Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 16
16 Tíminn ________________ lllllllllll! DAGBÓK Fundur Kvenfélags Kópavogs Á morgun, fimmtudaginn 22. sept. kl. 20:30, verður haldinn fundur í Félags- heimilinu. Gestur fundarins verður Sig- ríður Ingimarsdóttir, varaformaður Kvenfélagasambands fslands. Hún mun kynna fyrir fundarkonum erlend sam- bönd Kvenfélagasambandsins, svo sem Húsmæðrasamband Norðurlanda, Al- þjóðasamband húsmæðra o.fl. Konur í Kópavogi eru hvattar til að mæta á þennan fund og kynna sér um leið starfsemi félagsins. Kvenfélag Óháða safnaðarins Fundur verður haldinn í Félagsheimil- inu Kirkjubæ fimmtudaginn 22. septem- ber kl. 20:30. Fundarefni: Vetrarstarfið og kirkjudagurinn. Ferðalag Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni Síðasta ferð félagsins í sumar verður „ Þingvallahringur“. Lagt vcrður af stað frá Umferðarmið- stöð BSÍ laugard. 24. sept. kl. 10:00. Ekinn verður Suðurlandsvegur að vega- mótum við Geitháls. Þar verður beygt út af og farinn gamli Þingvallavegurinn (Kóngsvegur) og sveigt inn á nýja Nesja- vallaveginn skammt austan við Dalland (Miðdal). Ekið síðan um Mosfellsheiði fram hjá Hengli og um Sköflung að hverasvæðunum við Nesjavelli. Stansað þar og virkjunin skoðuð. Síðan ekið um Grafning og til Þingvalla. Frá Þingvöllum verður farið með Þing- vallavatni að austanverðu og niður Grímsnes og til Selfoss. Borðað á Hótel Selfossi. Ekiö um nýju Óseyrarbrúna og um Þorlákshöfn, siðan um Þrengslin til Reykjavíkur. Farið kostar 2000 kr. og þar í er matur innifalinn. Félagsvist Húnvetningaféiagsins Félagsvist verður spiluð laugardaginn 24. september kl. 14:00 í Félagsheimilinu HÚNABÚÐ Skeifunni 17. Allir vel- komnir. Frá Neskirkju Farið verður í ferð um Þjórsárdal sunnudaginn 25. september. Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 13:00. Skoðaður Sögualdarbærinn, Stöng o.fl. Veitingar verða í félagsheimilinu Árnesi Sr. Guðm. Óskar Ólafsson Fuglaskoðunarferð Hins íslenska náttúrufræðifélags Fuglaskoðun á sífellt auknum vinsæld- um að fagna. Ýmis félög hafa því boðið upp á árlegar fuglaskoðunarferðir og hafa þær yfirleitt verið farnar að vorlagi. Á haustin kveður við annan tón og margir fuglanna klæðast nýjum búningi. Sunnud. 25. sept. verður haldið í fuglaskoðunarferð á vegum hins íslenska náttúrufræðifélags. Lagt verður af stað kl. 09:00 frá Umferðarmiðstöðinni, ekið um Suðurnes og hugað að fuglum á völdum stöðum, t.d. Sandgerði og Garðs- skaga. Leiðbeinandi verður Erling Ólafs- son. Þátttakendur hafi með sér sjónauka, fuglabækur (ef til eru) og nesti til dagsins. Námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna Almenn námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna, sem enn eru laus til umsókna, verða haldin sem hér segir: Október:! 1.-14. og 18.-21. Nóvember: 1.-4., 15.-18. og 22.-25. Desember: 6.-9. og 13.-16. Námskeiðin verða haldin um borð í skólaskipinu SÆBJÖRGU, sem liggur við Norðurgarð í Reykjavíkurhöfn. Nánari upplýsingar verða veittar á daginn í síma 985-20028, en á kvöldin og um helgar í síma 91-19591. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla dagafrá kl. 11:00- 17:00. • AMÍ 88 • Heímsókti á Vestfirðí SKINFAXI 4. tbl. 79. árg. Útgefandi Skinfaxa er Ungmennafélag (slands. Ritstjóri blaðsins er Ingólfur Hjörleifsson og hann skrifar forustugrein er hann nefnir: Að vera með - Að ná árangri. Á forsíðu er mynd af íslenska frjálsíþróttafólkinu sem tekur þátt í Ol- ympíuleikunum í Seoul. Stjórn Ungmennafélags íslands 1987 til 1990 er kynnt í þessu blaði í máli og myndum. Á leið til Seoul er fyrirsögn á kynningu á frjálsíþróttafólkinu íslenska og einnig er sundfólkið kynnt. Þá er skákþáttur í blaöinu eftir Jón L. Árnason: Strandhögg Polgarsystra á Austfjörðum ncfnist þátturinn. 1 landi Molbúa er fyrirsögn á ferðasögu 30 ntanna hóps ungmennafélaga sem fóru á vegum félagsins til Danmerkur á nám- skeið í íþróttum og kynnisför. Þá er viðtal við Cees van de Ven, frjálsíþróttaþjálf- ara, frásögn með mörgum myndum af sundmótinu AMÍ’88 á Akranesi, sagt frá sunddeild Aftureldingar úr Mosfellsbæ og rætt við Kára Jónsson, skólastjóra Héraðsskólans á Núpi í Dýrafirði. Að vestan, Matthías Lýðsson skrifar frá Vest- fjöröum og ýmsar fréttir þaðan. Bjarmi - 5. tbl. 82. árg. Forustugrein þessa blaðs hefur að fyrir- sögn: Ertu sinnulaus? og rekur ritstjór- inn, Gunnar J. Gunnarsson, það þar, hve margir séu nú á dögum sinnulausir í trúarefnum. Efni blaðsins sem er „I brennidepli” er VÖXTUR. Sr. Gísli Jónasson skrifar greinina Trúarlíf í vexti. Hlýðni í trú - er alltaf skref til helgunar er fyrirsögn á grein Gísla H. Friðgeirsson- ar eðlisfræðings, en hann kennir tölvu- fræði við Tækniskóla íslands. Samverkamenn í ríki Guðs nefnist minningargrein um þá Bjarna Eyjólfsson og Gunnar Sigurjónsson. í blaðinu eru fréttir af kristniboðsstarfi í Afríku, bæði í Eþíópíu, Senegal og Kenýu og ýmsar aðrar fréttir. Útgefendur blaðsins eru: Kristilega skólahreyfingin, Landssamband KFUM og KFUK og Samband ísl. kristniboðsfélaga. \ Hafirðu smakkað - láttr.1 þér þá ALDEEI detfca í hug að k jyra! IUMFERÐAR 'RÁÐ Hús & híbýli 4. tbl. ’88 Það kennir margra grasa í nýútkomnu tölublaði Húsa og híbýla, nr. 52 (4. tbl. ’88). Þar er Innlit til ungra hjóna í íbúð þeirra á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Grafar- vogi og litið er inn til eldri hjóna sem eru nýbúin að minnka við sig. Þá er sýnt frá sumarhúsi starfsmanna- félags Seðlabankans við Þingvallavatn og birtar eru myndir frá skemmtilega innrétt- uðum vinnustað í Reykjavík. í blaðinu eru einnig myndir úr garði þeim er hlaut verðlaun Blómavals, Stjörnunnar og H&HJ og sömuleiðis eru myndir af heitum pottum í ýmsum görðum, en pottar verða stöðugt vinsælli við heima- hús. Af öðru efni má svo nefna m.a. hús- gagnakynningar á mörgum síðum, gefnar eru hugmyndir að skemmtilegum innrétt- ingum fyrir baðherbergi, glerlistakonan Ingunn Benediktsdóttir er heimsótt og ferðalögum, matreiðslu, bakstri og blómarækt eru gerð nokkur skil. Þetta er fjórða tölublað H&H á þessu ári, en blaðið kemur út sex sinnum á ári. Útgefandi er SAM-útgáfan, ritstjóri er Þórarinn Jón Magnússon. BÖSCAVARÐAN SAMUJI tlHl 00 NVJAK - VATNSSTÍG 4 • BEYKJAVlK - SÍMi 23720 ISLAMD BÓKAVARDAN Ný bóksöluskrá er komin frá Bóka- vörðunni. Skráin er no. 51 fyrir sept. ’88. Samkvæmt henni eru margir bókaflokkar til sölu, bæði nýjar bækur og gamlar, í Bókavörðunni, Vatnsstíg 4. Má t.d. nefna: íslensk fræði og norræna, byggða- og héraðasögur, þjóðsögur og þjóðlegan fróðleik, ævisögur fslendinga, íslenskar skáldsögur og skáldrit, færeyskar bækur og blöð, erlendar skáldsögur, blandaðar fagbókmenntir, ævisögur erlendra manna, trúarbragðabækur, bækur um lífsspeki o.fl. Á forsíðu bóksöluskrárinnar er mynd frá 1872: Öxarárfoss teiknuð af Syming- ton. Stjórnun t.tbl. 4. árg. Stjórnunarfélag íslands er útgefandi tímaritsins, en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Lára M. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri SFÍ. ( blaðinu eru í fyrsta lagi almennar upplýsingar um starf stjórnunarfélagsins og sagt frá námskeiðum á vegum félags- ins. Þá er sagt frá að TMI hafi haldið námskeið í Sovét og frétt er um innlend stjórnunarnámskeið. Námstefna um gæði, en hún verður haldin í Viðey föstudaginn 2. september og fer fram á ensku. Námstefnan tekur 8 klst. Einniger sagt frá erlendum stjórnunarnámskeið- um. Ragnar Pálsson og Erling Aspelund segjafráTölvuskóla SFl: Ný stefnumótun í tölvu- og starfsmannamálum SÍS. Ingj- aldur Hannnibalsson: Stjórnun - tilfinn- ingar eða öguð vinnubrögð. Sagt er frá Ritara- og málaskóla Mímis. Ymislegt annað efni er í ritinu, sem gefið er út í 9000 eintökum og dreift til fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana og félaga Stjórnunarfélagsins. ____________________________________________________Mióvikudagur21, september 1988 ÚTVARP/SJÓNVARP illlllllllllllllllillllllllllllllllíl!!llllllilllll Rás I FM 92,4/93,5 SJÓNVARPIÐ Miðvikudagur 21. september 6.45 Veðurfregnir. Bæn, séra Solveig Lára Guð- mundsdóttir flytur. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið með Ingveldi Ólafsdóttur. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Lesið úr forustugreinum dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Tilkynningar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn „Alís í Undralandi“ eftir Lewis Carroll í þýðingu Ingunnar E. Thoraren- sen. Þorsteinn Thorarensen les (9). (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 20.00). 9.20 Morgunleikfimi. Umsjón: Halldóra Björns- dóttir. 9.30 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason í Neskaupstað. (Einnig útvarpað um kvöldið kl. 21.00). 10.00 Fréttir. Tilkynningar. 10.10 Veöurfregnir. 10.30 „Einu sinni var...“. Um þjóðtrú í íslenskum bókmenntum. Sjötti þáttur. Umsjón: Símon Jón Jóhannsson. Lesari með honum: Ragnheiður Steindórsdóttir. 11.00 Fréttir. Tilkynningar. 11.05 Samhljómur. Umsjón: Edward J. Frederik- sen. 11.55 Dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit. Tilkynningar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Veðurfregnir. Tilkynningar. 13.05 í dagsins önn. Umsjón: Ragnheiður Gyða Jónsdóttir. 13.35 Miðdegissagan: „Hvora höndina viltu“ eftir Vitu Andersen. Inga Birna Jónsdóttir les þýðingu sína (5). 14.00 Fréttir. Tilkynningar. 14.05 Harmoníkuþáttur. Umsjón: Bjarni Marteins- son.(Endurtekinn þáttur frá laugardagskvöldi). 14.35 íslenskir einsöngvarar og kórar. Sigurveig Hjaltested, ólafur Þ. Jónsson og Karlakórinn Vísir syngja. 15.00 Fréttir. 15.03 í sumarlandinu með Hafsteini Hafliðasyni. (Endurtekinn þáttur frá laugardegi). 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin Dagskrá. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. Kristján frá Djúpalæk, skáld- ið og maðurinn. Umsjón: Örn Ingi. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist á síðdegi. a. Fimm lög eftir Gustav Mahler við Ijóð eftir Friedrich Rúckert. Maureen Forrester syngur með Útvarpssinfóníuhljóm- sveit Berlínar; Ferenc Fricsay stjórnar. b. Ser- enaða nr. 2 í A-dúr op. 16 eftir Johannes Brahms. Concertgebouw hljómsveitin í Amster- dam leikur; Bernard Haitink stjórnar. 18.00 Fréttir. 18.03 Neytendatorgið. Umsjón: Steinunn Harðar- dóttir. Tónlist. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Tilkynningar. 19.35 Glugginn. Umsjón: Anna Margrét Sigurðar- dóttir. 20.00 Litli barnatíminn. (Endurtekinn frá morgni). 20.15 Nútímatónlist. Þorkell Sigurbjörnsson kynnir. 21.00 Landpósturinn - Frá Austurlandi. Umsjón: Haraldur Bjarnason í Neskaupstað. (Endurtek- inn þáttur frá morgni). 21.30 Vestan af fjörðum. Þáttur í umsjá Péturs Bjarnasonar um ferðamál og fleira. (Frá ísafirði) 22.00 Fréttir Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.15 Veðurfregnir. 22.30 Meðal stríðsmanna Guðs. Fyrri hluti þáttar um ísrael í sögu og samtíð í tilefni af fjörutíu ára afmælis Ísraelsríkis. Umsjón: Árni Sigurðsson. (Síðari hlutinn er á dagskrá aö viku liðinni á sama tíma). 23.10 Djassþáttur - Jón Múli Árnason. (Einnig útvarpað nk. þriðjudag kl. 14.05). 24.00 Fréttir. Næturútvarp á samtengdum rásum til morguns. FM 91,1 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 4.30. 7.03 Morgunútvarpið. Dægurmálaútvarp með fréttayfirliti kl. 7.30 og 8.30 og fréttum kl. 8.00. Veðurfregnir kl. 8.15. Leiðarar dagblaðanna að loknu fréttayfirliti kl. 8.30. Pistill frá Ólympíu- leikunum í Seúl að loknu fréttayfirlitil og leiðara- lestri kl. 8.35 9.03 Viðbit-GesturE. Jónasson. (FráAkureyri) 10.05 Miðmorgunssyrpa - Eva Ásrún Albertsdótt- ir og Óskar Páll Sveinsson. 12.00 Fréttayfirlit. Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir 12.45 Á milli mála - Eva Ásrún Albertsdóttir og Óskar Páll Sveinsson. 16.03 Dagskrá Dægurmálaútvarp. 17.00 Tekið á rás. Lýst leik íslendingaog Ungverja í knattspyrnu á Laugardalsvelli. 19.00 Kvöldfréttir 19.30 Kvöldtónar. 22.07 Eftir mínu höfði - Pétur Grétarsson. 01.10 Vökulögin. Tónlist af ýmsu tagi í næturút- varpi til morguns. Að loknum fréttum kl. 2.00 verður endurtekinn frá sunnudegi. Vinsældalisti Rásar 2 í umsjá Péturs Grétarsonar. Fréttir kl. 2.00 og 4.00 og sagðar fréttir af veðri og flugsamgöngum kl. 5.00 og 6.00. Veðurfregnir frá Veðurstofu kl. 1.00 og 4.30. Fréttir kl. 2.00, 4.00, 7.00, 7.30, 8.00, 8.30, 9.00, 10.00, 11.00, 12.00, 12.20,14.00, 15.00, 16.00,17.00,18.00,19.00, 22.00 og 24.00. SVÆÐISÚTVARP Á RÁS 2 8.07- 8.30 Svæðisútvarp Norðurlands 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands Miðvikudagur 21. september 10.25 ólympíuleikarnir ’88 - bein útsending. Úrslit í sveitakeppni kvenna í fimleikum. 14.15 Hlé. 18.50 Fréttaágrip og táknmálsfréttir. 19.00 Töfraglugginn - Endursýning. 19.50 Dagskrárkynning. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Sjúkrahúsið í Svartaskógi. (Die Schwarzwaldklinik) Níundi þáttur. Þýskur myndaflokkur í ellefu þáttum. Höfundur Herbert Lichtenfeld. Leikstjóri Alfred Vohrer. Aðalhlut- verk Klaus Jurgen Wussow, Gaby Dohm, Sascha Hehn og Karin Hardt. Þýðandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.20 Ólympíusyrpa. Ýmsar greinar. 23.00 Útvarpsfréttir. 23.10 ólympíuleikarnir '88 - bein útsending. Undanrásir í sundi og úrslit í fimleikum. 05.00 Dagskrárlok. Miðvikudagur 21. september 15.35 Florence Nightingale. The Nightingale Saga. Mynd þessi er byggð á ævi Florence Nightingale sem fékk snemma mikinn áhuga á að hjúkra sjúkum og þrátt fyrir sterka andstöðu, bæði fjölskyldu og þjóðfélags, tókst henni að mennta sig í hjúkrunarfræðum. Síðarmeirvann Florence brautryðjandastarf í hjúkrun, hún fann nýjar leiðir til að berjast gegn kóleru og stóð fyrir bættum aðbúnaði á sjúkrahúsum. Aðalhlutverk: Jaclyn Smith, Timothy Dalton, Claire Bloom og Jeremy Brett. Leikstjóri er Darryl Duke. Þýðandi: Björn Baldursson. Columbia 1985. Sýningartími 135 mín. 17.50 Litli folinn og félagar. My Little Pony and Friends. Teiknimynd með íslensku tali. Leik- raddir: Guðrún Þórðardóttir, Júlíus Brjánsson og Saga Jónsdóttir. Þýðandi: Magnea Matthías- dóttir. Sunbow Productions. 18.15 Köngulóarmaðurinn. Spiderman. Teikni- mynd. Þýðandi: Ólafur Jónsson. Arp Films. 18.40 Dægradvöl. ABC's World Sportsman. Þáttaröð um frægt fólk með spennandi áhuga- mál. Þýðandi: Sævar Hilbertsson. ABC. 4 19.1919:19. Fréttir, veður, íþróttir, menning og listir, fréttaskýringar og umfjöllun. Allt í einum pakka. 20.30 Pulaski. Bresk spenna. Bresk fyndni. Út- koman er Pulaski. Aðalhlutverk: David Andrews og Caroline Langrishe. Leikstjórn: Christopher King. BBC 1988.____________________________ 21.30 Mennt er máttur. Umræðuþáttur undir stjóm Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. I þættin- um verður fjallað um skólakerfið og varðveislu menningar okkar og tungu. Dr. Arnór Hannibals- 1 son heimspekidósent fjallar um hversu óþjóð- legar kennslugreinar eru orðnar og Guðmundur Magnússon aðstoðarmaður menntamálaráð- herra talar um íslandssögu og samfélagsfræði. Einnig verður rætt við þá Andra ísaksson prófessor, Braga Jósefsson prófessor, Birgi Isleif Gunnarsson menntamálaráðherra, Þor- varð Elíasson skólastjóra og skólastjóra Tjarn- arskóla. Umsjón og handrit'.Hannes Hólmsteinn Gissurarson. Stöð 2. 22.00 Veröld - Sagan í sjónvarpi. The World - A Television History. Stórbrotin þáttaröð sem byggir á Times Atlas mannkynssögunni (The Times Atlas of World History). Þáttur kvöldsins fjallar um þá breytingu sem varð á högum og þróun mannsins er hann hóf jarðyrkju. Af jaröyrkjunni leiddi húsdýrahald, meiri samvinna og myndun þorpa og segja má að þá hafi maðurinn stigið fyrsta skrefið í átt til þeirra miklu yfirráða sem hann nú hefur yfir umhverfi sínu. Framleiðandi: Taylor Downing. Þýðandi: Guð- mundur A. Þorsteinsson. Goldcrest. 22.25 Herskyldan. Nam, Tour of Duty. Spennu- þáttaröð um unga pilta í herþjónustu í Víetnam. Aðalhlutverk: Terence Knox, Stephen Caffrey, Joshua Maurer og Ramon Franco. Leikstjóri: Bill L. Norton. Framleiðandi: Ronald L. Schwary. Þýðandi: Snjólaug Bragadóttir. Zev Braun 1987. 23.15 Tíska. Hausttískan frá bandarísku hönnuð- unum Calvin Klein, Biil Blass, Geoffrey Beene, Donna Karan, Ralph Lauren, Anne Klein, Caro- lyne Roehm, Perry Ellis, Oscar de la Renta og Bob Mackie. Þýðandi og þulur: Anna Kristín Bjamadóttir. Videofashion 1988. 23.45 Sérsveitarforinginn. Commando. Arnold Schwarzenegger í hlutverki fyrrum sérsveitar- foringja sem á að baki mörg voðaverk en hefur dregið sig í hlé. Valdamikill stjórnmálamaður í Suður-Ameríku rænir dóttur sérsveitarforingj- ans til þess að draga hann aftur út í hringiöuna. Aðalhlutverk: Arnold Schwarzenegger, Rae Dawn Chong og Dan Hedaya. Leikstjóri: Mark L. Lester. Framleiðandi: Joel Silver. Þýðandi: Alfreð S. Böðvarsson. 20th Century Fox 1985. Sýningartími 90 mín. Ekki við hæfi barna. 01.15 Dagskrárlok. I6k ÚTVARP Mjölnisholti 14, 3. h. Opið virka daga 15.00-19.00 Sími 623610

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.