Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 7

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 4. október 1988 Tíminn 7 Smíði togaranna fyrir Marokkómenn: Spurningin um líf eða dauða skipasmíðaiðju „Ég tel að viðbrögð stjórnvaida geti ráðið úrslitum um hvort skipasmíðar hér á landi lifi eða leggist af“, sagði Jón Gauti Jónsson framkvæmdstjóri Stálvíkur. Jón Gauti sagði að málið væri í athugun hjá iðnaðar- og fjármála- ráðuneytunum. Ráðuneytin væru að kynna sér skýrslu Stálvíkur og ósk um ríkisábyrgð vegna smíðanna. „Ég hef fengið í hendur skýrslu frá Stálvík og ég vil ekkert segja um málið og viðbrögð míns ráðuneytis í því, fyrr en ég hef athugað það,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra Tímanum. 170*200 nýstörf í skipaasmíðum Sjálf skipasmíðin er áætluð um 600 mannár sem þýðir að 170-200 manns munu starfa við hana næstu 3 ár eða til loka verkefnisins og er sá fjöldi hrein viðbót við þann mann- afla sem í greininni starfar nú. Jón Gauti sagði nokkuð víst að ýmis annar iðnaður muni tengjast verkefninu. Skipin þyrfti að búa á veiðar og hefðu Marokkómenn mik- inn áhuga á að búa þau íslenskum veiðarfærum, og gæti þar verið um að ræða sölu á veiðarfærum fyrir um 100 milljónir króna. Þá er hugsanlegt að keypt verði íslensk spil í skipin og gæti þar orðið um að ræða sölu upp á 130 milljónir króna. Skipasmíðar úr öskustónni? Þórleifur Jónsson framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna og talsmaður Félags dráttar- brauta og skipasmiðja sagði Tíman- um að nefnd FDS athugaði nú málið, en hér er um að ræða smíði 10 togara á þrem árum. Þetta væri það mikið verk að a.m.k. 3^t stærstu skipasmíðastöðv- ar landsins yrðu aða vinna að því í sameiningu. Verk af þessu tagi yrði gríðarleg lyftistöng fyrir skipasmíða- iðnaðinn í heild, en hann hefur verið í verulegri lægð undanfarin ár. Þórleifur sagði að stöðvarnar fyrir utan Stálvík sjálfa væru nú að athuga hvernig þær gætu starfað saman að þeim verkhlutum sem í þeirra hlut koma hugsanlega og hvort þær geti framleitt hlutina á því verði sem í boði er. Til hvers ríkisábyrgð? Til hvers þarf ríkisábyrgð? „Verkkaupandi greiðir inn á verksamninginn til að smíðin geti hafist. Hann verður síðan að geta verið viss um að verktakinn geti lokið verkinu eða einstökum hlutum þess. Slík ábyrgð nefnist Perform- ance bond og felst í því að ríkið tekur ábyrgð á því að verktakinn standi við skuldbindingar sínar gagn- vart kaupanda skipanna." sagði Þór- leifur. Þórleifur sagði jafnframt að komi endanlega í ljós að vcrkefnið sé hagkvæmt og tryggt, þá verði það veruleg lyftistöng fyrir iðnaðinn f landinu almennt. í tengslum við verkið gæti orðið að ræða ýmsa framleiðslu aðra. Ýmsan búnað þyrfti að setja í skip áður en þau eru tilbúin til veiða, svo sem veiðarfæri, trollhlera og mar- gvíslegan tæknibúnað, svo eitthvaö sé nefnt. Ekki væri ólíklegt að mikið af slíkum búnaði yrði keyptur hérlend- is í skipin. - sá Óskar Vigfússon var endurkjörinn formaður Sjómannasambands íslands. TimamyndiÁml Bjarna. Enn fjölgar slysum á sjó Þrátt fyrir að síðastliðin þrjú ár hafi um tvö þúsund sjómenn notið fræðslu um öryggismál, þá fjölgar slysum á sjó stöðugt, segir í ályktun um öryggis- og tryggingamál, sem samþykkt var á þingi Sjómanna- sambandsins á dögunum. 1 ályktuninni kemur fram að árið 1985 hafi slasast á sjó 454 sjómenn, 1986 496 og 1987 um 530 sem þýðir að níundi hver sjómaður slasast. Þessi mikla slysatíðni er ankanna- leg í ljósi þess að mikil umræða hefur farið fram um þessi mál og endurbætur gerðar í kjölfar hennar. „Þess vegna verður,“ segir í álykt- uninni, „að nálgast vandann um borð í skipunum, hjá áhöfninni - sjómönnunum sjálfum.“ Þá er fullyrt að: 1. - Skipin séu vanmönnuð, sem leiðir af sér ónóga árvekni. 2. - Unnið er af meira kappi en forsjá og því verkstjórnin óeðlileg og úrelt, sem leiðir af sér handvömm. 3. - Of margir skipstjórnarmenn um borð í íslenskum skipum vinna ekki samkv. 8. gr. sjómannalaga er hljóðar þannig: „Við ráðningu ný- liða skal skipstjóri sjá um að nýliðan- um sé leiðbeint um störf þau sem hann á að vinna. Ennfremur skal honum sýndur björgunarbúnaður sá og viðvörunarbúnaður sem á skipinu er og leiðbeint um grundvallaratriði við notkun þeirra.“ Óskar Vigfússon var á þinginu endurkjörinn formaður Sjómanna- sambandsins. - sá „Láttu ekki þitt eftir liggja“ 300 þúsund dósir komnar á haugana Gosdósasöfnuninni í hreinsun- arátaki Reykjavíkurborgar er lokið. Hún stóð þrjá síðustu laugardaga og var tekið á móti tómum dósum og greiddar út 2 kr. fyrir hverja. Dósa- móttakan var við allar félagsmið- stöðvar og nokkra skóla borgarinn- ar. Fyrstu tvo Iaugardagana söfnuð- ust 150 þúsund dósir en síðastliðinn laugardag tóku krakkar borgarinnar sig heldur betur á og söfnuðust þá hvorki meira né minna en tæpl. 150 þúsund dósir þannig að alls söfnuð- ust um 300 þúsund dósir að sögn Gunnars Arnar Jónssonar hjá fþrótta- og tómstundaráði. Hann sagði að ruslagámur hefði verið við hvern móttökustað og hefðu dósirnar jafnóðum veriðsettar í þá og ekið á öskuhaugana strax og söfnuninni lauk. Gunnar sagði að svo vel hefði til tekist að nú sæist vart tóm gosdós á almannafæri. Átakið hefði vonandi orðið til þess að fólk hugsaði sig nú betur um og henti síður gosdósum þar sem verkast vildi. Þá sagði hann óskandi að fram- leiðendur kæmu upp einhvers konar skilagjaldi og móttöku á dósum svipað og tíðkast erlendis. - sá Lionsklúbburinn Eir gefur enn búnaö til lögreglunnar Fjarskipta- búnaður handa fíkni- efnadeild Lionsklúbburinn Eir sem áður var lionessuklúbbur en hefur nú innan sinnan vébanda bæði konur og karla, afhenti fíkniefnadeild lögreglunnar tæki sem nýtast mun fíkniefnadeildinni við rannsóknir. Er gjöf klúbbsins að þessu sinni fjarskiptatæki, en Arnar Jensson hjá fíkniefnadeildinni sagði Tímanum að þetta væri í þriðja sinn sem klúbburinn gefur deild- inni tæknibúnað. Fyrr á árinu hefðu þær gefið deildinni tækni- Guðjón Marteinsson tvkur við gjöf lionsklúbbsins Eir úr hendi Þórhildar Gunnarsdóttur. Á myndinni eru: Arnar Jensson, Kristlaug Gunnlaugs- dóttir, Eyrún Kjartansdóttir, Steinunn Friðriksdóttir, Guðjón Maarteins- son, Þórhildur Gunnarsdóttir, Steinunn Magnúsdóttir, Friðrik G. Gunn- arsson og Guðmundur Guðjónsson. búnað sem notaður var til að útbúa fræðsluefni fyrir þá lögreglumenn sem að þessum málum starfa og sagði Arnar að velvilji og áhugi klúbbmeðlimanna á starfi deildar- innar og á fíkniefnavörnum al- mennt væri bæði virðingar- og þakkarverður - sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.