Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 4. október 1988 i Tíminrv 5'* Af hverju græda sumir á fisk vinnslu á sama tíma og aðrir tapa? Af uppgjöri Þjóðhagsstofnunar á rekstri botnfiskvinnslu árið 1987 má sjá mörg dæmi um verulegan mistnun á afkomu, bæði í frystingu en þó enn frekar í saltfiskverkun. Til dæmis var verg hlutdeild fjár- magns (sent ætlað er að mæta afskriftum, vöxtum af lánsfé og eigin fé og sköttum) aðeins tæplega 1% hjá þeim fjórðungi saltfisk- verkenda sem verst gekk saman- borið viðnær 21% hjá þeim fjórð- ungi saltfiskverkenda sem bestum árangri náðu. Samanlagðar rekstr- artekjur beggja hópanna voru álíka miklar, þannig að hinn mikli mismunur á afkomu virðist hafa ráðist af einhverju öðru en veltu fyrirtækjanna. f frystingu virðist afkoman hins vcgar betri eftir því sem velta er meiri. Uppgjör Þjóðhagsstofnunar á rekstri botnfiskvinnslunnar byggist á mjög stóru úrtaki úr ársreikning- um fyrirtækja. Þannig nær það til um 85% af mótteknuu hráefni í frystingu og um 70% í söltun. Úrvinnslan miðaðist m.a. við að fá fram hreinan rekstur eftir verkun- argreinum. En bent er á að fá fyrirtæki eru t.d. með hreinan rekstur í frystingu, þannig að eitthvað af öðrum afurðum en frystum botnfiski getur verið með- talið í ýmsum tilvikum. Þegar hefur verið skýrt frá rekstrarafkomu sem byggist á með- altali. En auk þess sýnir Þjóðhags- stofnun afkomu fyrirtækja eftir landshlutum og sömuleiðis dreif- ingu eftir afkomu. Til að sýna afkomudreifingu er 65 frystihúsum skipt í fjóra nær jafn stóra hópa (16-17) eftir af- kpmu og sömuleiðis 84 saltfisk- verkendum (þ.e. 21 í hverjum hóp). Allt að 20% munur á afkomu Segja má að „slakasti" og „besti" hópur saltfiskverkenda hafi keypt hráefni fyrir nær sömu fjárhæð á árinu (771 og 782 millj.). Auk þess sem annar vinnslukostnaður var samt um 110 millj. króna Iægri hjá „besta“ hópnum en þeim „slak- asta'* skilaði reksturinn honum hins vegar rúmlega 200 milljónum króna hærri tekjum. Niðurstaðan varð því sú að „slakasti" hópurinn hafði aðeins eftir um 12 milljónir (0,9%) f verga hlutdeild fjármagns - sem þýðir taprekstur - á sama ttma og „besti" hópurinn hafði 320 milljónir (20,9%) eftir í þeim lið - hvar af ætla má að góður hluti hafi orðið eftir sem hreinn hagnaður. Hinir hópamir komu þarna á milli með verga hlutdeild fjármagns 8,7% og 14,7% af tekjum að meðaltali. Nær víst má telja að þeir tveir saltfiskverkendursem í landshiuta- skiptingunni eru skráðir á Norður- landi vestra hafa lent í hóp 21 þeirra „bestu". Samtals voru rekstrartekjur þessara tveggja norðlensku fyrirtækja 164,2 millj. króna, en rekstrargjöldin 128,1 millj, cða aðeins 78%. Verg hlut- deild fjármagns var 26,4% og þar af voru 11,4%, eða 18,6 milljónir króna eftir í hreinan hagnað. Ttl hráefniskaupa fóru t.d. rúm- lega 49% af tckjunum hjá þcssum tveim. En það hlutfall var allt frá tæplega 48% (á Vestfjörðum) og upp í 57- 58% (Reykjanes og Vesturland). Launin, sem eru ann- ar stærsti hluti rekstrarkostnaðar- ins voru um 15,7% af tekjum hjá Norðlendingunum, en fór allt upp í 21,8% á Vcstfjörðum. Þar við bætist að nær ailir aðrir liðir rekstr- arkostnaðarins - nema sait og af- skriftir - reyndust hlutfallslega lægstir hjá Norðlendingunum. Aðeins um 1,3% af tekjum hjá þeim fóru t.d. í skrifstofu- og stjórnunarkostnað samanborið við 2,1% til 3,7% að meðaltali í öðrum landshlutum. Jafnvel enn meiri munur var á kostnaði vegna um- búða, flutnings, orkukaupa og viðhalds. Þrátt fyrir hlutfallslega lang hæstan frádrátt vegna verð- breytingafærslna og vaxta (-10,6%) héldu Norðlendingarnir eftir hlut- fallslega mestum hreinum hagnaði, sem áður segir. Skrifstofaoo stjómun frá 2-4,4% Sem sjá má af framansögðu er það mjög misjafnt bæði milli fyrir- tækja og landshiuta hve stór hluti rekstrarteknanna fer til greiðslu einstakra rekstrarliða. Það á bæði við um sallfiskvcrkunina og fryst- inguna. Af tekjum frystingar fara t.d. frá um 47-49% til hráefniskaupa á Vestfjörðum, Norðurlandi og Austurlandi, en 52-53% í öðrunt landshlutum. Þar á móti taka laun- in stærri hlut, frá 25-27%, hjá þeim fyrrnefndu. Það hluutfall er hins vegar aðeins 20,6% í Vestmanna- eyjum og á Hornaftrði og í kringum 22-23% á Rcykjanesi, Vestur- og Suðurlandi. Skrifstofu- og stjórn- unarkostnaður er lang hæstur á Suðurlandi, 4,4% af tekjum, sem er t.d. yfir tvöfalt meira en í Vestmannaeyjum og Höfn og um 60% yfir landsmeðaitali. Verg hlutdeild fjármagns og hreinn hagnaður af frystingu var hlutfallslega sem hér segir eftir landshlutum 1987: Frysting: V.htd.fjárm. Hr.hagn. Reykjavlk 8,16% 0,95% Reykjanes 4,19% -2,32% Vesturfand 6,08% -0,58% Vestfirðir 7,72% -0,92% Nl.vestra 9,47% 2,99% Nl.eystra 12,75% 6,20% Austurland 4,18% -1,86% Suðurland 6,96% -2,92% Vestm./Höfri i 9,21% 3,66% Samtals 7,90% 0,97% Afkoman er sem sjá raá afar mismunandi eftir landshlutum. Enn meiri munur var þó á salt- fiskvinnsiunni, miðað við samsvar- andi skiptingu. Reykjavík 2,13% -3,84% Reykjanes 9,64% 2,57% Vesturland 8,14% 2,97% Vestflrðir 15,66% 9,55% Nl.vestra 26,42% 11,35% Nl.eystra 16,58% 10,27% Austurland 14,73% 10,71% Suðurland 12,86% 7,49% Samtals 12,22% 6,13% Vestmannaeyjar og Horna- fjörður voru ekki með í landshluta- yfirliti söltunar. Þjóðhagsstofnun gefur ekki sér- stakar skýringar á þessari mjög svo mismunandi afkoniu, sent sjálfsagt geta verið margvíslegar. -HEl Ttmamynd Árn Starfsmaður sælgætisgerðarinnar á annarri hæð hússins varð eldsins í verkstæði Hraðþjónustunnar fýrst var og gerði slökkviliði viðvart. Eldur í verkstæði Eldur kom upp í bílaverkstæðinu Hraðþjónustunni að Bíldshöfða 14 á miðnætti aðfaranótt mánudags. Fjórir bílar voru á verkstæðinu og urðu töluverðar lakkskemmdir á tveimur bílum. Starfsmaður sælgætisgerðar, sem er á efri hæð hússins að Bíldshöfða 14 varð var við mikinn reyk sem lagði frá verkstæðinu og upp um stigagang, en hann sagðist komast út um bakdyrhússins. Þegarslökkvilið- ið kom á vettvang logaði m'ikill eldur í afgreiðsluborði og varahlutalager, þar sem mestu skemmdirnar urðu, auk þess sem mikið sót lagðist yfir alla innanstokksmuni. Eldsupptök eru ókunn. -ABÓ Þríhyrningur hf. leigir rekstur Kaupfélagsins Þórs á Hellu: Þór á Hellu undir hatt Þríhyrnings Um helgina var gengið frá samn- ingum um leigu hlutafélagsins Þrí- hyrnings á rekstri Kaupfélagsins Þórs á Hellu um óákveðinn tíma. Þessi breyting gildir frá og með sl. laugardegi en áætlað er að opna verslanir Þórs undir hatti Þríhyrn- ings hf. nk. fimmtudag. Starfsfólki Þórs, sem er um 50 talsins, var sagt upp sl. föstudag og tilkynnt um fyrirhugaðar breytingar á rekstri kaupfélagsins. Búist er við að flestir starfsmaqna verði endurráðnir. Þríhymingur hf. var stofnaður í júní sl. um áframhaldandi rekstur Sláturhúss Friðriks Friðrikssonar í Þykkvabæ. Hluthafar í Þríhyrningi eru Höfn hf. á Selíossi, sútunarverk- smiðjan Loðskinn hf. á Sauðárkróki og Djúpárhreppur auk einstaklinga í Rangárvallasýslu. Við stofnun Þríhymings hf. sl. sumar kom mjög til tals að Kaupfé- lagið Þór gerðist aðili að honum. Af þvf varð þó ekki m.a. annars vegna slæmrar rekstrarstöðu Þórs. Því vaknar sú spurning af hverju þetta skref er stigið nú? Kolbeinn Kristins- son, framkvæmdastjóri Hafnar hf. og Þríhyrnings hf., segir að það megi orða það svo að um þetta hafi nú náðst hagstæðir samningar auk þess sem aukning á hlutafé í Þríhyrningi hf. hafi gert það kleift að taka rekstur Kaupfélagsins Þórs á leigu. Kolbeinn viídi ekki greina frá því hvaða aðilar hafi lagt fram aukið hlutafé í Þríhyming hf. eða um hversu mikla hlutafjáraukningu væri að ræða. óþh Heimsbikarmót Stöðvar 2 hófst í gær: Heimsmeistarinn gerði jafntefli Fyrsta umferð Heimsbikarmóts Stöðvar 2, hófst í Borgarleikhúsinu klukkan 17.00 í gær, en í því taka þátt 18 af allra fremstu skákmönn- um heims, þar á meðal heimsmeist- arinn Kasparov. Þetta er sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hér á landi til þessa og verða 17 umferðir tefldar. íslensku þátttak- endurnir í mótinu eru þeir Jóhann Hjartarson og Margeir Pétursson. Athygli vakti jafnteflisskák heimsmeistarans Kasparovs, sem lék með svart, og landa hans Yusu- povs. Framanaf var heimsmeistarinn talinn hafa betri stöðu, en Yusupov tefldi mjög vel og náði að jafna og gott betur, að mati skákskýrenda. Úrslit í öðrum skákum urðu þau að Timman og Spassky, Sax og Nunn, Ehlvest og Kortsnoj, Ribli og Portisch, Spielmann og Jóhann gerðu jafntefli, en þeir fyrrnefndu voru með hvítt. Belyavsky með hvítt vann Margeir og Anderson með hvítt vann Sokolov. Önnur umferð hefst í Borgar- leikhúsinu klukkan 17.00 í dag. ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.