Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.09.1988, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 21. september 1988 Tíminn 7 Már Guömundsson, hagfræðingur í Seðlabanka um norræna ráðstefnu á vegum bankans: Skattur á fjármagns- tekjur tímaspursmál Verður bönkum innan tíðar gert að innheimta staðgreiðslu- skatt af vöxtum sem þeir greiða sparifjáreigendum og vöxtum af skuldabréfum sem þeir innheimta fyrir einstaklinga? Verður þeim sem selur bílinn sinn gegn skuldabréfi gert að borga staðgreiðsluskatt af vöxtunum af því bréfí? „Ég held að flestir séu þeirrar skoðunar að það sé aðeins tíma- spursmál hvenær skattlagning fjár- magnstekna verður tekin upp hér á landi“, sagði Már Guðmundsson hagfræðingur hjá Seðlabankanum. Hvenær það verði sé komið undir ákvörðunum stjórnmálamanna. Már var einn þeirra sem sátu ráðstefnu um skattlagningu fjármagnstekna sem hagfræðingar norrænna Seðla- banka héldu hér á landi fyrir nokkru. Vextir víðast hvar skattlagðir Skattar af fjármagnstekjum hafa verið miklu minni hér á landi en í flestum öðrum löndum. Víðast hvar eru vaxtatekjur skattlagðar sem hverjar aðrar tekjur og óvíst að þess sé langt að bíða að svo verði einnig hérlendis. Már sagði bæði hægt að færa rök með og á móti skatti af fjármagns- tekjum. Á Norðurlöndunum þremur: Svíþjóð, Noregi og Dan- mörku eru nafnvextir sparifjár að fullu skattlagðir. Að sögn Más getur þetta t.d. leitt til þess að vextir eftir skatt verði neikvæðir raunvextir, þ.e. að það sem eftir verður af vaxtatekjunum dugi ekki til að vega upp á móti hækkun verðbólgunnar. T.d. sagði Már það fyrst eftir 1984 sem vextir eftir skatt hafi náð því að vera raunvextir í Noregi. Nafnvextir af skuldum hafi síðan almennt verið frádráttarbærir frá skatti, t.d. í Danmörku. Þetta fyrir- komulag sagði Már töluvert umdeilt. Þar sem það leiði til þess að annars- vegar er verið að skattleggja vexti sem í raun eru engar tekjur hjá sparifjáreigendum -og á hinn bóginn slái vaxtahækkun takmarkað á lána- eftirspurn meðan allir vextirnir eru frádráttarbærir frá skattskyldum tekjum. Nýtt kerfi í Finnlandi Finnar, sem tóku nýlega upp skatt á fjármagnstekjur vildu forðast þessa ágalla. Það reyna þeir að gera með því að reikna aðeins helming greiddra nafnvaxta til frádráttar eða skattlagningar - þ.e. þann hluta þeirra sem þeir áætla að séu raun- vextir- auk þess sem reikningar sem beralága vexti, t.d. tékkareikningar, eru undanþegnir skatti. Yrði svipað fyrirkomulag fyrir valinu hér á landi og í Finnlandi taldi Már líklegt að t.d. vextir af tékkareikningum og almennum sparisjóðsbókum yrðu ekki skattlagðir, því nafnvextir af þeim gefi tæplega nokkra raunvexti. Skattur á vextina eða sjóðinn? Skattur á vexti er ekki eina leiðin til skattlagningar af fjármagnstekj- um. Már sagði suma hagfræðinga telja heppilegri leið að hækka eigna- skatta af sparifé heldur en að skatt- leggja vaxtatekjurnar. Honum pers- ónulega líst þó betur á skattkerfi í ætt við það sem Finnar völdu. Skylduskráning skuldabréfa Tæknilega sagði hann ekki stórt vandamál að koma á staðgreiðslu- skatti af bankavöxtum. Skatturinn yrði þá væntanlega tekinn um leið og vexir eru greiddir út eða færðir inn á innlánsreikninga. Vandamálið sé hins vegar skuldabréfaviðskipti utan banka, bæði hvað varðar verðbréfa- fyrirtæki og á milli einstaklinga. M.a. yrði að koma til skylduskráning allra skuldabréfa. Hann benti á að í Danmörku eru skuldabréf t.d. ekki kröfuhæf nema að þau séu skráð. t>ær stóru sveiflur sem verða í verðbólgu hér á landi, jafnvel með mjög stuttum hléum, gera málin þó nokkru erfiðari í framkvæmd. Hjá þjóðum með fremur stöðugt verðlag og litla verðbólgu skeikar kannski ekki miklu þegar áætlað er að helm- ingur nafnvaxta séu raunvextir. Hvert hlutfall raunvaxta væri af nafnvöxtunum hér á landi þyrfti jafnvel að reikna út oft á ári, verði ekki því meiri breyting á verðbólgu- þróun hérlendis. íslenskt fyrirmyndarkerfi? Varðandi vaxtagjöld og tekjur fyrirtækja sagði Már málið hins veg- ar auðvelt. Á því sviði séu íslending- ar með mjög þróað kerfi þar sem aðeins sé reiknað með raunvöxtum. Að sögn Más lýsa útlendingar hrifn- ingu yfir þessu kerfi hér á landi. Kerfi til skattlagningar raunvaxta sé það sem allir hagfræðingar telji æski- legt, en skattlagning nafnvaxta hins vegar gagnrýnd af ýmsum. Viðbrögð sparifjáreigenda? Telja hagfræðingar enga hættu á að sparnaður, sem talinn er of lítill á íslandi, mundi enn minnka ef skattur verður lagður á vaxtatekjur? Már telur ekki sjálfgefið að það í sjálfu sér leiði til minni sparnaðar eða hækkunar á vöxtum. Víst sé hugsanlegt að fólk myndi fælast þetta í byrjun. Hann telur þó meiri hættu á að t.d. afnám verðtryggingar mundi vekja meiri ugg meðal sparifj- áreigenda - nema þá að ráðamönn- um tækist þeim mun betur að fá fólk til að treysta því og trúa að slíkt leiddi ekki til þess að raunvextir af sparifé yrðu neikvæðir. -HEI Að ríkisstjórninni allri Danfríður Skarphéðinsdóttir: Sópum ekki annarra gólf „Ég veit varla hvar skal byrja. Við erum orðlausar yfir viðskilnaði stjórnarinnar og hversu mjög virð- ist stefna í óefni án þess að neitt væri aðhafst fyrr þrátt fyrir öflugan þingstyrk að baki henni,“ sagði Danfríður Skarphéðinsdóttir for- maður þingflokks Kvennalistans. Danfríður sagði að þegar um síðustu áramót var ljóst að sigi á ógæfuhliðina í ríkisfjármálum og stórkostlegt undrunarefni væri að ríkisstjórnin skyldi hafa látið málin fara í þvílíkar ógöngur og nú væri orðin raunin. Danfríður sagði erfitt að sjá fyrir hvað nú tæki við en ljóst mætti vera að Kvennalistinn hefði lítinn áhuga á að ganga inn í einhverskonar samstarf um að sópa upp annarra manna gólf án þess að til kæmu kosningar, enda hefði Kvennalist- inn nú ekki þingstyrk til að ganga inn í neitt slíkt hugsanlegt samstarf. Stefán Valgeirsson: Kosningar fljótt annað órökrétt „Peir eru búnir að lýsa því sjálfir, er það ekki? Eru þeir ekki búnir að lýsa því að þegar þeir fara frá, þá sé allt komið í óefni fyrir þjóðinni og það verði að fara að gera eitthvað að viti eftir tvo -þrjá daga, annars sé allt í voða? Það er þeirra niðurstaða og ég er henni sammála," sagði Stefán Valgeirs- son. Stefán sagðist spá kosningum fljótlega þar sem hann sæi ekki í hendi sér neinn möguleika til myndunar meirihlutastjórnar. Aðspurður um hvort hann ætlaði að fara að dæmi Alberts Guð- mundsonar, sem virðist vera á hraðri leið inn í Sjálfstæðisflokk að nýju, og eiga sögulegar sættir við Framsóknarflokkinn, sagði hann að til að svo yrði, þyrfti Framsókn- arflokkurinn að breyta um stefnu í mikilvægum málum. -sá Páll Pétursson: Brást ekki við öfugþróuninni „Það er sorglegt að svona fór með þessa stjórn. Maður gat von- ast eftir að þessi ríkisstjórn næði verulegum árangri við stjórn landsins. f tíð hennar höfum við orðið fyrir áföllum, eins og lækk- andi fiskverði, og því miður lánað- ist ekki ríkisstjórninni að bregðast við eins og þurfti," sagði Páll Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins,er hann var beðinn að gefa fallinni ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar eftirmæli, „Fyrir rúmlega ári fór fiskvinnsl- an að ganga verr og í fyrravetur var farið að r-eka töluverðan hluta fiskvinnslunnar með tapi og keyrði það um þverbak um miðjan síðasta vetur. í>á hófst mikil eignatilfærsla í landinu. Stöndug atvinnufyrirtæki átu upp eigið fé og hin söfnuðu skuldum. Þá var það eins og mörg- um úr Sjálfstæðisflokknum þætti það allt í lagi að þessi mikla eignatilfærsla yrði í þjóðfélaginu. Fyrirtæki þessi eru að skipta um eigendur og fólkið í byggðunum er að missa þau. í þessari ríkisstjórn höfum við verið að reyna að þróa húsnæðis- löggjöfina og allt hefur það átt að vera til bóta. Því miður hefur húsnæðislöggjöfin virkað þannig að hún hefur sogað peninga utan af landsbyggðinni til Reykjavíkur. Hér myndast því afar mikil þensla og er þetta ástand mjög óheilbrigt og óeðlilegt. Það má ekki verða þessi ofsalega þensla á einum stað en mjög mikill samdráttur á flest- um öðrum hlutum landsins." Hver voru stærstu mistök þessar- ar ríkisstjórnar? „Stærstu mistökin voru að bregðast ekki við í tíma og reyna ekki að snúa þessari öfugþróun við og halda þenslunni innan skynsam- legra marka. Þeir sem réðu ferðinni í ríkis- stjórninni fyrir hönd Sjálfstæðis- flokksins, töldu að þessi eignatil- færsla væri í lagi, því að þeir hæfustu myndu á endanum sitja uppi með fyrirtækin. Á þessu varð sá frjálshyggjublær sem er núna orðinn þjóðinni mjög dýrkeyptur, því frjálshyggjan er ósiðleg hugsun og leiðir okkur til glötunar. Við reyndum að vekja samstarís- menn okkar upp og við vissum hvað var að gerast út á landsbyggð- inni. Það var eins og sjálfstæðis- menn hefðu engar fréttir þaðan eða skelltu skollaeyrum við. Við fórum að halda fundi og setja fram mjög alvarlegar ábend- ingar, einsogt.d. miðstjórnarfund- ur okkar í vor, eftir að ljóst var að ekkert gekk í ríkisstjórninni. í kjölfar þess voru gerðar mála- myndaaðgerðir sem voru allt of litlar og gersamlega ófullnægjandi, enda runnu þær út í sandinn. Sumar aðgerðirnar voru beinlínis eyðilagðar þar sem okrurunum var sleppt lausum á peningamarkaðin- um. Þetta gat auðvitað ekki endað nema með ósköpum. Við höfum verið að berjast við að vekja samstarfsflokkana og það hefur tekist með Alþýðuflokkinn, sem er búinn að gera sér þetta ljóst. Þorsteinn Pálsson lagði land undir fót þegar hann fór alla leið vestur á firði í sumar. Þá virðist hann hafa fengið að sjá bókhald fyrirtækja og varð eitthvað hugsi um stund. Nú, maður hafði góða von um að hann væri búinn að átta sig á stöðunni. Þá var sett á fót forstjóranefndin til að leita úrræða og ég held að þeir hafi unnið gott starf. Þeirra tillögur um niðurfærsl- una voru skynsamlegar. Ég tel að það hafi verið mikill skaði að ríkisstjórnin skyldi ekki fara niðurfærsluna, því að þjóðin tók þessu vel. Svo virðist sem ágreiningur hafi komið upp í Sjálf- stæðisflokknum og hinir skynsam- ari menn hafa ekki fengið að ráða, þ.e.a.s. þeir sem vildu fara niður- færsluna. Þorsteinn Pálsson notar þá það ráð að fá ASÍ til að skera sig niðúF'úr niðurfærslunni og ég held að það hafi verið meiriháttar pólitískt slys að hann skyldi ekki hafa haft daungun í sér til að fara þessa leið. f þessum sundurleita flokki virðast hagsmunir atvinnu- rekenda víða um land hafa verið bornir fyrir borð. Þá kom að því að við reyndum að fara næst bestu leiðina, en Sjálfstæðisflokkurinn kemur sér einnig frá því og endar með því að sprengja þetta stjórnarsamstarf. Ég lít svo á að það hafi verið viljandi gert, því mennirnir eru ekki þeir aular að vita ekki hvað þeir voru að gera.“ KB

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.