Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 4

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 4. október 1988 Lagabókstafurinn er ótvíræður varðandi dýrainnflutning: Skýlaust bann við inn- flutningi allra spendýra Mikið hefur verið skrifað og skeggrætt að undanförnu í fjölmiðlum og víðar um innflutning á dýrum. Einkum hefur kastljósið beinst að innflutningi á hundum til landsins. Á dögunum var hér í Tímanum greint frá íslensk/frönskum dreng sem vill ekki flytja heim til íslands nema að fá að taka hundinn Depil með sér. Heilbrigðisyfirvöld hafa hinsvegar ekki gefi grænt Ijós á innflutning hans. Sama gildir um hund sem verið hefur að undanförnu með íslenskum eiganda sínum á Grænlandi. Landbúnaðarráðuneyti og yfir- dýralæknisembættið gefa sömu svör við óskum um innflutning þessara hunda ogannarragæludýra. Heimild er ekki veitt á þeim forsendum að slíkur innflutningur geti borið með sér ýmsa hættulega sjúkdóma til landsins. Bann við innflutningi hverskyns dýra er ótvírætt lögum samkvæmt. í lögum nr. 11 frá 1928 um varnir gegn því að gin- og klaufaveiki og aðrir alidýrasjúkdómar berist til landsins er ákvæði um skýlaust bann við innflutningi allra spcndýra og fugla til landsins. Þetta er áréttað í 1. grein laga nr. 74 frá 1962 um inn- flutning búfjár. Orðrétt segir lög- gjafinn: „Bannað er að flytja til landsins hvers konar dýr, tamin og villt, þar með taldir fuglar." í fram- haldi af þessu ákvæði laganna er vísað til reglugerðar nr. 290 frá 1980 um varnir gegn hundaæði. Samkvæmt þessum sömu lögum frá 1962 er landbúnaðarráðherra heimilt að víkja frá þessu innflutn- ingsbanni að því tilskildu að öllum öryggisatriðum sé fullnægt. Ráð- herra getur því aðeins heimilað inn- flutninginn að Búnaðarfélag íslands (ef um búfé er að ræða) mæli með honum og yfirdýralæknir veiti sitt samþykki. Samkvæmt upplýsingum sem Tíminn fékk í landbúnaðarráðuneyti í gær berst þangað mikill fjöldi erinda um heimildir til innflutnings gæludýra. Ráðuneytið vísar öllum þessum málum, eins og lagabókstaf- urinn segir til um, til umsagnar yfirdýralæknis. Það er síðan á hans valdi hvort veitt er undanþága frá lögum. Ekki náðist í Pál A. Pálsson, yfirdýralækni í gær til þess að bera undir hann hvort slíkar undanþágur væru oft veittar en Sveinbjörn Dag- finnsson, ráðuneytisstjóri í landbún- aðarráðuneytinu, segir að þess séu nokkur dæmi. Til dæmis hefur nokkrum íslendingum og erlendum sendiráðsmönnum verið heimilað að flytja hunda sína til landsins ef öllum skilyrðum er fuilnægt. Áskilin er sóttkví fyrir hundana í heimahúsum í að minnsta kosti 4 mánuði, oft upp í 6 mánuði, undir eftirliti yfirdýra- læknisembættisins. Að afloknu þess- um tíma er það lögum samkvæmt yfirdýralæknis að meta hvort hann telur rétt að leysa dýrin úr sóttkví Það er mat forsvarsmanna Hunda- ræktarfélags fslands að brýna nauð- syn beri til að koma hér á fót einangrunarstöð fyrir hunda þannig að komist megi hjá því að fólk smygli hundum inn í landið og bjóði þannig heim hættunni á ýmsum þeim sjúkdómum sem heilbrigðisyfirvöld hér vilja halda frá landinu, svo sem hundaæði. Einnig telja hundarækt- armenn mikilvægt að koma hér upp einangrunarstöð þannig að unnt sé að flytja inn hunda til nauðsyniegrar blóðblöndunar. Jakobína Finnbogadóttir, hjá Hundaræktarfélagi íslands, nefnir sem dæmi að hundaræktendur hafi lengi haft áhuga á að flytja inn svokallaða Retriever- og Setter- hunda til að bæta ræktunina. Hún segir ástæðu til að ítreka að ekki sé verið að tala um innflutning hunda frá löndum þar sem hundaæði og aðrir hættulegir sjúkdómar hafa lengi þekkst, heldur sé unnt að fá nánast alla „hundaflóruna" frá ósýktum löndum, t.d. Skandinavíu- löndum. Sveinbjörn Dagfinnsson, ráðu- neytisstjóri í landbúnaðarráðuneyt- inu, segir þetta hafa vissulega komið til tals en ekki hafi verið enn sem komið er tekin nein ákvörðun um málið. Sveinbjörn segir að slík stöð yrði örugglega staðsett í nokkurri fjarlægð frá höfuðborgarsvæðinu. Aðspurður um hvort hann teldi miklar líkur á að einangrunarstöð yrði komið á fót sagðist Sveinbjörn ekki vilja spá fyrir um það. Yfirdýra- læknir hefði haft uppi nokkrar efa- semdir um þetta mál og ráðuneytið myndi ekki grípa fram fyrir hendur á honum. Smygl á hundum til landsins virð- ist vera mjög algengt, ef marka má orð viðmælenda Tímans. Þessir hundar eru ekki undir eftirliti heil- brigðisyfirvalda og geta því verið smitberar hættulegra sjúkdóma. Jakobína Finnbogadóttir segir að þeir sem stundi smygl á hundum setji sig skiljanlega ekki í samband við Hundaræktarfélagið. Það væri vitanlega ávísun á að upp um smygl- arana kæmist. Hjá Flugleiðum könnuðust menn ekki við smygl á hundum hingað til lands en hinsveg- ar væri töluvert um flutning á hund- um frá landinu. Böndin berast því að fragtskipum, íslenskum og er- lendum, og fiskiskipum. óþh Einn sá full- komnasti á landinu Raularhafnarbúar liafa tekið í notkun einn fullkomnasta slökkvibíl á landinu. Bíllinn er af gerðinni M.A.N 12. 192 og með aldrifi. Slökkvibúnaður bílsins er gerður af Albert Ziegler í V-Þýskalandi en það fyrirtæki er sérhæft í gcrð slökkvibúnaðar. Vatnsdæla bílsins afkastar 3.400 l/mín. við 80 m vatnssúlu og í honum er 2500 lítra vatnstankur. Mikill búnaður fylgir bílnum, svo sem brunaslöngur, stútar, líflínur, reykköfunartæki, vélsagir og margt fleira sem að gagni má koma við slökkvistarf. f bílnum rúmast átta menn auk bílstjóra. Bíllinn kostaði 5,5 milljónir kr. og er hér um mikið átak að ræða fyrir lítið sveitarfélag. Á myndinni sést er sveitarstjóri Raufarhafnar, Helgi Ólafsson, tekur við bílnum úr hendi starfsmanns Brunamálastofnunar. Tímamynd, Ámi Bjarna. Fjölþjóðasamningur um dóma og fullnustu þeirra: Dómar í einkamálum í gildi milli landa Fundi átján Evrópuríkja um viðurkenningu og fullnustu dóma í einkamálum, svo sem verslunarmál- um, málum vegna samninga, skaða- bóta, vátrygginga og neytendamála lauk þann 16. september. Fundinum, sem haldinn var í Lu- gano í Sviss til undirbúnings að væntanlegum fjölþjóðasamningi um þessi sömu mál, lauk með samningi sem gengur í gildi milli Evrópuríkj- anna jafnskjótt og eitt aðildarríkja Efnahagsbandalagsins og eitt ríkja EFTA hafa fullgilt hann. Til að fullgilda megi samninginn af íslands hálfu þarf að laga ýmis núgildandi lagaákvæði að ákvæðum samningsins og kveða að öðru leyti á um framkvæmd hans í lögum. Dómsmálaráðuneytið vinnur nú að undirbúningi nauðsynlegra laga- breytinga til að gera þetta mögulegt. Áf íslands hálfu sóttu fundinn í Lugano; Sverrir Haukur Gunnlaugs- son sendiherra og Ólafur W. Stef- ánsson skrifstofustjóri í dómsmála- ráðuneytinu. Fréttatilk./-sá Forstjóri skipaður Haraldur Johannessen lögfræð- ingur hefur verið skipaður forstjóri Fangelsismálastofnunar frá 1. október n.k., af Jóni Sigurðssyni dóms- og kirkjumálaráðherra. Fangelsismálastofnun var sett á fót með lögum sem samjíykkt voru sl. vor, en henni er ætlað aflnast daglega yfirstjór* á rekstri fang- elsa, sjá um fullnustu refsidóma, annast eftirlit með þeim sem frest- að er ákæru gegn, dæmdir eru skilorðsbundið, fá skilorðsbundna reynslulausn, náðun eða frestun afplánunar. Þá á stofnunin einnig að annast félagslega þjónustu við fanga og þá sem eru undir skilorðs- bundnum refsidómi og sjá um að í Haraldur Johannessen. fangelsum sé veitt sérhæfð þjón- usta á sviði geðlækninga og félags- ráðgjafar. Fangelsismálastofnunin tekurað fullu til starfa 1. janúar nk. og flyst þangað starfsemi dómsmálaráðu- neytisins á sviði afplánunarmála og starfsemi Skilorðseftirlits ríkisins. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.