Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 12
12 Tíminn Þriðjudagur 4. október 1988 EDWARDS HERFLUG- VÖLLURINN I KALIFORNÍU - Geimskutlan Discovery lenti í Kalitorníueyöimörkinni unv miðjan dag í gær eftir vel, heppnaða fjögurra daga ferðj sem kom Bandaríkjunum aftur á blað í mönnuðum geimferð-i um. __ ! N DJAMENA - Líbýa og Chad hafa komist að sam- komulagi um að taka upp stjórnmálasamband og binda formlega enda á 15 ára eyði- merkurstríð. í sameiginlegri yfirlýsingu sagði að sendiráð' yrðu opnuð í höfuðborgum ríkj anna strax í næstu viku. MOSKVA — Sendiherra Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum gagnrýndi í viðtali við Prövdu málgagn sovéska kommúnistaflokksins utanrík- isstefnu Sovétríkjanna undan- farna áratugi og var gagnrýn- inni greinilega beint að Grom- yko sem lét af embætti forseta, í síðustu viku, en hann var utanríkisráðherra um áratuga skeið. Alexander Belonogov sagði í Prövdu að kreddufesta í utanríkisstefnu Sovétríkj- anna hefði skaðað hagsmuni Sovétríkjanna á alþjóoavett- vangi. __ HEBRON — Leiðtogi Palest- ínumanna á hernumdu svæð- unum sagðist telja að PLO væri komin á fremsta hlunn með að gera sitt til að styðja vinstri öflin í ísrael svo þau nái meirihluta í þingkosningunum sem fram fara 1. nóvember. JÓHANNESARBORG- Embættismenn í Suður-Afríku visuðu á bug fréttum um að P.W. Botha myndi taka þátt í leiðtogafundi ríkja i suðurhluta Afríku sem fram fer í Lusaka höfuðborg Zambíu í þessari viku. - — ISLAMABAD — Bandarík- in lögðu til að iðnríkin léttu öllum tollum af varningi frá fátækustu löndum heims. Til- boð þetta kom í lok upplýsinaa- fundar viðskiptaráðherra iðn- ríkja. " __ KARACHI — Ghulam Ishaq Khan hét því að brjóta á bak aftur hópa byssumanna sem ábyrgð bera á fjöldamorðum og átökum þar sem 264 létu lífið í verstu átökum í Pakistan í fjölda ára. Hann sagði að fjöldamorðin væru greinilega framin til að ýta undir óstöðug- leika og sundurlyndi í Pakist- an Lítið lát á umskiptum í Sovétríkjunum: Gorbatsjov nú for- seti Sovétríkjanna Það voru snögg umskipti í stjórn- málunum í Sovétríkjunum um helg- ina þegar Mikhail Gorbatsjov leið- togi Sovétríkjanna sópaði íhaldsmönnum út úr áhrifastöðum og tók sjálfur við embætti forseta Sovétríkjanna. Fundur miðnefndar kommúnista- flokksins á föstudag tók ekki nema klukkustund, en þá var Gromyko forseti og fjórir íhaldsmenn sendir á eftirlaun auk þess sem hinn íhalds- sami Igor Ligachev sem áður var næstráðandi Gorbatsjov og Viktor Chemrikov yfirmaður KGB voru lækkaðir í tign, en þeir höfðu gagn- rýnt utanríkisstefnu Gorbatsjovs og Shévardnadzes. Það tók heldur ekki nema 45 mínútur fyrir Gorbatsjov að fá Æðsta ráðið til að samþykkja breyt- ingarnar, velja nýjan yfirmann KGB og kjósa Gorbatsjov forseta Sovét- ríkjanna. Þessum umskiptum var þó ekki lokið því á gær var Alexander Vlasl- ov innanríkisráðherra skipaður for- sætisráðherra Rússlands sem er lang- stærsta Sovétlýðveldið. Mun það embætti verða mjög valdamikið eftir fyrirhugaðar stjórnkerfisbreytingar Gorbatsjovs þar sem efnahagslegt og stjórnunarlegt sjálfstæði Sovét- lýðveldanna verður stóraukið. Með þessum miklu sviptingum hefur Gorbatsjov styrkt stöðu sína svo vel að íhaldsmenn geta varla ógnað honum hér eftir. Forsetaembættið sem hingað til hefur verð tiltölulega valdalítið mun breytast í apríl á næsta ári og verða völd forseta Sovétríkjanna svipuð og völd forseta Bandaríkjanna eru nú. Hann mun útnefna forsætisráð- herra, formenn Varnarmálaráðs Sovétríkjanna og koma fram fyrir hönd Sovetríkjanna á alþjóðavett- vangi. Þá mun hann verða forseti nýs þings Sovétríkjanna, en á það verða kjörnir 400 til 450 þingmenn sem starfa munu árið um kring. Er gert ráð fyrir að þingið muni hafa víðtækt vald til lagasetningar. Athyglisvert er að við manna- skiptin um helgina verða yfirmenn KGB, öryggislögreglu Sovétríkj- anna og innanríkislögreglunnar ekki tengdir beint stjórnmálanefnd kom- múnistaflokksins. Vladimir nokkur Kryuchkov var skipaður yfirmaður KGB en hann hefur ekki gegnt embættum á vegunt kommúnista- flokksins. Palestínumenn farnir aö beita sprengjutilræðum í Jerúsalem: ÞRJÁR GYÐINGA- STÚLKUR SÆRDUST Líbanon: Bandarískum gísl sleppt? Líkur eru á að bandarískum gísl í Líbanon verði sleppt úr haldi á næstunni eða hafi nú þegar verið sleppt. Fréttir hafa borist um að til standi að leysa Alan Steen prófessor úr haldi, en hann var tekinn í gíslingu 24. janúar á síðasta ári. Þetta hefur þó ekki verið staðfest. „Okkur hafa borist fréttir af því að gísl verði leystur úr haldi en við höfum ekki fengið nein nöfn né neinar staðfestingar á því,“ sagði Marlin Fitswater talsmaður Hvíta hússins í gær. Sagði hann fréttirnar hafa komið frá „ríkisstjórn á svæð- inu“. NBC sjónvarpsstöðin hélt því hins vegar fram að um Alan Steen væri að ræða og að hann væri á leið til Damaskus. Fitzwater sagði að bandarísk stjórnvöld hefðu ekki staðið í nein- um samningum um að leysa banda- ríska gísla úr haldi. Hins vegar sagði hann að önnur ríki og samtök hafi unnið að lausn gísla, en Bandaríkin hafi þar hvergi komið nærri. Tiltók hann Perez de Cuellar aðalritara Sameinuðu þjóðanna sérstaklega í því sambandi. Tíu bandarískir gíslar eru nú í haldi í Líbanon, en talið er að erlendir gíslar þar séu nú tuttugu og ' sex. Palestínumenn virðast nú ætla að svara skothríð ísraelskra hermanna með hryðjuverkum gegn almenningi í ísrael. Á sunnudag sprakk sprengja á gyðinglegri hátíð í Jerúsalem og særðust þrjár ísraelskar stúlkur. Sprengjan hafði verið falin í brauð- hleif og er talið víst að um hermdar- verk Palestínumanna sé að ræða, en það er þá fyrsta sprengjutilræði Pal- estínumanna frá því uppreisnin hófst á hernumdu svæðunum fyrir tíu mánuðum. Hermenn voru í viðbragsstöðu í gær vegna verkfalla sem leiðtogar neðanjarðarhreyfingar Palestínu- manna höfðu boðað til í mótmæla- skyni við þá ákvörðun ísraela að loka skólum og háskólum á her- numdu svæðunum. Þá komu ísraelskir landnemar á hernumdu svæðunum upp vegatálm- um við Hebron til að mótmæla auknum árásum Palestínumanna á bifreiðar gyðinga. Vilja landnem- arnir meina að ísraelski herinn taki ekki af nógu mikilli hörku á grjót- kösturum. Hernaðarástandi hefur verið Iýst í miðbæ Hebron vegna óróa og gildir útgöngubann þar um nætur. Flokkakosningar verða í Pakistan Kosningarnar sem fram fara í Pakistan 16. nóvember verða á flokksgrunni en ekki verður kosið um einstaklinga eins og Zia-ul-Haq fyrrum forseti landsins hafði boðað áður en hann fórst í flugslysi í ágústmánuði. Þetta þýðir að á kjör- seðlinum verða tákn fyrir flokka landsins framan við nöfn frambjóð- enda flokkanna, en það er mjög , mikilvægt því stærsti hluti Pakistana er ólæs. Það var hæstiréttur Pakistans sem' í gær úrskurðaði að svona ætti þetta að vera. Verða kosningarnar í haust fyrstu kosningarnar í tæp tólf ár þar sem flokkar mega bjóða fram um allt landið. Er þetta túlkað sem sigur fyrir Benazir Bhutto og flokk hennar sem er stærsti skipulagði stjórn- málaflokkur landsins. Eykur þetta því líkur á sigri stjórnarandstöðunn- ar í landinu. Kosningarnar munu fara fram í skugga mikilla kynþáttaóeirða sem brutust út í Sindi um helgina, en þar létu tvöhundruð manns lífið í kyn- þáttaátökum í Karachi og Hyder- bad. Herinn er þar í varðstöðu og útgöngubann ríkir. UNITA skæruliöahreyfing- in í Angólu: Skjótum ekki Kúbumenn ef þeir skjóta ekki á okkur Skæruliðaforinginn Jonas Sav- imbi hefur boðið það að skærulið- ar UNITA hreyfingarinnar hætti árásunt á herliö Kúbumanna f Angólu ef Kúbumenn hætti hern- aðaraðgerðum gegn skæruliðum. Savimbi sagði að kúbverskir her- rnenn hefðu ekkert að gera í Angólu eftir að hermenn Suður- Afrfku hafi yfirgefið landið. Bauðst Savintbi einnig til að leysa kúbverska stríðsfanga úr haldi. Suður-Afríkustjórn og Banda- ríkjamcnn hafa stutt við bakið á UNITA hreyfingunni f barátt- unni við að koma marxistastjórn- inni frá völdum. Kúbverskir her- menn hafa hins vegar verið marx- istastjórninni í Angólu til trausts og halds í baráttunni gcgn UN- ITA skæruliðum og cr talið að um 50 þúsund ntanna herlið frá Kúbu sé nú á landinu. Suður-Afríkumcnn drógu her- lið sitt út úr Angólu til nágranna- ríkisins Namibíu í ágústmánuði í samræmi við samninga Suður- Afrtku, Angólu og Kúbu sem Bandaríkjantenn leiddu. Eftir það hefur stjórnin í Angólu verið í sífellt meiri pressu um að semja við UNITA hreyfinguna, en henni hefur verð haldið utan við friðarviðræðurnar í Angólu. UTLÖ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.