Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 10

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 10
,10 Tíminn Miövikudagur 21. september 1988 Miövikudagur 21. september 1988 Tíminn 11 lllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR ÓL Handknattleikur: S-Kórea lagði Ungverjaland Þá kom að því að handbolta- keppnin byrjaði á Ólympíuleikun- um, sem flestir íslendingar hafa beðið eftir með óþreyju. Fyrstu leikirnir fóru fram í gær og var ýmislegt áhugavert á ferðinni þar. Bar þar hæst að Suður-Kórea gerði sér lítið fyrir og lagði silfurlið Ung- verja frá síðustu heimsmeistara- keppni 22-20. Liðið þótti sýna snilldartilþrif á köflum og áttu Ungverjar aldrei möguleika. Staðan var orðin 22-16 áður en Ungverjar skoruðu fjögur sfðustu mörk leiksins. Suður-Kórea hefur verið í mikilli sókn og spilar skemmtilegan hand- knattleik, eins og fslendingar geta sjálfir borið vitni um. Liðið lék hérlendis í fyrra vetur á fjölum Laugardalshallar og átti íslenska lið- ið erfitt með að vinna á vörn Kór- eumanna sem var leikin mjög fram- arlega. Sovétmenn léku heims- og ólymp- íumeistara Júgóslavíu grátt og möl- uðu þá 24-18. Sovétmenn hafa undanfarið verið taldir eiga á lang- besta liði heims að skipa og úrslit þessa leiks staðfestu það. Athygli vakti að Svíar áttu í hinu mesta basli með Alsír, scm hafa hingað til ekki verið hátt skrifaðir í handboltanum, en höfðu þó sigur að lokum 21-18. Og eins og íslenskir sjónvarpsáhorfendur urðu vitni að áttu okkar menn ekki síður í vand- ræðum með Bandaríkin framan af í leik þeirra í gær, áður en þeir náðu að lyfta sér upp á það plan sem bandaríska liðið á langt í land með að ná. Hér koma úrslit úr leikjum fyrstu umferðar: A-riðill: Ísland-Bandaríkin . . . Sovétríkin-Júgóslavía . Svíþjóð-Alsír.......... B-riðill: S-Kórea-Ungverjaland A-Þýskaland-Japan . . Tékkóslóvakía-Spánn . 22-15 24-18 21-18 22-20 25-18 20-17 JIH ÓL-Siglingar: Gunnlaugur og ísleifur í 22. sæti siglinganna í gær hófst keppni í siglingum á ÓL í Seoul. Okkar menn, þeir Gunnlaugur Jónasson og ísleifur Friðriksson, eru í 22. sæti keppninn- ar eftir fyrsta daginn, en keppninni lýkur n.k. mánudag. Þeir Gunnlaugur og ísleifur byrj- uðu með í gær, en hvolfdu síðan bátnum og töfðust að þeim sökum. 22. sætið er því þeirra sem stendur. Fyrir aftan þá félaga eru keppend- ur frá N-Kóreu, Kýpur, Pakistan, Singapore, Finnlandi, Ungverja- landi og Ítalíu, en ungversku og ítölsku keppendurnir voru dæntdir úr leik og þar af leiðandi skipa þeir u'ðustu sætin. Keppnin helduráfram í dag. BL Pjetur Sigurösson fréttamaður Tímans skrifar frá Ólympíu- leikunum í Seoul NFL-deildin, 3. umferð: Bills, Rams og Bengals ósigruð Þremur umferðum er nú lokið í Cincinnati Bengals og Los Angeles bundaríska fótboltanum, NFL- Rams. Hér á eftir koma úrslit úr deildinni. Þrjú lið hafa unnið alla lcikjuin 3. umferðar: leiki sína hingaö til: Buffalo Bills, Minnesota Vikings-Chicago Bears......................31-7 New Orleans Saints-Detroit Lions....................22-14 Kansas City Chiefs-Denver Broncos ..................20-13 Miami Dolphins-Green Bay Packers....................24-17 Buffalo Bills-New England Patriots..................16-14 New York Jets-Houston Oilers .......................45-3 Cincinnati Bengals-Pittsburgh Steelers..............17-12 Phoenix Cardinals-Tampa Bay Buccaneers..............30-24 Washington Kedskins-Philadelphia Eagles.............17-10 Ncw York Giants-Dallas Cowboys .....................12-10 Los Angeles Rams-Los Angelcs Raidcrs ...............22-17 San Diego Chargers-Seattle Seahawks.................17-6 Atlanta Falcons-San Francisco 49ers.................34-17 Cleveland Browns-Indianapolis Colts.................23-17 Leikurinn í tölum: Island-Bandaríkin l-O, 3-3, 6-6, 8-8. 10-10, 14-12, 18-14, 22-15. Einar Þorvarðarson varði 11 skot af 25 44% Guðmundur Hrafnkelsson varði 2 af 3 66,6 % Þorgils Óttar Mathiesen skoraði 7 mörk úr 8 skotum 87 % 4 stoðsendingar Jakob Sigurðsson 1 skot 0 mark 0% Bjarki Sigurðsson 2 skot 1 mark 50 % 1 stoðsending 1 bolta tapað Sigurður Gunnarsson 3 skot 1 mark 33,3 % 1 stoösending Alfreð Gíslason 6 skot 1 mark 16,6 % 1 stoðsending 1 bolta tapað Guðmundur Guðmundsson 4 skot 4 mörk 100 % 1 bolta tapaö Kristján Arason 14/4 skot 8 mörk 57,1% 6 stoðsendingar 2 bolta tapað Atli Hilmarsson 1 skor 0 mark 0 % 2 bolta tapað Liðið: 22 mörk úr 39 skotum 56,4 % 4 mörk úr hraöaupphlaupum 4 úr vítum 3 úr hornunum 7 af línu 4 utan af velli Markmennirnir vörðu 13 skot af 28 46,4 % Markahæstir í liði Bandaríkjanna voru Peter Lash með 4 úr 11 skotum og Steven Goss með 3 mörk. Símamynd Pjetur. Kristján Arason gefur hér eina af sínum frábæru línusendingum á Þorgils Óttar Mathiesen. Þeir fyrrum félagar úr FH voru langbestu menn íslenska liðsins í leiknum í gær ásamt Einari Þorvarðarsyni. ÓL Handknattleikur: Gamli FH-dúettinn sá um Kanana Frá Pjetri Sigurdssyni fréttamanni Tímans í Seoul: Þrátt fyrir slakan leik okkar manna, tókst íslensku strákunum að vinna góðan sigur á afarslöku bandarísku liði með 22 mörkum gegn 15. Það var fyrst og fremst að þakka góðri markvörslu Einars Þorvarðarsonar í síðari hálfleik og öruggum leik Kristjáns Arason- ar, sem átti hvað bestan leik okkar manna. Sérstaka athygli vakti frábær samvinna þeirra Þorgils Óttars og Kristjáns, sem minnti óneitanlega á þeirra daga með FH, en Kristián átti 4 frábærar línusendingar á Þorgils Óttar, sem hann nýtti til fullnustu. Fyrri hálfleikur var mjög leiðinlegur á að horfa, mikið um mistök og vörn íslenska liðsins var mjög slök. íslendingar opnuðu leikinn þó með marki Þorgils Óttars Mathi- esen, en fljótlega jöfnuðu Bandaríkja- menn. Jafnt var á öllum tölum í hálfleikn- um og í leikhléinu var staðan 8-8, eftir að liðin höfðu skipst á um að hafa forystuna. Um leik íslenska liðsins í fyrri hálfleik er það að segja að leikmenn voru allt of bráðir, það var sem skora ætti 3 mörk í hverri sókn og má nefna ótímabær skot frá Alfreð og Jakob ásamt fleiri mistökum sem áreiðanlega skrifast á taugaveiklun íslenska liðsins. Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri. Sama bráðlætið réð ríkjum og menn létu bandaríska markvörðinn verja frá sér mörg skot og einnig leit út sem vonlaust væri að láta boltann ganga. Leikurinn hélst jafn fram í miðjan síðari hálfleik, en þá kom sá kafli í leiknum sem var þvílíkt rugl að var sem um lélegan 3. deildarleik væri að ræða. Hraðaupphlaup á báða bóga, klúðr- uð dauðafæri og ótímabær skot. Eins og áður sagði voru það þeir Einar Þorvarðarson, Kristján Arason og Þorgils Óttar sem rifu íslenska liðið úr meðal- mennskunni, en einnig mætti nefna þátt Guðmundar Guðmundssonar sem skoraði 3 stórglæsileg mörk undir lok leiksins, en hefði þó tvímælalaust mátt vakna fyrr. Strákarnir náðu sem sé að hrista af sér taugaveiklunina undir lokin og sigra Bandaríkjamenn með 22 mörkum gegn 15, en þó má með sanni segja að sigur hefði gjarnan mátt vera stærri. Bandaríska liðið lék afburða leiðinlegan handknattleik, héngu mikið á boltanum og dómarinn hefði mátt dæma oftar leiktöf á þá. Þeir Alfreð Gíslason og Atli Hilmarsson náðu sér ekki á strik í leiknum og hreint út sagt mjög slakir. PS/BL Sagt eftir leikinn Fra Pjelri Slgurðssjfni fretlanianni Timans i Scoul: Kristján Arason „Ég bjóst við barningi, það sýndi sig í dag að sterkari liðin áttu mjög erFitt uppdráttar gegn veikari iiðunum, þannig að ég er feginn að við náðum að rífa okkur upp úr þessu. Ég er kominn í gott form oger ánægður með gamalkunnugt samspil okkar Óttars og égvonaað Alfreðoghinirkomi mcð. Við ákváðum í hálfleik að hafa gaman af þessu og púrra hvor annan upp og það tókst,“ sagði Kristján eftir leikinn. Þorgils Óttar Mattiesen „Þetta var mjög miklivægur sigur fyrir okkur, við náðum að sigrast á taugaveiklun sem hefur viljað hrjá okkur í upphaFi slíkra móta. Við .v.ru ekki í lagi. Það er mjög erfitt að spila gegn þessu bandaríska liði, því þcir hanga mjög á boltanum og taka langar sóknir, það er mikið erfiðara að spila svona lengi og því náðu þeir að opna vörn okkar ilia. Þessi pressa á okkur var mjög þrúgandi og ég er feginn að hún er horíin. Ég er sérstaklega ánægður með hvað samvinna okkar Kristjóns var góð. Ef við náum að spila okkar leik gcgn Alsír þó verða það engin vandræði,“ sagði Þorgils Óttar fyrirliði liðsins. Andrew Ferguson forseti breska hand- knattleiks- sambandsins „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum, ég hefði viljað hafa sigurinn miklu stærri, 20 marka munur hefði sýnt styrkleikamuninn." sagói Ferguson, sem er mikili aðdáandi íslensks hand- bolta. BL vorum mjög lengi í gang, það gerðist ekki fyrr en um miðjan síðari hálflcik og það var greinlegt að ákveðnir hlutir Knattspyrna: Fjórir atvinnumenn með gegn Ungverjum I kvöld leika íslendingar og Ung- verjar vináttulandsleik í knattspyrnu á Laugardalsvelli. Leiurinn er liður undirbúningi beggja liðanna fyrir leiki í undankeppni heimsmeistara- keppninnar sem fram fara í næsta mánuði. íslendingar eiga að leika tvo erfiða útileiki í næsta mánuði, gegn Tyrkj- um þann 12. og gegn A-Þjóðverjum þann 19. Leikurinn í kvöld er því góður undirbúningur fyrir átökin í næsta mánuði. Siegfried Held landsliðsþjálfari hefur valið endanlegan 16 manna hóp fyrir leikinn í kvöld. Liðið er þannig skipað: Markverðir: Bjarni Sigurdsson Brann 24 Cuðmundur Hreidarsson Víkingi 1 Aðrir leikmcnn: Gudni Bergsson Val 20 GunnarGíslason Moss 35 ólafur Þórdarson ÍA 24 ómarTorfason Fram 30 Pétur Amþórsson Fram 19 Pétur Ormslev Fram 30 Ragnar Margeirsson ÍBK 32 Rúnar Kristinsson KR 5 Sigurdur Grétarsson Lucerne 21 Sigurður Jónsson Shefficld W. 15 Sævar Jónsson Val 43 Vidar Þorkelsson Fram 19 Leikurinn hefst á Laugardalsvelli kl. 17.30. ídag. BL Hástökk. Heimsmeistarinn í há- stökki, Svíinn Patrik Sjöberg, segist vera búinn að ná sér að fullu eftir ökkla meiðsli þau sem hann hefur átt við að stríða í allt sumar. Á þriðjudaginn gaf hann í skyn að hann myndi jafnvel reyna að endur- heimta heimsmet sitt í Seoul. Javier Sotomayor frá Kúbu sló heimsmetið þann 8. þessa mánaðar þegar hann stökk 2,34 metra á móti í Salamenca á Spáni. Vestur-Þjóðverjinn Carlo Thraenhardt á heimsmetið innan- húss en hann á við magaveiki að stríða og svo kann að fara að hann verði að hætta við keppni á Ólymp- íuleikunum. Helstu keppinautar Sjöbergs kæmu þá til með að verða vestur-þýski ólympíumeistarinn Di- etmar Moegenburg og Sovét- mennirnir Igor Paklin og Gennadiy Avdeyenko. Amljótur Davídsson Fram 2 Atli Edvaldsson Val 52 Knattspyrna - Drengjalandslið Leikið gegn Noregi í hádeginu í dag Kjartan P. Magnússon Kristinn Lárusson Ægir Þ. Dagsson Stjömunni Ásgcir Baldurs UBK Stjömunni DagurSigurðsson Val KA BL Bjarni og Ólafur fá afhent gullúr Landslið íslands og Noregs leika fyrri leik sinn í Evrópukeppni drengjalandsliða á KR-vellinum í kl. 12.00 á hádegi. Síðari leikur liðanna fer fram í Osló þann 30. september. Það lið sem sigrar í leikjunum tekur þátt í úrslitakeppninni, sem fram fer í Danmörku næsta vor. Liðin mættust á Norðurlandamót- inu í ágúst s.l. og þá sigruðu Norð- menn naumlega, 2-1. Strákarnir þurfa því á stuðningi að halda í dag og eru allir sern geta, hvattir til þess að mæta, þrátt fyrir óvenjulegan leiktíma. Lárus Loftsson þjálfari hefur valið hópinn sem leikur í dag og er hann þannig skipaður: Arnar B. Gunnlaugsson ÍA Bjarki B. Gunnlaugsson ÍA Lárus Orri Sigurðsson ÍA Friðrik I. Þorsteinsson Fram Guömundur P. Gíslason Fram PéturH. Marteinsson Fram Gunnar Þ. Pétursson Fylki Þórhallur D. Jóhannsson Fylki Nökkvi Sveinsson Tý Sigurður Ómarsson KR SteingrimurÖ. Eiðsson KS Knattspyrna: ÓL úrslit Fjórir leikir fóru fram í gær í riðlakeppninni í knattspyrnu á Ól- ympíuleikunum. C-riðill: S. Kórea-Bandaríkin ...........0-0 Sovétríkin-Argentína...........2-1 Staðan í C-riðli: Sovétríkin ................. 21103 Bandaríkin.................. 20202 Þeir Bjarni Sigurðsson mark- vörður og Ólafur Þórðarson, frá Akranesi leika í kvöld sinn 25 landsleik i knattspyrnu. Af því tilefni fá þeir afhent gullúr frá KSÍ, eins og venja er. Atli Eðvaldsson er leikreyndast- Hótelmenning í Seoul kemur okk- ur íslendingum einkennilega fyrir sjónir, en eins og vitað er þá þykja vændiskonur sjálfsagður hlutur í Asíulöndum og eru örugglega með þeim snyrtilegustu sem þekkjast. Það vekur athygli að á hótelum hér í Seoul standa laus herbergi jafnan ur íslensku leikmannanna, en hann liefur leikið alls 52 landsleiki. Guð- mundur Hreiðarsson hefur leikið 1 landsleik og Arnljótur Davíðsson hefur leikið 2 og eru þeir reynslu- minnstir í 126 ntanna hópnuin. opin, og geta þá vændiskonurnar brugðið sér inní herbergin ásamt viðskiptavinum sínum til þess að stunda lárétt viðskipti. Á hótelinu þar sem íslenski ferða- mannahópurinn dvelst njóta þær mikillar virðingar og sýnir starfsfólk hótelsins þeim sérstaka aluð. PS/BL ÓL-Körfuknattleikur: BNA marði Kanadabúa Vændiskonur njóta virðingar í Seoul Frá Pjetri Sigurð.ssyni fréttamanni Tímans í Seoul: S. Kórea..................... 20202 Argentína ................... 20111 D-riðill: Júgóslavía-Nígería..............3-1 Brasilía-Ástralía ..............3-0 Slaðan í D-riðli: Brasih'a..................... 22004 Júgóslavía................... 21012 Ástralía..................... 21012 Nígería ..................... 20020 Blak kvenna: A-riðill: Japan-Sovétríkin................3-2 S. Kórea-A. Þýskaland.........3-1 B-riðill: Kina-Bandaríkin.................3-0 Perú-Brasilía ..................3-0 Ólympíumeistaralið Bandaríkj- anna áttu í hinu mesta basli með Kanada í leik liðanna í gær en unnu þó 76-70. Kanadamenn voru yfir í hálfleik 42-40 og voru ekki langt frá því að sigra en Bandaríkin hafa aðeins einu sinni tapað leik í körfu- knattleik í 82 leikjum á Ólympíuleik- um. Það var óvænt vopn sem kom þeim síðarnefndu til bjargar, þriggja stiga skotin, en bandaríska liðið er meira gefið fyrir hraðaupphlaup og baráttu inni í teig. Kanadamönnum tókst að stjórna hraða leiksins vel og koma í veg fyrir hraðaupphlaupin en þeim tókst ekki alveg að klára dæmið. A-riðill: Puerto Rico-S-Kórea .........79-74 Júgóslavía-Mið-Afríkul. . . 102-61 B-riðill: Spánn-Egyptaland............113-70 Brasilía-Kína ............ 130-103 Bandaríkin-Kanada............76-70 Dýfíngar. Bandaríkjamaðurinn Greg Louganis vann gullverðlaun í dýfingum karla aðfaranótt þriðju- dags, þrátt fyrir að hafa orðið fyrir skuggalegu óhappi í forkeppninni. Þar rak hann hausinn í stökkbrettið í einni dýfunni og var ótrúlega lánssamur að verða ekki fyrir alvar- legri meiðslum en raun varð á. Það voru aðeins saurnuð þrjú spor í höfuðleðrið á honum og hélt Louganis síðan áfram keppni af mikilli hörku. Þegar atvikið átti sér stað var hann í fyrsta sæti í forkeppn- inni og hann náði að halda í þriðja sæti og komast þar með í úrslit. Tan Liangde frá Kína hreppti silfrið og landi hans Li Deliang hlaut brons- vcrðlaun. Dýfíngar. Kína vann til gullverð- launa í dýfingum af háum palli á ÓL í Seoul. Það var Xu Yanntei. 17 ára gömul stúlka sem krækti í gullið, en Pan-Am meistarinn og silfurverð- launahafinn frá því í Los Angelcs, bandaríska Flórída stúlkan Michele Mitchell, varð að láta sér lynda annað sætið. ( þriðja sæti varð Wendy Williams með 400,44 stig. Xu fékk 445,22 stig, em Michele fékk 436,95 stig. BL Sund. Ungverjinn Tamas Darnyi, heimsmeistari í fjórsundi karla, setti nýtt Ólympíumet í undanrásum í greininni í gær. Fyrra met átti Alex Baumann frá Kanada, 4.17,41 sem hann setti í Los Angeles fyrir fjórum árum, en Darnyi bætti það um tæpa sekúndu, 4.16,55. Ekki er loku fyrir það skotið að Darnyi bæti heimsmet sitt (4.15.42), sem hann setti á Evrópumeistaramótinu í Strassborg í ágúst í fyrra, í úrslitunum í nótt. Átta ára gamalt Ólympíumet í 200 metra bringusundi kvenna, sem Lina Kachushite setti í Moskvu (2.29,54), var tvíbætt í undanrásum í gær. Yulia Bogacheva frá Sovét- ríkjunum synti á 2.28,94 en aðeins fimm mínútum síðar bætti austur- þýska stúlkan Silke Hörner um betur og synti á 2.27,54, aðeins 0.36 sek- úndum frá heimsmeti Allison Hig- son frá Kanada sem sett var í Montreal í maí. Heimsmetið virðist dæmt til að falla í úrslitunum í nótt. Evrópumeistarinn Andy Jameson frá Bretlandi náði besta tíma í undanrásum í flugsundi í gær og skákaði þar Bandaríkjamanninum Matt Biondi og Vestur-Þjóðverjan- um Michael Gross. JIH/REUTER Spaugileg athöfn Frá Pjetri Siguróssyni rrcttamanni límans í Scoul: Við upphaf handboltakeppninn- ar í Suvong i gær var haldin táknræn athöfn, þar sem framá- maður á leikunum átti að kasta bolta í gcgnum plötu sem var í öðru hmbhe markinu og opna þannig hátiðina á táknrænan hátt. Ekki vildur hetur til en svo að í fyrra kasti sínu hitti inaðurínn ekki markið og í scinna skipt.ið skaut hann svo lausi að boltinn fór ekki í gcgnum plötuna og var þetta mjög spaugileg athöfn. BL

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.