Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 11

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 11
10 Tíminn Þriðjudagur 4. október 1988 Þriðjudagur 4. október 1988 TírTiinn 1i 1500 m hlaup. Kenýamaður- inn Peter Roiio kom mjög á óvart og sigraði í 1500 m hlaupinu. Hann hljóp á 3.35,96 mín. Bretinn Peter Elliot varð annar á 3.36,15 mín. og A-Pjóðverjinn Jens Peter Herold varð þriðji á 3.36,21 mín. Steve Cram frá Bretlandi varð að láta sér lynda 4. sætið 3.36,24 mín. í 1500 m hlaupi kvenna sigraði rúmenska stúlkan Paula Ivarr á 3.53,96 mín. sem er nýtt Ólympíumet. Kringlukast. Heimsmethaf- inn í kringlukasti karla, Júrgen Schult frá A-Þýskalandi sigraði með yfirburðum í greininni, kastaði 68,82 m. Romas Ubartas hlaut silfrið og Rolf Danneberg hreppti bronsverð- launin. Kúluvarp kvenna. Það voru miklir kvenskörungar sem leiddu saman vöðva sína í kúluvarpi kvenna. Þær hefðu ekki unnið mörg verðlaun 'ef hér hefði verið um fegurðarsamkeppni að ræða, en það er annað mál. Sovéska stúlkan Nat- alya Lisovskaya hafði yfirburði, enda er hún heimsmeistari í grein- inni. Hún kastaði 22,24 m. Önnur varð Kathrin Neimke frá A-Þýska- landi með 21,07 m og þriðja varð Li Meisu frá Kína með 21,06 m. 5000 m hlaup karla. Ken- ýamenn unnu enn einn sigurinn í hlaupagreinum á ÓL, þegar John Ngugi sigraði í 5000 m hlaupi. Hann sigraði með yfirburðum á 13.11,70 mín. V-Þjóðverjinn Dieter Baum- ann varð annar og A-Þjóðverjinn Hans Jörg Kunze varð þriðji. Boðhlaupin. Eftir að banda- ríska sveitin var dæmd úr leik í 4x100 m boðhlaupi, kom sigurinn í hlut Sovétmanna sem hlupu á 38,19 sek. Breska sveitin varð önnur á 38,28 sek. og sú franska varð þriðja á 38,40 sek. „Flo-Jo“ (Florence Griffith Joyn- er) vann sín þriðju gullverðlaun á leikunum er bandaríska sveitin sigr- aði í 4x100 m boðhlaupi kvenna. Sveitin hljóp á 41,98 sek. A-Þýska sveitin varð önnur á 42,09 sek. og sú sovéska á 42,75 sek. Ekki tókst „Flo-JO“ að krækja í sín fjórðu gullverðlaun á leikunum, þvf bandaríska sveitin með hana innanborðs varð í öðru sæti í 4x400 m boðhlaupinu á 3.15,51 mín. Það var sovéska sveitin sem sigraði á 3.15,18 mín. sem er nýtt heimsmet. Bronsið fékk sveit A-Þýskalands á 3.18,29 mín. Bandaríska sveitin hafði yfirburði í 4x400 m boðhlaupi, enda unnu Bandaríkjamenn öll verðlaunin í 400 m hlaupinu. Sveitin hljóp á 2.56,16 mín. í öðru sæti varð sveit Jamiaka á 3.00,30 mín. og sveit V-Þýsklands varð þriðja á 3.00,56, mín. Blak. Bandaríkjamenn unnu þó eina boltagrein á ÖL. Þeir sigruðu Sovétmenn í úrslitaleiknum í blaki karla, 3-1. Sovétmenn sigruðu fyrstu hrinuna 15-13, en Bandaríkjamenn unnu aðra hrinuna 15-10 og þá þriðju 15-4. Fjórðu hrinunni lauk með sigri Bandaríkjamanna 15-8. Argentínumenn sigruðu Brasil-, íumenn í úrslitaleik um bronsverð- j launin, 3-2. Knattspyrna. Sovétmenn komu fáum á óvart með því að sigra í knattspyrnukeppni ÓL. Þeirþurftu þó framlengingu til þess að knýja fram sigur á Brasilíumönnum, 2-1. Tveimur leikmönnum var vísað af leikvelli í framlengingunni, einum úr hvoru liði. Bronsverðlaunin féllu í skaut V- Þjóðverja, sem sigruðu ftali 3-0. Tennis. Steffi Graf frá V-Þýska- landi varð Ólympíumeistari í ein- liðaleik kvenna. Gabriela Sabatini frá Brasilíu fékk silfrið og Zina Garrison frá Bandaríkjunum fékk bronsið. í einliðaleik karla sigraði Miloslav Mecir frá Tékkóslóvakíu, annar varð Tim Mayotte frá Banda- ríkjunum og Svíinn Stefan Edberg varð þriðji. Körfuknattleikur: Vítanýtingin varð ÍR-ingum að falli Körfuknattleikur: Sturla Örlygsson fráköst. átti góðan leik fyrir ÍR i sínum fyrsta leik með Iiðinu í deildarkeppni, og skoraði 18 stig og hirti 9 Tímamynd Gunnar. Framlengingu þurfti til að knýja fram úrslit í leik KR og ÍR í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Hagaskóla á sunnudags- kvöld. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 57-57, en KR-ingar höfðu betur í framlengingunni og sigruðu 65-60. Leikur KR og ÍR var tvímælalaust leikur 1. umferðar Flugleiðadeildarinnar. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu og hefði sigurinn hæglega getað lent hjá ÍR. ÍR-ingar höfðu fumkvæðið framan af og leiddu 15-11 um miðjan fyrri hálfleikinn. KR-ingar tóku þó við sér með þriggja stiga körfu Mattíasar Einarssonar. A síðustu sekúndu fyrri hálfleiks voru KR-ingar komnir með 10 stiga forskot 32-22. KR-ingar héldu forystunni fram í miðjan síðari hálfleik, staðan breyttist úr 46-42 fyrir KR í 51-46 fyrir ÍR. Á þessum 5 mínútna kafla skoruðu KR-ingar ekki eitt einasta stig, meðan ÍR-ingar gerðu 9 stig. Þegar tæpar 4 mínútur voru til leiksloka höfðu ÍR-ingar forystuna 55-51, en KR- ingar gerðu 3 körfur í röð og komust í 57-55. Sturla Örlygsson þjálfari ÍR jafnaði leikinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok, 57-57. í framlengingunni voru KR-ingar sterk- ari aðilinn, en ÍR-ingar fengu færi til þess að jafna leikinn þegar 10 sekúndur voru eftir og munurinn var 3 stig. ÍR-ingar náðu ekki þriggja stiga skoti, misstu boltann og Birgir Mikaelsson innsiglaði 65-60 sigur KR. KR liðið náði sér ekki á strik í þessum leik gegn sterkri vörn ÍR. KR-liðið, sem hefur skorað mikið úr hraðaupphlaupum í Reykjavíkurmótinu, skoraði fá stig á þann Ólympíuleikarnir í Seoul: Leikar vonbrigða fyrir íslendinga Nú þegar 24. Ólympíuleikunum í Seoul er lokið vakna ýmsar spurningar um frammistöðu okkar 32 keppanda á leikunum. í fáum orðum sagt er framganga íslensku keppendanna á leikunum ein allsherjar vonbrigði fyrir íslendinga, þó sérstaklega í Ijósi þess að aldrei höfum við gert meiri kröfur en nú, enda standa margir íslenskir íþrótta- menn framarlega í greinum sínum. SXX], Maraþonhlaup. ítaiinn Ge- lindo Bordin sigraði nokkuð óvænt í maraþonhlaupinu á 2,10,32 klst. Silfrið fékk Keníamaðurinn Douglas Wakiihuri á 2.10,47 klst. og Ahmed Seleh frá Djibouti vann bronsið á 2.10,59 klst. Handknattleikur. sovét- menn unnu öruggan sigur á hinu stórskemmtilega liði S-Kóreumanna í úrslitaleik handknattleikskeppni ÓL. Úrslitin urðu 32-25, eftir að staðan í hálfleik vár 17-11 fyrir Sovétmenn. Júgóslavar unnu Ungverja 27-23 í úrslitaleik um bronsið. Frjálsar íþróttir Mest eru vonbrigðin með frammi- stöðu frjálsíþróttamannanna. Einar Vilhjálmsson missti naumlega af sæti í 12 manna úrslitum spjótkastkeppn- innar og vantaði aðeins 8 sentimetra þar uppá. Aðrir keppendur voru mjög langt frá sínum besta árangri og spurning hvort þetta fólk átti allt erindi til Seoul. Frammistaða sumra keppendanna var hreint og beint til skammar. Sund Þótt ekki þætti árangur íslensku sundmannanna upp á marga fiska í fyrstu, þá er hann með því besta sem gerðist í Seoul. 6 ný íslandsmet litu dagsins ljós og varla er hægt að fara fram á meira. Þó skal haft í huga að tímarnir eru ekki í háum gæðaflokki, þannig að segja má að lélegir tímar verði smám saman skárri. Þó eru sundmennirnir þeir einu sem eiga hrós skilið af þeim keppendum sem tóku þátt í einstaklingsgreinum á leikunum. Frammistaða Eðvarðs Þórs Eð- varðssonar er þó nokkuð sér á báti. Furðulegt er að heyra mann sem verið hefur á opinberum styrkjum í lengri tíma, segja að hann hafi ekki haft tíma til að æfa sem skildi. Siglingar íslensku siglingamennirnir sem kepptu í Pusam stóðu sig þokkalega, en þeim tókst þó ekki að verða um miðjan hóp, eins og oft er talað um að íslensku keppendurnir ættu að vera. Þeir munu þó örugglega hafa lært mikið af þátttökunni og munu miðla öðrum af reynslu sinni og hafa verður í huga að siglingaíþróttin er mjög ung á íslandi, en í örum vexti. Júdó Eftir að Bjarni Friðriksson vann það afrek að vinna bronsverðlaun í Los Angeles, var pressan meiri á Bjarna að hann stæði sig vel í Seoul. Bjarni var mjög óheppinn með mót- herja og glímdi við þann kappa, er í lokin vann gullverðlaunin, í fyrstu umferð. Gullverðlaunahafanum tókst ekki að skora stig á móti Bjarna, en var dæmdur sigur þar sem dómarar töldu að hann hefði sótt meira. Ekki voru allir á eitt sáttir með þann dóm. Sigurður Bergmann tapaði í fyrstu umferð. Frammistaða Bjarna var hon- um til sóma í Seoul. Handknattleikur íslenska landsliðið í handknattleik olli miklum vonbrigðum á leikunum. Liðið lék illa í flestum leikjum sínum og náði aðeins góðum leik gegn A- Þjóðverjum í leik um 7. sætið. Liðið var óheppið að tapa þeim leik og lenda í 8. sæti. Vonbrigðin eru þó aðallega vegna leikjanna gegn Svíþjóð og Sovétríkjunum, en báðar þessar þjóðir voru þó gæðaflokk ofar ís- lenska liðinu á leikunum, þrátt fyrir að íslenska liðið sé nýbúið að sigra þær báðar. Miðað við þær væntingar og yfirlýsingar af hálfu HSÍ, fyrir leikana, var niðurstaðan áfall fyrir liðið. Kröfurnar Kröfurnar um að íslensku íþrótta- mennirnir stæðu sig vel í Seoul voru einfaldlega of miklar. Það afsakar þó ekki nema að hluta til lélegan árangur. Spurningin hvort ekki hefði verið betra að senda færri keppendur á leikana verður æði áleitin svona eftirá. Margir þeirra keppenda sem kepptu í Seoul, höfðu hreinlega ekkert þangað að gera. Fyrir næstu leika í Barcelona 1992, þarf að vanda valið enn frekar, og senda ekki keppendur sem vitað er að eiga ekki möguleika á að verða fyrir ofan miðju á afrekaskránni. Betri eru gæði en magn þegar á Ólympíuleika er komið. Þá má ekki gera of miklar kröfur til okkar íþróttamanna, við eru jú fá- menn þjóð og við getum ekki gert kröfu til þess að vinna til verðlauna á Ólympíuleikum. Þegar það svo gerist að íslenskir íþróttamenn vinna til verðlauna á ÓL, er það stórkostlegt, en ekki sjálfsagt, þó íþróttamaðurinn væri búinn að ná góðum árangri áður. BL hátt, því í R-ingarnir voru snöggir í vörnina og héldu hraðanum niðri. í sókninni leit- uðu þeir ekki nógu mikið að ívari Webster, sem hitti mjög vel í leiknum. KR-vörnin var einnig sterk og ívar átti ófá varnarfrá- köstin. fvar átti mjög góðan leik fyrir KR í þessum leik, en þeirra besti maður var samt Mattías Einarsson, sem skoraði margar körfur á mikilvægum augnablikum. Ólafur Guðmundsson hrakfallabálkurinn mikli í KR-liðinu, brá ekki út af vananum í þessum leik og meiddist í upphafi leiksins. í upphafi síðasta keppnistímabils varð hann fyrir alvarlegum meiðslum á hné og gat ekki leikið með meira á því keppnis- tímabili. Meiðslin á sunnudagskvöld voru sem betur fer ekki eins alvarleg, Ólafur fékk skurð á augabrún og ætti ekki að missa úr leik af þeim sökum. LiðÍR, sem tapaði fyrir KR í Reykjavík- urmótinu með yfir 20 stiga mun sýndi það í þessum leiki að það er líklegt til þess að hirða stig af flestum liðum í deildinni. Aðeins herslumuninn vantaði í þessum leik til þess að sigur ynnist. Grunnástæðan kann að vera sú að liðið hitti aðeins úr 5 vítaskotum af 15, 33,3 % hittni, sem er mjög lélegt. Þá var hittni bakvarða liðsins afspyrnuléleg og hafði sitt að segja um úrslit leiksins. Það eru örugglega ekki mörg lið í Flugleiðadeildinni sem hafa öðru eins frákastaliði á að skipa og ÍR- liðið. Þeir félagar Sturla Örlygsson, Ragn- ar Torfason, Björn Steffensen og Jóhannes Sveinsson hirða bókstaflega öll varnarfrá- köst og ívar Webster átti ekki möguleika í sóknarfráköstin gegn þeim félögum. Fyrrnefndir leikmenn ÍR áttu allir góðan leik í fyrrakvöld og héldu liðinu algjörlega uppi. Bæði þessi lið eiga örugglega eftir að blanda sér í baráttuna um fjórða sætið í deildinni og þar með Saga-class úrslitin. BL Leikur KR-ÍF Lið: ÍR Nöfn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Sticj BjörnS. 94 _ 1 5 2 1 - 8 Karl 2-0 - - - - - - 0 Sturla 11-5 1-1 2 7 3 - 18 Ragnar 17-8 - - 8 - 1 - 16 Jóhannes 17-5 1-0 - 7 2 3 - 11 Bragi 3-0 _ - i - - - 0 Jónörn 13-3 3-0 - 2 3 2 - 7 Leikur: KR-ÍF L ð:KR Nðtn Skot 3.SK SFK VFK BT BN ST Stig Gauti _ _ - 1 4 - _ 0 Jóhannes 16-4 1-0 - 3 6 3 2 15 Linis V. 4-2 - 1 3 2 - - 9 LárnsÁ. 2-0 - - 3 3 - - 0 Matthias 9-5 3-2 1 1 2 3 2 16 Birgir 10-4 - 1 - 2 2 8 lvar 11-5 - 2 12 - 3 1 13 Ólafur 1-0 - - - - - 0 Arni 5-2 - - 2 - - - 4 SFK = sóknarfráköst VFK = vamarfráköst BT = bolta tapað BM = bolta náð ST = stoðsending Körfuknattleikur: Akureyringar í kennslustund Grindvíkingar unnu léttan sigur á Þórs- urum frá Akureyrí ■ Flugleiðadeildinni í körfuknattleik á sunnudagskvöld, 116-72, eftir að staðan í hálfleik var 58-38 heimam- önnum í vil. Grindvíkingar hófu leikinn af krafti og náðu strax undirtökunum. Eftir nokkurra mín. leik var staðan orðin 20-4. Munurinn jókst smátt og smátt eftir því sem á leið, og í lokin var munurinn 44 stig, 116-72. í Grindavíkurliðinu voru þeir Guð- mundur Bragason og Ástþór Ingason góðir, en Ástþór lék sinn fyrsta leik í deildarkeppni fyrir UMFG í þessum leik. í Þórsliðinu bar mest á þeim Guðmundi Björnssyni og Konráð Óskarssyni. Stig: UMFG: Guðmundur Bragason 36, Ástþór Ingason 21, Jón Páll Haraldsson 18, Eyjólfur Guðlaugsson 11, Rúnar Árna- son 8, Sveinbjörn Sigurðsson 7, Ólafur Jóhannsson 6, Óli Björn Björgvinsson 5, Guðlaugur Jónsson 2 og Steinþór Helga- son 2. Þór: Guðmundur Björnsson 18, Konráð Óskarsson 13,Björn Sveinsson 12, Jóhann Sigurðsson 9, Eiríkur Sigurðsson 8, Kristj- án Rafnsson 5, Stefán Friðleifsson 4, Aðalsteinn Þorsteinsson 2 og Þórir Guð- laugsson 1. BL Körfuknattleikur: Pressuvörn Vals sló Stúdenta út af laginu Valsmenn unnu yfírburðarsigur á Stú- dentum í Flugleiðadeildinni í körfuknatt- leik á sunnudagskvöld, 114-47, eftir að staðan ■' hálfleik var 42-17. Valsmenn léku stífa svæðispressu mest allan leikinn og Stúdentar áttu í miklum erfiðleikum með að komast fram yfir miðju. „Við brotnuðum alveg niður gegn pressuvöminni og áttum hreinlega ekkert svar við henni. Við höfum ömgglega tapað boltanum 40 sinnum í hendurnar á Vals- mönnum í þessum leik,“ sagði Valdimar Guðlaugsson þjálfari Stúdenta, um leik- inn. „Við emm ennþá á 1. deildarplaninu og það tekur tíma að vinna sig upp úr því. Við emm ekki búnir að gefast upp, en veturinn verður erfiður," sagði Valdimar. Stig Válsmanna skoruðu: Svali Björg- vinsson 21, Hreinn Þorkelsson 17, Mattfas Matti'asson 16, Tómas Holton 16, Einar Ólafsson 11, Þorvaldur Geirsson 10, Hann- es Haraldsson 10, Bárður Eyþórsson 9 og Ragnar Þór Jónsson 4. Stig ÍS gerðu: Valdimar Guðlaugsson 12, Jón Júlíusson 7, H. Ágúst Jóhannesson 6, Páll Arnar 5, Auðunn Elísson 4, Þor- steinn Guðmundsson 4, Sólmundur Jóns- son 3, Heimir Jónsson 2, Kristján Oddsson 2, og Hafþór Óskarsson 2. BL Keflvíkingar í fjarskipta- erfiðleikum Frá Margréti Sanders fréttamanni Tímans: ÍBK sigraði Tindastól 97-67 í Flugleiðadeildinni í körfuknattleik í Keflavík á sunnudag, staðan í hálfleik var 39-36 fyrir IBK. Guðjón Skúlason skoraði fyrstu stig íslandsmótsins, en Valur Ingi- mundarson kom síðan Tindastól yfir 2-4 og var það í eina skiptið í leiknum sem Sauðkrækingar leiddu. Þeir hleyptu þó Keflvíking- um aldrei langt frá sér í fyrri hálfleiknum og um miðjan hálfleik- inn var staðan 22-21. Staðan í hálfleik var, eins og áður sagði, 39-36. Keflvíkingar áttu í miklum vand- ræðum með fráköst í fyrrí hálfleik, en þeir komu inná sem nýtt lið í síðari hálfleik og byrjuðu af mikl- um krafti, breyttu stöðunni úr 45-40 í 61-42. Þessi munur hélst þar til tvær mínútur voru til leiks- loka, þá áttu Keflvíkingar góðan endasprett og sigruðu 97-67. Jón Kr. Gíslason var bestur Keflvíkinga en auk þess að skora 19 stig átti hann fjölda sendinga sem gáfu körfu. Valur Ingimundar- son var bestur Tindastólsmanna og átti mörg fráköst og var drjúgur í stigaskorí. Einnig var Björn Sig- tryggsson drjúgur í fyrri hálfleik. Eyjólfur Sverrisson er nýbyrjað- ur að æfa með liðinu, en hann hefur verið á fullu í knattspyrn- unni, meðal annars ■' 21 árs lands- liðinu. Hann kom þó inná í síðari hálfleik og stóð sig vel. Dómarar voru þeir Krístinn Al- bertsson og Helgi Bragason og ekki orð um þá meir. Þjálfarí Keflvíkinga, Lee Nober, var ekki á bekk Keflavíkurliðsins í þessum leik, hann fékk rautt spjald í Reykjanesmótinu og var því í leikbanni. Hann gerði þá athygl- isverða tilraun til þess að hafa stjórn á liðinu, var á áhorfenda- pöllunum með talstöð, en á bekkn- um var önnur talstöð. Þetta athæfí þjálfarans var þó stöðvað í fæð- ingu. Athyglisverður náungi þjálf- ari Keflvíkinga. Stigin: ÍBK: Sigurður Ingimund- arson 21, Jón Kr. Gíslason 19, Guðjón Skúlason 16, Axel Niku- lásson 15, Albert Óskarsson 14, Falur Harðarson 8, Magnús Guð- fínnsson 4. Tindastóll: Valur Ingimundar- son 26, Björn Sigtryggsson 15, Eyjólfur Sverrisson 13, Kári Marís- son 5, Haraldur Leifsson 3, Guð- brandur Stefánsson 3, Sverrir Sverrísson 2. BL Enska knattspyrnan: Millwall eitt á toppnum Lið Millwall, sem í ár leikur í fyrsta sinn í 103 ára sögu félagsins í l.deild, er komið i toppsæti ensku knattspyrnunnar, eftir leikina á laugardag. Millwall fékk QPRI heimsókn á laugardag. Markaskorarinn mikli, Tony Cascarino, skoraði fyrsta markið fyrir Millwal! eftir 12 mín- útur, en gamli maðurinn Trevor Francis jafnaði á 32. mín. Cascar- ino kom Millwall yfir að nýju á 37. mín. og hinn framherjinn, Terry Hurlock bætti þriðja markinu við tveimur mínútum stðar. Martin Allen minnkaði muninn á 71. mín. en Trcvor Francis mistókst að jafna leikinn, er hann misnotaði vítaspyrnu. spyrnu á 83. mín. Sannarlega óvænt úrslit, því Newcastle var slegið út úr deiidarbikarkeppninni í síðustu viku, 3-0, af 3. dcildarliði Sheffield United. Manchester United lék gegn Tottcnham á White Hart Line. Fjörugum leik lauk með 2-2 jafn- tefli. Chris Waddle kom Totten- i ham yfir á 38. mín. en United komst yfir með mörkum þeirra Mark Hughes á 43. mín. og Brian McClair á 71. mín. Paul Walsh jafnaði fyrír Lundúnaliðið fjórum mín. fyrir leikslok. Paul Stewart misnotaði vítaspyrnu fyrir Totten- ham tveimur mín. fyrir leikslok. Staðan í 1. deild: Wimbledon Wesl Ham . 6 114 6 114 5 II 5 15 ÚRSLITÍ l.DEILD: Coventry-Middlesbrough . . 3-4 Liverpool-Newcastle .......1-2 Millwall-Q.P.R............3.2 Norwich-Charlton..........1-3 Nottingham Forrest-Luton . 0-0 Sheffield Wed.-Aston Villa . 1-0 Southampton-Derby .........0-0 Tottenham-Man.United ... 2-2 West Ham-Arsenal ........1-4 Wimbledon-Everton .......2-1 ÚRSLIT í 2. DEILD: Birmingham-Barnslcy......3-5 Bradford-Portsmouth......2-1 Topplið síðustu viku, Norwich, Millwall .6 4 2 0 13 7 14 Brighton-Leeds 2-1 féll af toppnum þar sem liðið Norwich .6 4 1 1 11 8 13 Chelsea-Lcicestcr 2-1 tapaði 1-3 á heiniavelli fyrír Liverpool 1 10 5 11 Crystal Palace-Plymouth . . . 4-1 Charlton. Andi Linighan kom Southampton . . .6 3 2 1 10 6 11 Hull-Walsall 0-0 Norwich yfir eftir 16 mín. Paul Man. Utd 6 3 2 1 7 3 11 Man.City-Blackbum 1-0 Williams skoraði tvívegis og Paul Arsenal 6 3 1 2 17 11 10 Oxford-Shrewsbury 4-1 Mortimer einu sinni og þar með er Sheff.Wed 6 3 1 2 6 6 10 Stoke-Bournemouth 2-1 Norwich komið niður í 2. sæti Coventry 2 9 6 9 Sunderland-Oldham 3-2 deildarinnar. Derby .6 2 2 2 4 3 8 Watford-Swindon 2-3 Það er ekki á hverjum degi scm Everton .6 2 1 3 8 7 7 West Bromwich-Ipswich . . . 1-2 Liverpool tapar á Anfíeld Road. Aston Villa . . . .6 14 1 9 9 7 Það geröist þó á laugardag þegar Q.P.R .6 2 1 3 5 5 7 ÚRSLIT í SKOSKU Newcastle kom í heimsókn. Liver- Charlton 6 2 1 3 8 13 7 ÚRVALSDEILDINNI: pool hóf leikinn vel og Gary Gill- Tottenham .... .5 13 1 10 10 6 Dundee United-Hearts .... 0-0 espie skoraði strax á 3. mínútu. Middlesbrough . 6 2 0 4 9 11 6 Hibernian-Celtic 3-1 John Hendrie jafnaði metin á 30. Notth. Forest .. .6 0 5 1 5 6 5 Mothcrwell-Aberdeen .... 1-1 mín. og brasiiíski framherjinn Mir- Luton .6 12 3 5 7 5 Rangers-Dundee 2-0 andinha gerði sigurmarkið úr víta- Newcastle .... 6 1 2 3 6 13 5' St. Mirrcn-Hamilton 2-0

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.