Tíminn - 23.11.1988, Síða 20

Tíminn - 23.11.1988, Síða 20
RIKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, 3 28822 Átján mán. binding ^°'B'USroo()V A 7,5% ÞRÖSTUR 68 50 60 | SAMVINNUBANKINN VANIR MENN Tíminn Atvinnutryggingarsjóður ríkisstjórnarinnar kominn á fullt skrið: Leitaði nánari skvr njá ríkisstjórn Á ríkisstjórnarfundi í gær var boðað til sérstaks ríkisstjórnarfundar á föstudaginn kemur þar sem aðalefn- ið verður slæm staða atvinnuveganna í ljósi efnahagsþró- unar síðustu missera. Ríkisstjórnin átti einnig fund í gær með stjórn atvinnutryggingarsjóðsins sem nýlega tók til starfa og voru lögð fram nokkur vandamál sem komið hafa upp. Samkvæmt heimildum Tímans eru það einkum vandamál sem fylgja nánari skilgreiningu á því hvað teljist eðlileg rekstrarskilyrði sem talað er um í annarri grein reglugerðarinnar fyrir sjóðinn. Einnig er ljóst samkvæmt milli- uppgjöntm fyrirtækja og greinar- gerðum að fyrirtæki, sem hafa þurrkað upp eigið fé á síðustu 12-15 mánuðum, stóðu vel fyrir þann tíma. Því vaknarspurningin hvort miða eigi við síðustu mán- uði eingöngu eða taka tillit til rekstrarafkomu lengra aftur í tímann. Einnig þarf ríkisstjórnin að ákveða hvaða fyrirtæki eru það illa stödd fjárhagslega og með tilliti til rekstrarskilyrða að þau fá ekki lán úr sjóðnum. Gunnar Hilmarsson, stjórnar- formaður Atvinnutryggingar- sjóðs ríkisstjórnarinnar, sagði í ræðu á fundi Sambands ísl. sveit- arfélaga í gær að þegar hafi verið mótteknar yfir 90 umsóknir. Af þeim væru að hans mati um 10-20 fyrirtæki það illa stödd að þau féllu utan grófra skilgreininga reglugerðar sjóðsins. Nánari skil- greining liggur ekki enn fyrir. Þessi 90 fyrirtæki sem sótt hafa um aðstoð úr Atvinnutryggingar- sjóði eru flest starfandi í sjávarút- vegi. Um 25 þeirra eru þó starf- andi við iðnað, fiskeldi og aðra anga útflutnings- og samkeppnis- greina. Þegar lagðar eru saman umsóknir um skuldbreytingar og lán til skuldbreytinga þessara að- ila nemur heildarupphæðin um 3.000 milljónum króna. Gunnar segir ennfremur að ljóst sé að algjör umskipti hafi orðið hjá þessum fyrirtækjum síðustu 12—15 mánuði, eftir til- tölulega góð ár 1985-87. „Um- skiptin eru ótrúleg," sagði Gunn- ar í ræðu sinni sem fjallaði um sveitarfélög og atvinnumálin, „í mörgum tilfellum hefur góður árangur tveggja til þriggja ára þurrkast út á einu ári. Hvað er til ráða?“ KB Alþjóðleg alnæmisvika hefst I dag hefst svokölluð alnæmisvika sem lýkur 1. desember með alþjóð- legum alnæmisdegi. Á fundi heil- brigðisráðherra frá 140 löndum sem haldinn var fyrr á þessu ári í Lundún- um var ákveðið að helga 1. desember 1988 baráttunni gegn alnæmi. En af því að fyrsti desember er fullveldis- dagur íslendinga og haldið verður upp á 70 ára afmæli fullveldisins þennan dag, þá var ákveðið að lögð yrði áhersla á vikuna fyrir 1. desem- ber. Þessa viku verður mikið um að vera í sambandi við fræðslu um alnæmi. Sem dæmi má nefna að frumsýnd verður ný íslensk mynd í sjónvarpi, einnig verður nýtt vegg- spjald kynnt í sambandi við hana. Áð auki verða í ríkissjónvarpi tveir í dag þættir sem gerðir hafa verið með krökkum í 9. bekk grunnskóla og krökkum úr Menntaskólanum við Hamrahlíð, þar sem þau spyrja spurninga um alnæmi og fá svör við þeim. Einnig verður frumsýndur íslensk- ur sjónvarpsþáttur um mann sem dó úr alnæmi. í tilefni af þessari viku verður efnt til tónleika í Háskólabíói 30. nóvem- ber kl. 22.00. Þar koma fram Bubbi Morthens, Hörður Torfason og Megas, en listamennirnir koma fram endurgjaldslaust og allur ágóði mun renna til Samtaka áhugafólks um alnæmisvarnir sem stofnuð verða 5. desember. Ágóðann munu svo sam- tökin nýta til styrktar smituðum og sjúkum. ssh Ólympíumótið í skák í Grikklandi: Vinnum við Kínverja? í gær tefldi íslenska skáksveitin við Kínverja og fóru skákirnar Beit á agnið f gær var tilkynnt til lögregl- unnar í Keflavík um að köttur væri fastur á línukrók. Kötturinn hafði farið í línubala fyrir utan beitingaskúra í Sandgerði og ver- ið að narta í beituna, en ekki tekist betur til en svo að hann festist við einn krókinn. Ekki var annað hægt en aflífa köttinn. -ABÓ þannig: Skák Jóhanns Hjartarsonar og Jzu fór í bið og er Jóhann með betri stöðu. Margeir Pétursson gerði j afntefli við Ryee eftir nokkrar svipt- ingar. Helgi Ólafsson tefldi við Wang og endaði sú skák með sigri Helga eftir æsispennandi skák þar sem báðir aðilar lentu í tímahraki. Jón L. Árnason hvíldi í dag en í hans stað tefldi Karl Þorsteins. Karl tap- aði fyrir andstæðingi sínum eftir að hafa mjög snemma í skákinni lent í vandræðum með stöðuna. Staðan er því IVí vinningur gegn lVi auk biðskákar sem er íslenska liðinu heldur í hag svo að enn eru nokkrar líkur á að við vinnum Kínverja. -áma Nýir peningaseðlar ollu erfiðleikum: Bensínsjálfsalar í gengishugleiðingum? í umferð eru nú nýir hundrað króna seðlar sem eru öðruvísi en gömlu seðlarnir. Munurinn felst í því að nýju seðlarnir hafa önnur litbrigði sem sjást greinilega með berum augum. Þessi mismunur á seðlunum hefur valdið erfiðleikum því sjálfsalar á bensínstöðvum eru það næmir að þeir merkja breytinguna sem svik, þannig að kúnninn lendir í erfiðleikum við að nálgast bensínið. Bensínlítill bíleigandi sagði Tímanum að þessir sjálfsalar virtust ekki viðurkenna ísl. krónuna, trúlega vegna þess að gengið væri ekki rétt skráð! Olíufélögin voru auðvitað ekki sátt við þetta, þar sem dæmi voru um að óvenjulítið væri í sjálfsölunum þegar þeir voru gerðir upp, og báru félögin fram kvörtun við Seðlabank- ann. í gær tókst svo starfsmönnum olíufélaganna að stilla skynjarana á sjálfsölunum etir að hafa fengið um það upplýsingar frá Danmörku. í viðtali við Stefán Þórarinsson hjá Seðlabankanum kom fram að olíufélögin hefðu kvartað yfir þessu og nú væri verið að rannsaka hversu mikil útbreiðslan á seðlunum væri orðin. Stefán sagði jafnframt að ástæða þessa mismunar væri sú að nýtt fyrirtæki hefði tekið við prentuninni fyrir Seðlabankann. Þetta fyrirtæki notar að vísu pappír samkvæmt öryggisstöðlum og sömu prentmót, en hinsvegar notar fyrirtækið eigið blek og það virðist vera svo að í prentuninni hafi blekið ekki komið nákvæmlega eins út og hjá þeim sem áður sáu um prentunina. „Við viljum ekki viðurkenna að þetta séu neitt gallaðir seðlar út af fyrir sig þó þeir séu ekki hundrað prósent settir saman eins og fyrri útgáfur. Það er líka merkilegt við þetta mál að það er töluvert síðan þessir seðlar komu í umferð, en það var fyrst fyrir nokkrum dögum að okkur var tilkynnt um að ekki væri hægt að nota þá í bensínsjálfsalana. Við höfum ekki fengið neinar kvart- anir frá bönkum, sem þó eru með seðlavélar t.d. í hraðbönkunum.“ Málið er í rannsókn og Stefán sagði að það væri ómögulegt að kalla seðlana inn, prentaðir hefðu verið 5 milljónir seðla og þeir hefðu farið í umferð víða um land fyrir nokkrum mánuðum. ssh

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.