Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 21. september 1988 Tíminn 5 Stemgrímur Hermannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að stjórnarmyndunartilraunir sínar verði að skýrast í dag: Utganga Kvennalista takmarkar möauleika Ekki er útlit fyrir annað en að erfitt geti reynst að mynda meiri- hlutastjórn félagshyggjuflokka eftir að Kvennalistinn gaf afsvar sitt um að ganga til nokkurs samstarfs við Framsóknarflokkinn, Alþýðuflokk- inn og Alþýðubandalagið í gær. Hafa konurnar hafnað frekari við- ræðum um myndun meirihluta- stjórnar, en héldu þess í stað á fund Þorsteins Pálssonar formanns Sjálf- stæðisflokksins. Stefán Valgeirsson, alþingismað- ur, hefur nú til umfjöllunar þær efnahagstillögur sem lagðar hafa verið til grundvallar í þessum við- ræðum, og er ráðgert að hann skili áliti sínu og stuðningsmanna sinna seinna f dag. Seint í gærkvöldi funduðu fulltrúar Borgaraflokks með Steingrími Hermannssyni, sem enn hefur umboð forseta Islands til að mynda meirihlutastjórn, en ekki er vitað hvernig sá fundur endaði. Fyrir fundinn sagði Steingrímur að málin yrðu að skýrast í dag, miðvik- udag. Albert Guðmundsson, formaður borgaranna, sagði í viðtali við Tím- ann að þeir settu efst á blað að matarskatturinn yrði afnuminn samhliða fjárlagagerð og að nauð- synlegt verði að afnema lánskjara- vísitöluna. Þetta væru helstu áhersl- ur þeirra í stjórnarmyndunarvið- ræðunum við Steingrím Hermanns- son og aðra. Vildi Albert taka það skýrt fram að borgarar væru alls ekki búnir að gera neina bindandi samn- inga við aðra flokka eins og t.d. sjálfstæðismenn varðandi eitthvað annað stjórnarmynstur. Með Albert á fundi Steingríms Hermannssonar í gærkvöld voru Óli Þ. Guðjartsson, alþingismaður Sunnlendinga og Júlíus Sólnes, for- maður þingflokksins. Alþýðubandalagið hefur ekki enn slitið viðræðum við Framsóknar- Viðræður Framsóknar og Kvennalista báru ekki árangur. Þær vilja kosningar. flokk og Alþýðuflokk þótt hljóðið í þeim væri þungt í gærkvöldi, eftir að fulltrúar Kvennalista höfðu neitað að taka þátt í frekari viðræðum. Var hugsanleg þátttaka Kvennalistans ein af forsendum Alþýðubandalags fyrir myndun félagshyggjustjórnar í tengslum við áherslu þeirra á að koma eigi í veg fyrir frekara afnám samningsréttar launafólks. Ekki er ljóst hvort brotthlaup Kvennalistans verður þess valdandi að Alþýðubandalag dragi sig úr frekari viðræðum, þar sem A-flokk- arnir og Framsókn hafa þegar komist að samkomulagi um að samnings- rétti verði aftur komið á að loknum gildistíma bráðabirgðalaga ríkis- stjórnar Þorsteins Pálssonar frá því seint í ágúst. Fáist Stefán Valgeirsson, alþingis- maður Norðlendinga, til samstarfs eða til að lýsa yfir stuðningi við ríkisstjórn þessara þriggja flokka, er Ijóst að ekki þarf nema einn þing- mann að auki til að sú stjórn nái meirihluta í sameinuðu þingi. Þann- ig getur hún komið í gegn fjárlögum og einnig varist vantrausti, en það er nóg til að teljast meirihlutastjórn. Þessi eini þingmaður að auki, yrði, samkvæmt heimildum Tímans, Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, þing- maður borgara, sem ekki er reiðu- búin til samstarfs við Sjálfstæðis- tlokk, en tilbúin að styðja hugsan- lega stjórn Steingríms Hermanns- sonar, með svipuðum skilyrðum og Alþýðubandalag hefur sett fram. Til þessa möguleika þarf þó ekki að grípa ef Borgaraflokkur fæst til viðræðna við félagshyggjuflokkana um nauðsynlegar aðgerðir í efna- hagsmálum og myndun meirihluta- stjórnar til að hrinda þeim í Tímamynd Árni Bjarna. framkvæmd. Ekki er talið að áhersla borgara á afnám lánskjaravísitöl- unnar verði til að hindra samkomu- lag þar sem það hefur verið eitt af helstu baráttumálum Framsóknar- flokksins. Hins vegar er líklegt að hugmyndir stjórnarmyndunar- leiðtoganna um skatt á fjármagns- tekjur og skatta á framkvæmdir, verði til þess að torvelda Albert Guðmundssyni að skrifa undir sam- komulag, líkt og þessar hugmyndir áttu ekki upp á pallborðið hjá Þor- steini Pálssyni, formanni Sjálfstæðis- flokks. KB Dale Hansen og Lizard Sims fljúga rússnesku vélunum frá Póllandi til Kaliforníu. Þeir eru báðir lærðir flugmenn og flugvirkjar. Þeir hafa verið iðnir við að fljúga gömlum rússneskum vélum til Bandaríkjanna og hafa millilent slíkum vélum fjórum sinnum áður í sumar á Reykjavíkurflugvelli. Tímamynd, Ámi Bjama Tværgamlar rússneskarflugvélaráleiöásafn í Bandaríkjunum: 4 bensíntunnur í stað farþega „Þetta eru Ilyushin IL 14P frá 1957 og eiga að fara á safn í eigu fyrirtækis í S-Kaliforníu sem ein- göngu á rússneskar vélar af ýmsum tegundum," sögðu þeir Dale Hansen og Lizard Sims, en þeireru flugmenn á annarri tveggja rússneskra flugvéla sem staðið hafa úti á Reykjavíkur- flugvelli um viku tíma. Flugvélarnar voru keyptar af pólska hernum og hafa verið notaðar til farþegaflugs og til fallhlífastökks. Þær hafa 7 tíma flugþol að meðtöld- um fjórum 200 lítra bensíntunnum sem flugmennirnir hafa komið fyrir inni í farþegarýminu. Pólski flugherinn hefur haldið vél- unum heldur báglega við og hefur ferðin hingað til gengið brösuglega. Fyrst var vélunum flogið til Munc- hen og þurftu að dvelja þar í 5 daga og gera við til að komast áfram til Kaupmannahafnar, en þar þurftu þeir að dvelja í þrjá daga til að gera klárt fyrir flugið til Reykjavíkur, en hér hafa þeir dvalið í 7 daga til að gera við fyrir næsta áfanga sem verður á Grænlandi. Talsvert af varahlutum fylgdi með í kaupum á vélunum og sögðu þeir félagarnir að þeir væru að verða upp urnir. Þeir sögðu að þetta væru að mörgu leyti ágætis vélar og létu prýðilega að stjórn, en siglingatækin væru afskaplega frumstæð og fátækleg og þyrftu þeir því að fljúga sjónflug að mestu leyti. Þeir'TOru þó hinir bröttustu og töldu litla hættu á ferðum að fljúga yfir hafið. Þeir hafa komið hingað til lands fjórum sinnum áður í sumar, alltaf fljúgandi á rússneskum vélum af ýmsum stærðum og gerðum. -sá/áb

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.