Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 4. október 1988 Tíminn 9 ^ Vtl I IVANUUH _ ' ■ ' tlllllll DANSINN í KRINGUM HANDBOLTAKÁLFINN Nú er Ólympíuleikunum í Seoul lokið, þar leiddu 160 þjóðir saman íþróttamenn sína í keppni um gull, silfur og bronsverðlaun. íslendingar sendu 32 keppendur í þessa leika, þar af 15 handboltamenn. Nú þegar handboltalandsliðið hefur lokið leikjum sínum á leikunum er ekki úr vegi að gera sér grein fyrir stöðunni og hvernig til hefur tekist hjá liðinu. Undirbúningurinn Aldrei hafa íslenskir íþrótta- menn fengið annað eins tækifæri til þess að stunda íþrótt sína og leik- menn handboltalandsliðsins. Þeir hafa til að mynda æft í allt sumar tvisvar á dag og haft heilt íþrótta- hús út af fyrir sig. Leikmenn hafa verið á launum hjá handknattleiks- sambandinu, þar sem þeir hafa ekki getað stundað aðra vinnu með æfingunum. Það má því segja að liðið sé skipað atvinnumönnum, en það er nýlunda í íþróttum hérlendis. Allt hefur verið gert til þess að liðið geti einbeitt sér að æfingum og hefur þar hvergi verið til sparað. Allir helstu ráðamenn þjóðarinnar hafa tekið þátt í því að skapa liðinu sem besta aðstöðu og tækifæri. Þar hafa ráðherrar og jafnvel forseti Islands lagt hönd á plóginn til þess að fá heimsmeistarakeppnina í handbolta hingað til lands. Matt- hías Á. Mathiesen fyrrum sam- gönguráðherra hefur þar verið fremstur í flokki, enda er málið honum mjög skylt. Matthíasi og félögum í áróðurssveit HSÍ tókst í Seoul, að fá heimsmeistarakeppn- ina 1995 til íslands og lét Matthías ekki stjórnarkreppu hindra sig í því að ná þessu ætlunarverki sínu. Fjölmiðlar Ekki má gleyma þætti fjölmiðla í undirbúningnum. Handbolta- landsliðið hefur fengið frið til þess að æfa fyrir Ólympíuleikana og gagnrýni á liðið og útkomu þess úr leikjum á undirbúningstímabilinu fyrir ÓL, hefur verið í algjöru lágmarki. Fjölmiðlarnir hafa einn- ig hjálpað HSf til þess að æsa áhorfendur upp í að mæta í Laug- ardalshöllina og í sumar þegar keppni í SL-deildinni íknattspyrnu stóð sem hæst, var Laugardalshöll- in hvað eftir annað troðfull af áhorfendum, jafnvel þó leikir í SL-deildinni væru á sama tíma og handboltaleikirnir. Dansinn í kringum gullkálfinn Þá hafa fjölmörg fyrirtæki lagt sitt af mörkum í þessu máli, sem minnt hefur undirritaðan á dans í kringum gullkálf, og nýtt sér þekkt andlit handboltamannanna til þess að auglýsa vöru sína og þjónustu. Nú síðustu dagana hefur ekki mátt opna fyrir sjónvarp eða líta í dagblað öðru vísi en handbolta- mennirnir séu þar mættir. Jafnvel hefur handboltamönnunum verið troðið á frímerki, hvað þá annað. Þá hefur liðið verið látið syngja inná plötu, sem varla fer af plötu- spilurum útvarpsstöðvanna. Allt hefur þetta verið gert í einum tilgangi, til þess að fjármagna ÓL þátttökuna og þá áróðursherferð sem henni hefur fylgt. Mín skoðun er sú að þessi dans í kringum handboltakálfinn, hafi snúist upp í andhverfu sína og skaðað liðið. Of mikið hefur verið gert úr liðinu og árangri þess og liðið hefur ekki náð að standa undir nafni. Gagnrýni Hér að ofan kom fram að gagn- rýni á frammistöðu liðsins hefur verið haldið í algjöru lágmarki og jafnan verið talað um að liðið verði dæmt þegar verkefninu sé lokið. Nú er sá tími kominn. íslenska landsliðið í handbolta er búið að. spila leiki sína á ÓL. Það er skylda fjölmiðla að halda uppi gagnrýninni umfjöllun um menn og málefni, þar með taldar íþróttir. Það logn sem verið hefur í kringum landsliðið, hvað varðar gagnrýni, er einstakt. Þar hafa fjölmiðlar allt að því brugðist skyldu sinni og tekið þátt í dansin- um eins og svo margir aðrir. Þegar gagnrýnisraddir heyrðust eftir fyrstu leiki landsliðsins á ÓL, þar sem liðið olli miklum vonbrigð- um, tóku handboltamennirnir að kvarta. Sjálfur þjálfarinn, Bogdan Kowalczyk, kvartaði sáran undan því að þegar landsliðsmennirnir hringdu heim til íslands,frá Seoul, fengju þeir að heyra hvað illa væri skrifað um þá í blöðunum. Taldi þjálfarinn að þetta hefði orðið til þess að leikmenn liðsins hefðu spilað undir meira álagi og verið mjög taugaóstyrkir fyrir vikið. Það er auðvelt að kenna öðrum um, þegar illa gengur, en þjálfari liðs í hópíþróttum er nú samt alltaf sá sem ábyrgð ber og skellinn tekur þegar illa gengur. Þó segja megi að 8. sæti á Ólympíuleikum sé ágætis árangur, þá er það mun lakari árangur en að var stefnt. Markmiðið var sett á 6. sætið í keppninni og þar með að halda íslandi í hópi A-þjóða í greininni. Jafnvel voru menn svo bjartsýnir að spá liðinu verðlauna- sæti í Seoul. Með tiliti til þessa og hvað liðið lék langt undir getu á leikunum, eru vonbrigðin mikil. Þegar hátt er stefnt, getur fallið oft orðið hátt. Liðið hafði allt til að bera til að ná langt, leikmennirnir hafa gífur- lega leikreynslu, sumir segja þá mestu í heiminum. Þjálfarinn er búinn að vera lengi með liðið og þekkir hvern leikmann út og inn. Hvaö fór úrskeiðis? Menn spyrja sig nú hvað hafi farið úrskeiðis. Eftir að hafa séð alla leiki liðsins i Seoul, vekur það mikla athygli hvað liðið leikur einhæfan sóknarleik. Allt byggist á því að skytturnar lyfti sér upp fyrir utan og skjóti á markið. Jafnvel þegar leikmenn liðsins voru þremur fleiri inná vellinum en andstæðingarnir, var skotið að utan í stað þess að leita út í hornin. Þá hefur það verið áberandi hvað liðið fær mörg mörk á sig úr hraðaupphlaupum. Eftir mis- heppnuð skot íslensku leikmann- anna á mark andstæðinganna, hafa þeir staðið og horft á, í stað þess að hlaupa í vörnina og stoppa hraðaupphlaupin. Liðið hefur ekki leikið góða vörn þegar hraði hefur verið í leiknum og ávallt þurft á því að halda að geta stillt vörninni upp í rólegheitum til þess að möguleiki væri að koma í veg fyrir að and- stæðingarnir næðu að skora. Mót- herjar liðsins fengu ávallt mörg mörk á silfurfati úr hraðaupp- hlaupum eða fyrstu sókn. Þetta er hlutur sem auðvelt á að vera að koma í veg fyrir. Undirbúningur liðsins fyrir leik- ana kostaði mikla vinnu og erfiði leikmannanna. Eiga þeir að sjálf- sögðu hrós skilið fyrir hvað þeir hafa fórnað miklu og lagt mikið á sig til þess að sett takmark mætti nást. Þess ber þó að geta að leikmennirnir þáðu laun fyrir vikið. Handbolti í heiminum Forystumenn áróðurssveitar HSÍ hafa látið að því liggja að handboltaíþróttin skipi stóran sess á Ólympíuleikum og í heiminum. Þessu trúir þjóðin, en margir vita betur. Undirritaður er þeirrar skoðunar að tími sé til kominn að upplýsa landsmenn um staðreyndir þessa máls. Handbolti er ekki mjög útbreidd íþrótt. Hún er aðallega stunduð í A-Evrópu og á Norður- löndum. í alþjóðahandknattleiks- sambandinu eru 128 þjóðir, en 99 þeirra eru þar virkir þátttakendur. Aðeins um 70 þeirra leika hand- bolta að einhverju marki. Talið er að heildarfjöldi handboltaiðkenda í heiminum í dag sé um 7 milljónir manna. í öllum öðrum boltagrein- um eru mun fleiri iðkendur og nægir þar að nefna að í alþjóða- blaksambandinu eru 179 þjóðir og heildariðkendafjöldinn er yfir 150 milljónir. í alþjóðaköriuknatt- leikssambandinu eru 178 þjóðir og iðkendur eru 250 milljónir manna. Og ekki eru tölur úr knattspyrn- unni lægri. liðið tekur þátt í stórmótum er- lendis kemur í ljós að áhugi al- mennings og fjölmiðla á handbolta er mjög lítill. Á heimsbikarmótinu, sem haldið var í Svíþjóð fyrir nokkrum mánuðum, voru íþrótta- hallirnar nær tómar og nánast ekk- ert var skrifað um mótið í dagblöð- um. Talsmaður samtaka íþrótta- fréttamanna í Svíþjóð sagði að skýringin væri einföld. Mjög lítill áhugi væri fyrir handbolta í Svíþjóð, þrátt fyrir að Svíar ættu eitt sterkasta landslið heims og hefðu átt lengi. í V-Þýskalandi er handbolti nær eingöngu stundaður í smábæjum, en í stórborgum eru það aðrar íþróttir sem laða að þátttakendur og áhorfendur. Þrátt fyrir að í handboltanum í V-Þýskalandi séu atvinnumenn, þá stunda þeir flestir aðra vinnu með. íslenskir náms- menn sem hafa dvalið í Þýskalandi, segja að mjög erfitt sé að fylgast með íslensku leikmönnunum sem þar leika, því umfjöllun um hand- knattleik í fjölmiðlum í V-Þýska- landi er nær engin. í sumum tilfell- um er meira skrifað um v-þýskan handknattleik í íslenskum dag- blöðum en í þarlendum blöðum. Margir erlendir handboltamenn tala um það hve gaman sé að leika í Laugardalshöllinni, fyrir fullu húsi áhorfenda sem láta vel í sér heyra, nokkuð sem þeir virðast ekki eiga að venjast í heimalöndum sínum. Múgsefjun Þessi grein er ekki skrifuð í þeim tilgangi að rífa niður það mikla starf sem forystumenn HSÍ hafa unnið, heldur til þess að gefa almenningi rétta mynd af stöðu handbolta í heiminum, en mikil múgsefjun hefur verið ríkjandi hér á landi uppá síðkastið varðandi handboltaíþróttina og leikmenn landsliðsins hafa verið gerðir að hálfguðum í augum almennings. Slíkt er örugglega ekki landsliðs- mönnunum sjálfum til góðs. Næg var pressan á þeim fyrir, eftir að stefnan var sett á eitt af 6 efstu sætunum í Seoul. Undirritaður telur að nú sé kom- inn tími til að gefa öðrum íþróttum gaum. Jafnvel knattspyrnan hefur í sumar staðið í skugga handbolt- ans og í mörgum greinum hefur átt sér stað mikil uppbygging og efni- legir einstaklingar litið dagsins ljós. Ekki er þar með sagt að hætta eigi að fjalla um handbolta í fjölmiðl- um vegna þess að árangurinn í Seoul var ekki eins og til var sáð. Umfjöllunin verður að vera sann- gjörn og án stjörnudýrkunar. Um- fjöllun um eina grein má ekki verða svo yfirgnæfandi að aðrar greinar hverfi algjörlega í skuggann. Sanngirni verður að ríkja í þessum málum eins og öðrum. Undirritaður óskar íslenska handboltalandsliðinu góðs gengis í B-keppninni í Frakklandi í febrúar og vonar að liðið muni þar ná að sýna hvað í því býr. Bjöm Leósson íþróttafréttamaður Þegar íslenska handboltalands-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.