Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 6

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 6
6 Tíminn Þriðjudagur 4. október 1988 Miklilax hf. í Fljótum: Framkvæmdir hafnar við áframeldisstöð Áverkar á höfði 37 ára gamall Reykvíkingurfannst meðvitundarlaus við Bifreiðastöð Hafnarfjarðar aðfaranótt sunnudags með áverka á hnakka. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarlögreglu ríkisins er taiið að komið hafi til einhverra átaka sem leiddu til þessa og er búið að handtaka mann sem er í yfirheyrsl- um vegna málsins hjá RLR. Meðvitundarlausi maðurinn var fluttur á Borgarspítalann þar sem gerð var höfuðaðgerð á sunnudag. Hann er ekki kominn til meðvitund- arogertalinn í mikilli lífshættu. -ABÓ Þriggja anna starfsnám Starfsþjálfun fatlaðra hóf vetrar- starfið í annað sinn nú í byrjun september. Starfsþjálfun fatlaðra er regluleg- ur skóli, einkum ætlaður fólki sem náð hefur 17 ára aldri og fatlast hefur vegna slysa eða sjúkdóma. Skólinn leggur einkum áherslu á greinar sem koma að beinu gagni á vinnumarkaðnum en þær eru einkanlega tölvunotkun, verslunar- reikningur, bókfærsla, íslenska, enska og samfélagsfræði. Um næstu áramót útskrifast fyrsti hópurinn, 24 nemendur, frá skólan- um eftir þriggja anna nám og verður því nýr hópur tekinn inn í janúar 1989 og er innritun í þann hóp nú að hefjast. Umsóknarfrestur í hópinn er til 1. nóvember n.k. Starfsþjálfun fatlaðra er til húsa í Hátúni 10A á efstu hæð. - sá Stórframkvæmdir eru nú að hefj- ast hjá fiskeldisfyrirtækinu Miklalaxi hf. í Fljótum. Þessar frmkvæmdir miðast við að byggja upp eldisrými fyrir nær alla seiðaframleiðslu fyrir- tækisins og mun framleiðslugeta Miklalax verða um 800 tonn af laxi á ári þegar þau mannvirki sem nú er verið að ráðast í, komast að fullu í gagnið. Áframeldisstöðin er byggð í landi Hrauna skammt frá Miklavatni, þar verða byggð 11 eldisker alls 17 þúsund rúmmetrar að stærð. Einnig dælu- og lagerhús, sláturhús og ýmis aðstaða fyrir starfsfólk. Sjó í eldisker verður dælt úr Miklavatni en Miklavatn, sem er mikið blandað af sjó, hentar mjög vel til fiskeldis að mati sérfróðra manna. Aðeins verður byggt það allra nauðsynlegasta í haust til að koma þeim 350-400 þúsund gönguseiðum, sem nú eru í eldi í Miklavatni, á land, en áætlað er að byrja aftur af fullum krafti í vor þannig að fram- kvæmdum verði að mestu lokið næsta haust. í samtali við Reyni Pálsson, fram- kvæmdastjóra Miklalax hf., kom fram að þessi uppbygging mun kosta verulegar fjárhæðir. Byggðastofnun mun lána 67% af stofnkostnaði. Einnig verður hlutafé Miklalax hf. aukið um 40 milljónir króna. Reynir sagðist vonast til að þjóðin færi að gera sér ljósa þá gríðarlegu mögu- leika sem fælust í fiskirækt og fisk- eldi. Hann sagðist ætla að fiskeldið væri sú atvinnugrein sem í framtíð- inni væri líklegust til að skapa þjóð- arbúinu auknar tekjur. Reynir sagði ljóst að mörg fiskeld- isfyrirtæki ættu nú í verulegum rekstrarerfiðleikum. Bankar hefðu ekki treyst sér til að fjármagna þennan rekstur að því marki sem þurfi að hans mati, en það er 60-70% af brúttóverðmæti fisksins. Reynir sagði að ef fiskeldisfyrirtækjum yrði ekki tryggt rekstrarfé á viðráðanleg- um kjörum óttaðist hann að stórslys yrði í þessari atvinnugrein á næst- unni þar sem mörg fyrirtæki kæmust hreinlega ekki með dæmið til enda að óbreyttu ástandi. ÓÞ Fljótum. Leikritasamkeppni LR í tilefni opnunar Borgarleikhúss: 600 þúsund fyrir leikrit Leikfélag Reykjavíkur efnir til leikritasamkeppni í tilefni af opnun hins nýja Borgarleikhúss. Veitt verða tvenn verðlaun, ann- ars vegar fyrir barnaleikrit, en hins vegar fyrir óskilyrðisbundið verk. Fyrstu verðlaun í hvorum flokki verða þrjú hundruð þúsund krónur, en að öðru leyti hefur dómnefnd frjálsar hendur um skiptingu verð- launa. Verðlaunaupphæð er alls ein mill- jón króna og er bundin lánskjaravísi- tölu nóvembermánaðar 1987. Dómnefndina skipa Hallmar Sig- urðsson, leikhússtjóri, Hafliði Arn- grímsson, sem tilnefndur er af Rit- höfundasambandi fslands, ogSigríð- ur Hagalín leikari. Verðlaunin verða óháð höfundar- launum ef verkin verða valin til flutnings hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, en félagið áskilur sér forgangsrétt til flutnings allra verka sem berast í samkeppnina. Skila skal leikritum undir dulnefni og skal rétt nafn höfundar fylgja í lokuðu umslagi merktu með dul- nefninu. - sá Frystihús loka af misjöfnum ástæðum: STARFSM ANNASK0TUR REKSTRARFJÁRSKORTUR „Það hefur verið erfitt að fá starfs- fólk til vinnu í frystihúsinu og stjórn- endur Hraðfrystihúss Keflavíkur hafa verið að athuga hvernig við verði brugðist. Ein hugmyndin var að skipta á skipum við Sauðárkróksbúa; þeir fengju togarana okkar, Bergvík og Aðalvík, en við togarann Drangey, sem er frystitogari. Það hefur þó engin ákvörðun verið tekin enn,“ sagði Héðinn Eyjólfsson fram- kvæmdastjóri Hraðfrystihúss Kefla- víkur. Meðan Hraðfrystihús Keflavíkur er í erfiðleikum vegna skorts á starfsfólki hefur þremur öðrum frystihúsum á Suðurnesjum verið lokað vegna rekstrarörðugleika. Þau eru Hraðfrystihús Grindavík- ur, Hraðfrystihús Þórkötlustaða í Grindavík og Stokkavör í Keflavík. Hafa um eitt hundrað manns misst vinnu sína vegna lokananna. sa Eins og þeim sem fylgdust með setningu heimsbikarmóts Stöðvar 2 í skák á sunnudagskvöld er kunnugt, var mikið um dýrðir á Hótel íslandi, cnda stórstirni úr skákheimi sjaldan verið jafn mörg samankomin á einn og sama staðinn. Dropateljara var ekki boðið til þessarar hátíðar frekar cn öðrum almúgamönnum en fylgdist hins vegar grannt með bæði kynn- ingunni, drættinum og síðan ögr- andi dansi tveggja para úr dans- skóla. Nú heyrist hins vegar að sjónvarpsáhorfendur hafi misst af aðal skemmtiatriðum kvöldsins sem hafi verið óvænt uppákoma við eitt háborðið þar sem m.a. sátu til borðs forsætisráðherra, utanrík- isráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík. Segir sagan að borgar- stjórinn hafi ekki getað stillt sig um að senda utanríkisráðherra nokkur skeyti en sent kunnugt er hefur þátttaka Alþýðuflokksins í ríkis- stjórninni farið mjög fyrir brjóstið á mörgum sjálfstæðismönnum. Utanríkisráðherra mun hins vegar ekki talið ástæðu til þess að láta borgarstjórann eiga neitt inni hjá sér og svarað fullum hálsi. Mögnuðust nú orðhnippingar og fleiri lögðu orð í belg. Var sagt að sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 hafi verið farinn að tvístíga enda veislugestir farnir að bíða eftir að hnefi færi á loft. Svo fór þó ekki, en þegar dropateljari spurði heimildarmann sinn hvernig honum hafi fundist skemmtiatriðin á sviðinu sagðist hann ekkert hafa tekið eftir þeim! Þarna voru þvf sannkallaðir senu- þjófar á ferð. Moggi tekur við úrsögnum Kona að nafni Olga Guðrún hefur sagt sig úr Alþýðubandalag- inu og þar mcð stjórn Ásntundar- safns þar sem henni geðjast ekki að stjórnarþátttöku flokksins. Hún ber því við að sósíalískum flokki að virða að vettugi samningsrétt launafólks. (Einhvern veginn hefur saga sóstalismans s.L sjö áratugina farið fram hjá blessaðri konunni ef hún heldur að sósíalísk stjórn og samningsréttur launafólks fari endilega saman). Fyrrum félagi tilkynnti úrsögn- ina í Mogga, sem andagtugur flytur fréttina og kemur á framfæri við þjóðina hve þungbær þessi ákvörð- un Olgu Guðrúnar var. Það er ekki eingöngu Olga Guðrún sem stendur á pólitískum vegamótum heldur hefur Mogga bæst enn eitt hlutverkið. Blaðið er farið að taka við úrsögnum úr Alþýðubandalaginu og þungbær- um andvörpum brotthlaupinna fé- laga. Ekki er vitað hvort blaðið er líka farið að taka við innritun nýrra félaga, en þeir sem áhuga hafa geta rcynt að snúa sér til Mogga og fengið blaðið til að birta fréttir um inngönguna í Alþýðubandalagið og hástemmdar skýringar á hvers vegna nýju félagarnir ganga til liðs við nýbakaðan stjórnarflokk. Svo væri reynandi fyrir þá sem hyggjast ganga úr Verði eða Hvöt að fá Þjóðviljann til að tilkynna þjóðinni allt um þær þungbæru ákvarðanir. Kátur hjartsláttur Mörgum varð léttir að stjórnar- skiptunum í s.l. viku og er Grímur S. Norðdahl, Úlfarsfelli, meðal þeirra, en honum varð að orði þegar stjórnarskiptin voru komin um kring: Heilbrigð stjórn nú hefur tekið sæti. Hjarta íslands aftur slær með kæti. Mót rcntuokri mun nú spyrnt við fæti, minnkuð bölvuð frjálshyggjunn- ar læti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.