum síðar réðust ungu hjónin í Svfþjóðarför. Dvöl þeirra þar varði í þrjú ár samfellt og var með þeim hætti að Þorkell lauk fyrst námi í íþrótta- og lífeðlisfræðum en Guðrún vann fyrir dvalar- og náms- kostnaði. Um þær mundir fengust lítil eða engin námslán og þess því enginn kostur að bæði stunduðu nám í einu. Og svo voru líka börn á leiðinni. Sumarið 1963 fluttu þau frá Stokkhólmi til Áseda í Smálöndum og kenndu bæði við grunnskólann þar þann vetur næstan, en héldu síðan heim til íslands síðla sumars árið 1964. Fyrsta barn þeirra hjóna, Þormar, er fæddur í Svíþjóð í apríl árið 1962; næstur er Þorri, fæddur í Reykjavík í febrúar 1965; þá Álfrún Guðríður, fædd á Egilsstöðum í október 1968, og loks Teitur, fæddur í Reykjavík í desember árið 1969. Samband Guð- rúnar við börn sín er sérstakur kapítuli. Þótt metnaður hennar væri í ýmsar áttir, gengu börnin alltaf fyrir. Þeim helgaði hún mest af tíma sínum og ást hennar var þar óskert. Tengslin við börnin urðu líka ein- stök. Sem dæmi má nefna orð sem höfð eru eftir dóttur hennar, þegar Guð- rún lá banaleguna fyrir skömmu: „Hún er móðir mín, systir og besta vinkona." Og kunnugir votta, að einmitt þannig hafi sambandið verið. Veturinn 1964-65 dvelur Guðrún í Reykjavík með manni sínum og barni. Sinnti hún þann vetur nokk- urri forfallakennslu ásamt með heimilisstörfum og barnsburði, en næsta stóra skref er tekið þá um sumarið, er þau hjón ákveða að fara til starfa að Alþýðuskólanum á Eið- um í Suður-Múlasýslu, sem þá var og hafði um langan aldur verið helsta mennta- og menningarsetur á Austurlandi. Var Þorkeli veitt skóla- stjórastaðan sumarið 1965 og eru þau hjón þá aðeins liðlega 26 ára að aldri. Vafalaust hefur einhverjum þótt það ofdirfska hjá svo ungu fólki að færast svo mikið í fang. Það var og nýstárleg tilhugsun hjá heima- mönnum, því fyrrum skólastjórn- endur höfðu allir verið þjóðkunnir menn á miðjum aldri og þar yfir og fráfarandi skólastjóri, Þórarinn Þór- arinsson, að hætta sakir aldurs eftir um 35 ára starf. í tíð Þórarins skólastjóra og Sigrúnar Sigurþórs- dóttur, konu hans, hafði Eiðaskóli lengst af verið í fremstu röð skóla sinnar tegundar hér á landi, en seinustu stjórnunarárin hafði nokk- uð hallað undan fæti sakir langvar- andi veikinda Þórarins. Einnig hafði allt kennsluhúsnæði alþýðuskólans brunnið til kaldra kola árið 1960 og var uppbyggingu þess ekki lokið fyrr en á árinu 1968. Aðkoman var því erfið fyrir ungu hjónin og ekki undarlegt að sumir teldu hér í stórt ráðist. Skólinn var settur í október þá um haustið með um 130 nemend- ur í heimavistum, sem flestir voru á aldrinum 14-18 ára, og með um 10 fastráðna kennara, auk starfsfólks í mötuneyti og við aðra þjónustu. Fljótt kom í ljós að hinir nýju skólastjórnendur höfðu markaða menntastefnu að leiðarljósi og fylgdu henni eftir með ákveðnum hætti, þannig að á skömmum tíma var Eiðaskóli aftur í fremstu röð hliðstæðra skóla. Einnig tóku menn skjótt eftir þvt', hversu samband skólastjórahjónanna var einlægt og hversu náið samstarf þeirra var um alla hluti. Þó að daglegt amstur í skólanum mæddi meira á Þorkeli töldu margir sig greina, að áhrif Guðrúnar á skólastarfið væru síst minni. Þar var augljóslega um sam- vinnuverkefni þeirra að ræða. Má því telja að þau hjón hafi bætt hvort annað upp og er það góð niðurstaða. Á þessum árum sannaðist einnig rækilega, hversu mikill og góður kennari Guðrún var. Jafnvel hina erfiðustu bekki sveigði hún og laðaði til náms og áhuga. Kjaftaskar urðu að gjalti í höndunum á henni og útkoman ætíð sú sama, að allir hennar nemendur vildu í hvívetna sitja og standa svo sem hún kaus. Er þetta því merkilegra, að ókunnir gátu oft ekki greint kennarann frá krökkunum, svo stelpuleg var skóla- stjórafrúin og frjáls í öllu fasi. En yfirburðaþekking og leiftursnögg hugsun ásamt þeim kærleika sem allt bræðir voru þeir eiginleikar sem dugðu. Árin á Eiðum urðu 10 alls, þar af 8 við kcnnslustörf að meira eða minna leyti. Auk starfa sinna við skólann kom frú Guðrún að félags- málum í sveit og Héraði. Tók hún m.a. þátt í starfi Kvenfélags Eiða- þinghár og sótti þing Sambands austfirskra kvenna. Einnig tók hún oft að sér upplestur á opinberum vettvangi og flutti þá bæði laust mál og bundið með einkar skýrum og áheyrilegum hætti, enda tungutakið allt í senn: ljúft, hljómgott og ramm- íslenskt. Óhætt er að segja, að á þessum árum hafi Guðrún orðið hvers manns hugljúfi austur þar. Þegar starfstíma á Eiðum lauk, var Guðrún einn vetur á Sandi í Aðaldal með börn sín fjögur, en bóndi hennar dvaldi við framhalds- nám í Gautaborg. Þennan vetur endurnýjaði hún kynni við sveitunga sína gamla, auk þess sem hún fékkst mikið við lestur og skriftir. Sumarið 1974 flutti fjölskyldan til Reykjavík- ur. Bjuggu þau á næstu árum fyrst á Fálkagötu 14, síðan á Hjarðarhaga 64 og loks á Grímshaga 8, þar sem fjölskyldan hefur búið s.l. 10 ár. Haustið 1974 sótti Guðrún um inngöngu í Háskóla íslands og hugði þar á nám í íslenskum fræðum. Gekk það ekki þrautalaust fyrir sig. Stúdentsprófi hafði hún ekki lokið sem þá átti að heita eini lykillinn að háskólavísindum. Hélt m.a. einn prófessora þvt' fram, að gæði náms yrðu eyðilögð, ef hleypa ætti svo illa undirbúnu fólki í æðra nám. Há- skólayfirvöld samþykktu engu að síður, að hún skyldi hljóta inngöngu með því ákvæði þó, að hún yrði að bæta við sig námi í einum til tveim greinum, ef ástæða þætti til. Til þess kom þó aldrei, því kennurum og nemendum varð fljótt Ijóst, að hér var um yfirburðanámsmann að ræða. Samnemendum sínum lið-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.