Tíminn - 15.12.1988, Side 7

Tíminn - 15.12.1988, Side 7
Fimmtudagur 15. desember 1988 Tí.minn 7 Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra segir að fjáröflunarleiðir ríkis- stjórnarinnar grundvallist á hvaða tekjuöflunarfrumvörp komist í gegn á þingi: Verðhækkun í verðstöðvun? Ekki hafa neinar tímasetningar verið settar á hugsaniega hækkun á tóbaki, áfengi og bensíni. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra vildi ekkert segja um hvenær hækkanir af þessu tagi tækju gildi, en hann sagðist mundu leggja til að a.m.k. tóbak og áfengi yrði hækkað og ef til vill einnig bensín. Steingrímur Hermannsson for- sætisráðherra sagði að þetta hefði verið rætt innan ríkisstjórnarinnar en engin endanleg ákvörðun tekin um málið. „Þetta fer mjög eftir því hverju okkur tekst að ná fram á Alþingi í tekjuöflun. Komi stjórnar- andstaðan í veg fyrir okkar markmið í því sambandi kann að Verða að grípa til einhverra slíkra ráða,“ sagði Steingrímur. Hann bætti við að þetta yrði ef til kæmi mjög erfið ákvöröun í gildandi verðstöðvun og yrði þá í þessum liðum að hverfa frá verð- stöðvuninni. Eiður Guðnason viður- kenndi að um þetta hefði verið rætt en sagði að eitt væri að samþykkja verðhækkanir og annað hvenær þær kæmu til framkvæmda. Af þeim orðum má ráða að alþýðuflokks- menn séu tregir til að samþykkja hækkanir fyrir lok febrúar þegar verðstöðvun lýkur. Er Tíminn hafði samband við Georg Ólafsson hjá Verðlagsstofnun kvaðst hann ekki hafa fengið nein gögn í hendurnar um hugsanlegar hækkanir á bensíni, áfengi og tóbaki og gæti þess vegna ekki tjáð sig um málið. Þegar og ef kemur til þessara hækkana þarf ekki að gera það með lagasetningu heldur er það gert með útgáfu reglugerðar frá viðkomandi ráðherra. Hækkun vara í verðstöðv- un er ekki brot á lögum þar sem hún er heimildarákvæði í lögum um verð- lagseftirlit og verðlagsráð. Pað er því þeirrar ríkisstjórnar sem þessu ákvæði beitir að ákveða á hvaða vörum ríkir verðstöðvun og á hverj- um ekki. -ág Stal bifreið frá höfninni Brotist var inn í bækistöð Reykjavíkurhafnar við Hólmaslóð 12 aðfaranótt laugardags og þaðan stolið bifreið og handtalstöðvum. Þá var einnig um svipað leyti brotist inn í Hafnarböðin á Grandagarði og stolið þaðan vind- lingum, skafmiðum og sælgæti. Skömmu áður en þessi innbrot voru tilkynnt stoppaði lögreglan bifreið í miðborginni, sem síðar kom í ljós að hafði verið stolið frá Reykjavíkurhöfn. Maðurinn sem tekinn var á bílnum er um tvítugt og oft komið við sögu lögreglu áður. Hann hefur verið úrskurðað- ur í gæsluvarðhald til 22. febrúar á næsta ári og mun vera um svokall- aða síbrotagæslu að ræða. -ABÓ Kaup á „jólaseríum": Eiga að vera viðurkenndar Þeir sem hyggjast kaupa Ijósa- samstæðu, eða s.k. „jólaseríu“, ættu að hafa í huga að allar ljósa- samstæður eru prófunarskyldar hjá Rafmagnseftirliti ríkisins. Ljósa- samstæður sem eru til sölu eiga að vera merktar þannig að Ijóst sé að þær hafi verið viðurkenndar af Rafmagnseftirlitinu, einnig eiga að fylgja þeim upplýsingar og leið- beiningar á íslensku. Hjá Rafmagnseftirlitinu fengust þær upplýsingar að fyrir hver jól eru dæmi um það að kaupmenn dragi fram gamlan lager af ljósa- samstæðum sem ekki hafa verið viðurkenndar, þó slíkum tilvikum hafi farið fækkandi á allra síðustu árum. SSH ÁSCEIR JAKOBSSON ÞATTURAF SICURÐI SKURÐI OC SKÚLA SÝSLUMANN! I SKUCGSJÁ' ÞÓRÐIIR KAKALI Ásgeir Jakobsson Þórður kakali Sighvatsson var stórbrotin persóna, vitur maður, viljafastur og mikill hermaður, en um leið mannlegur og vinsæll. Ásgeir Jakobsson hefur hér ritað sögu Þórðar kakala, eins mesta foringja Sturlunga á Sturlungaöld. Ásgeir rekur söguna eftir þeim sögubrotum, sem til eru bókfest af honum hér og þar í Sturlungusafninu, í Þórðar sögu, í Islendinga sögu, í Arons sögu Hjörleifssonar og Þorgils sögu skarða og einnig í Hákonar sögu. Gísli Sigurðsson myndskreytti bókina. SKVGGSJÁ - BÓKABÚÐ OIIVERS STEINS SF Saeinn fra Efe. ii«»i L/t'Áisaj skucgsjA ANDSTÆÐUR Sveinn frá Elivogum Andstæður hefur að geyma safn ljóða og vísna Sveins frá Elivogum (1889-1945). Þessi ljóð og vísur gefa glögga mynd af Sveini og viðhorfum hans til lífs, listar og sam- ferðamanna. Sveinn var bjarg- álna bóndi í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu á fyrri hluta þessarar aldar. Hann var eitt minnisstæðasta alþýðuskáld þessa lands og þótti mjög minna á Bólu-Hjálmar í kveð- skap sínum. Báðir bjuggu þeir við óblíð ævikjör og fóru síst varhluta af misskilningi sam- tíðarmanna sinna. PÉTUR ZOT-ONÍASSON VKINGS LÆKJARÆTT NÍL'A T AL OO.Æ StXi f T‘. - RfiírÞFii! JÓEAÁ '/iKvMir-i.-í. K. FANGINN OG DOMARINN Þáttur af Sigurdi skurdi og Skúla sýslumanni Ásgeir Jakobsson Svonefnd Skurðsmál hófust með því, að 22. des. 1891 fannst lík manns á skafli á Klofningsdal í Önundarfirði. Mönnum þótti ekki einleikið um dauða mannsins og féll grunur á Sigurð Jóhannsson, sem kallaður var skurdur, en hann hafði verið á ferð með þeim látna daginn áður áK Klofningsheiði. Skúla sýslu- manni fórst rannsókn málsins með þeim hætti, að af hlauzt 5 ára rimma, svo nefnd Skúla- mál, og Sigurður skurður, sak- laus, hefur verið talinn morð- ingi í nær 100 ár. Skurðsmál hafa aldrei verið rannsökuð sérstaklega eftir frumgögnum og aðstæðum á vettvangi fyrr en hér. VIKINGSLÆKJARÆTTIV Pétur Zophoníasson Þetta er Ijórða bindið af niðja- tali Guðríðar Eyjólfsdóttur og Bjarna Halldórssonar hrepp- stjóra á Víkingslæk. Pétur Zophoníasson tók niðjatalið saman, en aðeins hluti þess kom út á sínum tíma. í þessu bindi eru i-, k- og I-liðir ættar- innar, niðjar Ólafs og Gizurar Bjarnasona og Kristínar Bjama- dóttur. í þessari nýju útgáfu Víkingslækjarættar hefur tals- verðu verið bætt við þau drög Péturs, sem til voru í vélriti, og auk þess er mikill fengur að hinum mörgu myndum, sem fylgja niðjatalinu. í næsta bindi kemur svo h-liður, niðjar Stefáns Bjarnasonar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.