Tíminn - 23.11.1988, Page 3

Tíminn - 23.11.1988, Page 3
Miðvikudagur 23. nóvember Tíminn 3 Allt eins búist við að dauft verði yfir: KAUPMENN TALA UM „LITLU JÓLIN“ í ÁR Óvenjumikið mun vera um það í ár að kaupmenn auglýsi aUskyns tUboð og afslætti í verslunum sínum. Slíkt vekur athygli þar sem sá árstími fer nú í hönd sem kaupmenn hafa margir hverjir treyst að miklum hluta á hvað sölu viðkemur. Töluverður skjálfti er í kaupmönnum vegna bágs ástands í efnahagsmálum og þykja sum tUboð benda tU þess að sumir þeirra séu farnir að örvænta. Kaupmaður sagðist óttast að það yrðu aðeins „litlu jólin“ hjá kaupmönnum í ár. Það er erffitt að standa í verslun Hjá Kaupmannasamtökunum fengust þær upplýsingar að nú orðið væri ekkert við það að athuga þó kaupmenn væru með útsölur á þessum tíma. Allt slfkt hefði verið gefið frjálst og því mættu kaup- menn vera með útsölur um jólin ef þeim sýndist svo. Guðni Þorgeirs- son varð fyrir svörum hjá sam- tökunum og sagði hann að vissu- lega yrði vart nokkurs skjálfta í kaupmönnum. Ástandið í þjóðfé- laginu gæti vart talist gefa ástæðu til bjartsýni og því væru allir þeir sem stæðu í rekstri í dag haldnir óvissu um framtíðina. Tíminn hefur fregnað að ekki sé brúnin á heildsölum léttari en á þeim sem stunda smásöluverslun. Af því tilefni var Árni Reynisson framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna spurður að því hvort hann yrði var við vaxandi erfiðleika í heildverslun. Hann svaraði því til að það væri full- snemmt að fullyrða nokkuð í þeim efnum, þó reikna mætti með því að jólaverslunina bæri seinna að nú en oft áður. Til dæmis mætti reikna með mikilli kortaverslun, þ.e. að fólk noti í enn meira mæli greiðslu- kortin sem gjaldmiðil því íslend- ingar séu jú eftir sem áður ákveðnir í því að halda jól. Árni benti á að það hefði gerst áður að viðskiptin hefðu farið fram síðustu þrjá dag- ana fyrir jól og þá hefði útkoman ekki verið svo slæm. Hann sagðist og heyra það á mönnum að margir hverjir teldu sig vel sloppna næðu þeir sömu krónutölu og í fyrra. Varðandi orðróm þess efnis að margar heildsölur stæðu illa vegna vanskila smásölukaupmanna við þær sagði Árni að það hefði verið svo í nokkuð langan tíma. Hann sagði hrein skuldatöp vera orðin nokkuð algeng og þau fyrirtæki sem hefðu að nokkru leyti haldið rekstrinum á floti með lánsfé væru nú komin með þungan rekstur. „Litla Kringlan", sem svo hefur verið nefnd, en þar er stefnt að því að opna verslunarmiðstöð um mánaðamótin aður en jólaverslunin kemst af stað fyrir alvöru. Ekki er þó víst að eins mikið líf verði í jólavertíðinni nú eins og oft endranær. Tíinamynd Pjeíur Árni benti og á sameiningu ýmissa fyrirtækja til að mynda bílaumboð- anna. Þar væri á ferðinni þróun sem reyntíar hefði átt sér stað nokkur undanfarin ár en gefi að öllum líkindum til kynna hvert framhaldið verður. Þar væri ekki verið að ræða um sameiningu í einni tegund viðskipta frekar en annarri heldur yrði þróunin senni- lega sú að menn leituðust við að koma upp færri en stærri rekstrar- einingum. Útsölur eða tilboð? Tíminn hafði samband við tísku- verslun á Laugavegi sem veitt hefur afslátt á sínum vörum að undan- förnu og sagði talsmaður hennar að hér væri ekki um eiginlega útsölu að ræða heldur væri verið að rýma fyrir nýjum vörum. Sport- vörukaupmaður í miðbænum hafði svipaða sögu að segja; að útsala í hans verslun væri ekki tilkomin af bágri stöðu heldur af því að við- komandi verslun hafði ekki verið með útsölu í haust eins og flestar aðrar verslanir. Einnig væri verið að auðvelda flutninga verslunar- innar í „Litlu Kringluna", en þar er um að ræða verslunarhúsnæði sem er nú að rísa á heimaslóðum hinnar eiginlegu Kringlu, eða við Kringluna númer 4. Ætlunin mun reyndar vera að opna nýjar verslanir í „Litlu Kringlunni" 1. desember og horfa kaupmenn hýru auga til þeirrar aðstöðu sem þar skapast til versl- unar. -áma Ráðstefna um fjármál sveitarfélaga hófst í gær: Staða sveitarfélag- anna afar misjöfn Árleg ráðstefna Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um fjármál sveitarfélaga hófst í gær. Að venju voru kynntar hagtölur ársins og spáð í komandi ár, en sveitarfélögin eiga að vera byrjuð að gera fjárhagsáætl- anir sínar fyrir næsta ár og er þessi ráðstefna notuð til upplýsingar og samanburðar. Þá eiga verkaskipta- og tekjustofnamál einnig talsvert rými á dagskrá ráðstefnunnar. Sigurgeir Sigurðsson formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga sagði í samtali við Tímann vonast til þess að samkomulag næðist um verka- og tekjuskiptingarmálin á ráðstefnunni því þá væri um tíma- mótasamkomulag að ræða. „Tekjustofnamálin hafa verið við- kvæmustu málin og þar er Jöfnunar- sjóðurinn efstur á baugi. Það er að myndast nokkuð góð samstaða um að setja Jöfnunarsjóðinn að veru- legu leyti til jöfnunar, til þeirra sveitarfélaga í dreifbýlinu eða á landsbyggðinni sem mest hafa þörf fyrir slíkajöfnun. Ekki frekar vegna þess að þau höfðu svo litlar tekjur heldur vegna þess að þau eru ekki af þeirri stærð að þau nái hagkvæmri rekstrareiningu. Til þessara sveitar- félaga eru gerðar kröfur um dag- heimili, tónlistarskóla og alls konar þjónustu sem stærri sveitarfélögin veita, en þau hafa hreint ekki mann- afla til að standa undir því, miðað við núverandi tekjur,“ sagði Sig- urgeir. Eitt sveitarfélag, Hofsós, hefur nú þegar beðið um opinbera aðstoð, þar sem skuldir þess eru margfalt umfram mögulegar tekjur sveitarfé- lagsins. Sigurgeir sagðist óttast að Hofsós væri ekki eina sveitarfélagið sem á aðstoð þyrfti að halda. Hann vildi ekki meina að staða sveitarfé- laganna væri slæm. „Hún er voða- lega misjöfn. Sá mismunur stafar bæði af mismunandi tekjumöguleik- um og kannski mismunandi fjárfest- ingu sveitarfélaganna sem hefur ver- ið í mörgum tilfellum óvarkár, því er ekki að leyna,“ sagði Sigurgeir. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, sagði í ávarpi sínu til ráðstefnugesta að ef litið væri á sveitarfélögin í heild þá mætti full- yrða að afkoma þeirra væri sæmileg og fjárhagsstaða viðunandi. „Hitt er núna mjög áberandi í fjármálum sveitarféiaganna og tekjustofnamál- um þeirra hversu misjafnlega þau eru á vegi stödd fjárhagslega. Sveit- arfélög þar sem býr meira en helm- Sigurgeir Sigurðsson formaður Sam- bands ísl. sveitarfélaga. ingur íbúa landsins eru skuldlítil með mikið framkvæmdafé þ.e.a.s. vel stödd fjárhagslega. Hinn hluti sveitarfélaganna er að vísu mismun- andi illa stæður, en mörg þeirra eru mjög skuldug með lítið fram- kvæmdafé," sagði Jóhanna. Hún sagðist mundu beita sér af alefli við forsætisráðuneytið og hinn nýja sjóð, Atvinnutryggingarsjóð, að hagsmuna sveitarfélaganna verði gætt við þau skuldaskil sem nú hljóti óhjákvæmilega að fara fram hjá mörgum fyrirtækjum sem væru kom- in í þrot, þannig að hlutur sveitarfé- laganna verði ekki fyrir borð borinn. -ABÓ Tvö tímabib Ekkert útskriftaigjald. Ármúla3-108Reykjavík- Sími91 -680988

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.