Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 20

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 20
RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagöfu, S 28822 | Atjan mán. binding STRUMPARNIR a § 7,5% SfiCÍ&T) Á LJJI 1 SAMVINNUBANKINN KÆTA T Tímiiiii Ungverski miðillinn Roland Roberts miðlaði leikjum í skák Kortsnojs og Geza Maroczy, sem lést árið 1951 Kortsnoj tefldi við látinn stórmeistara Skákmeistarinn Kortsnoj er nú enn á ný kominn til íslands til þess að etja kappi við marga af sterk- ustu skákmönnum heims á heims- bikarmóti Stöðvar 2. Það fer eng- um sögum af því hvernig sovésk/ svissneski skáksnillingurinn hefur búið sig undir þær sviptingar sem t vændum eru á taflborðunum í Borgarleikhúsinu. Gera verður þó ráð fyrir að undirbúningur meistar- ans sé eins góður og best verður á kosið. Ný hlið á skákferli Kortsnojs var kynnt evrópskum sjónvarpsáhorf- endum sl. laugardag í þættinum „Eine unglaubeliche geschichte" eða „Ótrúleg saga“ á sjónvarps- stöðinni RadioLuxemborg(RTL). Þáttur þessi fjallaði um dulræna reynslu fólks og samband miðla við framliðna. Við hringborð í hljóð- veri sátu nokkrir áhugamenn og þekktir miðlar og ræddu þessi mál fram og aftur. Meðal annars kom fram í máli stjórnandans, Rainers Holbes, sem er þekktur þýskur | viðskiptajöfur, að hann hafi haft „milligöngu" um keppnisskák milli hins þekkta ungverska skákmeist- ara, Geza Maroczy, sem lést árið 1951, og Viktors Kortsnoj. Rainer leitaði liðsinnis landa Maroczys, miðilsins Roberts Roland, til að koma á þessari skák. Roland, sem er velþekktur ungverskur miðill, náði sambandi við Maroczy, sem lýsti strax áhuga á að etja kappi við sterkan núlifandi skákmeistara. ! Þetta staðfesti Roland í nefndum sjónvarpsþætti. Fyrsta vandamálið sem menn stóðu frammi fyrir, að sögn Holbes, var að fá nægilega sterkan skákmann til þess að tefla við Maroczy. Hann sagði að eftir langa leit hafi tekist að fá Kortsnoj til að tefla gegn Maroczy í þessari mjög svo óvenjulegu skák. Ekki var getið um hvernig skákin gekk til eða hvernig henni lyktaði en hinsvegar kom fram að nefndur Holbe vinnur nú að því að skrá sögu þessarar skákar og ýmiss önnur skilaboð frá Maroczy til núlifandi skákmeistara. Tíminn reyndi margítrekað í gær að ná tali af Viktor Kortsnoj til þess að bera þessa frásögn ungverska miðilsins undir hann, en án árangurs. Kortsnoj lokaði sig inni á herbergi á Hótel Holiday Inn og undirbjó sig af kostgæfni fyrir harðvítug átök gegn Elvest í fyrstu umferð heimsbikarmóts Stöðvar 2. Blaðamenn fengu þau skilaboð að Kortsnoj tefldi við látinn stórmeistara, að þvi er greint var frá í sjónvarpsstöðinni Radio Luxemborg (RTL). hann vildi ekkert við þá tala, hann mætti ekki á neinn hátt verða fyrir ónæði fyrir fyrstu skákina. Geza Maroczy fæddist árið 1870 og fór yfir móðuna miklu árið 1951, eins og áður segir. Þegar hann var upp á sitt besta, um aldamótin, þótti hann einn snjall- asti skákmaður heims. Sem dæmi má nefna að ákveðið var að hann tefldi einvígi við Lasker árið 1906 um heimsmeistaratitilinn í skák. Af því einvígi varð þó aldrei, m.a. vegna þess að ekki náðist sam- komulag um keppnisstað. Verk- fræðingurinn og stærðfræðikennar- inn Maroczy var útnefndur stór- meistari í skák árið áður en hann dó, 1950. Við hann er kennt nokk- uð snúið afbrigði af Sikileyj arvörn. Maroczy var vel þekktur í skák- heiminum fyrir fleira en að stýra taflmönnunum. Eftir að hann flutt- ist til Hollands og síðar Englands, eftir fyrri heimsstyrjöld, ritaði hann feiknin öll um skák og var virtur skákdómari. Til dæmis var hann yfirdómari í heimsmeistara- einvígjum árin 1935 og 1937 milli Aljekíns og Euwes. óþh Skipstjorinn a Guöfinnu Steinsdóttur ÁR var hætt kominn þegar báturinn fékk á sig brotsjo út af Hornafirði a laugardag: ST0DISJ0UPP UNDIR HENDUR Guöfínna Steinsdóttir AR fékk á sig brotsjó, þar sem skipið var statt út af Hornafírði síðdegis á laugardag. Sjór flæddi inn í brúna og um loftræstikerfí niður í matsal og vélarrúm hins 127 tonna stálskips. Skemmdir urðu miklar á tækjum, en átta manna áhöfn sakaði ekki. Þór Einarsson skipstjóri á Guð- finnu sagði í samtali við Tímann að það hefði verið um fimmleytið á laugardeginum sem brotið reið yfir skipið. „Við vorum með veiðarfær- in inni og að lensa undan veðrinu, þegar mikill brotsjór kom aftaná," sagði Þór. „Ég sá hvar aldan kom og tókst að setja skutinn upp í brotið, enda reiknaði ég með því að það yrði mikið.“ Gluggi í hurð á brúnni brotnaði og sjór flæddi inn í brúna, þar sem Þór var einn, og stóð hann sjóinn á tíma upp undir hendur og skemmdust flest öll tæki í brúnni. Þá flæddi einnig sj ór inn í matsal og vélasal skipsins, en vistarverur áhafnarinnar sluppu að mestu. Aðspurður sagði Þór að þetta hefði allt gerst svo hratt að ekki hefði verið tími til að verða smeykur, „það hefur liðið um mín- úta frá því að ég sé hvar brotið kemur og þar til allt er um garð gengið. Maður veit auðvitað ekki hvernig farið hefði ef brotið hefði komið á hliðina á skipinu," sagði Þór. Á þessum tíma var sunnan sjö til níu vindstig og mikill sjór. Áhafnarmeðlimirnir komu einn af öðrum upp í brúna til Þórs til að athuga hvað gerst hefði. „Það var ekki hægt að snerta á neinu í brúnni, þar sem eldglæring- ar stóðu frá öllum tækjum, eins og á jólaseríu, eftir að vatnið komst í rafmagnið. Við slógum þá út raf- magninu á brúna og handstýrðum bátnum meðan verið var að taka eitthvað af þessu dóti úr sam- bandi,“ sagði Þór. Eina tækið sem nothæft var í brúnni var kompás- inn, en skipverjum tókst að fá eitt lóran tæki til að virka, auk þess sem radarinn var nothæfur í stutt- um fjarlægðum. Aðspurður hvort siglt hefði verið til Þorlákshafnar eftir minni, sagðist Þór hafa siglt eftir stjörnunum og hló. „Við lögð- um af stað um klukkan átta um kvöldið eftir að við höfðum fengið upp staðarákvörðun hjá öðrum skipum," sagði Þór. Siglingin til heimahafnar tók á annan sólar- hring og sagði Þór að það hefði verið erfið ferð enda haugasjór alla leiðina og var Guðfinna komin til Þorlákshafnar klukkan tvö aðfara- nótt mánudags. Hins vegar hefði farið vel um þá og engum hefði Þór Einarsson skipstjóri kominn heim, situr í stofunni á heimili sínu að Fiskakvísl í Reykjavík. Tímamynd Áml Bjama. orðið meint af. Þór hefur verið skipverji á Guð- finnu Steinsdóttur ÁR í um ár, fyrst sem stýrimaður og síðar skip- stjóri. Hafsteinn Ásgeirsson útgerðar- ' maður bátsins sagði í samtali við Tímann að búið væri að taka öll tæki úr bátnum sem skemmst hefðu og væri verið að gera við þau sem hægt væri, auk þess sem verið væri að lagfæra rafkerfið. Hann bjóst við að tjónið skipti milljónum króna. Guðfinna Steinsdóttir Ár hét áður Sigurbáran og var hún þá gerðút frá Vestmannaeyjum. Skip- ið er smíðað 1978 og skömmu eftir að farið var að nota það strandaði það við Dyrhólaey og skemmdist töluvert. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.