Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. október 1988 . Tíminn,. 3 Sat hest í tvo tíma mjaðmagrindarbrotin Þaö óhapp vildi til á föstudag í öðru safni Miðafréttar, þ.e. bænda á Kirkjubæjarklaustri og hluta Landbrots, að sextán ára stúlka Lilja Hrund Harðardóttir tví mjaðmagrindarbrotnaði, þegar hest- inum sem hún var á, skrikaði fótur svo hann datt og lenti hún undir honum með ofangreindum afleiðing- um. Eftir um sex tíma ferðalag komst hún fyrst undir læknishendur og hafði þá ferðast um mjaðma- grindarbrotin á hestbaki og um veg- leysur í hrauni á Land Rover. Tíminn hitti Lilju Hrund að máli á Landspítalanum, þar sem hún liggur og fer saga hennar hér á eftir: „Við höfðum lagt af stað á föstudags- morguninn í annað safn. Það var um þrjú leytið að við vorum nýkomin út úr Blágili, þar sem Stóri-Gráni, hesturinn sem ég var á, rann til, sennilega vegna þess að það var slabb á jörðinni. Ég fann að hann var að falla og henti mér þá til hliðar, en ég horfði síðan á þegar hann féll með afturendann ofaná mig,“ sagði Lilja Hrund og hagræddi sér í rúm- inu, með erfiðismunum. „Eftir það lá ég á jörðinni og hugsaði sem svo að nú væri ég örugglega hryggbrotin, enda heyrði ég brakið og brestina þegar hann ienti ofaná mér. Karlarn- ir voru ekkert á því að stoppa þarna, enda kalt og hjálpuðu mér á bak og við riðum áfram í um tvo tíma yfir hraun, inn að kofanum í Hrossár- tungum," sagði Lilja Hrund. Aðspurð um líðanina á hestbak- inu sagði hún að fyrst hefði hún verið aðeins dofin, en svo hafi sár- saukinn komið, auk þess sem hestur- inn hefði verið erfiður í taumi og fælinn vegna þess að hann hafði dottið. „Eg var svo þrjósk þegar karlarnir sögðu að þetta væri einhver aumingjaskapur í mér og ég trúði því varla sjálf að ég væri brotin og hélt því áfram að sitja hestinn. Þegar við komum í kofann í Hrossártung- um var ég borin inn og lögð í koju. Mér fannst þá sem þetta væri að líða hjá og settist upp og fékk mér að borða. Karlarnir vildu athuga þetta nánar, hvort það væri í lagi með mig og reyndu að láta mig standa í fæturna, en ég gat það ekki, nema í annan fótinn og því var ákveðið að senda mig heim. Ég var borin út í Land Rover og við hristumst til baka yfir hraunið í um einn og hálfan tíma,“ sagði Lilja. Aðspurð hvernig henni hefði liðið í þeirri ferð, sagði Lilja að hún hefði verið orðin ansi þrekuð síðasta spölinn. „Ég sat í framsætinu, hjá frænda mínum og hann hálfvegis hélt mér uppi, enda var ég orðin mjög máttlaus. Svona keyrðum við í um einn og hálfan tíma, eða þar til við vorum komin að Hellisá, þar sem sjúkrabíllinn frá Klaustri tók mig og ók mér til móts við sjúkrabíl- inn frá Vík. Þar sem læknirinn á Lilja Hrund á sjúkrastofunni á Landspítalanum. Hún var hress í bragði þegar Tímann bar að garði, en sagðist ekki mega hreyfa sig mikið á næstunni. Ttmamynd Ámi Bjarna Norödekk rall 1988: Steingrímur og Wittek öruggir sigurvegarar Steingrímur Ingason og Wittek Bogdanski þurftu lítt á 260 hestöfl- um Nissan bíls síns að hatda til að Landmælingar (slands: Minnast Björns Gunnlaugssonar Um þessar mundir eru liðin 200 ár frá fæðingu Björns Gunn- laugssonar. Af því tilefni efndi Vísindafélagið, með þátttöku Landmælinga íslands, til almenns fundar í Norræna húsinu á dögun- um. Var þátttaka góð á þessum fundi. Björns Gunnlaugssonar hefur ennfremur verið minnst með því að kort hans frá 1849 hefur nú verið endurútgefið af Landmæl- ingum íslands, með leyfi Hins íslenska bókmenntafélags. Kort- ið er endurprentað í lit í prent- smiðjunni Odda og er hið vand- aðasta. Verð kortsins er kr. 3.000,- með söluskatti og er til sölu í kortaverslun Landmælinga íslands að Laugavegi 178, Reykjavík. vinna Norðdekkrallið um helgina, síðasta rall ársins. Eftir 2 sérleiðir af 13 höfðu helstu keppinautar þeirra hætt keppni vegna bilana og óhappa. Jón Ragnarsson Islandsmeistari rallökumanna 1988 skipti á sætum við son sinn Rúnar (íslandsm. að- stoðarökumanna) sem ók af stað á 250 ha Escortinum með síðasta rás- númer, þar sem hann hafði aldrei áður keppt með stýrið í höndum. Árangurinn varð 2. sætið, frábær byrjun 18 ára pilts. Ágúst Guðmundsson er kominn vel á fertugsaldurinn, hóf rallakstur nú í ár en hann og Bjöm Hannesson áttu 3. sætið svo sannarlega skilið. Opel Kadett þeirra stenst öflugustu bílunum engan snúning, en „öld- ungurinn" Ágúst hefur geysilega fallegan stíl, sennilega vegna áratuga þjálfunar á mótorhjólum. Alveg sömu sögu er að segja af Páli Harðarsyni, sem ók 260 ha Escort sínum og Ásgeirs Ásgeirsson- ar af öryggi í þeirra þriðja ralli í 4. sætið. Sigurvegarar í flokki óbreyttra bíla urðu að vanda Óskar Ólafsson og Jóhann Jónsson á Subam turbo sem enn er næstum eins og nýr eftir hraða en áfallalausa keyrslu á 6 röllum. En rall er ekki barátta um bikara fyrir öllum. Þess vegna urðu Pétur „Pétrr" Guðjónsson og Þorbjörn Pálsson gapandi hissa á að hampa bikar fyrir sigur í flokki bíla með stærri vélar en 2 lítra, því hin aldraða bleika Chevrolet Nova þeirra er mest með til að kitla hláturtaugar áhafnar og áhorfenda. Meðal sérútbúnaðar má nefna Bake- lit-bílasíma með sveif og lifandi blómaskreytingar! Norðdekk rallið í ár einkenndist af lítilli keppni þar sem fljótt réðst skipan sæta. Þá verður að geta þeirra Elvars Magnússonar og Kristjáns Þorsteinssonar sem enda- sentust áfram á handónýtum eld- gömlum Subaru. Það er vert að gefa hinum tvítuga Elvari gaum fyrir framtíðina, enda lentu hann og Kristján í 10. sæti þrátt fyrir ótal bilanir. Síðast en ekki síst verður að geta Viðars Halldórssonar sem ásamt Gunnlaugi Ingimarssyni komu í mark í 9. sæti á gljáandi Toyotu sinni með ekkert annað en öryggisútbún- að og Norðdekk til að flýta för um rallslóða. Ókumaðurinn er nefnilega framkvæmdastjóri Gúmmívinnu- stofunnar sem hélt rallið ásamt BÍKR! Kirkjubæjarklaustri var ekki heima fékk ég enga deyfingu fyrr en ég var komin í sjúkrabílinn frá Vík á milli átta og níu um kvöldið, um fimm til sex tímum eftir að ég brotnaði. Síðan var brunað með mig á slysa- deild Borgarspítalans og þaðan var ég flutt hingað á Landspítalann," sagði Lilja. Aðspurð hversu lengi hún þyrfti að liggja á spítalanum sagði hún óvíst, „svarið sem ég fékk var, dagar, vikur, mánuður. Það verða að minnsta kosti einhverjar vikur," sagði Lilja og brosti. Öðrum megin er mjaðmaliðurinn brákaður, en hin- um megin, á ekki eins viðkvæmum stað á mjaðmagrindinni, er hún brotin. Lilja hafði rætt við hjúkrunarf- ræðingana um hvernig fara hefði átt að í þessu tilviki. Svörin voru skýr, „liggja grafkyrr og kalla á þyrlu,“ sagði Lilja Hrund, „þetta hefði allt getað farið í sundur, brotnað. Hefði getað farið mikið ver, ég var mjög heppin að ekkert skyldi fara úr skorðum." - ABÓ A Vinningstölurnar 1. október 1988 Heildarvinningsupphæð: Kr. 4.556.608,- Fimm tölur réttar kr. 2.099.588,- skiptast á 2 vinningshafa, kr. 1.049.794,- á mann. BÓNUSTALA + fjórartölurréttarkr. 364.422,-skiptastá 2 vinnings- hafa, kr. 182.211,- á mann. Fjórar tölur réttar kr. 628.578,- skiptast á 141 vinningshafa, kr. 4.458,- á mann. Þrjár tölur réttar kr. 1.464.020,- skiptast á 5.155 vinningshafa, kr. 284,- á mann. Sölustaðirnir eru opnir frá mánudegi til laugardags og loka ekki fyrr en 15 mínútum fyrir útdrátt. Leikandi og létt! Upplýsingasími: 685111

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.