Tíminn - 24.09.1988, Side 23

Tíminn - 24.09.1988, Side 23
f » » » » » 1 »»»»»»»»»»»» » » » » SOG' i'í'i iVA,í í. . Ti'J.S-.VijJ'J.s J Laugardagur 24. september 1988 H » ■* T» •* ' » r » » ».».».». ».» .Yí'P'í'V S\ Tíminn 23 SPEGILL lllll IIHIIIIÍI „Við erum feitar og fallegar,“ segja konumar í NAAFA. Feitar - og hreyknar af því! - Það er ekkert að því að vera vel í holdum, segja konurnar sem við sjáum hér á myndunum, en þessar glæsilegu dömur voru samankomnar í San Francisco á ráðstefnu NAAFA (National As- sociation to Aid Fat Americans) sem er skammstöfun á „Þjóðar- samtökum til aðstoðar við feita Ameríkana". Flestar af „stelpunum" eru vel yfir 200 pund á þyngd og voru bara hreyknar af kroppum sínum, þar sem þær sóluðu sig við sundlaugina á ráðstefnuhótelinu. Þær héldu líka tískusýningu, þar sem aðallega voru sýnd undirföt, íþróttaföt og náttkjólar fyrir feitar konur. í þessum hóp voru magadans- meyjar, sem kalla sig „The Fatim- as“. Þær tróðu upp á fatasýning- unni og sýndu listir sínar. Það var þarna líka töluvert af karlmönnum, bæði feitum og grönnum. Margir þeirra trúðu þessum myndarlegu konum fyrir því, að þá hefði alltaf dreymt um feitar konur og voru ósparir á gullhamrana. Talið er að a.m.k. 38 milljónir Bandaríkjamanna, karla og kvenna, þjáist af offitu. Því fylgir oft minnimáttarkennd og óánægja með útlitið. - En nú hafa samtökin NAAFA á stefnuskrá sinni, að hjálpa fólki að yfirvinna minni- máttarkenndina og sætta sig við sitt eðlilega holdafar. „Monaco/Kennedy ættarveldi“? Sagt er að Jackie Kennedy Onas sis hafi orðið æfareið þegar hún frétti það, að JFK jr. -eins og John Kennedy yngri er oft kallaður - væri orðinn ástfanginn af Stepha- nie Mónakóprinsessu. En það sama gilti ekki um föður Stefaníu, Rainier fursta, því hann er víst hinn lukkulegasti yfir fréttinni og væntir sín mikils af „Monaco/ Kennedy-ættarveldi" í framtíð- inni. Honum líst bráðvel á unga manninn og treystir honum til að tjónka við hina uppreisnargjörnu prinsessu. Stephanie og John hittust eftir að hann flutti til Los Angeles til að byrja sumarvinnu í þekktri lög- fræðiskrifstofu (1000 dollara fékk hann í laun á viku). Hann hafði áður verið að skjóta sig í stúlku sem heitir Christina Haag, en það samband fór út um þúfur þegar Madonnu-ævintýrið hófst. Ma- donna og John fóru út á lífið í New York um það leyti sem Madonna var að yfirgefa mann sinn, leikar- ann Sean Penn, en það hjónaband er farið í vaskinn. Stephanie hafði sagt skilið við glaumgosann Mario Oliver og hafði smávegis verið að skemmta sér með hljómplötuframleiðandan- um Ron Bloom. John er orðinn 27 ára og er að byrja þriðja árið sem laganemi í New York háskólanum, og sagt er að Jackie, mamma hans, geti varla beðið eftir að sumarvinnunni hans ljúki og hann komist burt frá Los Angeles og prinsessunni. En sagt er að Stephanie hafi nú breytt um Iífsstíl og reyni að taka John Kennedy, yngri, kom fram sjónvarpi með Ted frænda sínum. lífinu með meiri ró en áður. Þau eru bæði vön því að vera í sviðsljós- inu, og þau vita líka hve slæm blaðaskrif og hneykslanlegar myndir gætu eyðilagt fyrir þeim sambandið, svo þau fara mjög varlega. Vinur Johns segir að þau vilji helst vera heima eða í smá- kvöldsamkomum með bestu kunn- ingjum. „Stephanie hefur m.a.s. búið sjálf til kvöldmat handa þeim,“ sagði hann hrifinn, eins og þetta væru stórfréttir. Nú er Stephanie farin að hafa <S»i Stephanie er orðin miklu stilltari í framkomu og hefur fengið áhuga á stjórnmálum og m.a.s. matargerð! mikinn áhuga á bandarískum stjórnmálum og kosningabarátt- unni fyrir forsetakosningarnar. Hún bauð til sín vinum og tók upp á vídeóspólu ræðu Johns, sem hann hélt á þingi demókrata í Atlanta, þar sem hann talaði til stuðnings Ted föðurbróður sínum. John er spáð miklum frama í stjórnmálum. Þær kalla sig „The Fatimas" og sérgrein þeirra er að dansa „magadans'

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.