Tíminn - 31.12.1988, Side 15

Tíminn - 31.12.1988, Side 15
Laugardagur 31. desember 1988 Tíminn 15 Kveikt var í verslunarhúsnæði Kaupfélags Suðurnesja á Hafnar- götu 30 aðfaranótt 5. nóv. og skemmdist húsið mjög mikið í eldin- um. 17 ára piltur viðurkenndi verkn- aðinn. Tryggingafélögin stinga saman nefjum Fyrrihluta mánaðarins hófust við- ræður forsvarsmanna Sjóvá og Al- mennra trygginga um hugsanlega sameiningu félaganna. Viðræður annarra félaga í milli áttu sér einnig stað. Músafaraldur Um miðjan mánuðinn gekk mikill músafaraldur í Borgarfirði. Ólafur bóndi Kristófersson í Kalmanstungu veiddi á tæpri vikur 200 mýs í gildrur. 1440 flöskur af áfengi Áfengismál Magnúsar Thor- oddsens var mikið til umræðu síðari hluta mánaðarins. Magnús keypti 1440 flöskur af sterku áfengi, vodka og viský, sem handhafi forsetavalds. Honum var veitt lausn frá embætti hæstaréttardómara. Húsið sem stóð við Lækjargötu 4 var flutt upp á Árbæjarsafn og tókst ekki betur til en svo að húsið hrundi af bílnum við flutninginn. Tímamynd Pjetur Þrjú banaslys Fjölmörg slys urðu í umferðinni í nóvember og þar af þrjú banaslys. Ungur maður lét lífið í Eyjafirði, þegar bíll sent hann var í fór út af veginunt og kona um sjötugt lét lífið þegar hún varð fyrir bifreið á gang- braut í- Garðastræti. Þá lést eldri maður eftir að bíll sem hann var í valt ofan í Köldukvísl. Bruni í Keflavík Ákært í Hafskipsmálinu Jónatan Þórmundsson, sérstakur saksóknari í Hafskips- og Útvegs- bankamálinu, höfðaði mál á hendur 17 einstaklingum fyrir Sakadómi Reykjavíkur þann 15. nóv. Þeir eru sex af fyrrverandi forsvarsmönnum og starfsmönnum Hafskips hf. og löggiltur endurskoðandi félagsins og þrír fyrrverandi bankastjórar, að- stoðarbankastjóri og endurskoðandi Útvegsbanka íslands og fimm fyrr- verandi bankaráðsmenn Útvegs- bankans. Stjórnarheimilið Mikið var að gerast á stjórnar- heimilinu í nóvembermánuði. Ber þar hæst að þann 2. nóv. lagði Ólafur Ragnar Grímsson fjármála- ráðherra fram fjárlagafrumvarpið, en í því er stefnt að tekjuafgangi upp á 1,2 milljarða. Linda í 1. sæti Linda Pétursdóttir, ungfrú ísland frá Vopnafírði, var kosin ungfrú Heimur í fegurðarsamkeppni sem fram fór í Lundúnum þann 17. nóvember. Linda hreppti einnig titil- inn ungfrú Evrópa. Fannst myrtur Bjarni Bernharður Bjarnason, 38 ára gamall, var úrskurðaður í gæslu- varðhald til 20. janúar, en hann var grunaður um að hafa myrt 67 ára gamlan mann, Karl Jóhann Júlíusson, á heimili hins látna. Bjarni hefur játað verknaðinn. Skondnasta fréttamynd ársins? Bílstjóri sem var að taka bensín hjá Esso við Ártúnshöfða ók af stað með dæluna í bensínstútn- um og afleiðingarnar má sjá á mynd- inni. Tímamynd PJetur % p - 1 HUGSAÐUUM MESTU VINMNGSUKURNAR -oggerðuþínarróðstafanir Happdrætti SÍBS er eina happdrættið sem býður möguleikana elnn á móli þremur árið 1989. Útdregnirvinningareru 25000 og útgefnir miðar 75000. Þettaeru langmestu vinningslíkur hér á landi. Engir vinningar eru undir 6500 krónum og hæsti vinningurinn, sérstakur afmælisvinningur í tilefni 40 ára afmælis happdrættisins er hvorki meira né minna en 10 milljónír- vinningur á einfaldan miða hérlendis. Þessi risavinningur er aðeins dreginn úr seldum miðum, þannig að það verður örugglega einhver heppinn 5. október. Möguleikinn er þinn, ef þú átt miða, hann kostar 400 kr. og fæst hjá umboðsmönnum um allt land. Upplýsingar um næsta umboðsmann í síma (91) 22150. Vertu með þar sem möguleikarnir eru mestir.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.