Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 19

Tíminn - 23.11.1988, Blaðsíða 19
Miðvikudagur 23. nóvember Tíminn 19 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið og íslenska óperan sýna ihofjfmann^ Föstudag Uppselt Laugardag 26.11. Uppselt Miövikudag 30.11. Fáein sæti laus. Föstudag 2.12 Uppselt Sunnudag 4.12 Uppselt Miðvikudag 7.12 Föstudag 9.12 Uppselt Laugardag 10.12 Uppselt Síðasta sýning fyrir áramót. Ósóttar pantanir seldar eftir kl. 14 sýnlngardag Takmarkaður sýningaljöldi Stóra sviðið Stór og smár eftir Botho Strauss. Ath! Frumsýningu frestað til miðvikudags. Áður seldir miðar gilda á sýningarnúmer, vinsamlegast hafið samband við miðasölu. [ kvöld kl. 20. Frumsýning. Fimmtudag 24.11 kl. 20.2. sýning. Sunnudag 27.11 3sýning. Þriðjudag 29.11.4. sýning Fimmtudag1.12 5. sýning. Laugardag3.12 6. sýning. Þriðjudag 6.12 7. sýning. Fimmtudag8.12 8. sýning. Sunnudag 11.12 9. sýning. i íslensku óperunni, Gamla bíói: Hvar er hamarinn? Sunnudag kl. 15 Síðasta sýning Barnamiði: 500 kr., fullorðinsmiði: 800 kr. Litla sviðið, Lindargötu 7: Yoh Izumo Japanskur gestaleikur Fimmtudag kl. 20.30 Föstudag kl. 20.30 Laugardag kl. 20.30 Aðeins þessar þrjár sýningar Miðasala í Islensku Óperunni, Gamla Bíói, alla daga nema mánudaga frá kl. 15-19 og sýningardaga frá kl. 13 og fram að sýningu.Simi 11475. Miðasala Þjóðleikhússins er opin alla daga nema mánudaga kl. 13-20. Símapantanireinnig virka daga kl. 10-12. Simi í miðasölu: 11200. Leikhúskjallarinn er opinn öll sýningarkvöld frá kl. 18.00. Leikhúsveisla Þjóðleikhússins: Þríréttuð máltíð og leikhúsmiði á óperusýningar: 2700 kr. Marmara: 2.100 kr. Veislugestir geta haldið borðum fráteknum í Þjóðleikhúskjallaranum eftir sýningu. I.KIKI-'fvlAC 2i2 2<2 RKYKJAVlKUR HAMLET Föstudag 25. nóv. kl. 20. Ath. Aðeins 4 sýningar eftir. SVEITASINFÓNÍA eftir Ragnar Arnalds Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Leikmynd og búningar: Sigurjón Jóhannsson Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Miðvikudag 23.11 kl. 20.30. Uppselt Fimmtudag 24.11 kl. 20.30. Uppselt Laugardg 26.11 kl. 20.30. Uppselt Sunnudag 27.11 kl. 20.30. Uppselt Þriðjudag 29.11. kl. 20.30. örfá sæti laus Miðvikudag 30.11 kl. 20.30. örfá sæti laus Föstudag 2.12 kl. 20.30. Uppselt Laugardag 3.12 kl. 20.30. Uppselt Þriðjudag 6.12 kl. 20.30. Fimmtudag 8.12 kl. 20.30. Miðasalan í Iðnó er opin daglega kl. 14-19 og fram að sýningu þá daga sem leikið er. Forsala aðgöngumiða: Nú er verið að taka við pöntunum til 11. des. Simapantanir virka daga frá kl. 10. Einnig símsala með VISA og EURO á sama tíma. ALÞYÐULEIKHÚSIÐ HOfl KÖÓTSTJLÖimOIMmBK Höfundur: Manuel Puig Þýðandi: Ingibjörg Haraldsdóttir Tónlist: Lárus H. Grímsson Föstudag 25.11. kl. 20.30 Laugardag 26.11. kl. 20.30 Sunnudag 27.11. kl. 16.00 Sýningar eru í kjallara Hlaðvarpans, Vesturgötu 3. Miðapantanir í sfma 15185 allan sóiarhringinn. Miðasala í Hlaðvarpanum kl. 14.00-16.00 virka daga og 2 tímum fyrir sýningu. ALÞÝÐULEIKHÚSIÐ — Með kærri kveðju, o.s.frv... - Komdu nú ekki mjög seint heim, Sigga, mundu að þú átt að gifta þig í fyrramálið. „Hættur öllu kvennafari,“ segir söngvarinn og kvennagulliö Julio Iglesias Nú er spænski söngvarinn Julio Iglesias orðinn 45 ára og segist vera orðinn þreyttur á kvennastússinu, sem hann hafi stundað af kappi undan- farin ár. Nú sé hann alvarlega ástfanginn og ætli að kvænast fljótlega. Kærastan heitir Pitt Kippenhahn, 24 ára fögur þýsk sýningarstúlka. Julio kynntist henni fyrir hálfu ári og þau hafa verið óaðskiljan- leg síðan. Þegar Julio var ungur var hann mikill fótboltamaður og þótti sá glæsilegasti á vellin- um. Ekki spillti það fyrir unga manninum að hann gat spilað á gftar og sungið „eins og engill“. Enda voru stúlk- urnar yfir sig hrifnar af honum. Hann giftist bráðfallegri spænskri stúlku, Isabel Preysler að nafni. Þau eign- uðust 3 börn og allt virtist leika í lyndi. En nú var Julio allt í einu orðinn frægur söngvari og ferðaðist um heiminn, en konan var heima með börnin. Eftir því sem Julio gekk betur á frægðar- brautinni því verr gekk í hjónabandinu og endaði það með skilnaði. Isabel Preysler hefur sjálf unnið sér nafn á Spáni, og hefur m.a. unnið við tímarit, tekið viðtöl við þekkt fólk og einnig sjálf verið mikið mynd- uð sem falleg tískudama. Börnin hafa oft verið hjá pabba sínum sem á bústaði víða um heim, en aðallega hafa þau verið hjá honum í Miami í Bandaríkjunum. Fegurðardrottningin frá Brasilíu Svo var það í júlí ’87 að Iglesias var að kynna nýja plötu sína í Brasilíu. Þá var auðvitað haldið mikið partí og eins og venjan er þar sem kvennagullið Julio Iglesias er á ferð, þá var smalað saman fögrum konum og skemmti- legu fólki. Þar var kynnt fyrir söngvaranum fegurðar- drottning Brasilíu, Dayse Nunes, 19 ára blökkustúlka. Blöðin gerðu sér mat úr því, að Dayse væri fyrsta blökku- stúlkan sem hefði hlotið þennan titil þar í landi. Julio Iglesias varð heillaður af stúlkunni og hún fór með honum til Miami og hann tók hana með sér til Argentínu og síðan til Los Angeles. Söngvarinn kynnti Dayse fyr- ir vinum sínum, og hún lét í veðri vaka við sína kunningja og fjölskyldu, að þetta væri alvarlegt á milli þeirra. En eftir 3 mánuði datt botninn úr þessu öllu saman og Julio fór að ferðast einn aftur. Módelið fagra í Manila Svo var það sl. vor, að Julio var að syngja í Manila á Filippseyjum að hann hitti hina ljóshærðu og brúneygðu Pitt Kippenhahn, sem var með tískusýningarhópi á ferðalagi. Þau urðu ástfangin á stundinni og hafa ekki skilið síðan. „Það er eins og öll ástaljóð- in sem ég hef sungið í gegnum árin hafi verið um þessa stúlku,“ segir söngvarinn hrifinn. Þau segjast hafa ákveðið að gifta sig mjög fljótlega og þrá að eignast börn og stofn- Pitt Kippenhahn og Julio hafa ekki skilið síðan þau hittust fyrir hálfu ári, og ætla fljótlega að giftast. Isabel Preysler er eina konan sem Julio Iglesias hefur verið giftur. Fyrir nokkrum árum var orðrómur um það, að þau myndu ætla að taka saman aftur, en ekkert varð úr því. Nú er hún gift spænskum milljónamæringi og Julio hef- ur tilkynnt að hann ætli innan skamms að ganga í það heil- aga. setja sitt eigið einkaheimili, en hætta flæking um heiminn. Skilaboð frá kvennagullinu Þegar blaðamenn höfðu samband við Julio Iglesias nýlega, þá bað hann þá að koma þeim skilaboðum á framfæri fyrir sig til vin- kvenna sinna - víða um heim - að nú væri hann hættur öllu kvennafari og hann ætli að Nú hefur Julio sagt skilið við hina ungu brasilísku Dayse fara aQ Verða ráðsettur og Nunez, sem var „besta vinkona“ hans í nokkra mánuði. stilltur eiginmaður!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.