Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.10.1988, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriöjudagur 4. október 1988 Hvaö olli stórflóðunum í Súdan og Bangladesh? Mannleg fákunnátta, ágirnd, fátækt og tregða eiga sinn stóra þátt A hverri mínútu er eytt 100 ekrum af regnskógum í heiminum. Fyrir 30 árum, meðan ríkið sem nú heitir Bangladesh kallaðist enn Austur-Pakistan, sagði breskur sendifulltrúi í Dacca: „Þetta ríki byggist ekki á neinni skynsemi. Það er of margt fólk, of mikið vatn og of lítið land hér. Malthus hlýtur að hafa rétt fyrir sér. Það hlýtur að þurfa annað hvort hungursneyð eða stríð eða einhvers konar stórslys til að koma á jafnvægi.“ Margir gætu tekið undir orð Bretans fyrir 30 árum. f augum umheimsins hefur ekkert lát verið á náttúruhamförum í Bangladesh. Þar skiptast á stórflóð og stór- þurrkar, hvort tveggja með hroða- legum afleiðingum. Monsúntíminn bæði blessun og bölvun Eins og á hverju ári hófust í júní í ár monsúnrigningarnar. Bangla- desh er eitt þéttbýlasta land heims- ins, þar búa 100 milljónir manna á landi sem er ekki nema rúmir 214 þús. ferkm. Monsúntíminn er bæði blessun og bölvun Bangladesh og annarra landsvæða við Indlands- haf. Úrhellið sem fylgir monsún- vindinum gerir hrísgrjónaræktina mögulega, en hrísgrjón eru aðal-' fæða landsmanna, en krafturinn sem fylgir honum hefur líka eyði- leggingu í för með sér. A síðasta ári flutti monsúnvind- urinn með sér geysileg flóð í Ban- gladesh. Flóðin í ár urðu hins vegar syndaflóði líkust. Um Ban- gladesh streyma stórfljótin Ganges og Brahmaputra út í Bengalflóa. Þau, ásamt vatnsflaumnum sem kom af himnum ofan, flæddu yfir þriðjung landsins- og flóðin náðu mctrahæð. Þegar flóðin sjatna hafa þúsund- ir drukknað, milljónir misst heimili sín og sjúkdómar eru farnir að geisa mcðal eftirlifenda í rústun- um. Sumir vísindamenn halda fram þeirri skoðun að veðurfarsöfgarnar á svæðinu við Indlandshaf kunni að vera hluti af veðurfarsbreyting- um um allan heim. Gróðurhúsa- áhrifin sem hafa í för með sér að andrúmsloft jarðarinnar hlýnar, geta leitt til viðvarandi hita á sumum stöðum á jörðinni - eins og reyndin varð í ár í Bandaríkjunum og Brasilíu - og haft óvenjulega mikla regnúrkomu í för með sér annars staðar. Það er a.m.k. vitað að hiti yfir- borðsvatns sums staðar á Kyrrahafi og í austanverðu Indlandshafi hef- ur hækkað á síðustu áratugum, þó að ekki sé nema um 0,3 til 0,5 gráður. Mælingar sýndu samt svo að ekki varð um villst að sem afleiðing af hitaaukningunni hefur gufumagn í andrúmsloftinu aukist og það er forsenda fyrir mikilli rigningu. Flóðin nú undanfari miklu meiri hörmunga Flóðin í Bangladesh voru ekki refsiaðgerðirguðs. Þauvoruafleið- ing af vanþekkingu mannanna, í bland við ágirnd, fátækt og að- gerðaleysi sem varð til þess að of mörg tré voru höggvin niður í hlíðum Himalajafjalla. Flóðin gætu verið undanfari miklu meiri hörmunga sem gætu teygt anga sína um allan heim. Stórflóðin í Bangladesh, sem koma svo fast á hælana á vatna- ganginum í Súdan eru áhrifamikil áminning um hvernig maðurinn getur sjálfur hrint af stað eigin endalokum, segja æ fleiri vísinda- menn, sem álíta þessar hamfarir alvarlegan aðdraganda ómælan- legra hörmunga um allan heim. Ragnarökin, sem þurrka út milljónir tegunda jurta og dýra vegna truflana í lífkeðju jarðarinn- ar, eiga upphaf sitt, að því er vísindamenn segja, í stórbrotinni eyðingu á villtum skógum, einkum og sér í lagi í Himalajafjöllum, frumskógum Afríku og regnskóg- um Amazon. Einn vísindamanna tekur svo sterkt til orða að maður- inn horfist nú í augu við fyrstu útrýmingarhringrásina af manna völdum, sem ekki gefi eftir meiri háttar náttúruhamförum fortíðar- innar, en þjappist saman á miklu styttra tímabili. „Þetta er ekki kenning, heldur raunveruleiki og það á næstu grösum,“ segir hann. Hitabeltis- og háfjallaskógum eytt með ógnvænlegum afleiðingum Hitabeltis- og háfjaliaskógar vemda vatnasvæði margra af stór- fljótum jarðarinnar. Þegar tré eru felld er ekkert til að halda aftur af vatnsrennslinu. Hitabeltisskógar halda líka reglu á loftslaginu, þar sem þeir beina rakanum aftur til jarðar með laufskrúði sínu, sjúga í sig hitann frá sólinni, drekka í sig koltvísýring og taka þátt í að draga úr hitanum á jörðinni sem ógnar fæðubirgðum heimsins á næstu öld. Háfjallaskógar, eins og þeir sem eitt sinn klæddu hlíðar Himalaja- fjalla, stýra flæði vatns niður á láglendið og hindra að jarðvegur feykist burt. Hörmungarnar í Bangladesh og Súdan hafa vakið samúð manna um víða veröld. Umhverfisvernd- armenn telja allar líkur á því að flóðahætta um allan heim stórauk- ist með hverju árinu sem h'ður ef áframhald verður á þeirri stór- felldu eyðingu skóga sem nú á sér stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.