Tíminn - 31.12.1988, Qupperneq 13

Tíminn - 31.12.1988, Qupperneq 13
12 Tíminn DAGVIST BARINIA Fóstrur, þroska- þjálfar, áhugasamt starfsfólk! Dagvist barna, Reykjavík, óskar eftir starfsfólki í gefandi störf á góðum vinnustöðum. Til greina koma hlutastörf bæöi fyrir og eftir hádegi. Upplýsingar veita forstöðumenn eftirtal- inna dagvistarheimila og skrifstofa Dagvistar barna, sími 27277. AUSTURBÆR Lækjarborg v/Leirulæk s. 686351 Staöarborg v/Háageröi s. 30345 BREIÐHOLT Hraunborg Hraunbergi 10 s. 79600 VESTURBÆR Drafnarborg v/Drafnarstíg s. 23727 Þjóðhátíðarsjóður auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 1989. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 361 30. september 1977 er tilgangur sjóðsins „að veita styrki tii stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandi kynslóð hefur tekið í arf. a) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til Friðlýsingarsjóðs til náttúru verndar á vegum Náttúruverndar- ráðs. b) Fjórðungur af árlegu ráðstöfunarfé sjóðsins skal renna til varðveislu fornminja, gamalla bygginga og annarra menning- arverðmæta á vegum Þjóðminjasafns. Að öðru leyti úthlutar stjórn sjóðsins ráðstöfunarfé hverju sinni í samræmi við megintilgang hans, og komi þar einnig til álita viðbótarstyrkir til þarfa, sem getið er í liðum a) og b). Við það skal miða, að styrkir úr sjóðnum verði viðbótarframlag til þeirra verkefna, sem styrkt eru, en verði ekki til þess að lækka önnur opinber framlög til þeirra eða draga úr stuðningi annarra við þau.“ Stefnt er að úthlutun á fyrri hluta komandi árs. Umsóknarfrestur er til og með 24. febrúar 1989. Eldri umsóknir ber að endurnýja. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík. Nánari upplýsingar gefur ritari sjóðsstjórnar, Sveinbjörn Hafliðason í síma (91) 699600. Reykjavík, 28. desember 1988 ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Yfirfélagsráðgjafi Laus er staða yfirféiagsráðgjafa III við hverfaskrif- stofu Fjölskyldudeildar í Breiðholti. Starfsreynsla og þekking á fjölskylduvinnu er skilyrði fyrir ráðningu. Upplýsingar veitir yfirmaður Fjölskyldudeildar í síma 25500 og umsóknarfrestur er til 13. janúar. Umsóknum skal skilatil starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9 á eyðublöðum sem þar fást. Laugardagur 31. desember 1988 Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 13 Eftir aurskriðurnar sem féllu á Ólafsjörð þann 28. ágúst var hættu- ástandi aflétt þann 31. ágúst. Skurðir þeir sem grafnir voru við fjallið, til að veita vatninu burt, báru tilætlað- an árangur. Fólkinu sem býr á brekkunni var leyft að halda heim á leið og huga að húsum sínum, og vinnuflokkar voru teknir til starfa Striplingur stal senunni í upphafi landsleiks Islendinga og Sovétmanna á Laugardalsvelli. Lög- regluþjónargómuðu manninn í öðru markinu eftir eltingaleik. Lögreglu- konan á myndinni hefur augun hjá sér, enda þurfti að semja skýrslu um atburöinn. Timamynd Pjetur Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar var mynduð í september. Hér sjást ráðherrar ríkisstjórnarinnar ásamt forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Tímamynd Árni Bjama Þeir sitia að tafli. Kortsnoj í þessum heimi, en Geza Maroczy handan móðunnar miklu. Miðilsaðstoðar er þörf til ao koma leikjum á milli. Frétt Tímans af „handanheimsskákinni" vakti heimsathygli. Tímamynd Árni Bjarna Október Teflt milli heima Victor Kortsnoj, skákmeistarinn góðkunni, vakti verðskuldaða at- hygli á heimsbikarskákmóti því er Stöð stóð fyrir í október mánuði. Tíminn flutti þann 5. þess mánaðar fréttir af því að Kortsnoj væri farinn að etja kappi við framliðinn stór- meistara Geza Maroczy að nafni en hann lést árið 1951. Skák þessi hefur verið tefld með hléum í fjögur ár og er fullyrt að þetta sé fyrsta skákin sem tefld er milli tveggja heima. Á þeim tíma er fréttin birtist höfðu 30 leikir verið leiknir. Nafnvaxtalækkun Fyrstu skref vaxtalækkana voru kynnt í Tímanum 8. október. Þar var m.a. haft eftir Jóni Sigurðssyni viðskiptaráðherra að nauðsynlegt væri að lækka nafnvexti um 5-10% á næstu vikum. Steingrímur Hermannsson lagði á það þunga áherslu að ef ekki yrði leyfð vísitölubinding launa þá yrði ekki hægt að leyfa vísitölutengingu fjármagns. Það var og haft eftir Jóni Sigurðs- syni að fyrstu skref vaxtalækkunar- innar yrðu tekin þegar á mánudaginn 10. október. Hugviti stolið Þann 11. október birtist á forsíðu Tímans, frétt um það að íslensku hugviti hefði verið stolið og það selt í henni Ameríku. Það var fyrirtækið Micro Weigh Inc. sem orðað var við þjófnað þennan en fyrirtækið hafði m.a. umboð fyrir nokkrar vörur Póls- tækni á árunum 1983-86. Micro Weigh auglýsti í október- hefti National Fisherman sérstaka útsölu á tölvuvogum í skip, sem óneitanlega líktust blöndu af skipa- vogum frá Pólstækni og Marel. Guðrún forseti Kvikmyndin „í skugga hrafnsins" var töluvert í sviðsljósinu í október og þá ekki síst fyrir þær sakir að þau Tinna Gunnlaugsdóttir og Helgi Skúlason voru bæði tilnefnd til fyrstu Evrópuverðlaunanna fyrir leik þeirra í myndinni. Þann sama dag var flutt frétt af því að Guðrún Helgadóttir hefði verið kjörin forseti sameinaðs þings. Það var reyndar í fyrsta sinn sem kona hefur verið kjörin til þess starfs. Tinna Gunnlaugsdóttir var tilnefnd til Evrópuverðlauna fyrir leik í kvikmynd bróður síns, í skugga hrafnsins. Helgi Skúlason var einnig tilnefndur, en hvorugt þeirra hlaut verðlaunin. Oskum öllum farsældar a komandi ári Þökkum ánægjulegt samstarf og viðskipti á liðnu ári Fiskimjöls- verksmiðjan hf. Höfn, Hornafirði viö hreinsun garöa og gatna bæjar- ins. Sambandið fær nýtt skip í flotann I lok ágúst var Helgafell, það nýjasta í Skipadeild Sambandsins, formlega afhent. Það hefur mesta gámaflutningsgetu íslenska kaup- skipaflotans, getur flutt 426 gáma og hægt er að tengja 60 frystigáma. Skipið er 7.200 burðartonn að þyngd. Aðgerða er þörf strax „Teningunum hefur verið kastað. Með frestun aðgerða og samþykki verkalýðshreyfingarinnar verður ekki aftur snúið með niðurfærslu- leiðina, sem er eina færa leiðin út úr þeim efnahagsþrengingum sem þjóðin er nú í. Því þarf ríkisstjórnin að taka fjölmargar ákvarðanir á mörgum sviðum, næstu tvær til þrjár vikurnar. Aðgerða er þörf strax.“ Þetta sagði Steingrímur Hermanns- son, formaður Framsóknarflokks- ins, á 50 ára afmælisþingi Sambands ungra framsóknarmanna, sem hófst á Laugarvatni þann 2. september. Þetta var 22. þing og var SUF einmitt stofnað á Laugarvatni, 50 árum áður. Austur-þysk stúlka leitar hælis í Reykjavík A.m.k. tveir áratugir voru liðnir frá því að pólitískur flóttamaður leitaði hælis á íslandi síðast, þegar Heidi Schlossen, tvítug austur-þýsk stúlka, leitaði hælis í byrjun sept- ember. Hún stakk samferðafólk sitt af, fór í sendiráð Vestur-Þýskalands við Túngötu, og þaðan fljótlega af landi brott. Stúlkan kemur úr tvístr- aðri fjölskyldu, sem er þannig vegna tilvistar járntjaldsins. Foreldrar hennar eru nú aldraðir og þau einu úr fjölskyldunni sem eftir eru í Austur-Þýskalandi. Avöxtun sf. stöðvuð og sjóðir teknir yfir Þann 5. sept. tók Seðlabankinn að sér vörslu fiármuna verðbréfasjóð- anna sem Ávöxtun sf. annaðist og var annar eigandi fyrirtækisins svipt- ur réttindum til verðbréfamiðlunar tímabundið, eftir að ríkissaksóknari ákvað að hefja opinbera rannsókn á málinu. Mikil skuldasöfnun sjávarútvegsins og verslunarinnar Sjávarútvegurinn var kominn í sex milljarða króna skuld við banka- kerfið um miðjan september, og Landsbankinn hætti lánveitingum, utan hefðbundinna afurðarlána. Ný þriggja flokka ríkisstjórn Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar tók við á hádegi þann 28. september og fékk hún stuðning meirihluta Alþingis. Daginn áður ríkti nokkur óvissa um hvort Stefán Valgeirsson styddi ríkisstjórnina, án beinnar aðildar að henni, en sam- komulag náðist að lokum. INNLENDUR ANNÁLL 1988 September á Laugardalsvelli Miðvikudaginn 31. ágúst vai landsleikur íslands og Sovétríkjannt á Laugardalsvelli. Þá átti sér stað si einstæði viðburður, að allsnakinr rnaður hljóp út á leikvöllinn. Honun: tókst að komast eftir vellinum og inr í annað markið, en þar náði löggan í skottið á honum og fór með hann i burtu. Atvik þetta var litið alvarleg- um augum af lögreglunni, sérstak- lega þar sem verið var að leika sovéska þjóðsönginn. Úrslitin í leiknum urðu jafntefli, 1 gegn 1. Vextir á skuldabréfum lækka um rúm 14% Viðskiptabankarnir og sparisjóðir skiluðu inn tillögum að lækkun nafn- vaxta til Seðlabankans, þennan sama dag, í kjölfar fundar sem þessir aðilar áttu mánudaginn á undan og sú lækkun tók gildi frá og með 1. september. Innlánsvextir lækkuðu mest á skiptikjarareikningum bank- Hættuastandi aflett á Ólafsfirði

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.