Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 2
'2 fíririlnn {- V i Miðvikúdaðtir21. seþtémber'Í988 Ólafsfiröingar gætu misst spón úr aski meö tilkomu jarðganga í Ólafsfjaröarmúla: Bæjarstjórn Ólafsfjarðar mun á næstunni leita eftir viðræðum við forráðamenn Eimskipafélags íslands um framtíðarskipulag vöruflutninga þess frá Ólafsfirði. Eftir þessu verð- ur leitað í framhaldi umræðna í bæjarstjórn 13. september sl. þar sem fram kom óánægja bæjarfulltrúa með æ færri viðkomur skipa Eim- skipafélags íslands í Ólafsfirði. Gunnar Þór Magnússon sagði á þessum bæjarstjórnarfundi að vinna bæri að því að fá Eimskipafélagið til að láta skip þess koma oftar til Ólafsfjarðar og snúa við þeirri þróun að ólfirskum útflytjendum væri gert að flytja vörur til Dalvíkur til út- skipunar þar. Á liðnum árum hefur oft verið nefndur sá möguleiki að velja bæri eina sameiginlega útskipunarhöfn við utanverðan Eyjafjörð. Fylgis- menn þeirrar hugmyndar hafa bent á að ein útskipunarhöfn myndi auka mjög á hagræðingu við vöruflutninga til og frá höfnum við utanverðan Eyjafjörð. Dalvíkurhöfn hefur einatt verið nefnd sem líkleg sameiginleg vöru- flutningahöfn við utanverðan Eyja- fjörð. Það helgast fyrst og fremst af því hve miðsvæðis hún er. Ört vaxandi vöruflutningar eru frá Dalvík, bæði sjávarafurðir og fram- leiðsluvörur plastfyrirtækisins Sæ- plasts hf. Þá hefur umtalsverðu magni sjávarafurða frá Árskógs- strönd verið skipað út frá Dalvík á mörgum undanförnum árum. Fylgismenn einnar sameiginlegrar flutningshafnar hafa bent á að með fullbúnum jarðgöngum í Ólafsfjarð- armúla árið 1992 verði unnt að aka með vörur milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur allan ársins hring, sem þýði að stærstu hindrun í vegi einnar flutningahafnar á þessu svæði væri þar með rutt úr vegi. Þess má geta að áætluð vegalengd milli þessara kaupstaða eftir jarðgangagerð er um 15 km. Það kemur fram í samtölum við Ólafsfirðinga að þeir eru miður hrifnir af hugmyndinni um að gera Dalvíkurhöfn að einni útskipunar- höfn fyrir þessa staði, a.m.k. þar til jarðgangagerð lýkur í Múlanum. Bjarni Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði segir Ólafsfirðinga ekki sætta sig við að vera gert að flytja bróðurpart útflutningsvara landleið- ina til Dalvíkur til útskipunar þar. Hann segir að þessi afstaða manna mótist að hluta af því að með færri skipakomum til Ólafsfjarðar muni tekjur hafnarinnar þar minnka veru- lega. Ingólfur Guðmundsson, hjá Eim- skipafélagi íslands, segir það rétt að nú séu ekki reglulegar viðkomur skipa félagsins í Ólafsfirði en hins- vegar sé vikuleg viðkoma í Dalvíkur- höfn. Hann segir þetta helgast af því að þaðan sé mjög vaxandi útflutning- ur t.d. frá fyrirtækinu Sæplasti hf. Þá segir Ingólfur að um Eimskip gildi það sama í rekstri og með önnur fyrirtæki að stefnt sé að sem mestri hagræðingu og liður í því sé að fækka þeim höfnum þar sem skip félagsins hafa fasta viðkomu. Að- spurður segir Ingólfur að innan Eim- skipafélagsins hafi ekki verið mörk- uð sú stefna að gera Dalvíkurhöfn í framtíðinni að einni aðalflutning- ahöfn fyrir utanverðan Eyjafjörð. óþh Heitt vatn i Tjormnm Þeir sem leið áttu um Hringbraut á níunda tímanum í gær hafa eflaust tekið eftir mikilli gufu sem lagði frá syðsta enda Tjarnarinnar. Á skrifstofu borgarverkfræðings fengust þær upplýsingar að heita- vatnsleiðsla hefði farið í sundur og heitt vatn runnið í Tjörnina. Ekki er víst að endurnar á Tjörninni hafi eins mikla ánægju af að baða sig í heitu vatni eins og mennirnir, enda voru þær fljótar að láta sig hverfa, þegar hitna fór í „kolunum". Ævar Petersen fuglafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun íslands sagði í samtali við Tímann að þetta hefði að öllu líkindum ekki áhrif á fuglalífið í þessum enda Tjarnarinnar. „Ef vatnið verður of heitt þá koma fuglarnir sér bara í burtu. Svo bland- ast vatnið vatninu í stóru tjörninni, enda stöðug hringrás á milli.“ Að- spurður hvort lífríkið íTjörninni, þá það sem endurnar nærast á, hafi á einhvern hátt skaðast, sagði Ævar að það færi allt eftir því hversu mikið vatn hefði runnið út í Tjörnina og hversu heitt það hefði orðið. -ABO Gufu leggur af Tjörninni eftir að heitavatnsleiðsla sprakk. Tímamynd Ámi Bjama. Síldveiöar loðnubáta hófust formlega í gær: Heiðrún og Arnþór EA byrja í lok vikunnar Síldveiðar loðnubáta hófust form- lega í gær, 20. september, en samtals höfðu um þrettán loðnubátar sótt um leyfi til síldveiða. Ellefu bátar höfðu tilskilinn búnað til frystingar og var veitt Ieyfi en enginn þeirra er enn farinn á miðin. Von er þó á því að tveir þeirra fari út í vikunni. „Ég hef ekki vissu fyrir því að nema þrír bátar fari, því að bátar hafa margir hverjir sótt um sem hafa litla frysti- getu, niður í 12 tonn á sólarhring,“ sagði Jón B. Jónasson, skrifstofu- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í samtali við Tímann. Síldveiðar flestra síldarbáta hefj- ast ekki fyrr en 9. október og hafa 90 bátar fengið leyfi. Ráðuneytið hefur veitt þremur bátum undan- þágu til framleiðslu á sérstöku nijöli sem nýtt er til fiskfóðursframleiðslu og hófust veiðar þessara báta einnig í gær. Enginn þeirra er þó heldur farinn á miðin en Heiðrún EA og Arnþór EA munu byrja í vikulokin. Þessir bátar munu leggja upp afla sinn hjá Krossanesverksmiðjunni við Eyjafjörð. Heildarkvóti síldarbáta er 1000 lestir og af þeini er aðeins heimilt að landa til bræðslu 400 lestum og skulu því a.m.k. 600 lestir nýttar til manneldis, að undanskildum þeim þremur sem undanþágu hafa fengið. Heildarkvóti loðnubáta er einnig 1000 lestir og eru skilyrðin fyrir leyfisveitingu til þeirra að allur nýt- anlegur síldarafli verði frystur um borð í veiðiskipum. Mega aðeins 20% af heildarkvóta fara til bræðslu. Verði meira en 20% kvótans landað til bræðslu verður andvirði þess afla gert upptækt. f Fiskifréttum segir að nokkrir frystitogarar hafi sýnt áhuga á að fá leyfi til að leggja skipum sínum inni á Austfjörðum í haust til að frysta síld á Japansmarkað. „Þeir hafa ekkert haft samband við okkur. í sjálfu sér þurfa þeir ekkert leyfi til að vinna síld en þeir sjá ýmis framkvæmdaratriði sem gætu verið erfið viðfangs. Það er sérstaklega varðandi afgangssíld og það sem ekki nýtist í frystingu. Þeir eru ekki með aðstöðu til að geyma þá úrganga eins og þau loðnuskip sem eru að fara út í frystingu," sagði Jón B. Jónasson. Einnig er talið nauðsynlegt að breyta kjarasamningum við togara- sjómenn, þar sem þeir miðist við veiðar og vinnslu, ekki vinnslu ein- göngu. JIH Búist er við tölum í dag Tveir fulltrúar frá Viðlagatrygg- ingu íslands unnu í gær í Ólafsfirði að mati á því tjóni sem varð í skriðuföllunum á dögunum. Búist er við að þeirri vinnu ljúki síðar í dag. Bjarni Grímsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, segir að úttekt Viðlaga- tryggingar leiði væntanlega í ljós hversu mikið fjárhagslegt tjón hafi orðið í skriðuföllunum. Byggðastofnun ákvað að lána bæjarsjóði Ólafsfjarðar 5 milljónir króna til að auðvelda hreinsunar- og uppbyggingarstarf í bænum eftir skriðuflóðin. Bjarni Grímsson seg- ir að þessir peningar séu kærkomn- ir til að létta greiðslubyrði bæjar- sjóðs enda sé öll frágangsvinna eftir flóðin mjög fjárfrekr Hann segist vænta þess að ríkisvaldið taki afstöðu til þess eftir þetta ár hvort þessu bráðabirgðaláni verði breytt í langtímalán eða jafnvel styrk. óþh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.