Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.01.1989, Blaðsíða 20
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —686300 RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnorhúsinu v/Tryggvagölu, UERÐBRÉFfðDBSKIPTI SAMVINNUBANKANS S 28822 SUÐURLANDSBRAUT 18. SlMI: 688568 - m * * ÞRÖSTUR Samkort 685060 ALÍSLENSKT GREIÐSLUKORT VANIR MENN ■i FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1989 ekkibaraheppni í Nú er til mikils að vinna í íslenskum Getraunum. ' Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með 12 réttum. > „ _ Þess vegna er þrefaldur pottur /\ -ogþreföldástáeðatilaðverameð! / V Láttu nú ekkert stöðva þig. / Getraunaseðillinn er líka fyrir þig. , ' Steingrímur J. Sigfússon. Steingrímur J. Sigfússon: Niöurstöðu samgönguráöherra um mál Ferðaskrifstofu íslands aö vænta fljótlega: Enn í með- ferð hjá ráðuneyti „Mál Ferðaskrifstofu ríkisins/-fs- lands er enn til ákveðinnar meðferð- ar hér hjá ráðuneytinu og það hefur dregist meira en ætiunin var, að ganga frá því,“ sagði Steingrímur Sigfússon samgönguráðherra. Samgönguráðherra sagði Tíman- um að ýmis ákvæði í lögunum og samningum við þessi kaup, svo sem um forkaupsrétt væru óskýr og nær hefði verið í upphafi að skýrar hefði verið kveðið á þar og um þann vilja alþingismanna, að starfsmennirnir eignuðust og rækju ferðaskrifstof- una. Hann sagðist ekki vilja tjá sig um þetta mál í einstökum atriðum, en niðurstöðu ráðuneytisins væri að vænta fljótlega. Steingrímur sagði að Ferðaskrif- stofa íslands starfaði, þrátt fyrir athugunina, með eðlilegum hætti og með fullri vitund og vilja ráðuneytis- ins. Eins og fram hefur komið var stofnað hlutafélagið Ferðaskrifstofa fslands sl. haust og keyptu starfs- menn Ferðaskrifstofu ríkisins meiri- hluta í fyrirtækinu á móti ríkinu og eignaðist Ferðaskrifstofa íslands eignir og viðskiptavild Ferðaskrif- stofu ríkisins. Lög um þessa sölu voru samþykkt á síðasta þingi og var mál margra að starfsmennirnir hefðu fengið hlut sinn á góðu verði sakir velþóknunar alþingismanna á einkaframtaki þeirra. Fljótlega fóru að heyrast raddir um að Eimskipafélag íslands stæði tilbúið að kaupa upp eignarhlut starfsmannanna sem vart væru borg- unarmenn fyrir honum.Hefði Eim- skip trúlega frá upphafi haft hug á Ferðaskrifstofunni enda um nokkurt skeið verið að leita leiða til að fótfesta sig í greininni. Málið lenti því inn á borð sam- gönguráðherra sem lýsti því yfir að hann teldi óeðlilegt og gegn anda laganna um sölu Ferðaskrifstofu ríkisins að hún lenti (a.m.k. svo fljótt) í höndum annarra aðila en starfsmannanna og til greina kæmi að kaupin gengju til baka. Mótrökin voru hins vegar þau að starfsmennirnir hefðu keypt sinn hluta og mættu ráðstafa honum eins og öðrum eigum sínum. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.