Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 9
Miövikudagur 21. september 1988 Tíminn 9 VETTVANGUR 111 lllilllfflllllllllllllllllllillil fflfflfflíllfflfflfflfflifflfflfflffliilfflfflfflfflllfflfflfflfflllfflffllllllllllll lllllllllfflfflillllllllllliuilllllllllllllllllllllllllllllllll Áskell Einarsson: LANDSBYGGDIN OG RÍKISÚTVARPID Ég las það fyrir tilviljun í blaði fyrrverandi menntamála- ráðherra Ingvars Gíslasonar, en hann skipaði þá nefnd sem undirbjó núverandi útvarpslög, að nú væru liðin þrjú ár frá gildistöku laganna og bæri að taka þau til endurskoðunar samkvæmt laganna hljóðan. Það cr því fullkomlega tímabært að líta yfir farinn veg og leggja mat á þróunina. Ég var einn þeirra manna, sem mat hlutverk Ríkisútvarpsins mik- ils og ef til vill meira en efni stóðu til. Astæðan til þessa var ótti minn við að hinir frjálsu fjölmiðlar gengju fram hjá dyrum lands- byggðarmanna. Ég var þeirrar skoðunar að eitt meginhlutverk Ríkisútvarpsins væri að gæta stöðu fjölmiðlunar í hinum dreifðu byggðum og að vera rödd allrarþjóðarinnar. Afþessum ástæðum gat ég fallist á skattlagn- ingarrétt Ríkisútvarpsins á alla, sem höfðu viðtæki í þjónustu sinni til að nema hljóðvarp sem sjón- varp. Ríkisútvarpið skyldi vera yfir það hafið að þurfa að gæta markaðshagsmuna í fréttaflutningi og efnisvali. Það ætti sem sagt að vera hlutlægt, en þó hlutlaust, sem fréttamiðill og óháð persónulegum sjónarmiðum þeirra, sem þar segja fyrir verkum. Ríkisútvarpið skyldi jafnframt vera menningarmiðill. Eitt þeirra baráttumála, sem Fjórðungssamband Norðlendinga hefur haft á stefnuskrá sinni, var að Ríkisútvarpið komi upp á Norðurlandi útsendingarstarfsemi. f tíð þáverandi menntamálaráð- herra var 19. jan. 1981 skipuð nefnd í þetta verkefni, samstarfs- nefnd Fjórðungssambands Norð- lendinga, Ríkisútvarpsins og Menntamálaráðuneytisins. Niður- staða þessarar nefndar var að ráðist skyldi í sérstaka útsendingarstarf- semi á Akureyri, sem næði til alls Norðurlands. Þegar reynsla væri komin á þessa starfsemi skyldi hugað að hliðstæðri starfsemi á Egilsstöðum og síðar á ísafirði. Allt sýndist þetta ætla að ganga eftir. Stofnanaþoka Hins vegar gekk uppbygging svæðisútvarpsins á Akureyri ekki eins eftir eins og margir hugðu. Þáverandi útvarpsstjóri skikkaði til okkar þaulvanan dagskrárgerð- armann og veitti honum bestu fyrirgreiðslu um alla uppbyggingu. Fljótlega kom í ljós að fréttaöflun heyrði ekki undir hann og var áfram fjarstýrð og háð efnisþörf og dyntum fréttastofunnar í Reykja- vík. Það var því fullkomlega ljóst að hvorki áform okkar heimamanna, né fyrsta forstöðumanns svæðisút- varpsins, komust í gegnum stofn- anaþoku útvarpsins. Við lögðum mesta áherslu á beina og sjálfstæða starfsemi, sem kynnti norðlenskt efni og norð- lenskar fréttir eftir mati staðkunn- ugra manna, í höfuðrás hljóðvarps- ins milliliðalaust. Mestu vonbrigðin voru því þegar bæði skorti fjármagn og vilja til að koma þessu útvarpi til allra Norð- lendinga. Það alvarlega er að nú fyrst þegar hinir frjálsu fjölmiðlar dreifa efni sínu til allra byggða vaknar Ríkisútvarpið af dvala sín- um og talar um hið nýja kraftaverk, Ijósleiðarann. Margir vinir manns syðra spyrja, hvers vegna þeir séu hættir að heyra yfirlitsfréttir af landsbyggð- inni, þar sem einkum var getið viðburða, en ekki eingöngu slysa, mistaka og sundurlyndis á milli manna. Hinn nýi fréttastíll, sem yfir- menn fréttastofunnar og undirsátar þeirra setja í fyrirrúm, á sinn þátt í að rægja landsbyggðina og að gera hana að vandræðasvæðum landsins í huga annarra lands- manna. Spurning hlýtur að vakna, hvort nokkur ástæða sé að ríkisreka slíka fjölmiðla, sem temja sér sömu vinnuhætti og taldir hafa verið til lasts hjá frjálsum fjölmiðlum. Eitt er Ijóst að reynsla síðustu ára sannar okkur það, að lands- byggðin getur tileinkað sér hina frjálsu ljósvakafjölmiðla. Við þetta vaknar sú spurning, hvort Ríkisút- varpið losar ekki um miðstýringu á þessu svonefnda svæðisútvarpi og eykur samhliða áhrif heimamanna um vinnuhætti og efnisval. Fjölmiðlar norðanlands Allt þetta og fleira þarf að taka til gaumgæfilegrar skoðunar við endurskoðun útvarpslaga. Hér á Norðurlandi eru að gerast stórviðburðir í fjölmiðlamálum. Dagur er orðinn dagblað á borð við stóru blöðin syðra. Á Húsavík og Sauðárkróki eru gefin út viku- blöð, sem fylla ákveðið tómarúm og gegna varanlegu hlutverki. Á Akureyri er fyrirtækið Samver, sem annast sjónvarpsmyndagerð. Þar að auki er hér á Akureyri Eyfirska sjónvarpsfélagið. Spurningin er að tengja þessa þætti saman og að norðlenskir aðilar réðu húsum á Fjölnisgöt- unni. Margt er vitlausara en það. Það alvarlega er, að það er svo mikil gjá að myndast í þjóðfélaginu í viðhorfum fólks til landsbyggðar- innar, að við á líking Magnúsar Jónssonar prófessors: „Það er ekki sama hvort hlutirnir eru skoðaðir af tröppum Landsbankans eða úr sölum Álþingis." Þótt Efstaleitið standi hátt og þaðan sé eitt besta útsýni á Suð- vesturlandi, er ekki á það að treysta, að þar sé fyrir hendi fjar- sýni og eðlilegt hlutskyggni langt norður yfir heiðar. Svo ólík eru viðhorf fólks í þessu landi að verða. Hin nýja malbikskynslóð getur ekki skyggnst inn í viðhorf þess fólks, sem er vanara að ganga í þýfðu landi en á rennisléttum göt- um borgarlífsins. Nýir tímar krefjast endurmats. Endurskoðun útvarpslaga er í eðli sínu endurmat hins nýja tíma. Áskcll Einarsson Ný stef numörkun í f iskrækt og fiskeldi Það hefur ekki farið fram hjá neinum hversu ör uppbygging hefur verið í fiskeldi laxaflska hér á landi seinustu árin. Með tilkomu nýrra fiskeldisaðferða hér, eins og kvíaeldis og stóriðju í hafbeit með lax, og aukinna sjúkdómsvarna, hefur orðið að stokka spilin ef svo má segja í sambandi við þessi mál gagnvart villta laxastofninum í ám landsins. Nýlega gaf landbúnaðarráðuneyt- um reglur. En það tókst og er ið út reglugerð um flutning og slepp- vissulega þessum aðilum til hróss. ingar laxfiska og varnir gegn fisk- sjúkdómum og blöndun laxastofna. Með reglugerð þessari er tekið fast á þessum hlutum og mótuð ný stefna, sem aðilum ber að fara eftir framvegis. Undanfari stefnumörkunar þess- arar var sameiginleg umræða sem fram fór með forustumönnum Sam- taka veiðiréttareigenda, Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitar- stöðva og Landssambands stanga- veiðifélaga. Náðu þessir aðilar sam- komulagi um frágang reglnanna. Fyrirfram hefði mátt búast við að erfitt eða ókleift myndi að ná saman Svæðaskipting umfiskrækt Einna athyglisverðast í þessari nýju reglugerð eru ákvæði um skipt- ingu landsins í tvö fiskræktar- og hafbeitarsvæði, ef svo má segja, sem skuli hvort um sig halda sig við fisk af viðkomandi svæði. Annars vegar er þetta svæðið Suður- og Vestur- land, frá Stokksnesi og að Horn- bjargi. En hitt svæðið er Norður- og Austurland frá Bjargtöngum að vestanverðu og Ingólfshöfða að sunnanverðu. Fjarlægðarmörk milli stöðva og laxveiðiáa Þá er gert ráð fyrir, að við leyf- isveitingar fyrir hafbeitar-, strandeld- is- og sjókvíastöðvar skuli miða við að þær séu ekki nær laxveiðiám með yfir 100 laxa meðalveiði s.l. 10 ár en 5 km. Sé um að ræða ár með yfir 500 laxa meðalveiði skal fjarlægðin vera 15 km nema notaðir séu stofnar af nærliggjandi vatnasvæði og geld- stofnar, má stytta fjarlægðina niður í 5 km. Þá skal vegalengd milli sjókvía-, strandeldis- og hafbeitar- stöðva innbyrðis ekki vera minni en 2 km. í reglugerðinni segir, að óheimilt sé að flytja og sleppa lifandi villtum laxfiskum og frjóvguðum hrognum milli ótengdra vatnasvæða til geymslu, klaks eða sleppinga í nátt- úruleg vatnakerfi nema með sam- þykki fisksjúkdómanefndar og við- komandi veiðifélags. Örmerktir fiskar eru veiðiuggaklipptir. Örmerki er fremst i haus fisksins. Merki þarf að finna og lesa meö sérstök- um tækjum. Skera þarf af fremsta hluta haussins (við augu) og skila haus með upplýsingum um fiskinn og veiðistaö. Merktir fiskar hafa merki i baki við bakugga. Slikum merkjum þarf að skila ásamt upplýsingum um fiskinn og veiöistað. Upplýsingar sem senda þarf með merki eða haus eru um fiskinn, (tegund, kyn, þyngd, lengd), og um veiðistað og veiðitima. Nafn og heimilisfang veiðimanns þarf að fylgja ef veiðimaður vill fræðast um fiskinn og fá verð- laun fyrir merki. Heimastofn sé notaður Þá er mælt svo fyrir, að við fiskrækt í ám og vötnum skuli sleppa seiðum af stofnum viðkomandi veiðivatns, enda hafi formaður við- komandi veiðifélags áður leitað um- sagnar veiðimálastjóra. Þó er gert ráð fyrir að heimilt sé að veita leyfi til að flytja sótthreinsuð hrogn og seiði úr þeim í fisklítil eða fisklaus vötn og ár, enda séu þá notaðir stofnar úr nærliggjandi veiðivötnum með svipaða vistgerð. Sama gildir um fiskeldisstöð sem hefur frárennsli á viðkomandi vatnasvæði þaðan sem seiðin koma, enda liggi fyrir jákvæð umsögn fisksjúkdómanefndar um þetta efni. Á sama hátt getur veiði- málastjóri heimilað flutning á villt- um seiðum og öðrum fiski í strand- eldisstöð eða kvíar. Hafbeitarstöðvum er skylt, sbr. reglugerð, að láta örmerkja 10 af hundraði slepptra seiða og aðilar með sjókvíarekstur skuli láta merkja a.m.k. eitt þúsund laxa með ör- merkjum eða útvortis merkjum. Þetta er gert til að afla upplýsinga um heimtur og hegðan laxins. Að lokum er lagt bann við því að sleppa lifandi laxi til að endurveiða nema notaður sé stofn af viðkom- andi vatnasvæði. Að vísu getur ráð- herra veitt undanþágu frá þessu ákvæði, að fengnu samþykki fisk- sjúkdómanefndar og viðkomandi veiðifélags. Hvað verður um norska laxastofninn hér á landi? I reglugerð þeirri, sem vikið er að hér að framan er einnig að finna ákvæði um, að óheimilt sé að flytja til landsins laxfiska af erlendum uppruna til fiskræktar og hafbeitar. Þó geti ráðuneytið veitt undanþágu til flutnings á slíkum fiski milli fiskeldisstöðva, enda liggi fyrir já- kvæð umsögn veiðimálastjóra og fisksjúkdómanefndar. Á sínum tíma var fluttur hingað til lands norskur laxastofn til eldis í fiskeldisstöð hér á landi, þrátt fyrir að umsagnaraðilar teldu óráðlegt að flytja hrognin inn í landið. Laxastofn þessi er fjötraður í viðkomandi stöð. Vitað er að áhugi er fyrir því að losa um þau bönd og fá að selja fisk til annarrar stöðvar hérlendis. Spurn- ingin er því sú, hvort slíkt verði leyft? Ýmsum forystumönnum á sviði fiskræktarmála hér á landi stóð stuggur af innflutningi á erlendum laxastofni og höfðu uppi eindregin og hörð mótmæli og varnarorð gegn hinum norska laxastofni. Verður fróðlegt að fylgjast með gangi þessa máls. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.