Tíminn - 23.11.1988, Page 8

Tíminn - 23.11.1988, Page 8
8 Tíminn Miðvikudagur 23. nóvember Tíminn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri Ritstjórar: Aöstoöarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Auglýsingaverð kr. 465,- pr. dálksentimetri. Verð í lausasölu 60,- kr. og 70,- kr. um helgar. Áskrift 700.- Póstfax: 68-76-91 Vandi útflutningsgreina Fundir samtaka hraðfrystihúsanna í landinu nýver- ið hafa verið nefndir neyðarfundir, enda til þeirra boðað til þess að leggja áherslu á óbærilega fjárhags- afkomu fiskvinnslufyrirtækja. Ljóst er4 af þessum fundum, að þetta neyðarástand í fiskvinnslunni er útbreitt og almennt, snertir yfirleitt alla útgerðarstaði í landinu, jafnt þau frystihús Qg fiskvinnslustöðVar sem rekin eru á vegum samvinnuhrðyfingar sem Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. Þótt vissulega sé rétt að hagur fiskvinnslunnar hafi mjög versnað á síðustu mánuðum, þá er hitt jafnvíst að aðdragandi áfallanna er miklu lengri. Pað er meira en ár síðan umskiptin í rekstrarstöðu útflutningsgrein- anna voru augljós. Það er meira en ár síðan framsóknarmenn gerðu það að höfuðmáli í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar að þessi vandi yrði tekinn föstum tökum, ríkisvaldið einbeitti sér að því að skilgreina efnahagsvandann afdráttarlaust sem vanda útflutn- ingsins. Því miður brást það að Sjálfstæðisflokkurinn sem forystuflokkur ríkisstjórnarinnar tæki undir boð- skap Framsóknarflokksins um úrbætur í rekstrarstöðu fiskvinnslunnar nægilega snemma til þess að óheilla- þróunin yrði stöðvuð. Pví var jafnvel haldið fram á þessum tíma og lengi fram eftir að Steingrímur Hermannsson héldi uppi stjórnarandstöðu innan ríkisstjórnarinnar og margt af því sem hann boðaði væri sprottið af því að framsókn- armenn væru að ofgera erfiðleikana til þess að hygla Sambandsfrystihúsum, sem stæðu verr en almennt gerðist um fiskvinnslufyrirtæki. Allt var þetta hin fráleitasta firra og óskiljanlegt hvernig sjálfstæðis- mönnum gat dottið í hug að slíkur áróður bæri árangur. Hafi þessi áróður haft áhrif þá fólust þau eingöngu í því að nauðsynlegar efnahagsráðstafanir voru dregnar á langinn, og það sem gert var, reyndist ófullnægjandi. Þessi dráttur varð auðvitað til þess að magna erfiðleika útflutningsins og gera allar tilraunir til úrbóta að neyðarráðstöfunum, sem nú er hrópað á. Nú stendur þjóðin frammi fyrir því að neyðarástand hefur skapast. Nú er krafan um að neyðarráðstöfun- um sé beitt. Koma mátti í veg fyrir slíkt, ef almenn viðurkenning á vanda útflutningsgreina hefði legið fyrir fyrr en raun varð á. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsti yfir því á fundi með forystumönnum fiskvinnslunnar að ríkisstjórnin myndi taka málefni útflutningsgreina til sérstakrar umræðu. Þess er þá að geta að núverandi ríkisstjórn hefur gert það að aðalmáli að treysta grundvöll atvinnulífsins og hefur þegar gert ýmsar ráðstafanir í því sambandi. Ríkisstjórnin mun snúa sér að þessu verkefni af fullri einbeitni og með ýmsum öðrum ráðum en kostur var í fyrri ríkisstjórn. Þar á meðal verður unnið að því að létta vaxtabyrði fyrirtækja og tryggja varanlega verðbólguhjöðnun. Hvort tveggja þetta er nauðsynja mál. Vaxtakostnað- ur er alltof hár hér á landi og rýrir samkeppnisaðstöðu íslenskra útflutningsfyrirtækja. Verðbólga, sem er fram yfir það sem gerist í viðskiptalöndum, er átumein í efnahagslífinu. Hvenær ætlast íslendingum að skiljast sá einfaldi sannleikur? GARRI lilllllllllllllllllllllllllllllllllll Tugir í lífshættu Þær voru vægast sagt heldur óhugnanlegar fréttirnar sem bárust út yfir þjóðina í fyrradag um ástandið meðal eiturlyfjaneytenda í höfuðborginni. Okkur hafa undanfarin ár verið að berast meiri og minni fréttir af útbreiðslu þess- ara efna meðal æskulýðsins í borg- inni, en skiljanlega allar óstaðfest- ar. En nú er okkur sagt að hér séu nokkur hundruð unglingar orðnir meira eða minna háðir vímunni. Og það sem væntanlega hefur snert hvað harðast við mörgum var fréttin um að á að giska tuttugu til þrjátíu ungmenni myndu vera í beinni lífshættu hér á götunum af þessum sökum. En á sama tíma væri ekkert hæli til sem gæti tekið við þessu fólki. Venjulegir borgarar hrukku við er þeim barst þessi fregn. Svo er að sjá að þessi vandi fari lágt og sé ekki dagsdaglega fyrir augum þeirra sem eru svo lánsamir að sleppa við að komast í persónuiega snertingu við hann. En fréttirnar eru óhugnanlegar. Óhugnanlegast af öllu er þó að þetta aumingjans fólk skuli hvergi eiga höfði sínu að halla. Skopparakringlan f fyrradag varð Garri fyrir tilvilj- un einnig áheyrandi að þætti á einhverri útvarpsstöðinni hérna þar sem fólk hringdi inn og ræddi þessi mál. Hann tók sérstaklega eftir máli konu sem þar kom fram og lýsti furðu sinni á að meirihlut- inn í borgarstjórn Reykjavíkur skyldi yfir höfuð leyfa sér að ætla að byggja skopparakringluna margfrægu hér uppi á hitaveitu- geymunum á sama tíma og hér vantaði enn stofnun fyrir unga eiturlyfjancytcndur. Þessu er Garri sammála. Hann man vel eftir rónunum sem. hér fyrir eina tíð settu hvað mestan svip á Arnarhól og Hafnarstræti. Þetta voru áfengissjúklingar scm hvergi áttu höfði sínu að halla, en reikuðu um bæinn og sváfu víst þar sem hclst gaf hverju sinni. Ein saman tilvist þessara aum- ingja manna og áberandi bjargar- leysi þeirra var Reykjavík þá til háborinnar skammar. En síðan tóku menn við sér, rcistu hæli og stofnanir, þar sem þeim var komið fyrir. Og síðustu árin hefur þessi blettur ekki verið á borginni í sama mæli og fyrr. Það er vitað að margs konar vandamál af þessu tagi fylgja borgum, og þá ekki síst stórborg- um. En yfirleitt reyna stjórnendur þeirra að sjá til þess að fólki sem þessu sé hjálpað. Ráðið er að reisa fyrir það stofnanir, koma því þar inn og reyna eftir föngum að hjálpa því til að vinna bug á vanda sínum. Og baráttan við áfengið sýnir Ijós- lcga að í þessum efnum má gera hreinustu kraftaverk. Blettur á borginni Ef nú er svo komið að tugir unglinga ráfa hér um göturnar í þvílíkum vandræðum með fíkni- þörf sína að þeir eru komnir í bcina lífshættu af, þá er víst meir en tími til kominn fyrir borgina að fara að aðhafast citthvað. Þetta er sams konar blettur á henni og rónarnir sem hér áður fyrr gengu betlandi um Hafnarstrætið. Og ráðin við þessu eru hin sömu og áður. Meðan þessi blettur er enn þá óþveginn af borginni þá er það ekki sæmandi fyrir meirihlutann í borgarstjórn að vera með hug- myndir um byggingu rándýrrar skopparakringlu hér uppi á hita- veitugeymunum. Meðan hér sár- vantar hæli fyrir þetta fólk og það er í beinni lífshættu af þeim sökum þá á ekki að spreða peningum í * lúxus af þessu tagi. Að minnsta kosti ekki fyrr en hér er búið að koma upp frambærilegu hæli fyrir þetta fólk. Það er fyrir löngu kominn tími til að borgarstjórnarmeirihlutinn fari að skilja að í Reykjavík býr ekki aðeins einn saman forríkur veitingahúsalýður. Rorgarbúar hafa margs konar aðrar þarfir, þar með taldir þeir sem lenda undir í lífsbaráttunni. Það er lítið gagn að því að búa hér við einhverja dýrustu og full- komnustu heilbrigðisþjónustu heimsins ef hún ræður ekki við mál eins og þetta. Og meðan manni er sagt að hér vanti ekki annað en eins og eitt hæli til að hjálpa þessu fólki þá er bara að vinda sér í að byggja það. Málið er með öðrum orðum ekki flóknara en svo að hér á götunum er hópur ungs fólks sem í neyð sinni kallar á hjálp. Neyðin er orðin svo brýn að hópur fólks er þar í beinni lífshættu. Ráðið er að reisa hæli og fá þar sérfræðinga til að hjálpa þessu fólki. Árangurinn getur orðið sá að þetta fólk komist á réttan kjöl aftur og verði nýtir þjóðfélagsborgarar ef vel tekst til. Ef það vantar peninga til að byggja þetta hæli þá má sem best fresta skopparakringlunni um nokkur ár. Okkur liggur ekkert á henni. í þessu liggur allur galdurínn. Garri. Guðfræðilegt klám Merkur prestur sagði eitt sinn um vel metinn guðfræðiprófessor og kennimann, að hann gæti af- kristnað heil sólkerfi. Þessir guð- ræknilega þenkjandi boðendur Orðsins voru frændur en greindi nokkuð á um kenninguna og túlk- un á Ritningunni. Þegar slíkt missætti kemur upp á vantar nú yfirleitt ekki stóryrðin og meiningarmunurinn verður gríðar- legur, eins og fyrrgreind ummæli bera með sér. Umburðarlyndi kristinna manna kemur í nútímanum yfirleitt fram í að bera virðingu fyrir öllum öðrum trúarbrögðum en kristninni. Með kenningar hennar druslast hver að eigin vild og innræti. Söfnuðir bítast sín á milli og innbyrðis og nýlegt dæmi sannar að klerkar eru dæmdir út úr og inn í kirkjur og eru sumir hissa en aðrir glotta og láta sig engu varða. Fyrir nokkrum árum prumpuðu hippar upp með sinn súperkrist og lagði hassvímuna inn í þjóðkirkjur heimsins og varð engum bumbult af þeim „listviðburðum". Frjálslynd biblíutúlkun Nú standa yfir sýningar á af- bragðs klámmynd um Jesú Krist Guðsson frá Nasaret. Að myndin er góð vísast til umsagnar í Tíman- um s.l. laugardag. Að hún sé klám staðfestir fríður flokkur margs kyns kristinna manna, sem birtir opið bréf til ríkissaksóknara í Mogga í gær. Hinir margkristnu vilja láta banna sýningar á myndinni þar sem hún sé guðlast. Texti bréfsins er guðrækilega klámfenginn, enda er þar ágætlega lýst þegar Jesú horfir á marga menn gera hitt með Maríu Magdalenu í hóruhúsi og svo skilst manni að hann geri sjálfur hitt með henni á krossinum og svo lá hann bæði Maríu og Mörtu. Mikið er ritað um hór og samfarir í bréfinu. Þjóðkirkjan er svo upptekin að þjóna arkitektum, að hún lætur sig engu varða þótt frelsarinn sé að riðlast á hinum og þessum bib- líupersónum í Laugarásbíói eða horfa á einhverja þeirra í hópsam- förum og leggja blessun sína yfir athæfið, eins og svo skilmerkilega er skýrt frá í bréfi fulltrúa flestra kristinna safnaða á landinu nema þjóðkirkjunnar, sem er stikkfrí í málinu. Þar með sá ríkissaksóknari enga ástæðu til að meina fólki að sjá listrænar uppáferðir vel þekktra persóna úr Nýja Testamentinu. Fjör á krossinum Stundum hafa ríkissaksóknarar og lögreglulið verið að passa upp á siðferðið í landinu með því að banna bíósýningar sem metnar hafa verið klámfengnar og siðgæð- isvarslan á myndbandaleigunum er framkvæmd af slíkum myndar- brag, að ef umferðarlögreglan sýndi af sér álíka starfhæfni væri • hægt að minnka hörmungar um- ferðarinnar verulega. En guðfræðilega klámið hefur sinn gang enda er það búið til af svaka frægum leikstjóra eftir skáld- sögu enn frægari rithöfundar. En væntanlega fjallar kvikmyndin um síðustu freistingu Krists um eitt- hvað fleira en hór. Um það má deila hvort yfirleitt á að vera að gera bíó um guðdóm- legar verur og um Krist verða menn seint sammála. Síst þeir sem þykjast trúa á hann. Jesú hefur verið túlkaður í ýms- um myndum og á marga vegu gegnum tíðina og tengist skáldskap á alls kyns hátt. Og mörgum hefur blöskrað guðlastið. Eitt sinn spurði t.d. stúlka með sægræn augu hvor manninum leiddist ekki að láta krossfesta sig. Hinir margkristnu sem skrifuðu bréfið segja að spurningunni sé svarað í síðustu freistingunni, því að á krossinum hafði hann samfarir við Maríu Magdalenu. Og varla hefur það verið leiðinlegt, hvort sem sú athöfn fór nú fram á Golgata eða Valhúsahæð. Svona getur guðlastið og skáldskapurinn bætt hvað annað upp. Kennimaðurinn sem sagt var um að gæti afkristnað heil sólkerfi varð síðar biskup og tókst ekki verr upp en svo að enn er til stór hópur manna, i aðskiljanlegum söfnuðum að vísu, sem telur sig svo sannkristinn að vita hvað er guðlast og hvað ekki og jafnvel hvað er rétt túlkun á guðspjöllun- um. Þeir vilja láta banna bíóið um Jesú hinn kvensama. Annars virðast flestir láta sér í léttu rúmi liggja með hverjum Jesú lætur fallerast í Laugarásbíói, og taka undir með sálmaskáldinu: Þú mikli eilífi andi. Ókei. OÓ

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.