Tíminn - 23.11.1988, Qupperneq 9

Tíminn - 23.11.1988, Qupperneq 9
Miðvikudagur 23. nóvember Tíminn 9 VETTVANGUR Þórólfur Sveinsson: Um af urðasölu bænda Nokkrar ábendingar í framhaldi af viðtali við Árna Jóhannsson í Tímanum þann 5.11 og leiðara Tímans 8.11. Fjallað verður lítillega um vanda afurðastöðva í landbúnaði, þeirra er taka við kindakjöti og mjólk. I. Breytt viðhorf Fyrirkomulag þessara mála breyttist nokkuð árið 1985 og verð- ur fyrst leitast við að skýra eldra kerfi. Sexmannanefnd ákvarðaði verð til bænda og vinnslukostnað búvar- anna. t>ær voru seldar í „umboðs- sölu” sem fól það í sér að afurða- reikningur var gerður upp á núlli, ef þá var afgangur gekk hann til bænda, ef vantaði var dregið frá verði til bænda. Þetta þýddi að innleggjendur báru fjárhagslega ábyrgð á rekstri afurðastöðvanna en ekki fyrirtækin sem áttu afurðastöðvarnar. Árið 1985 var þessu skipulagi breytt þannig að skilið var á milli fjárhags framleiðenda og afurða- stöðva. Sexmannanefnd hætti að ákveða vinnslukostnað búvöru og koma kjörnir fulltrúar bænda nú ekki að þeirri ákvörðun, Innleggj- endur bera nú ekki lengur ábyrgð á rekstri afurðastöðvanna. Þá voru sett skarpari ákvæði um það hvenær fullnaðargreiðslu afurðaverðs skyldi lokið. Þá var landbúnaðarráðherra með lögum heimilað að semja við Stéttarsambnd bænda um ákveðið magn mjólkur og kindakjöts sem ríkið ábyrgðist fullt verð fyrir. Þrír slíkir santningar hafa verið gerðir og þeir myndað grunn að fullvirðis- réttinum. Lögin ætla afurðastöðv- um ekki beina aðild að búvöru- samningi og er það miður, þar sem slík aðild hefði verið líkleg til að auka skynsamlega samvinnu þeirra á milli. II. Framkvæmd og skipulag Þá er eðlilegt að spurt sé, hvernig gengur núverandi skipulag? Sé litið fyrst á mjólkursamlögin þá ganga hlutirnir vandræðalítið. Innanlandssala hefur gengið vel sem m.a. má rekja til mikilla og öruggra vörugæða, samstaða innan greinarinnar er þokkaleg. Dráttur á greiðslum úr verðmiðl- unarsjóði er þó til baga og blikur á lofti um að vinnslukostnaður mjólkurvara þurii að hækka veru- lega næstu misseri ef halda á öllum mjólkursamlögum í landinu gang- andi þrátt fyrir minnkað mjólkur- magn. Tekjur einstakra mjólkurfram- leiðenda eru í sumum tilfellum óviðunandi en í heild er sá þáttur vandræðalítill. Hvað varðar kindakjötið hefur gengið lakar að leysa vandamálin. Tekjur einstakra sauðfjárbænda eru í mörgum tilfellum óviðunandi, : innanlandssala hefði þurft að vera meiri og afurðastöðvar (sláturhús- in) hafa átt við mikla erfiðleika að stríða. Sauðfjárframleiðslan krefst mikillar fjármögnunar sem ekki hefur gengið sem skyldi. Eiga ríkis- sjóður og bankakerfið þar bæði hlut að. Þá hefur dráttur á greiðslum útflutningsbóta verið til baga. Al- varlegast er þó stórfellt tap þessara fyrirtækja í gjaldþrotum við- skiptavina sinna. Samstaða innan þessarar greinar er stjórnendum þar til lítils sóma. Hvad er þá brýnast að gera? A) Það á ekki að falla frá staðgreiðsluákvæðum búvörulaga né taka upp „eldra kerfi" að öðru leyti. B) Hvað mjólkursamlögin varð- ar þarf að gera þá hagræðingu sem dugar til að koma í veg fyrir hækkun á vinnslukostnaði mjólk- urinnar. C) Afurðastöðvar í „kjötgrein- um“ verða að taka upp skynsam- lega samvinnu sent er grunnur að hagræðingu og auknu öryggi í við- skiptum. D) Það er hlutverk afurðastöðv- anna að annast vöruþróun og sölu- starf. Þetta hlutverk hefur aldrei verið mikilvægara en nú. E) Ríkisvaldið þarf að standa í skilum með útflutningsbætur eins og það er skuldbundið til. F) Bankakerfið og/eða ríkisvald- ið þurfa að fjármagna greiðslur til framleiðenda og áfallinn kostnað í afurðastöðvum. Ef þetta er ekki í lagi er óhugsandi að afurðastöðv- arnar geti staðið við grciðsluskyldu sína til framleiðenda. G) Það er óhjákvæmilegt að talsverður vaxta- og geymslukostn- aður falli á kindakjötið. Þessi kostnaður er í raun hluti af heild- sölukostnaði og verður að fást uppi borinn. Viðskiptahættir sláturleyfishafa síðustu misseri sýna að hugmyndir um gróða þeirra af geymslu kjöts- ins cru fráleitar. Þarna verður að finna grundvöll sent aðilar geta -sætt sig við. Þær leiðir eru til, líklega einfaldast að afnema afurðalánin í núverandi mynd en ríkissjóður hækki staðgreiðslulán- ið. H) Þeirri óvirðingu sem sauð- fjárbændum er sýnd mcð því að gera þá að bitbeini neikvæðrar umræðu milli sláturleyfishafa, ríkisvalds, Stéttarfélags bænda o.fl. verður að linna. Þórólfur Sveinsson. varaformaöur Stéttarfélags bænda. Guörun Þorvaldsdóttir: ER ÞETTA HÆGT? Það sem af er þessu ári hafa komið greinar í Morgunblaðinu og DV, sem eru linnulaus áróður á Samband íslenskra samvinnufé- laga og forstjóra þess. Oftast bera höfundar greinanna það fyrir sig að þeir hafi mjög trausta heimildar- menn fyrir þessum tíðindum, þó svo að aldrei séu nefnd nein nöfn, enda væri það of lýðræðislegt. Ein slík grein kom í Morgun- blaðinu 6. nóvember síðastliðinn í samantekt Agnesar Bragadóttur. Þar er fjallað vítt og breitt um grundvallarbreytingar á starfsemi og skipulagi SÍS. Þar er víða borið niður og ýmis nöfn nefnd bæði til góðs og ills. Þar er bað haft eftir stjórnarfor- manni SIS, Val Arnþórssyni, að nefnd sé starfandi í málinu, og ef meirihluti hennar komist að niður- stöðu um að gerbreyta eigi sam- vinnurekstri á íslandi þurfi slík tillaga ekki að koma fyrir aðalfund Sambandsins, sem er þó æðsta vald í málefnum þess. í þesasri nefnd sitja mpðal ann- arra menn, sem eru á förum úr samvinnustarfi. Sumir hafa þegar látið af ábyrgðarstörfum, aðrir fara nú um áramótin. Það má merkilegt heita, að minnsta kosti í augum okkar hinna almennu samvinnu- manna, sem höfum verið í þessum samtökum alla okkar ævi og sum jafnvel náð því áð þekkja fyrstu forsvarsmenn Sambandsins, að lesa um það í Morgunblaðinu að stjórnarfundur Sambandsins geti ráðið úrslitum í slíkum mikilvæg- um málum, en það er einmitt haft eftir stjórnarformanninum. Við samvinnumenn vitum vel að í stjórn Sambandsins sitja að minnsta kosti tveir afdankaðir kaupfélagsstjórar, fyrir utan for- manninn sjálfan, sem er á förum um áramót. Ef það kemur í ljós að blinda þessara stjórnarmanna Sambandsins sé slík að þeir rétt að segja telji Sambandið sína eign og geti tekið þar einhverjar geðþótta ákvarðanir eftir persónulegum óskum eða sárindum, þá væri betra að þeir hefðu aldrei komið nálægt samvinnustarfi. Hinn almenni samvinnumaður hefur lítið tjáð sig um þessi mál, þrátt fyrir ítrekuð skrif um sam- vinnumál í blöðum andstæðing- anna, sem eru að vonum afar kampakátir yfir þeim óförum Sam- bandsins, sem þeir nú eygja og telja að geti loks drepið það. Ekkert vantar á að andstæðingarn- ir hafi upplýsingar að eigin sögn og virðist svo sem einhverjir góðvinir stjórnarformannsins, eða annarra sem sitja honum til hægri handar, séu dygg hjú við að konta þessum upplýsingum á framfæri. Það hefur löngum verið reynt að velja menntaða og góða menn til forystu fyrir Sambandið. Sá tíðar- andi, sem nú ríkir með allri sinni lausung og oflátungshætti virðist hafa leitt suma þeirra út í þá ófæru að halda að enginn geti mælt gegn þeim og allt sem þeir stinga uppá hljóti að vera lög, hversu vitlaust sem það er. Ég trúi því ekki að það eigi eftir að henda okkur samvinnumenn, að einhver ævintýramennska geti kollvarpað nteð einu- pennastriki hugsjónum og störfum samvinnu- manna á fslandi. Slíkt verður tæp- lega þolað. í stórum samtökum er það fjöldinn sem ræður en ekki örfáir menn, sem virðast hafa villst af leið og sumir hverjir skilið eftir sig sviðna jörð. Guðrún Þorvaldsdóttir. Ályktun um f lokksmál Enn á ný hefur Framsóknarflokk- urinn sannað gildi sitt sem kjölfesta í íslenskum stjórnmálum. Samkvæmt skoðanakönnunum virðist staða hans einnig nokkuð styrk um þessar mundir. Engu að síður skal sífellt lögð rík áhersla á innra flokksstarf og hvergi sofnað á verðinum. Slíkt gæti reynst örlaga- ríkt. Til eflingar flokksstarfi gerum við eftirtaldar tillögur: 1. Framsóknarflokkur starfrækir flokksmiðstöð framsóknarmanna í Reykjavík. Flokksþingið telur að framkvaémdastjórnin eigi að leita eftir samstöðu og samstarfi sem flestra um þessa hugmynd, en þó sérstaklega við þingflokk Fram- sóknarflokksins og Framsóknarfé- lögin í Reykjavík til að starf mið- stöðvarinnar verði sem markvissast og hagkvæmast. Aðalverkefni þjónustumiðstöðvarinnar skal vera að annast alhliða þjónustustarf- semi til styrktar flokksstarfinu. Þjónustumiðstöðin heyrir undir framkvæmdastjórn Framsóknar- flokksins. Framkvæmdastjóri sér um daglegan rekstur og manna- ráðningar sem ber að leggja fyrir fund stjórnar þjónustumiðstöðvar- innar. Þjónustumiðstöðin aðstoðar kjördæmasamböndin við skipu- lagningu flokksstarfsins um land allt. Þjónustumiðstöðin rekur félags- málaskóla Framsóknarflokksins. Og þingið telur brýnt að skólinn verði endurvakinn strax með öfl- ugu starfi á flestum sviðum fræðslu- og þjóðmála. Framkvæmdastjórn skal ávallt hafa starfsemi og skipulag Fram- sóknarflokksins í stöðugri endur- skoðun. Framkvæmdastjóri undirbýr og boðar til í samráði við fram- kvæmdastjórn Framsóknarflokks- ins fjóra fundi á starfstíma Alþingis með starfsfólki þjónustumiðstöðv- ar og þingmönnum flokksins. Fundirnir eru haldnir í sept., nóv., febrúar og apríl. 2. Flokksþingið þakkar öflugt félagsstarf flokksmanna um land allt. Dagblaðið Tíminn og héraðs- blöðin eru vopn Framsóknar- flokksins til sóknar og varnar. Flokksþingið þakkar starfsfólki Tímans gott starf svo og öllum þeim sem að héraðsblaðaútgáfunni standa. Tíminn er í dag gott frétta- blað og ritstjórnarstefna blaðsins hvöss og markviss. Mikilvægt er að fjölga áskrifendum að Tímanum og beinir þingið þeim tilmælum til framkvæmdastjórnar að standa að mikilli herferð um land allt. 3. Mikil áhersla er lögð á að opna flokksskrifstofu í hverju kjör- dæmi og starfsmenn ráðnir í fullt starf við þær. 4. Nokkru áður en reglulegt Alþingi kemur saman á haustin skal þingflokkur halda vinnufundi í þjónustumiðstöð flokksins og undirbúa í sameiningu málflutning og stefnumörkun fyrir komandi þing. Flokksmenn um land allt geta hringt í þingmenn á viðtals- tíma, sem yrði vel auglýstur í málgögnum flokksins og fjölmiðl- um. Ákvarðanir um málflutning og stefnumörkun í einstökum um- deildum málum skulu ávallt teknar af þingflokki og framkvæmda- stjóm í sameiningu. Þingflokkur framsóknarmanna skal á Itverju heilu kjörtímabli boða til fundar með hinum ýmsu forystumönnum flokksins í hverju kjördæmi. Kjördæmin sem næst liggja höfuðborginni er hægt að heimsækja á starfstíma Alþingis en í hin yrði að fara eitt eða tvö á ári hverju að vori eða hausti með sambærilega fundi.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.