Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 2

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 2
8 naim-T 2 Tíminn b't't'r 'toobys. .t Þriöjudagur 4. október 1988 Skoðanakönnun Hagvangs á fylgi stjórnmálaflokka: Stjórnarflokkarnir bæta við sig fylgi Fylgi stjómarflokkanna þriggja í nýjustu skoðanakönnun Hag- vangs hcfur aukist miðað við síðustu kannanir og sama er að segja um fylgi Borgaraflokksins, þótt enginn þeirra nái fylginu við síðustu alþingiskosningar utan Framsóknarflokkurinn sem bætir við sig. Fylgi Sjálfstæðisflokks og Kvennalista hefur hins vegar dvínað frá síðustu könnun og er sveiflan veruleg hjá konunum. Athyglisvert er að nú var fylgið kannað eftir búsetu og kemur í ljós að réttur þriðjungur landsbyggðar- innar styður Framsóknarflokkinn, en réttur þriðjungur höfuðborgar- svæðisins stendur á bak við Sjálf- stæðisflokkinn. Um 28% höfuðborg- arbúa fylgja Kvennalista og sá flokk- ur sem fær þriðja mesta fylgi á höfuðborgarsvæðinu er Framsókn- arflokkurinn. Alþýðubandalag er eini flokkurinn sem hefur álíka mik- ið fylgi á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu og er það talið vera styrkur. Stærsti flokkurinn er áfram Sjálf- stæðisflokkurinn með 30,1%, eða nokkru meira en í kosningunum 1987. Kvennalisti er með 24%, en var með um 10% fylgi í kosningun- um og Framsóknarflokkurinn er með 21,3%, en var með um 18% í kosningunum. Þessir flokkar eru jafnframt einir um að hafa nú meira fylgi en var í kosningunum. Borgar- aflokkurinn virðist hafa misst um þriðjung af sínu fylgi yfir í Sjálf- stæðisflokkinn og mælist nú ekki nema með 3,3% fylgi, en hafði um 11% í kosningunum. A-flokkarnir svokölluðu hafa heldur bætt við sig fylgi miðað við síðustu kannanir Hagvangs, en eru enn langt undir því sem þeir fengu í kosningunum. Alþýðuflokkur mæl- ist nú með 11,4% og Alþýðubanda- lag með 8,3% fylgi. Eftir kynjum skiptist fylgi þannig að þriðjungur kvenna stendur á bak við Kvennalista, um 27% kvenna fylgir Sjálfstæðisflokki og rétt um 21% kvenna fylgir Framsókn. Þegar skipting eftir kynjum er skoðuð betur kemur í ljós að Framsóknar- flokkurinn hefur álíka mikið fylgi meðal karlmanna og er það eini flokkurinn utan Borgaraflokks sem þannig kemur út. Er það talinn styrkur fyrir viðkomandi flokk þar sem fylgi er þá ekki bundið ákveðn- um hóp. f öllum þessum tölum er miðað við þá sem afstöðu tóku. Úrtakið var 1000 manns og var könnunin gerð símleiðis dagana 21.-30. september, eða á síðustu dögum fyrrverandi starfsstjórnar. Svarprósentan var 77,3% brúttó og 84,4% nettó. Aldur þátttakenda var frá 18 ára til 67 ára og voru þeir búsettir um allt land. Þeir sem vissu ekki hverju þeir ættu að svara voru 17,1% og þeir sem neituðu að svara voru 10,6%. Þeir sem ætla að skila auðu voru 4% svarenda og er sá hópur í öðrum flokki en hinum tveimur áður- nefndu. Flokkur mannsins, Þjóðarflokk- urinn og Samtök jafnréttis og félags- hyggju fengju hver um sig innan við eitt prósent fylgi. KB Samanburður á fylgi flokkanna þar sem eingöngu er tekið tillit til þeirra sem afstöðu tóku. Umdeild atkvæðagreiösla stjórnar Fríkirkjunnar í Reykjavík: Fjórðungur mætti Atkvæðagreiðsla um uppsögn sr. Gunnars Björnssonar, frí- kirkjuprests í Reykjavík, fór fram í Ármúlaskóla um helgina. Alls eru á fimmta þúsund manns á kjörskrá og komu 1022 þeirra á kjörstað. 967 þeirra studdu þá ákvörðun safnaðarstjórnar að víkja sr. Gunnari úr starfi í sumar, en 26 lýstu sig mótfallin þeirri ákvörðun. Berta Kristins- dóttir, varaformaður, segist telja þetta ótvíræðan sigur stjórnar- innar í uppsagnarmálinu. Sr. Gunnar var einnig ánægður með niðurstöðurnar þar sem hann hafði hvatt stuðningsmenn sína til að sitja heima, eftir að fógeti hafnaði lögbannskröfu hans á þessar kosningar. Telur fríkirkjupresturinn að dræm kjörsókn gefi örugga vísbendingu um fjölda stuðningsmanna sinna, en þeir eru um eitt þúsund talsins samkæmt skráningu. KB Síldarsölusamningar: Viðræðum við Sovét frestað Viðræðum við Sovétmenn um kaup á saltaðri síld hefur verið frestað fram í miðjan október, þar sem aðeins liggur fyrir heim- ild til kaupa á 100.000 tunnum, en í viðskiptasamkomulagi Is- lands og Sovétríkjanna er gert ráð fyrir að Sovétmenn kaupi árlega 200 til 250 þúsund tunnur. Fulltrúar Síldarútvegsnefndar óskuðu eftir að viðræðurnar mið- uðust við 250 þúsund tunna kaup og töldu ófært að halda viðræðum áfram um aðeins 100 þúsund tunnur eða 50% af neðri mörkum þess magns sem viðskiptasam- komulag landanna gerir ráð fyrir. Viðræðurnar í október fara fram í Reykjavík. -ABÓ Eldsvoði á Rangár* völlum Mikill eldur kom upp í útihúsum á bænum Bakkakoti á Rangárvöllum í fyrrinótt. Dönsk stúlka, sem var að byrja í vist á bænum í fyrradag varð fyrst vör við eldinn. Vakti hún heimilisfólkið og er ljóst að það varð bústofninum til bjargar. Þegar heimilisfólkið kom í útihúsin hafði hluti af skepnunum lagst niður. Fljótlega tókst að koma öllum skepnunum út, en í fjósinu voru um 50 nautgripir og 12 hross í hesthús- inu. Ljóst þykir að eignatjón sé mikið, en að sögn bóndans kemur hann til með að eiga nóg hey handa skepnun- um í vetur, þrátt fyrir að hluti af heyinu hans hafi eyðilagst í eldinum. -ABÓ .. .. GOBAR fréttir fyrir UNGT FERÐAFÚLK Flugleiöir hafa tekið upp sérstaka nýjung í fargjöldum fyrir ungt fólk á aldrinum 12 til 21 árs í innanlandsflugi. Þessi unglingafargjöld gilda allt áriö og þeim fylgja engar kvaðir um lágmarksdvöl en hámarksdvöl er eitt ár. Farmiöarnir eru „stand by“ þannig aö ekki er hægt að bóka sætiö fyrirfram og farþegarnir eru háðir því aö pláss sé í vélinni hverju sinni. En það sem mestu máli skiptir: Þeir sem kaupa unglingafargjöld fá 55% afslátt af ársfargjaldi. FLUGLEIDIRmw Söluskrifstofur, ferðaskrifstofur og umboðsmenn um land allt. 4?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.