Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 15

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 4. október 1988 Tíminn 15 Himalajafjöllin eru geysistór vatnsvél, sjá þrem stórfljótum á indverska meginlandinu, Indus, Ganges og Brahmaputra, fyrir vatni sem rennur til stórra hluta Norður-Indlands, mikils hluta Pak- istans, Burma og Bangladesh. En vanþekking, ágirnd, fátækt og tregða mannanna hefur svipt þessa vél stjórninni. Stóraukinn mannfjöldi sem þarfnast sífellt meiri fæðu og lífsskilyrða gengur 'rösklega fram í að ryðja skógi af byggðarhæfum svæðum í suður- hlíðunum og auka þar með á tíðni og eyðingarmátt flóðanna, sem þessar aðgerðir hrinda af stað. Regnskógum eytt vegna þróunarverkefna skammsýnna fjármála- stofnana Eyðing regnskóganna hefur færst í vöxt, að skoðun umhverfis- sinna, vegna „skammsýnna" þró- unarverkefna, sem samtök eins og Alþjóðabankinn standa straum af fjárhagslega, en sjónarmiðin þar á bæ hafa ekki verið að vernda náttúruna í fátækustu löndum heims heldur að koma efnahags- málum þar á svipað stig og hjá þróaðri þjóðum, með því að höggva niður skóg til að rækta verðmæta uppskeru. Þegar Sir Edmund Hillary og Tensing, leiðsögumaður hans af Sherpa-æftflokki, urðu fyrstir manna til að klífa Mount Everest 1953, voru brattar hlíðar Khumbu- dalsins alþaktar dökkgrænum eini. Nú er Hillary orðinn ambassador Nýja-Sjálands í Nýju Delhi og fylgist dapur með því þegar skóg- amir eru eyðilagðir að þrem fjórðu. Skógareyðingin er alls ekki takmörkuð við hæstu tinda. Skógareyðing hefur feykt burt frjósömum jarðvegi úr hlíðunum allt frá Pakistan til Indlands, Nepal og Tíbet, og þar með hrint af stað jarðskriðum og stíflað vatnslón og ár með svo miklum aur, að þær flæða yfir bakka sína þegar þær sameinast Ganges á láglendinu, hundrað mílum fyrir neðan Eve- rest. Með sama áframhaldi verða Himalajafjðllin gróður- laus eftir 25 ár Verði haldið áfram að höggva skóg í Himalajafjöllunum í sama stíl og nú er gert verða fjöllin orðin gróðurlaus eftir 25 ár, yfirborðs- jarðvegur hefur horfið og loftslags- áhrif ógna því að ástandið á lág- lendinu, sem nú er frjósamt, verði orðið eins og í Sahel, svæðinu í Mið-Afríku sem orðið hefur þurrk- um að bráð. Sé bara talpö Um Nepal, þar sem áætlað er að i' afjöldi eigi eftir að tvöfaldast, í -nilljónir fyrir árið 2000, er skt á 120.000 ekrum lands felldur íri hverju. Hver ekra samsva^ n 0,4 hekturum. f staðinn er aðeins plantað ný- græðingi á 17.000 ekrur. Mestur hluti felldu trjánna er notaður sem eldiviður, en að öðru leyti er skógurinn felldur til að rækta upp landið til uppskeru og búfjárrækt- ar. Flóðavórn indverskra stjómvalda byggist á flóð- görðum og skaðabótum Opinberar tölur indversku stjórnarinnar segja að meira en þrjár milljónir ekra af skóglendi eyðist á hverju ári. Landið sem glatast í árvissum flóðum er 14 sinnum stærra en gerðist á 6. áratugnum. Umhverfisverndar- menn saka stjórnvöld um að láta sig engu skipta eyðingu skóganna á sama tíma og þau henda 250 milljónum dollara á ári í ófullnægj- andi flóðgarða og bætur fyrir skaða sem flóðin valda. Fyrir 5 árum mælti umhverfis- ráðuneytið með því að bann væri lagt við að fleiri tré yrðu felld í Himalajafjöllum. Það álit hefur ekki verið tekið til greina og nú er svo komið að í hagnaðarskyni hafa indverskir skógar verið lagðir svo að velli að innan við 10% upphaf- legs skóglendis er enn gróið. Flóð eru þær náttúruhamfarir sem hraðast færast í aukana. Flóð náðu til 5,2 milljóna manna á ári á 7. áratugnum og 15,4 milljóna manna á ári á 8. áratugnum. Á líðandi áratug hefur ástandið versnað margfalt og má nefna að aðeins á árinu 1984 urðu 30 millj- ónir manns fórnarlömb flóða. Árið sem nú er að líða er enn óuppgert. Panamaskurðurinn í hættu vegna skógareyðingar Áður en fólkið í Bangladesh verður búið að grafa hina látnu upp úr leðjunni, í næsta mánuði, fer fram árleg athöfn hinum megin á hnettinum. Þar fagna bændur í Brasilíu komu þurrkatímans með því að bera logandi kyndla að regnskógunum. Þar ryðja þeir land til ræktunar og búfjárræktar og þegar næsti regntími hefst, í janú- ar, munu þeir hafa brennt því sem næst 10 milljónir ekra skóglendis. Allt í þágu aukinnar nautgripa- ræktar til að uppfylla þarfir Vest- urlandabúa fyrir ódýrt hamborg- arakjöt. Ruðningur skóglendis hefur á sama tíma leitt til þess að vötn, sem hefur verið veitt til að hreinsa Panamaskurðinn, hafa fyllst af leir. Ef þessum framburði linnir ekki verður Panamaskurðurinn ónot- hæfur fyrir skipaferðir innan fárra áratuga. í Sarawak í Malaysíu eru bændur og fyrirtæki svo dugleg að fella skóg að um þetta leyti á næsta ári verður búið að fella regnskóga á landi á stærð við Wales. í Zaire í miðri Afríku eru líka stórtæk fyrir- tæki að verki við að fella frumskóg- inn í því skyni að framleiða t.d. Bændurnir eyddu regnskóginum til að planta melónum og maís. Áður en tvö ár voru liðin var jarðvegurinn líflaus, vegna þess að í hitabeltisloftslagi safnast forði flestra næringarefna í gróðrinum en ekki í jarðveginum. Eins og óhjákvæmilegt var fluttu bændurn- ir sig stöðugt um set og lögðu I leiðinni i eyði 11% af skóglendi í Rondonia-héraði. Næst á eftir akuryrkjunni stafar skógunum mest hætta af viðar- höggi. Árlega fara um 10 milljónir ekra skóglendis til eldiviðar eða viðarkolagerðar, byggingarefnis, girðingaefnis, húsgagnasmíði og húsbúnaðar. Milljónum ekra í við- bót er rutt burt til að fá land til nautgriparæktar. Þar sem rúma 5 fermetra af ræktuðu landi þarf til að framleiða nóg fóður fyrir einn hamborgara glatast a.m.k. 260 ekr- ur af regnskógi á hverjum degi. Þegar stóra bandaríska skyndi- bitakeðjan Burger King varð að svara háværum mótmælum um- hverfisverndarmanna, tilkynnti hún í fyrra að hún væri hætt að kaupa kjöt frá Mið-Ameríku. En meira þarf til að hindra áframhaldandi eyðingu skóga í heiminum en hún hefur skelfileg áhrif á loftslag og líf manna á jörðinni. Svava Halldórsdóttir sóknir leiða reyndar í ljós að á hverri mínútu hverfi 100 ekrur af regnskógi. Skógareyðing til ræktunar - landið missir frjó* semina fljótt Á síðustu 50 árum hefur ört vaxandi mannfjöldi á jörðinni orð- ið til þess að landlausir bændur hafa fengið land til ræktunar á skógi vöxnum fjöllum og í rökum regnskógum. Frá háum fjallahlíð- um bera monsúnrigningar burt jarðveg sem ekki nýtur lengur verndar trjánna, niður í rjóður í frumskóginum, landið missir frjó- semina eftir að nokkrum sinnum hefur verið sáð í það og bændurnir færa sig um set með sveðjur sínar og kyndla. Á Rondonia-svæðinu í Brasilíu var byggð hraðbraut snemma á árunum upp úr 1980 og var henni ætlað að sjá fyrir góðum samgöng- um um frumskóginn þannig að bændur þar gætu flutt afurðir sínar til hinna auðugu borga Rio de Janeiro og Brasilia. Alþjóðabank- inn veitti 400 milljóna dollara styrk til vegargerðarinnar. Landlausum bændum var sagt að þeir mættu líkkistur úr tekki og eldhúsinnrétt- rækta skika meðfram veginum, allt ingar úr mahoní. Nýlegar rann- 100 ekrur að flatarmáli. Fædd 8. júlí 1916 Dáin 26. september 1988 Andlátsfregn Svövu Halldórsdótt- ur kom okkur skyldfólki hennar ekki á óvart, því að hún hafði ekki gengið heil til skógar um all langt skeið. Fyrir um það bil ári gekkst hún undir mikla skurðaðgerð og síðan hallaði stöðugt undan fæti hvað heilsufar snerti þar til sjúkdómurinn sigraði hana. Hún andaðist á Land- spítala 26. sept. s.l. Svava fæddist á Hvanneyri í Borg- arfirði 8. júlí 1916. Voru foreldrar hennar skólastjórahjónin þau Svava Þórhallsdóttir og Halldór Vilhjálms- son. Hún ólst upp í skjóli foreldra sinna með fjórum mannvænlegum systkinum: Valgerði, Sigríði, Birni og Þórhalli á hinu fjölmenna menntasetri, þar sem eldhuginn Halldór Vilhjálmsson ruddi braut mörgum þörfum nýjungum í þágu íslensks landbúnaðar. Svava móðir hennar var hin milda, listelska og umhyggjusama húsfreyja þessa stóra sveitaheimilis þar sem allt var í föstum skorðum og fornar dyggðir í heiðri hafðar: stjórnsemi, vinnu- semi, nýtni og gestrisni eins og best getur. Börnin lærðu bænir og vers við móðurkné og var kennt að fara með ljóð og segja sögur. Ógleymanlegar eru heimsóknir okkar systkinanna í Laufási til frændfólksins í Borgarfirðinum en húsmóðirin á Hvanneyri var föður- systir okkar. Á þeim tíma, sem Svava fæddist var ófriðurinn mikli í algleymingi og syrti mjög í álinn hvað aðföng snerti og skipti forsjálni og hagsýni miklu máli, þar sem landið var að heita mátti einangrað frá umheiminum. Halldór Vilhjálmsson gerði miklar kröfur til sín og annarra og lagði þunga áherslu á að kenna nemend- um sínum að meta gögn og gæði landsins og nota þau og nýta til hagsældar allri þjóðinni. Hans kjör- orð voru: hollur er heimafenginn baggi. Þessvegna voru nægtir vista í búrunum á Hvanneyri. Væri vel ef slíkur hugsunarháttur væri ríkjandi með okkar þjóð í dag. Svava tók í arf frá móður sinni listrænt eðli og viðkvæma lund og var alltaf tilbúin að vera þeim, sem áttu í erfiðleikum til hjálpar með ráðum og dáð. Faðir hennar, hinn hagsýni maður, hvatti hana ekki til listnáms, heldur til að afla sér hag- nýtari menntunar en listnám þótti á þeim tíma. Það varð að ráði að Svava fór í verslunarskóla. Fyrst í Þýskalandi, þá aðeins 15 ára gömul og síðan í Verslunarskóla íslands. Þaðan lauk hún prófi 1934. Fjórum árum síðar, eða rétt fyrir upphaf seinni heimsstyrjaldar, lauk hún námi við húsmæðraskólann í Sorö í Danmörku. Um líkt leyti hafði Svava komist í kynni við Niels Bukh, hinn kunna íþróttafrömuð Dana og var hún um skeið nemandi í íþróttaskóla hans í Ollerup. Komst hún í úrvalsflokk á hans vegum sem ferðaðist um og sýndi íþróttir víðsvegar um Dan- mörku. Síðar sama ár, í ágúst 1938 giftist Svava unnusta sínum, Gunn- ari Bjarnasyni frá Húsavík, sem þá lagði stund á búnaðarvísindi í Bún- aðarháskólanum í Kaupmannahöfn. Þaðan útskrifaðist hann sem kand- idat 1939. Þegar heim kom gerðist Gunnar ráðunautur Búnaðarfélags Islands og varð síðan kennari við Bændaskólann á Hvanneyri frá 1947-1961, en þá varð hann skóla- stjóri Bændaskólans á Hólum til 1962. Um það leyti slitu þau hjónin samvistum. Þau Svava og Gunnar eignuðust tvo syni: Halldór'prest í Holti undir Eyjafjöllum, kvæntur Margréti Kjerúlf og eiga þau sjö börn, og Bjarna verkfræðing, sem kvæntur er Guðrúnu Kristinsdóttur. Þau eiga þrjú börn. Eftir að Svava varð ein tók hún að sér ráðskonustöðu á forsetasetrinu hjá Dóru móðursystur sinni um nokkurt skeið. Eftir það vann hún á ýmsum stofnunum. s.s. Tilraunastöð landbúnaðarins á Keldum og á barnaheimilum, en alla tíð átti vel við Svövu að umgangast börn og hlúa að þeim. Hvar sem Svava frænka fór, bar hún með sér, að hún hafði hlotið gott uppeldi og göfugt hugarfar og sem ung var hún mjög falleg kona. Vegna alls þessa er bjart yfir minningunni um hana. Við í frænd- systkinahópnum biðjum henni bless- unar og sendum fjölskyldu hennar hjartans samúðarkveðjur. Agnar Tryggvason Eiginmaður minn Albert Gunnlaugsson Þinghólsbraut 23, Kópavogi lést á Sunnuhlíð 1. október. Jarðarförin auglýst síðar. Katrín Ketilsdóttir Útför Bjargar Árnadóttur Seljalandi 7, fyrrum húsfreyju að Stóra-Hofi, Gnúpverjahreppi fer fram frá Bústaðakirkju föstudaainn 7. október kl. 13.30. Ferð verður frá Félagsheimilinu Árnesi kl. 11.30 og frá Fossnesti, Selfossi kl. 12.00. Börn, tengdabörn og barnabörn

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.