Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 5

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 4. mars 1989 Tírriinn 5 Olafur Ragnar Grimsson fjármálaráðherra á fundi með starfsfólki Borgarspítalans: Forréttindi lækna ekki undanþegin niðurskurði Þögn sló á starfsfólk Borgarspítalans eftir ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar sem hann hélt á fjölmennum fundi meö starfsfólkinu vegna hins margumrædda 4% niður- skurðar á launalið ríkisins. Þó orðið væri laust og fjármálaráðherra fús að svara spurningum starfsfólksins var greiniiegt að fólki vafðist tunga um tönn. Undarlegust var þó þögn læknanna, en fjármálaráðherra varð tíðrætt um kjör þeirra og forréttindi. Fjármálaráðherra sagði meðal annars: „Það er undarlegt að læknastéttin hefur ekki lýst sig reiðubúna að endurskoða þau ótrúlega góðu kjör sem hún býr við. Námsferðir, utanlandsferðir og dagpeningar eiga ekki að vera undanþegin þeim niðurskurði sem nú fer fram. Það er verið að skera þennan kostnað niður hjá öllum öðrum ríkisstarfsmönnum á íslandi og læknamir eiga ekki að vera undanþegnir í þeim efnum. Ég hef fengið tölur um það að á þessu ári gæti það þýtt tæplega 90 milljóna króna útgjöld ef allir læknarnir nýttu sér þessi réttindi til utan- lands- og námsferða með tilheyr- andi dagpeningakostnaði eins og samningar segja til um, það er tæplega helmingur af þeirri upp- hæð sem læknar Landspítalans héldu sérstakan blaðamannafund út af og sögðu við sama tækifæri að það væru biðraðir 2000 manna sem biðu aðgerða vegna bæklunar eða annarra sjúkdóma og þetta myndi koma niður á þeim. Eigum við ekki fyrst að láta það koma niður á sérréttindunum?“ Einnig kom fram á fundinum að ef læknar Borgarspítalans væru reiðubúnir að afsala sér rétti sínum til námsferða mætti ná fram 20% af þeim sparnaði sem spítalinn þarf að ná, en á árinu 1988 fóru 13 milljónir í að greiða námsferðir fyrir lækna Borgarspítalans. Skattheimta Orðið skattheimta kom oft fyrir í máli Ólafs og sagði hann m.a. að það væri mjög mikilvægt að fá viðurkennt í umræðunni á íslandi að nútíma heilsugæsla verður ekki byggð á íslandi nema með veruleg- um sköttum, en skattahlutfall hér væri allmiklu lægra en hjá öðrum löndum með sambærilega velferð- arþjónustu. „Ríkisstjórnin hefur verið óhrædd að viðurkenna að það þurfi aukna skatta til þess að standa undir velferðarkerfinu, en ég hef saknað þess að hafa ekki fengið stuðning starfsfólks velferð- arkerfisins, sérstaklega hinna hærri launuðu, við þessa stefnu." Ólafur sagði einnig að nauðsyn- legt væri að svo stór útgjaldaþáttur ríkisfjármálanna eins og heilbrigð- iskerfið væri þannig úr garði gerður að almenningur fái fullvissu fyrir því að þar sé gætt fyllsta aðhalds og sparnaðar. Endurskipulagning Uppstokkun á skipulagi og verkaskiptingu sjúkrahúsanna í landinu öllu sagði Ólafur að væri nauðsynleg, sérstaklega á suðvest- ur horninu, þar sem of dýrt væri að byggja upp alla þætti þjónustunnar í hverju einstöku sjúkrahúsi. Ólaf- ur sagði einnig: „Ég tel að umræða þessu tengd eigi ekki að vera kjarasamningar lækna eða þeirra sem stjórna spítölunum, heldur sameiginlegt þjóðfélagslegt verk- efni þeirra sem vilja efla heilsu- gæslu í landinu með sem hagkvæm- ustu fjárhagsfyrirkomulagi." í gær hélt Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra, fjölmennan fund með starfsfólki Borgarspítalans. Tímamynd: Pjetur Þá sagðist Ólafur vera sannfærð- ur um það að sú ráðstöfun að að gera Landakotsspítala að öldrun- arspítala og sameining Borgarspít- alans og Landspítalans myndi fela í sér mjög mikinn sparnað. Þá kom einnig fram að nú eru aðeins 100 af 199 sjúkrarúmum á Landakotsspít- ala í notkun. Sem fyrr segir voru viðbrögð starfsfólksins við ræðu Ólafs treg í fyrstu en síðan stigu í pontu nokkr- ir af forráðamönnum spítalans. Af þeim athugasemdum sem fram komu má nefna að Gunnar Sigurðsson yfirlæknir lyfjadeildar sagðist á sínum tíma hafa saknað umræðu um það á Alþingi hverjar yrðu afleiðingar þessa niðurskurð- ar sem þá var ákveðinn. Örn Smári Arnarson yfirlæknir benti á það að síðustu 15 til 20 árin hefði stöðugt verið beitt bráðabirgðalausnum þar sem litlir fjármunir hefðu feng- ist til uppbyggingar og slíkar lausn- ir væru dýrar ef til lengri tíma væri litið. Páll Gíslason formaður stjórnar Borgarspítalans lagði áherslu á það að óréttmætt væri að skera niður með sama hætti í öllum ríkisstofn- unum án þess að taka tillit til hvort þær hefðu haldið sig innan fjárlaga eða ekki, en það hefði tekist á Borgarspítalanum. Einnig kölluðu nokkrir fundar- menn til ráðherra úr sætum sínum og sagði einn að í stað þess að ráðast á heilbrigðiskerfið með sverðið á lofti væri nær að ná inn þeim fjárhæðum sem væri stolið undan söluskatti og annar fundar- maður gerði það að tillögu sinni að felidur yrði niður söluskattur af hjúkrunargögnum. - En læknarnir minntust ekki á þann möguleika sem fjármálaráðherra nefndi hvað oftast, nefnilega þann að skera niður forréttindin. SSH Sláturleyfishafar gera tillögur um vexti af afurðalánum sem ríkið á að fjármagna á fundum fimmmannanefndar: Tap sláturhúsa 230 m. kr. á síðasta ári Tap sláturhúsanna f landinu var á síðasta verðlagsári um 230 millj- ónir. Sláturleyfishafar eru lögum samkvæmt ábyrgir fyrir greiðslum til sauðfjárbænda fyrir innlagt kjöt. Til þess þurfa þeir að taka afurða- lán hjá viðskiptabönkunum, er námu á síðasta ári 2,8 milljörðum. Vexti af þessum lánum greiða þeir mánaðarlega, en ríkið endurgreið- ir vexti af afurðalánum þegar kjöt- ið selst. Af þessu skapast misgengi milli þeirra vaxta sem sláturleyfis- hafar greiða til bankanna og endur- greiðslu ríkisins til þeirra. Frá des. ’87 til júní ’88 þurftu sláturleyfis- hafar að fjármagna 202 m. kr. vaxtagreiðslur vegna þessa á eigin vegum. Gífurlegur taprekstur hefur ver- ið á sláturhúsum landsins undan- farin ár og að sögn Hjalta Hjalta- sonar hjá S.S. má rekja hann að stórum hiuta til þessa. Við ákvörð- un um hækkun dilka- og nautakjöts í vikunni komu upp deilur í fimm- mannanefnd um endurgreiðslur afurðalánavaxta til vinnslustöðva og endurgreiðslu birgðakostnaðar. Sú breyting varð í mars 1987 að ríkið hætti að greiða niður vexti af afurðalánum út frá birgðastöðu, eða því magni sem var í geymslu hverju sinni. Þess í stað bárust niðurgreiðslumar þegar kjötið seldist. Þarsem umframbirgðir eru af dilka og nautakjöti í landinu verða sláturleyfishafar að fjár- magna geymslukostnað kjöts sem ekki selst með lánum. Dæmi er um að geyma verði kjöt í allt að tvö ár. Fulltrúar sláturleyfishafa gerðu grein fyrir kostnaði sláturhúsanna við fjármögnun áðumefnds mis- munar milli greiðslu vaxta af af- urðalánum til bankanna og hins vegar endurgreiðslu ríkisins á sömu vöxtum til þeirra er kæmu löngu seinna. Þeir lögðu fram þrjár tillögur til breytinga á þessu fyrir- komulagi: Að ríkið greiddi út frá birgðastöðu eins og var fyrir breyt- inguna 1987. Aðvinnslustöðvarnar greiddu viðskiptabönkunum vexti af afurðalánum eftir því sem birgð- ir seldust. í þriðja lagi var lögð til ný leið, sem að sögn Hjalta Hjalta- sonar, sem á sæti í fimmmanna- nefnd, mundi spara rfkinu vaxta- kostnað, þar sem vextir af afurða- lánum væm ekki hagstæðustu vext- ir sem hægt væri að fá. Sú leið er að færa afurðalánin frá viðskipta- bönkunum og láta ríkið veita vaxtalaus lán til afurðastöðvanna. Yrði það gert með skuldabréfasölu á innlendum lánamarkaði, en þau ættu að fást með lægri vöxtum en afurðalánin. Fimmmannanefnd hafnaði þess- um tillögum og er því kerfið óbreytt frá því sem var. Jafnframt var ákveðið að dilkakjöt hækkaði frá og með gærdeginum um 5,5% að meðaltali og nautakjöt um 4,2% að meðaltali. -ág Jón Sigurðsson, viðskiptaráðherra: Engin eftirgjöf í frétt Tímans á fimmtudag er haft eftir Páli Péturssyni á þingi Norður- landaráðs, að svo virtist sem Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi ganga lengra en aðrir íslendingar á þinginu, í að laga sig að Evrópu- bandalaginu. Þá sagði Páll að áber- andi munur væri á túlkun Steingríms Hermannssonar og Jóns Sigurðsson- ar á stefnu íslensku ríkisstjórnarinn- ar. Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra vildi koma eftirfarandi á framfæri vegna fréttarinnar: „Ég kannast ekki við að í mínu máli hafi verið neins konar eftirgjöf í skiptum við Evrópubandalagið, og botna ekkert í þeim fréttaflutningi. Það er hins vegar rétt að í ræðu minni, sem ég flutti á þingi Norður- landaráðs, fjallaði ég um það að hin nýja norræna efnahagsáætlun hefur að markmiði að auka samvinnu Norðurlandanna innbyrðis, en jafn- framt að laga þau að þeim breyting- um sem nú eru að verða í löndunum í kring.“ Jón sagði að í þessari áætlun væri meðal annars lögð á það mikil áhersla að fyrirtæki á Norðurlöndum njóti jafngóðrar aðstöðu á fjár- magnsmörkuðum og önnur evrópsk fyrirtæki. „Þetta þýðir að á næstu árum verður að rýmka um allar reglur varðandi fjármagnshreyfingar milli ríkja. í því sambandi minnti ég á að tslenska ríkisstjórnin samþykkti nýlega að endurskoða reglur varð- andi fjármagnshreyfingar og við- skipti með fjármálaþjónustu milli íslands og annarra landa. Þessar reglur verða endurskoðaðar á næstu misserum, m. a. á grundvelli þessarar norrænu efnahagsáætlunar sem ég gerði að umtalsefni, en að teknu tilliti til íslenskra efnahagsaðstæðna. Hann sagði að þetta væri ekkert sem skynsamlegt væri að kalla eftir- gjöf í samskiptum við Evrópuríkin. „Ég ræddi ekkert um fiskveiðiheim- ildir eða neitt sem þeim tengist, eins og skilja mætti af fréttinni." Um seinna atriðið, þ.e. mismun- andi túlkun forsætis- og viðskiparáð- herra á stefnu stjórnarinnar, sagðist Jón ekki átta sig á við hvað Páll ætti. „Steingrímur ræddi þarna ýmis önn- ur mál, en um þetta tiltekna mál, þ.e. fjármagnsmarkaðina, er erfitt að ímynda sér að menn hafi misjafn- ar skoðanir. Það er beinlínis vitnað til ríkisstjórnarsamþykktar sem ný- lega hefur verið gerð. Við fluttum ekki sömu ræðuna, tókum mismun- andi mál og höfðum mismunandi áherslur,“ sagði Jón Sigurðsson. -ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.