Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 8

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 8
8 Tíminn Þriðjudagur 4. október 1988 Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson EggertSkúlason Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverö kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Markmið Verðjöfnunarsjóðs - Sjálfstæðismenn eru að vonum farnir að leita sér að efni til þess að byggja upp stjórnarandstöðu sína. Eitt af því, sem þeir tína til í því sambandi, er það ákvæði í nýjum bráðabirgðalögum, að Verð- jöfnunarsjóði fiskiðnaðarins sé heimilt að taka lán að fjárhæð 800 milljónir króna til greiðslu verðbóta á freðfisk og að hluta til greiðslu verðbóta á hörpudisk. Petta finnst stjórnarandstæðingum hið versta brot á „réttum“ efnahagsráðstöfunum og kalla „millifærslu“ til þess að gefa þessari ráðstöfun eitthvert það heiti, sem þeir telja vera ónefni og vísbendingu um pólitíska úthlutun á fjármagni. Þarf varla spádómsgáfu til að sjá að ýmsir sjálf- stæðismenn munu ala á þessu millifærslutali næstu vikurnar. Þessi lántökuheimild Verðjöfnunarsjóðs fisk- iðnaðarins er þó í fyllsta máta eðlileg við þær aðstæður sem nú ríkja í þjóðfélaginu. Höfuðvandi efnahagslífsins felst í því að hinar gjaldeyrisskap- andi útflutningsgreinar eru að komast í rekstrar- þrot, og á það einkum við frystiiðnaðinn, sem er í rauninni undirstöðugrein íslensks efnahagskerfis og þjóðarafkomu. Hins vegar vill svo til að frystiiðnaðurinn er áhættusöm atvinnugrein, sem á allt undir erlendum mörkuðum og markaðsverði. Frystiiðnaðurinn hefur á einu ári orðið fyrir margþættum áföllum í rekstri. í fyrsta lagi hefur frystiiðnaðurinn átt við að stríða óhagstæða gengis- þróun og misst tekjur af þeim sökum. í öðru lagi hefur orðið mikið verðfall á afurðum frystiiðnaðar- ins. í þriðja lagi hefur verðbólgan innan lands hækkað allan tilkostnað við framleiðsluna. í fjórða lagi hefur vaxtakostnaður fyrirtækja margfaldast á fáum misserum og lagst með ofurþunga á rekstur frystiiðnaðarins. Hér var því um augljósar ástæður að ræða fyrir versnandi afkomu frystiiðnaðarins. Það eru því full rök fyrir því að Verðjöfnunar- sjóður fiskiðnaðarins sé gerður virkur gagnvart frystiiðnaðinum og látið reyna á tilgang hans. Eða til hvers er verðjöfnunarsjóðurinn? Hann er örygg- isventill í hagkerfinu. Honum er ekki ætlað að vera galopinn þegar vel gengur, en til hans kann að vera nauðsyn að grípa þegar rekstraraðstæður útflutn- ingsgreina eru á því stigi sem nú er. Það er oftúlkun að nefna þessa lántökuheimild Verðjöfnunarsjóðs millifærslu og augljós rangtúlk- un að tala um að ríkisstjórnin sé að taka upp millifærslukerfi í sjávarútvegi. Þess má reyndar minnast að Þorsteinn Pálsson léði máls á því að svipuð leið yrði valin eins og nú hefur verið gripið til, en fékk því ekki framgengt í flokki sínum. Lántökuheimild Verðjöfnunarsjóðs var nauð- synleg miðað við ríkjandi aðstæður og í samræmi við tilgang sjóðsins. Hún er þó engin vísbending um að verið sé að koma á viðvarandi „millifærslu- kerfi“. GARRl lllllllllllll lllllll Af spikáti Færeyinga Ruunir munnkynsins eru murg- víslegar og veröa því fleiri sem menningin vex og vísindin breiða meira úr sér. Þetta verður ekki síst Ijóst, þegar talið berst að matar- venjum þjóðanna og hvað mönn- um sé hollt að leggja sér til munns. Matvæiaátrúnaður og hungursneyð Matvælafræðin er annars flókið mál, ekki aðeins heilsufræðilega í þrengstu merklngu, heldur þjóð- félagslega. Sem við er að búast er matvælaspursmálið, fæðuöflun mannkynsins, stærsta alþjóða- vandamálið, enda liggur fyrir að drjúgur hluti mannkynsins lifir við hungurmörk. Fréttir berast sífellt af því að fólk í heilu heimsálfunum verði hungurmorða í þúsundatali á ári hverju. Yfir þeim ósköpum yppa þó margir öxlum i velsældarþjóðfélög- um Vesturlanda, enda ræður sama afstaða hugsun og gerðum ráða- manna þar, gagnvart slíkum vanda- málum, eins og menn eru nú eftir 50 ár að lá Chamberlain forsætis- ráðherra Breta, þegar hann vék sér undan því að verja Tékkóslóvakíu fyrir ásælni Hitlers, á þeim for- sendum að furðulegt væri að Bret- ar væru að blanda sér í málefni fjarlægra landa, sem þeir þekktu ekkert og kynnu varla að nefna réttum nöfnum. Þess vegna er varla við öðru að búast en að áhugamenn um mata- ræði og heilsufar snúi sér að öðru en hungursnauð milljóna í fjarlæg- um heimshornum og eyði orku sinni í að hafa áhrif á matarvenjur fólks í sínu eigin umhverfi og segja fyrir um það hvað það eigi að éta af öllum þeim ódæmum af mat sem til falla í velsældinni á Vesturlönd- um. Boðun mataræðisstefnu fær í vaxandi mæli á sig blæ átrúnaðar á einhverjar tilteknar matartegund- ir, þar sem allur annar matur er lýstur bannhelgur. Af því að þessir boðberar matarátrúnaðar þykjast styðja sig við vísindi og niðurstöður á tilraunastöðvum, þá renna þeir rökum hollustuverndar undir bannhelgina. Gamanmál í Færeyjum Eitt svona mál er nú haft að gamanmáli i Færeyjum. Þótt Fær- eyingar séu, eins og íslendingar, að fornu fari útjaðraþjóð Evrópu- menningarinnar, þá hafa þeir á síðustu mannsöldrum færst inn fyr- ir mörk hámenningar velsældar- landanna. Fyrrum áttu Færeyingar ekki annars kost en lifa á gæðum landsins og afla sér matbjargar í samræmi við það. Þeim tókst að lifa af harðrétti aldanna með sauð- ijárrækt, fiskveiðum, bjargsigi og grindadrápi. í allt þetta reyna þeir að halda enn í dag. Svo fasthcldnir eru Færeyingar á grindadrápið, að þeir hafa grindaspik sem mikilvæg- an þátt í mataræði sínu og telja það bæði hollt og ódýrt kjötmeti. Ekki er annað að sjá en að þeim verði gott af þessum mat og bjóða heims- menningunni og matvælaátrúnaði útlendra sérvitringa birginn og halda áfram að drepa grind eins og ekkert hafi í skorist og nýta hana sér til matar. Fortölulist grænfriðunga Nú hefur það gerst, að hvalfrið- unarmenn, sem áður gerðu innrás í eyjarnar á vopnuðum skipum til þess að kúga Færcyinga í grinda- drápsmálum, hafa breytt um bar- áttuaðferð. Þeir sækja Færeyinga ekki lengur með ofbeldi, heldur ætla þeir að fá þá ofan af grindaáti og grindadrápi með fortölum, sem byggjast á vísindalegum rannsókn- um á óhollustu grindaspiks. Hafa hvalfriðunarmenn kaUað sér til að- stoðar breska matvælarannsóknar- menn, sem sýna fram á, að í grindaspiki sé slík mergð eiturefna, auk fitunnar, að þessi 45 þúsund manna eyþjóð í Atlantshafi hljóti að farga sér, ef hún sér ekki að sér. Skynsamleg matvælastefna Garri getur sagt það frændum vorum Færeyingum til hróss, að þeir taka þessum þjóðarmorðsboð- skap með æðruleysi og skopskyni. Þeir hafa enga trú á því að þjóðinni verði útrýmt, þótt hún bæti sér í munni með grindaspiksbita tvisvar til þrisvar í viku. Þeim finnst spikið bragðgott og trúa því að það sé bráðhollt. Garra finnst að Færey- ingar eigi að fá að hafa sinn matarátrúnað í friði. Þeir byggja matvælastefnu sína á þeim skynsamlega grundvelli, að fólkið éti það sem landið sjálft gefur af sér. Þessi færeyska matvælastcfna hefur auk þess almennt gildi fyrir fæðupólitík heimsbyggðarinnar. Hungrinu í heiminum verður því aðeins útrýmt, að hverri þjóð sé gert kleift að framleiða í eigin landi megnið af þeim mat, sem hún þarf sér til viðurværis. Hungrið í heim- inum stafar að verulegu leyti af því að þjóðir heimsins fá ekki frið til þess að nýta gæði sinna eigin landa fyrir íhlutun útlendra kenninga um hvað þeim sé fyrir bestu í mataröfl- un og hvcrnig nýta eigi gróðurlönd og annað lífríki til þess að halda lífi í mannkyninu. Þróunaraðstoð auðsældarþjóðanna á það til að snúast upp í andhvcrfu sína. Garri VÍTTOG BREITT Sigursæl krossför Mikið hefur verið lagt í sölurnar til að útbreiða og verja hinn sanna kristindóm. Farnar hafa verið krossferðir út á heimsenda og styrj- aldir háðar, sumar t' 30 ár og aðrar í 100 ár og hafa menn orðið helgir af vaskri framgöngu í heilögum bardögum jafnt fyrir að boða frið og fagnaðarerindi. Trúarbragðastyrjaldir höfðu yfirleitt þann tilgang að kenna trúvillingum með illu hver var hin eina og rétta túlkun orðsins og fór þar t.d. eftir því hverjir urðu sigursælli hvort páfinn í Róm er óskeikull eða ekki. Að minnsta kosti hefur fengist úr þessu skorið þótt allir séu ekki á einu máli á hvorn veginn. En það er auka- atriði. í Reykjavík hefur staðið yfir safnaðarstríð um skeið og er ekki útséð um hvort það mun standa í áratugi eða aldir. Líklegt mun þó að safnaðarskærurnar muni tæpast endast nema mannsaldur. Hver rekur hvem? Vafasamt mun að kalla þetta stríð, miklu fremur skæruhernað enda hefur heitið safnaðarskæru- liði orðið til. Söfnuður sá sem hér um ræðir er svo frír af sér að hlíta ekki yfirráðum biskups, kirkju- málaráðuneytis eða Prestafélagsins og áhöld eru um hvort hann er hallur undir guðs lög. Um hríð hefur styr staðið um safnaðarprestinn og er hann ýmist rekinn úr starfi eða brottrekstri mótmælt. Annað slagið er safnað- arstjórnin líka rekin eða að hún rekur söfnuðinn eða svoleiðis. Efnt er til mikilla fundahalda og kosn- inga um hvort hjörðin vill hafa sinn hirði eða einhvern annan og fer ávallt á sama veg að stríðandi fylkingar hrósa sigri eftir hverja atkvæðagreiðslu og túlka þær þannig að báðar hafa orðið ofan á. Um síðustu helgi var enn verið að kjósa um hvort prestur ætti að vera eða fara og eftir því sem næst verður komist kusu aðeins þeir sem vildu að prestur færi. Þeir sem ekki kusu vildu að prestur sæti áfram í sínu ónæðissama brauði og létu taka myndir af þeim sem fóru að kjósa. Þeir sem myndaðir voru og kusu á móti presti kölluðu þá í lögregluna og siguðu henni á myndatökumennina, því þeir vildu ekki láta taka mynd af sér þegar þeir voru að kjósa prestinn út úr brauðinu. Það gerir svo sem ekkert til þótt maður aðhafist eitthvað fyrir aug- liti guðs sem allir mega ekki vita um, en hitt er meira að marka ef tekin er mynd þegar verið er að sinna safnaðarstarfi. Allirfagna Þegar búið var að telja var safnaðarstjórnin mjög ánægð með niðurstöðuna, sem mun hafa verið eitthvað á þá leið að uppsögn prestsins hafi verið lögleg, en prest- urinn lýsti líka yfir mikilli ánægju þvf úrslitin sýndu að meirihluti safnaðar vill hafa hann áfram þótt mikill meirihluti þeirra sem kusu vilji hann á brott. Hér er hvorki spurt um lýðræði né guðs vilja, enda þarf þess ekki þegar svo kristilegt hugarfar svífur yfir vötnunum að allt verði mál- staðnum til blessunar, hver sem hann er og hvernig svo sem hann er túlkaður og allir fagna. Mikil og bólgin fjölmiðlun hefur þrifist í kringum allar safnaðar- skærurnar og blöð og ljósvakar verið fullir upp með viðtöl og margs kyns fréttir af líflegasta safnaðarfjöri landsins. En illa hef- ur rannsóknarfréttamönnum tekist að komast að um hvað lætin snúast og hvers vegna er svona brýnt að reka prest úr brauði eða halda honum þar. Ekki hefur heyrst orð um hvort einhver ágreiningur sé um túlkun orðsins eða hvort prestur heldur ekki helgisiðabókina í heiðri. Guðfræðin sýnist vera algjörlega utanveltu í öllum deilumálunum og ber þar á milli trúarbragða- styrjalda fyrri tíða og safnaðar- skæra nútímans. Utansafnaðarfólki koma skærurnar kannski ekkert við. En ósköp væri gaman að fá að frétta af því um hvað fólkið er eiginlega að deila og hvers vegna presturinn á bæði að fara og vera. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.