Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 9
OP(.'r o'prr I ii inrshtRni ip i Laugardagur 4. mars 1989 nnimiT 8 Tíminn 9 Grenitré í góusnjó. Tímamynd Árni Bjarna að aldrei varð sólsetur í veldi Bretakonungs eða drottningar meðan var og hét. Varla mun Norðurlöndum alla jafna gerð mikil skil í breskum fjölmiðlum. Peim mun frekar er horft til annarra heimshorna og menn- ingarsvæða, sem ekki síst vekja áhuga gests af norðurslóðum. Slík kynni hvetja til samanburð- ar á ólíkum menningarsvæðum heimsins. frelsið væri óaðskiljanlegur hluti grundvallarmannréttinda. Þess vegna ætti þessi umdeildi bókar- höfundur, Salman Rushdie, all- an rétt til þess að setja það á blað sem honum sýndist, jafnvel guðlast um islam, og bókaútgef- endur ættu sinn rétt til þess að prenta bækur hans og bjóða til sölu í bókaverslunum. En þegar hér var komið sögu bentu ýmsir greinasmiðir og ræðumenn á, að rithöfundur ætti að sýna þann kjark að standa við þau orð sem hann hefði skrifað og flýja ekki í felur eða klóra yfir meiningar sínar, sem sumum þótti Rushdie gera, þegar komið var í óefni. Bókaútgefendur og bóksalar voru einnig sakaðir um kjark- leysi, að hætta við sölu og dreif- ingu bókarinnar. Það gerðist ekki aðeins í Bretlandi, heldur í flestum löndum hins vestræna heims, þ. á m. Bandaríkjunum. Þetta hafa ýmsir lagt út sem kjarkleysi gagnvart ofbeldishót- unum og skort á siðferðisstyrk rithöfunda og bókaútgefenda að standa og falla með verkum sínum. 300 milljónir í skotlaun Sá Tímamaður, sem þessar línur ritar, var staddur í Lundúnum þegar trúarleiðtogi írana, sá margfrægi Ayatolla Khomeini, setti allt á annan endann með því að setja til höfuðs indversk-enskum rit- höfundi fjárfúlgu, sem nemur hundruðum milljóna íslenskra króna, fyrir níð um islamska trú. Nú kann það að vera rétt að skrif þessa rithöfundar mætti túlka svo, að í þeim felist sú refsiverða athöfn að „draga dár að og smána“ trúarkenningu og. guðsdýrkun Múhameðsmanna. Hins vegar urðu Bretar ókvæða við þegar stjórnvöld í fjarlægu ríki tóku sig til að gefa út tilskipun til sanntrúaðra um að myrða þennan gífuryrta frávill- ing frá islamstrú án dóms og laga, einkum breskra laga og norrænna og annarra laga vest- rænna þjóða, sem í fyrsta lagi gera ekki ráð fyrir að hægt sé að dæma mann til dauða fyrir guðlast, því að svo mun hvergi vera í vestrænum réttarríkjum, og í öðru lagi það, að ekki samræmist það neinum réttar- reglum að skjóta ætlaðan brota- mann eins og vargfugl á flugi og borga 300 milljónir í skotlaun. Það var því ekki nema von að Englendingum brygði við þetta og hefðu ekki umburðarlyndi til þess að sjá í gegnum fingur sér við réttarfarshugmyndir isl- amskra ofstækismanna. Ólíkir menningarheimar Þetta mál lauk upp augum allra, sem um það fjölluðu, fyrir þeirri gjá sem er milli ólíkra menningarsvæða í heiminum, enda gagnlegt að menn átti sig á því. Engum dettur í hug að verja ofstæki af þessu tagi, hversu umburðarlyndur sem hann er gagnvart menningar- og trúarsið almennt. En morðhót- un íransleiðtoga varð eigi að síður tilefni margra greinahöf- unda og fréttaskýrenda til þess að hugleiða þá spurningu, hvernig þjóðirnar eigi að haga samskiptum hver við aðra yfir menningargjána, sem skilur að lönd og heimshluta. Þrátt fyrir allt verða menn að umbera hver annars hætti, ef friður á að ríkja, og varast þá, m.a., að æra óstöð- ugan. Varasemi í þeim efnum er í augum umburðarlyndra og gætinna manna fyrst og fremst praktískt atriði. Hins vegar komust menn ekki hjá að hug- leiða jafnframt spurninguna um tjáningarfrelsi, og niðurstaðan varð auðvitað sú að tjáningar- Að deyja fyrir sannfæringu sína? Bandarískur greinarhöfund- ur, William Pfaff, sem ritar í Parísarblaðið Herald-Tribune (gefið út á ensku), birti heldur neyðarlega grein í blaðinu um Rushdie-málið, þar sem hann sagði m.a. að það væri ágætt að verða umtalaður rithöfundur og frægur um allar jarðir, enda draumur allra rithöfunda. „En því fylgja líka óþægindi að vera tekinn alvarlega", segir William Pfaff. „í því felst m.a. sá mögu- leiki að vera myrtur fyrir snjall- yrðin. En þá er spurningin sú,“ heldur greinarsmiður áfram, „hvort rithöfundur eða mennta- maður eigi að vera við því búinn að deyja fyrir sannfæringu sína. “ Síðan segir William Pfaff: „Á þessari öld hafa rithöfundar og listamenn sífellt verið að leitast við að hrella broddborgarana,| þá sem völdin hafa. Þetta gekk nokkuð vel í byrjun, þegar „nú- tímahreyfingin" var að komast á legg í lok 19. aldar og í upphafi 20. aldar. En í dag er nútíma- hreyfingin sjálf hluti af kerfinu. Það eru broddborgararnir sem einkum fylgjast með hreyfing- unni og borga brúsann. Sú árátta, sem á mönnum er að vilja ganga yfir fólk, er útreikn- uð og eftir því gagnslaus. Allt það sem nú er ritað til hrellingar broddborgurum er í hæsta máta velkt og viðtekið. Hins vegar er það móðins í „latnesku" Amer- íku og Miðausturlöndum að líta á það sem sjálfsagðan hlut að þola dauða fyrir skoðanir sínar“. Rushdie og Havel Þessi skrif Williams Pfaffs eru auðvitað kaldhæðin og kvikind- isleg. Þau eru eigi að síður umhugsunarefni fyrirrithöfunda og menntamenn og alla þá sem láta sér annt um ritfrelsi og hlutverk ritaðs orðs. Það er auðvelt að taka munninn fullan í vernduðu umhverfi þar sem enginn tekur stóryrði alvarlega og allir eru hættir að kippa sér upp við persónuníð, guðlast og aðra smámuni. 1 lýðræðislandi er öllum áskilinn réttur til að tala og skrifa á opinberum vett- vangi eins og andinn inngefur. Því eru engin takmörk sett. En því fylgir ekki skylda að standa við orð sín, síst ef það hefur óþægindi í för með sér. Ef einhver reiðir upp hnefann, þá er sú undankomuleið fær að hlaupa í felur. Siðaður maður hefur auk þess rétt til þess (ef ekki skyldu!) að bregða fyrir sig heiðarlegu kjarkleysi, ef háska ber að höndum. Það bjargar almennt málinu í réttarríkjum, þar sem fólk er ónæmt fyrir öllu sem sagt er, að enginn lætur lengur hneykslast af töluðu eða skrifuðu orði. Það er hrein til- viljun, ef rithöfundur í okkar heimshluta og menningarum- hverfi setur sig í háska fyrir skoðanir sínar - og gildir víst einu. Salman Rushdie varð fórn- arlamb algerrar tilviljunar, en var svo heppinn að geta horfið oní jörðina hjá breska ljóninu tannlausu. Þar nýtur hann ör- uggrar verndar. Vaclav Havel nýtur hins vegar þeirrar æru að vera tekinn • alvarlega í sínu landi. Hann er hættulegur maður. Tékkar refsa guðlöstur- um kerfisins með fangelsisvist. Hvernig ætli orðhvatur rithöf- undur, norrænn eða breskur, kynni við sig í Tékkóslóvakíu? Sennilega kysi hann heldur að vera við kjötkatlana hjá brodd- borgurunum heima. Það er gott að njóta réttarverndar í Bret- landi og á Norðurlöndum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.