Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 13

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 4. október 1988 Tíminn 13 Miaiilllll UTLQND Bæjaraland missir hinn litríka forsætisráðherra sinn: Franz Josef Strauss látinn Franz Josef Strauss í essinu sínu á einni af hinum frægu bjórhátíðum, „Oktoberfest“ í Miinchen. Frans Josef mun ekki fá sér ölkollu á fleiri bjórhátíðum því hann lést úr hjartaslagi um helgina. Franz Josef Strauss hinn litríki forsætisráðherra Bæjaralands lést eftir hjartaáfall sem hann fékk þar sem hann var á dádýraveiðum á laugardag. Strauss var á veiðum á landareign aðalborins vinar síns þeg- ar hann fékk áfallið og var hann fluttur í snatrí með þyrlu á sjúkrahús í Regensburg þar sem hann lá með- vitundarlaus í tvo sólarhringa áður en hann lést. Strauss var 73 ára að aldri. Hann komst ungur til áhrifa í Bæjaralandi eftir stríð og hefur alla tíð verið áberandi þar. Strauss var kjörinn á sambands- þing Vestur-Þýskalands, Bundestag, árið 1950. Hann tók sæti í stjórn Adenauers sem ráðherra án ráðu- neytis árið 1953 og sem varnarmála- ráðherra árið 1956. Strauss gegndi því embætti allt til ársins 1962 og var sem slíkur lykilmaður í endurreisn vesturþýska hersins. Strauss varð að láta af embætti varnarmálaráðherra í kjölfar þess að hafa ásakað hið frjálslynda tímarit Der Spiegel fyrir landráð þegar það birti grein er dró í efa hæfni þýska hersins. Strauss var þó ekki búinn að segja sitt síðasta sem ráðherra því árið 1966 var hann skipaður efnahags- málaráðherra og gegndi því embætti til ársins 1969. Strauss var leiðtogi Kristilega jafnaðarmannasambandsins í Bæj- aralandi frá því árið 1961 og forsætis- ráðherra í Bæjaralandi frá því 1978. Eins og títt er um Bæjara var Strauss kaþólskur og íhaldssamur og tók löngum ákvarðanir sem gengu þvert á stefnu stjórnvalda í Bonn og spilaði þannig á stöðu Bæjaralands sem sjálfstæðs ríkis innan Þýska sambandslýðveldisins. Kristilega jafnaðarmannasam- bandið í Bæjaralandi situr nú í ríkisstjórn landsins ásamt systur- flokki sínum Kristilegum demókröt- um, flokki Helmuts Kohls kanslara og Frjálsum demókrötum. Þó hinn íhaldssami Bæjari hafi ekki setið í stjórn Kohls að undan- förnu þá hafði hann þar mikil áhrif. Strauss var ekki að tvínóna við hlutina og var ætíð fylgjandi harð- línustefnu gagnvart Sovétríkjunum og fylgisríkjum þeirra. Hann gekk því oft á tíðum þvert á stefnu Kohls kanslara og hins frjálslynda utanrík- isráðherra Vestur-Þýskalands Hans- Dietrich Genschers. Hins vegar brá svo við að eftir opinbera heimsókn til Moskvu í desembermánuði síð- astliðnum að hann lofaði Gorbatsjof og umbótastefnu hans. Strauss var heldur ekkert að víla fyrir sér að hæla ríkisstjórn Suður- Afríku fyrir aðskilnaðarstefnu hennar, en Strauss hélt einmitt í heimsókn til Suður-Afríku og Nam- ibíu fyrr á þessu ári. Þjóðverjar áttu einmitt nýlendu á því svæði sem Namibía er nú og tók stjórn Suður- Afríku við stjórn þar í umboði Þjóðarbandalagsins sáluga eftir ósig- ur Þjóðverja í heimsstyrjöldinni síð- ari. Franz Josef Strauss sóttist mjög eftir kanslaraembættinu, en varð að lúta í lægra haldi fyrir jafnaðar- manninum Helmut Schmidt í kosn- ingum árið 1980. Hótanir herstjórnarinnar í Burma báru árangur: Vinna hafin í Rangoon Fólk hélt almennt til vinnu í Rangoon í dag og má því segja að sex vikna allsherjarverkfalli sem beindist gegn stjórnvöldum sé nú lokið. Herforingjastjórnin í landinu hafði hótað fangelsunum og brott- rekstri ef fólk mætti ekki í vinnu. „Ég myndi segja að 90% fólks sé nú mætt á skrifstofur og í verksmiðj- ur,“ var haft eftir stjórnarandstæð- ingi í höfuðborg Burma í gær. Hann sagði að strætisvagnar hafr gengið nær eðlilega um götur borgarinnar og er það í fyrsta sinn í rúman mánuð sem strætisvagnar hafa sést á götunum, en olíuskortur hefur ríkt í landinu vegna verkfalla í olíuhreins- unarstöðvum landsins. „Fólkið er komið til vinnu en ég býst ekki við að það muni vinna mjög skilvirkt," sagði heimildar- maðurinn. Vestrænir sendiráðsmenn telja að fólk hafi haldið til vinnu á ný af ótta við að herforingjastjórnin beitti fjöldaaftökum ef verkföll haldi áfram, enda er talið að rúmlega þúsund manns hafi fallið fyrirkúlum hermanna í Rangoonborg einni er herinn tók völdin í sínar hendur 18. september. Skæruliðar í Burma færðu sig upp á skaftið í kjölfar valdatöku hersins, enda hafa stjórnvöld þurft að kalla hermenn frá stöðvum sínum utan af landi til að fást við mótmælagöngur almennings í Rangoon og Mandalay. Skæruliðar náðu meðal annars bæn- um Mong Yang í norðurhluta lands- ins á sitt vald, en í gær lýstu yfirvöld því yfir að stjórnarherinn hefði náð bænum aftur. Kveðst stjórnarherinn hafa fellt um tvöhundruð skæruliða, en að um fimmtíu stjórnarhermenn hafi fallið. Skæruliðar kommúnista segja þessar fréttir hins vegar hina mestu firru og staðhæfa að bærinn sé enn á þeirra valdi. Reykjanes Kjördæmissamband framsóknarmanna á Reykjanesi boðar til for- mannafundar fimmtudaginn 6. október n.k. kl. 20.30 að Hamraborg 5, Kópavogi. Stjórnin. Borgnesingar nærsveitir Spilum félagsvist í Samkomuhúsinu í Borgarnesi föstudaginn 7. október kl. 20.30. Góð verðlaun. Mætum öll vel og stundvíslega. Framsóknarfélagið í Borgarnesi Virðisaukaskattur á matvöru? Almennur fundur verður haldinn um áhrif virðisaukaskatts á verð- myndun matvöru að Brautarholti á Skeiðum föstudaginn 7. okt. n.k. kl. 21.00. Frummælandi verður Gunnlaugur Júlíusson, landbúnaðarhagfræðingur frá Stéttarsam- bandi bænda. Umræður og fyrirspurnir. Fundurinn er öllum opinn. Félag framsóknarkvenna í Árnessýslu og Landssamband framsóknarkvenna Aðalfundur Framsóknarfélags Kópavogs verður haldinn að Hamraborg 5, mánudaginn 10. október kl. 8.30. Fundarefni: Venjuleg aðalfundarstörf, auk kosning fulltrúa á flokksþing. Stjómin. Austurland Kjördæmisþing framsóknarmanna á Austurlandi verður haldið í Hótel Valaskjálf Egilsstöðum dagana 14. og 15. október n.k. og hefst kl. 20.00. Nánar auglýst síðar. KSFA jl Almennir stjornmálafundir á Húsavík og Akureyri Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir alþingismaður boða til almennra stjórnmálafunda sem hér segir: Félagsheimilinu Húsavík fimmtudaginn 6. okt. kl.20.30. Hótel KEA, Akureyri föstudaginn 7. okt. kl. 20.30. Framsóknarflokkurinn. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Iðnskólann í Reykjavík er laus til umsóknar staða bókasafnsfræðings frá og með 1. desember n.k. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. nóvember n.k. Menntamálaráðuneytið t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför sonar okkar, bróður og barnabarns Hlyns Inga Búasonar Vesturbergi 9, Reykjavík Sérstakar þakkir færum við séra Sigfinni Þorleifssyni. Guð blessi ykkur öll. Hallbera Eiríksdóttir Búi Steinn Jóhannsson Elín Hrund Búadóttir Eiríkur Steinn Búason Elín Eiríksdóttir Eiríkur Guðnason Jarþrúður Ásmundsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.