Tíminn - 21.09.1988, Side 15

Tíminn - 21.09.1988, Side 15
Miövikudagur 21. september 1988 Tíminn 15 lllllllll sinnti hún á ýmsa lund og á tímabili hvað mest í þeim greinum þar sem undirbúningi hennar sjálfrar átti að vera mest áfátt. Þrátt fyrir hina erfiðu fæðingu þróuðust mál með þeim hætti, að Háskóli íslands varð hennar annað heimili á næstu árum. Námið sótti hún eins stíft og aðstæð- ur leyfðu með barnmörgu heimili og kennslu sem hún stundaði alltaf eitthvað, sérstaklega þegar líða tók á námstímann. Kenndi hún þá við ýmsa framhaldsskóla, einkum Menntaskólann við Hamrahlíð og Menntaskólann í Kópavogi, en þar var hún fastráðin kennari seinni árin og eignaðist þar marga vini í hópi nemenda og kennara. Einnig fékkst Guðrún mjög við prófarkalestur á þessum árum, enda þægilegt að grípa í slík verk með heimilisstörfum og námi. Námsárangur Guðrúnar í Háskóla íslands varð mjög á sama veg og árangur hennar í öðrum skólum áður: alltaf í fremstu röð og með toppeinkunnir og sá ekki á því að manneskjan bar lengst af þrefalt álag anna. Lauk hún fyrst BA prófi í íslensku og síðar Cand.-mag. gráðu. Lokaritgerð hennar fjallaði um „Huldu“ skáldkonu, sem hún dáði mjög og fann til nokkurrar samkenndar með. Er væntanleg bók um Huldu í samantekt Guðrúnar hjá Menningarsjóði innan tíðar, en handriti að bók þeirri skilaði hún frá sér fyrir fáum mánuðum. Löngu áður en sá fyrir endann á háskóla- náminu var Guðrún búin að marka sér farveg og stefnu í fræðum sínum. íslenskar þjóðsögur og þá einkan- lega álfasögur og huldufólks varð hennar sérsvið. Gleypti hún bókstaf- lega í sig allt sem til var á prenti í þeim efnum og þegar þraut sjóður- inn á íslandi var haldið til Noregs, Finnlands og nú síðast í júní s.l. til Dublinar á írlandi til þess að afla sér gagna, gera samanburð, leita líkinga og tengja saman. Til rannsókna sinna í þessum efnum hafði hún a.m.k. í tvígang hlotið styrk úr Vísindasjóði Islendinga. Þá hafði hún einnig nýverið tekið saman og búið til prentunar tvær bækur um íslenskar þjóðsögur sem Mál og menning hefur gefið út. Mun það mál margra að Guðrún hafi verið orðin „autoritet" á sínu sviði og vandséð að nokkur annar íslendingur hafi búið yfir ámóta þekkingu í þeim fræðum. Og þá er klippt á þráðinn. Einmitt núna, þegar löngu og ströngu námi er lokið, börnin vaxin úr grasi og hún rétt að taka flugið á sinni fræði- mannsbraut. Það eru undarleg örlög. Svo sem að framan greinir er ljóst að Guðrún Bjartmarsdóttir var á margan hátt einstök manneskja og óvenju vel gerð. Gáfurnar leiftrandi, námsárangur fágætur, iðni og afköst með ólíkindum. Þekking hennar á íslensku máli og fræðum var djúp og rík. Vísindaleg hugsun á því flugi að einungis fáir fylgdu henni þar eftir. Samfara þessu hlýtt hjartalag og einlægur kærleikur til alls sem lífs- anda dró. Geðslag óvenju þjált og glatt, þolinmæði mikil, lítillæti og umburðarlyndi í annarra garð. Allt tvinnaðist þetta með ólýsanlegum hætti í sterkum, blíðum og heillandi persónuleika. Þá er að geta þess, að Guðrún var óvenju falleg kona: grönn en glæsi- lega vaxin og tíguleg í fasi þann veg að engan gat grunað að þar færi önnum kafin fjögurra barna móðir, hárið ljóst og gullið og eðlilega liðað frá náttúrunnar hendi, augun blá, stór, opin og skær og minntu alltaf á skínandi stjörnur. Lífshættir hennar voru líka á flestan hátt til fyrirmynd- ar: ekki reykti hún né drakk, hreyfði sig reglulega og stundaði göngur, neytti nær einungis hollrar fæðu enda heilsuhraust með afbrigðum. Er því með öllu óskiljanlegt, hvers vegna þessi manneskja er nú á brott kölluð, nema menn trúi hinni fornu reglu, að þeir sem guðirnir elska deyi ungir. Hvað sem um það má segja er ljóst hvernig sem á er litið, að hér er um óbætanlegan missi að ræða. Sáras’ r vitanlega fyrir börn, eiginmann, J. aða móður og systk- ini, en héi ekki síður tjón ís- lenskra fræc þar með þjóðarinn- ar allrar. E- ner í augsýn, sem hafið gæti n. það í rannsóknum þjóðsagna er fellur til jarðar með Guðrúnu. Það er þó nokkur huggun að hafa fengið að kynnast þessari dásamlegu og vel gerðu manneskju og verða henni samferða um stund. Mynd hennar svífur fyrir hugsjónum hrein og tær og björt og göfgar hvern þann mann, sem þess fékk notið. Guðrún Bjartmarsdóttir hverfur nú frá okkur um sinn. Fer þar fyrir eins og í svo mörgu öðru. Þá er hollt að minnast orða spámannsins (K. Gibran) þegar hann segir m.a.: „Því hvað er það að deyja annað en að standa nakinn í blænum og hverfa inn í sólskinið? Og hvað er að hætta að draga andann annað en að frelsa hann frá friðlausum öldum lífsins, svo hann geti risið upp í mætti sínum og ófjötraður leitað á fund guðs síns? Aðeins sá, sem drekkur af vatni þagnarinnar, mun þekkja hinn volduga söng. Og þegar þú hefur náð ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja fjallgönguna. Og þegar jörðin krefst líkama þfns, muntu dansa í fyrsta sinn.“ Blessuð sé minning hennar. Þ.S. Hún kom til min og kvaddi mig áður en hún fór. Hún stóð við rúmið mitt. Ég var sofandi, en leit undrandi á hana og sagði: „Nei, ert þú komin!“ Hún leit á klukkuna og sagði: „Já, en ég má ekki vera að því að stoppa. Ég er veik og ég er að fara! Kemur þú ekki bráðum?“ Ég verð dálítið undrandi á því hvað hún tekur þessu með mikilli ró en það er ekki nýtt að Guðrún komi mér á óvart. Ég flýti mér aðsvara: „Jú, ætli það ekki - ætli ég komi ekki bráðurn." „Allt í lagi, þá sjáumst við!“ Svo er hún horfin. Þegar ég vakna veit ég að þessi draumur er ekki draumur heldur ískaldur veruleiki. Guðrún liggur dauðvona og er á förum - svo fljótt - svo allt of fljótt. Og á meðan hún býr sig til brottfarar sit ég lömuð og skoða mynd hennar. Á myndinni er óvenju tilfinninganæm kona, óvenju greind, óvenju góð og óvenju glæsi- leg. Það gustar af henni hvar sem hún kemur. Leiðir okkar Guðrúnar lágu fyrst saman haustið 1974 þegar við hófum nám í íslenskum fræðum við H.í. Ég var þá rétt liðlega tvítug en hún fjögurra barna móðir. Ættir okkar Guðrúnar tengjast og ég hafði áður heyrt sögur af þessari konu sem sögðu mér að þar var ekki nein venjuleg kona á ferð. Ég fylgdist ■ með henni úr fjarlægð til að byrja með, full undrunar og aðdáunar á þessari konu sem var að hefja há- skólanám með fjögur ung börn. Hún lagði af stað eftir Suðurgöt- unni með storminn í fangið áleiðis í skólann. Ég sá hana út um gluggann þegar ég var sest inn í hlýjuna. Hún gekk fram hjá skólanum, leiddi Álf- rúnu og Teit. Hún stefndi að Tjarn- arborg. Þormar og Þorri voru þá farnir í skólann. Síðan gekk hún inn í stofuna klukkan 8:15, veðurbarin og hress, tilbúin að taka þátt í umfjöllun um bókmenntaarfinn. Ég skildi ekki þá hvernig hún fór að þessu en veit nú að hún kom með mikla og fjölþætta lífsreynslu sem varð henni notadrjúg við bók- menntarannsóknir og við hin nutum góðs af. Síðan þá hefur hún lokið B.A. og cand. mag. prófi frá H.Í.; hún lauk prófi frá Kennaraháskóla íslands 1982 sem veitti henni kennsluréttindi á framhaldsskólastigi en áður hafði hún tekið kennarapróf frá Kennara- skóla Islands. Hún hefur kennt við Menntaskólann við Hamrahlíð, Menntaskólann í Kópavogi, haldið fyrirlestra um þjóðsögur við Kenn- araháskóla íslands, séð um nám- skeið í þjóðsögum við Félagsvísinda- grein og þegar hún sagði mér frá því sem hún vildi skoða í þjóðsögum hlakkaði ég til þess að fá að lesa niðurstöður hennar. Guðrún hefði fyrir löngu þurft að fá fast starf við bókmenntarannsókn- ir. Svo mikið hafði hún til málanna að leggja. En möguleikar kvenbók- menntafræðinga á að fá næði til rannsóknastarfa eru litlir. Engin kona hefur til dæmis orðið fastur kennari í íslensku við H.í. en þar hefðu starfskraftar Guðrúnar nýst vel. Guðrún ólst upp í frjóu bók- menntaumhverfi. Afi hennar var Guðmundur Friðjónsson rithöfund- ur frá Sandi. Mikill bókmenntaáhugi var á heimilinu en áhuga sinn á þjóðsögum þakkar Guðrún fullorð- inni konu sem bjó á heimili hennar. Hún lýsir þeirri konu í grein sinni, „Ljúflingar og fleira fólk“, sem birt- ist í Tímariti Máls og menningar, 3. hefti 1982: í barnæsku minni í norðlenskri sveit var ég svo heppin að þekkja einhvern síðasta fulltrúa þeirrar munnlegu sagnahefðar sem nú er ekki lengur til í landinu. Það var kona á níræðisaldri, karlæg að mestu en óþrjótandi brunnur sagna og ævintýra sem sum hver munu nú öllum gleymd. Þau hafði hún m.a. numið af móður sinni sem á stundum hélt lífinu í börn- unum með því að fara á milli bæja og segja sögur. Við krakkarnir þreyttumst seint á því að sitja kringum rúm gömlu konunnar og súpa í okkurævintýrin, sum þeirra lærði ég og hélt áfram að segja systkinum mínum þegar sú gamla var öll.----Ég trúi að kynni mín ' af þessari gömlu sagnakonu og veröld hennar séu ein ástæða þess að ég hef lengi rennt hýru auga til þjóðsagnanna og furðað mig á því tómlæti sem íslenskir bók- menntafræðingar hafa sýnt þeim. Guðrún hafði frásagnarlistina á valdi sínu og mér er minnisstætt hversu vel henni tókst til þegar hún kom í sjónvarpsþáttinn Söguhornið og sagði börnum ævintýri. Það var börnum mínum sérstakt tilhlökkun- arefni að fá Guðrúnu í heimsókn. Sögu-Guðrún var tæplega sest þegar þau skriðu upp í fangið á henni og vildu heyra ævintýrið um Vísijóm- frú. Áður en hún vissi af var hún horfin inn í ævintýraheima og börnin hlustuðu hugfangin. Við Guðrún töluðum oft um dauð- ann og þann tíma sem við höfum til að lifa. Hún vissi vel að eitt sinn skal hver deyja og hún talaði um dauðann eins og staðreynd sem hvorki var ástæða til að óttast eða reyna að flýja. Hún notaði tilhugsunina um dauðann til að minna sig á lífið. Hún vildi lifa í dag því hún vissi að á morgun gæti það orðið of seint. Tími Guðrúnar var allt of stuttur en samt er saga hennar löng. Hún skilureftir sig djúp spor og minning hennar lifir í hugum margra. Sársaukinn er óbærilegur. En ber okkur ekki að vera þakklát - þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þessari konu og ganga við hlið hennar um stund? Ástvinum öllum sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Guðbjörg Þórisdóttir - „reyr stör sem rósir vænar reikn- ar hann jafnfánýtt" - hinn slyngi sláttumaður dauðans. Nú hefur ein hin vænsta rós fallið fyrir sigð hans, - löngu fyrir aldur fram, - Guðrún Bjartmarsdóttir frá Sandi í Aðaldal. Hún var dóttir hjónanna Hólmfríðar Sigfúsdóttur frá Kraunastöðum og Bjartmars Guðmundssonar bónda á Sandi og síðar alþingismanns. Rúna, eins og hún oftast var kölluð, gekk sína barna- og unglingaskólaleið með sæmd og einnegin gegnum Kennara- skóla íslands - og tók kennarapróf þar vorið 1961. Það sama ár giftist hún Þorkeli Steinari Ellertssyni kennara og íþróttakennara. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn - þrjá syni og eina dóttur. Við Rúna kynntumst í Kennara- skólanum. Þótt með okkur væri tuttugu ára miseldri féllu hugir okkar ótrúlega fljótt og vel saman í farveg. Við vorum runnar upp úr sama jarðvegi, ef svo má að orði komast, og aldar upp við svipaðar aðstæður og hugsunarhátt. Vinátta okkar hef- ur haldist óbreytt þessi ár þótt oft væri langt milli funda. Rúna var góðum gáfum gædd og hafði þá farsælustu skapgerð, sem ég hef kynnst. Hugarheimur hennar var víður og tær. Hún sá því vel til kennileita á lífsveginum og kunni glögg skil á hver voru þess virði að standa vörð um þau og hver gátu legið milli hluta án angursemi. Hún ástundaði trúmennsku, skyldurækni og heilnæmi hugans í hverju einu 1 sem hún lagði hönd að, hvort sem það var uppeldi barnanna, kennsla, íslensk tunga og fróðleikur, ung- mennafélag í Aðaldal eða fræðafé- lög Háskóla Islands svo og samskipti við fólk. Þessi ræktaði lífsakur er móðurarfur barna hennar og þau munu elska hann og virða vel. Rúna var alla tíð gagnrýnin á sjálfa sig og verk sín. Þegar við kynntumst gætti þess þó miklu meir en síðar varð. Hún var jafnvel stundum ótrúlega öryggislaus. En þegar hún var u.þ.b. 25 ára hóf hún að kenna íslensku á svonefndu gagnfræðastigi með þeim árangri er gaf henni byr undir báða vængi og greiddi braut hennar til náms í íslenskum fræðum við Háskóla Islands. Einnig þar hafa verðleikar hennar borið sín blóm. Sem hús- móðir, uppalandi og kennari varð hún að teygja á tímanum við námið. Hún var þó komin að síðasta þætti þess þegar sjálfur lífsþátturinn brast. Ritgerð hennar, meistaraprófsrit- gerð, um Unni Benediktsdóttur skáldkonu - Huldu - liggur tilbúin til útgáfu síðan í fyrra. Og hún var þegar búin að velja sér nýtt fræða- svið: Þjóðsögur - álfasögur innlend- ar og erlendar. Hún hafði fengið úthlutaðan vísindasjóðsstyrk og stefndi á doktorsritgerð um þetta efni. Nú hefur dauðans hönd stöðv- að hennar störf. Þeim er þó ekki á glæ kastað. Framtíðin mun sjá fyrir því og geyma vel nafn og minningu Guðrúnar Bjartmarsdóttur. Okkur Rúnu varð tíðrætt um frelsi og misjafnt eðli þess. Okkur kom ásamt um, að hið eina sanna frelsi væri það, sem hugur manns skapaði sjálfum sér til visku og þroska. Ég veit, að Rúna var búin að ávinna sér þetta frelsi til ævinlegr- ar eignar. Það er gleðigjafi á sorgarstund. Ásgerður Jónsdóttir BILALEIGA meö útibú allt i kringurri landið, gera þér mögulegt aö leigja bíl á einum staö og skila honum á öörum. Reykjavík 91-31615/31815 Akureyri 96-21715/23515 Pöntum bíla erlendi? interRent Bílaleiga Akureyrar Skuldir heimsins deild H.f. ogflutterindi umþjóðsög- Erlendar skuldir landa í þriðja 1970 1985 Alsír .0,9 13,7 ur í útvarpinu. Hún bjó ljóð Huldu heiminum námu í árslok 1987 liðlega Brasilía . . .5,1 91,1 Nigería .0,6 13,4 til prentunar, sá um útgáfu á fslensk- $ 1 billjón. Sakir greiðslna þeirra á Mexíkó . . .6,0 89,0 Tailand .0,7 13,3 um útilegumannasögum og safnaði vöxtum og afborgunum hefur á Argentína.... . . .5,2 40,2 Perú .2,7 11,9 þjóðsögum í bókina Bergmál. Hún undanförnum árum verið nettótil- Suður-Kórea . . . .2,0 35,8 Kólumbía .1,6 10,9 hefur átt sæti í norrænum samstarfs- flutningur á fé frá þriðja heiminum Indónesía . . . . . .2,9 30,4 Pakistan .3,1 10,7 hópi sem vinnur að útgáfu Kvenna- til iðnaðarlanda og í vaxandi mæli, Indland . . .8,2 29,7 bókmenntasögu Norðurlanda. Síð- 1984 $ 73 milljarðar, 1986 um $ 30.6 Venezúela . . . . . .1,0 21,8 Á meðfylgjandi mynd er sýndur ustu tvö árin hlaut hún Vísindasjóðs- milljarðar. Skuldir þeirra 16 landa, Egyptaland . . . . .2,1 18,5 nettó tilflutningur fjár á milli iðnað- styrk til þess að stunda rannsóknir á sem þyngsta skuldabyrði bera voru Chile . . .2,6 17,5 arlanda og þriðja heimsins 1980- þjóðsögum. Hún hafði ótrúlega eins og hér segir 1970 og 1985 í Filippseyjar . . . . .1,5 16,6 1986. næman skilning á þeirri bókmennta- milljörðum dollara: Júgóslavía . . . . . .2,1 16,3 Stígandi.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.