Tíminn - 31.12.1988, Page 9

Tíminn - 31.12.1988, Page 9
Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 9 það hjá þeim þjóðum sem við sæmi- legt jafnvægi og efnahagsástand búa. Lánskjaravísitalan verður að hverfa. Hún þekkist helst hjá vanþróuðum löndum, sem búa við mikla verð- bólgu og jafnvægisleysi. Bankarnir og fjármagnsmarkaðurinn Því miður tókst ekki að afgreiða lög um verðbréfasjóði og kaupleigu- fyrirtæki nú fyrir áramótin. Það verður væntanlega fljótlega eftir að þingið kemur saman. Með þeim er fyrsta skrefið stigið til að ná heildar- stjórn á fjármagnsmarkaðnum. Það er afar mikilvægt. Augljóslega er þó fleira nauðsyn- legt ef bankarnir og fjármagnsmark- aðurinn í heild eiga að starfa á viðunandi máta. Nú er vaxtamunur, þ.e. munur á innlánsvöxtum og út- lánsvöxtum, líklega tvöfalt til þrefalt meiri hér en tíðkast hjá vel reknum bönkum erlendis. Úr slíkum vaxta- mun verður að draga. Á meðan hann er svo mikill nást útlánsvextir ekki niður eins og nauðsynlegt er. Ég efast um að í nokkrum fyrir- tækjum á þessu landi sé eins mikil- vægt að hagræða og í bönkunum. Bankarnir verða að stækka með samruna og útibúum og starfsfólki að fækka. Endurskoðun bankakerf- isins mun hefjast á nýju ári. Rekstrargrundvöllur atvinnuveganna Því miður er líklegt að mörg fyrirtæki muni stöðvast í upphafi hins nýja árs. Einkum verða það verslunarfyrirtæki, enda fjárfesting á því sviði orðin slík í skjóli frjáls- hyggjunnar, að sú sápukúla hlaut að springa. Ég óska engum gjaldþrots. Þau munu teygja anga sína víða og Steingrímur Hermannsson forsœtisráðherra. skilja marga saklausa eftir með sárt enni. En eftir gegndarlausa fjárfest- ingu í glæsilegu verslunarhúsnæði verður vandræðum á því sviði varla afstýrt. Ég óttast að ýmis framleiðslufyrir- tæki muni einnig stöðvast. Það er alvarlegra. Þau afla þess gjaldeyris sem við þurfum til að grciða af miklum erlcndum skuldum. Ríkisstjórnin vinnur fyrst og fremst að því að styrkja grundvöll framleiðslunnar. Sumt af því hef ég ncfnt fyrr í þessari grein. Ríkis- stjórninni er hins vegar fullkomlega Ijóst að til meiri og varanlegri að- gerða verður að grípa og það fljótt. Um það mun verða haft samráð við verkalýðshreyfingu og atvinnurek- endur og við stjórnarandstöðu. Freista verður þess að ná breiðri » samstöðu. Undirbúningur að þeim viðræðum er þegar hafinn. Ríkisstjórnin telur nauðsynlegt að grafast fyrir rætur vandans, þannig að þær efnahagsaðgerðir sem 'til verður gripið verði varanlegar. Þessi ríkisstjórn er ekki tilbúin að stofna til misgengis tekna og fjármagns- kostnaðar sem mundi senda fjölda fjölskyldna í gjaldþrot. Ýmislegt af því sem úrskeiðis hefur farið í efnahagslífinu bíður frekari aðgerða. Atvinnurekendur hafa til dæmis haldið því fram að í hinni miklu þenslu sé að meðaltali um 20 af hundraði yfirborgun á laun, að ræða. Það mundi skýra þá miklu hækkun sem orðið hefur á launa- kostnaði í landinu, sem hlutfall af þjóðartekjum. Úr þenslunni verður að draga og yfirborganir að hverfa. Ef yfirborganir voru sú mikla mein- semd sem haldið hefur verið fram ætti afnám þeirra að vera mikilvæg bót. Skuldastaða margra fyrirtækja er þannig að engin ein aðgerð getur bjargað. Fleiri leiða verður að leita. Það er nú gert. Fjármagns- kostnaðurinn Við framsóknarmenn höfum lengi talið að íslenskt efnahagslíf þyldi ekki hinn mikla fjármagnskostnað. í skjóli frjálshyggjunnar hefur grái markaðurinn blómstrað og jafnvel færst inn í viðskiptabankana, sem hafa talið sig neydda til þess að taka þátt í hinni margrómuðu frjálsu samkeppni um fjármagnið. Á þessu sviði hefur nú töluvert orðið ágengt. Nafnvextir hafa lækk- að gífurlega og raunvextir nokkuð. Það hefur þegar mikil áhrif í rekstri fyrirtækja. Samkvæmt reikningum sem ég hef fengið frá Kaupfélagi Skagfirðinga hefði það fyrirtæki greitt 144 milljónir króna í vexti á ári eins og vextirnir voru fyrstu níu mánuði ársins. Eins og vextirnir eru nú orðnir væri ársgreiðslan hinsveg- ar rúmlega 44 milljónir króna. Sparnaðurinn er á ársgrundvelli 100 milljónir króna. Þetta er gott dæmi um áhrif vaxtagreiðslna í rekstri atvinnufyrirtækja. Raunvextirnir þurfa samt sem áður að lækka meira. Svo ætti að geta orðið fljótlega eftir áramótin. Þá mun draga úr þenslunni e.t.v. meira en menn grunar. Það á að leiða til lækkunar vaxta samkvæmt lögmáli markaðarins, ef það verkar á báða vegu. Lánskjaravísitalan Samkvæmt athugun sem gerð var hjá Fiskveiðasjóði hefðu vextir af dollaraláni þurft að vera 15,83 af hundraði á ári, allt frá árinu 1980 til þess að hafa við íslensku krónunni með lánskjaravísitölu en án vaxta. Samkvæmt öðru mati hefur þýska markið fallið svo gagnvart íslensku krónunni síðan 1981 að verðgildi þess er aðeins um 76 af hundraði af verðgildi íslensku krónunnar með lánskjaravísitölu. íslenska krónan með lánskjara- vísitölu er þannig einhver sterkasti gjaldmiðill í heimi. Að sjálfsögðu er það fásinna og sýnir hve fáránlegt er að tryggja íslenskt fjármagn þannig. Fáar fjölskyldur eða fyrirtæki geta borið slík lán. Á síðasta áratug sogaðist óverð- tryggt sparifé í mikilli verðbólgu frá sparifjáreigendum til atvinnuveg- anna. Það var að sjálfsögðu óverj- andi. Nú sogast eigið fé útflutnings- fyrirtækjanna til fjármagnseigenda innlendra og erlendra. Það er einnig ófært. f þessu tilfelli eins og í svo mörgum öðrum verður að rata ein- hvern meðalveg. Spariféð verður að sjálfsögðu að halda verðgildi sínu og bera ein- hverja lágmarks raunvexti þegar yfir nokkurn tíma er litið, t.d. árið, en það á að vera nægjanlegt. Þannig er Framtíðin Ég er ekki í nokkrum vafa um, að við Islendingar munum vinna okkur út úr erfiðleikunum, nú sem fyrr. í raun er allur barlóntur óþarfur. Við erum auðug þjóð, þótt sumt af þeinr auði sé lítils virði þegar á móti blæs. Mikilvægast er að við eigum fjöl- marga góða kosti. Sjávarútvegurinn nrun áfram verða mcginstoð íslensks efnahagslífs. Svo verður urn langa framtíð. Landbúnaðurinn mun rísa öflugri en áður, eftir þá erfiðu aðlögun sem þar er nú á góðri leið. Ýmis iðnaður mun eiga í harðri samkeppni við framleiðslu háþró- aðra iðnaðarríkja, ekki síst vegna þess að hann nýtur ekki tollvcrndar. Fjarlægðin veitir hinsvegar ákveðna vernd. Ég er sannfærður um að íslenskur iðnaður mun styrkjast ef hinn almenni grundvöllur cr traust- ur. Á sumum sviðum eigum við hráefni sem erueinstæð, t.d. ullina. Nýjar greinar, t.d. fiskeldið, munu eflast og verða mikilvæg stoð í íslensku efnahagslífi. - Verðmætast er þó hugvitið og kröftug æska sem tileinkar sér þekk- inguna og haslar sér m.a. völl á nýjum sviðum, t.d. hátækninnar. Að því þarf að hlúa með góðri mcnntun og stuðningi við rannsókn- ir, vísindi og þróunarstarf. Evrópubandalagið Þótt við íslendingar deilum um flest virðist sem betur fer vera breið samstaða um afstöðuna til Evrópu- bandalagsins. Tvær ríkisstjórnir hafa lýst því yfir að full aðild komi ekki til greina. Á það legg ég mikla áherslu. Auðvelt er fyrir litla þjóð að týnast í því mannhafi sem Evr- ópubandalagið er. Einstaka raddir hafa þó heyrst sem hafa talið fulla aðild óhjákvæmi- lega. Einkum eru þær úr röðuni iðnaðarins. Ég tel slíkt á miklum misskilningi byggt. Með fullri aðild er líklegt að öflug iðnfyrirtæki Evrópubandalagsins hrifsuðu það til sín af íslenskum iðnaði, sem þau hefðu áhuga á. Bankar og fjármagnsstofnanir bandalagsins tækju yfir íslenska banka eins og þeim sýndist. Alvar- legast yrði þó, að við réðum ekki lengur fiskimiðum okkar eða orku- lindum. Hvað væri þá orðið um sjálfstæðið? Ég tek undir með manninum sem sagði á fundi: „Þá væri skárra að flytja á höfuðbólið.“ Ég verð stöðugt sannfærðari um að full aðild er óþörf fyrir okkur íslendinga. Við sækjumst ekki eftir þeim pólitísku áhrifum, sem fullri aðild kunna að fylgja fyrir stærri þjóðir. Við leitumst fyrst og fremst eftir frjálsum markaði fyrir okkar framleiðslu. Við viljum einnig gjarna taka þátt í vísinda- og þróun- arstarfi. Það stendur okkur til boða. Ég hef lagt áherslu á að kynna hin íslensku viðhorf fyrir ráðamönnum bandalagsins og forystumönnum þeirra þjóða sem að því standa. Ég tel að við höfurn lítið að óttast. Mér hefur virst vera skilningur á sérstöðu okkar íslendinga og vilji til þess að mæta okkar óskurn. í raun hygg ég að flestunr ríkjum Vestur-Evrópu sé það kappsmál að halda vinsamlegu sambandi við íslendinga. Ríkisstjórnin mun leggja áherslu á að aðlaga íslenska framleiðslu, staðla og ýmis framkvæmdaratriði að þeini breytingum sem eru að verða í Evrópu, þannig að fram- lciðsla okkar geti átt þar greiðan aðgang, án þess að nokkrum auð- lindum verði afsalað eða réttindum sjálfstæðrar þjóðar. Breytt staða stjórnmálum Ríkisstjórnin komst vel í gegnum sína fyrstu raun á stjórnmálasviðinu við afgreiðslu nrikilvægra mála á Alþingi nú fyrir jólin. Eins og fyrr segir leyfði ég mér að vona að hluti stjórnarandstöðunnar, a.m.k. mundi láta málefnin ráða. Svo fór. Þetta olli sjálfstæðismönnum miklum vonbrigðum, enda kann þessi niðurstaða að hafa skapað grundvöll fyrir breikkun stjórnar- samstarfsins. Á það mun reyna fljót- lega. Von mín er að það takist. Þá hefur ríkisstjórnin nægan meirihluta á þingi til þess að koma í gegn hverju því máli, scm stjórnarflokkarnir eru sammála um og telja mikilvægt í framkvæmd þeirrar stefnu sem ríkis- stjórnin fylgir. Lokaorð Við myndun núverandi ríkis- stjórnar vorum við framsóknarmenn enn einu sinni til þess kvaddir að leiða þjóðina út úr erfiðleikum. Það mun takast, vegna þess að íslenska þjóðin er vön að láta hendur standa fram úr ermunr, þegar á móti blæs. Ætíð er farsælast að vinna sig út úr erfiðleikunum. Með núverandi stjórn var einnig brotið blað að því leyti að félags- hyggjuflokkarnir náðu loks saman. Eftir frjálshyggjuflan undanfarinna ára, er það mjög nauðsynlegt. Frjálshyggjumenn halda því fram að félagshyggjunni sé beint gegn einstaklingnum. Það er mikill mis- skilningur. Með félagshyggju er fyrst og fremst við það átt að einstaklingarnir standi saman sem frjálsir menn, þegar grettistakinu þarf að lyfta, að velferðarkerfið sé skilvirkt og öflugt og skapi þeim öryggi sem á þurfa að halda, sjúkum eða öldnum eða þeim sem af einhverjum ástæðum eiga undir högg að sækja í lífsbaráttunni. Félagshyggjan byggir á kraftmiklum einstaklingum og skapar þeim grundvöll til heilbrigðra athafna og hvetur til þess að menn standi saman þegar þörf er fremur en að berast á banaspjótum. Þannig er framtíð hinnar íslensku þjóðar trygg. í þessari áramótagrein hef ég kosið að fjalla eingöngu um þau málefni sem þyngst hvíla á okkur íslendingum nú. Um lausn þeirra verðum við að sameinast. Það mun- um við framsóknarmenn gera. Þá mun það sem á eftir kemur reynast auðvelt. Ég þakka lesendum öllum og framsóknarmönnum sérstaklega fyr- ir liðið ár. Ég óska íslendingum öllum þess að á nýju ári megi dugmikil þjóð bera höfuðið hátt og hefja nýja öfluga framfarasókn.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.