Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 12
24 Tíminn QHRr a:f m t inunir.ROns Laugardagur 4. mars 1989 SAMVINNU TRYGGINGAR ARMÚLA 3 108 REYKJAVlK • SlMI (91)681411 UTBOÐ Tilboð óskast í eftirtaldar hafa í umferðaróhöppum: MMC Galant 2000 GLSi Renault 11 GLT Toyota Camry XLS Nissan Micra Fiat Uno 45 S Mazda 626 1600 LX Honda Civic Datsun 280 C Honda Accord Daihatsu Charmant Mazda 626 2000 Honda Accord bifreiðir sem skemmst árgerð 1989 árgerð 1989 árgerð 1988 árgerð 1987 árgerð 1986 árgerð 1986 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1983 árgerð 1982 árgerð 1982 árgerð 1981 Bifreiðirnar verða sýndar að Höfðabakka 9, Reykjavík, mánudaginn 6. mars 1989, kl. 12-16. Á sama stað sýnir Brunadeild, tæki og búnað sem lent hefur í brunatjóni, og óskar tilboða í eftirfar- andi: Rafsuðuvélar: EHT 230 - 307 og LKC 180 - 320. LL 24 Mataverk og Minimig 100. Háþrýsti hreinsivélar: KEW 35A2K - 090IKE. KEW Hobby 88. Kælivél og Taski Combi- mat. IVTargar gerðir og mikið magn af rafsuðuvír. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga g.t. Ármúla 3, Reykjavík eða umboðsmanna fyrir kl. 12, þriðjudaginn 7. mars 1989. Samvinnutryggingar g.t. - Bifreiðadeild - Fótaaðgerðafræðingar Tilkynning Vinsamlegast tilkynnið ykkurskriflega, nafn, heim- ilisfang, símanúmer og kennitölu. Til Helgu Sigurbjörnsdóttur, Bræðratungu 26, 200 Kópavogi. Vegna félagaskráningar, fyrir 25. mars. HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Starf forstöðumanns Byggingarsjóðs ríkisins er auglýst laust til umsóknar. Laun og starfskjör eru í samræmi við kjarasamninga opinberra starfs- manna. Starfið felur m.a. í sér daglega stjórnun á af- greiðslu lánveitinga úr sjóðnum og margvíslega áætlunargerð fyrir hann. Krafist er viðskipta- eða hagfræðimenntunar og konur jafnt sem karlar hvattar til að sækja um starfann, í samræmi við nýsamþykkta jafnréttisáætlun stofnunarinnar. Nánari upplýsingar veita framkvæmdastjóri og skrifstofustjóri stofnunarinnar. Skila ber umsókn- um í lokuðum umslögum á afgreiðslu blaðsins fyrir 16. mars n.k., merkt „Forstöðumaður“ Reykjavík, 3. mars 1989 _n_ HUSNÆDISSTOFNUN RlKISINS LJ LAUGAVEGI 77101 REYKJAVlK SlMI 696900 AÐ UTAN Þessi önd má sín lítils gegn atganginum í þrem steggjum í einu. Atferli borgaranda vekur athygli: Steggirnir verða kynóðir í borgarsollinum! Stokköndin, útbreiddust allra andategunda, bregst við félagslegri streitu borgarlífsins með því að truflast í atferli sínu. Steggirnir iðka hömlulaust kynlíf! Það er a.m.k. tilfellið í Þýskalandi og er sagt frá því í Der Spiegel nýlega. Hvað er orðið af önd- unum á veiðisvæðunum? Þar er kyrrt og víðáttumikið vatn, sneisafullt af kuðungum, krabbadýrum og öðrum smáver- um, eintómum kræsingum sem ein- mitt fuglar af andaætt kunna vel að meta. Á víð og dreif eru kjarri- vaxnir hólmar, dulbúin skotstæði andaveiðimannanna. Þannig lítur út á flæðilöndunum umhverfis hið hollenska Ijsselhaf sem til þessa hefur verið draumaland andaveiði- manna. En hvað er orðið af öndunum? Veiðimenn kvarta undan því að með hverju ári fari veiðin minnk- andi. Á vertíðinni nú fá margir enga veiði þó að þeir stundi hana dag eftir dag. Veiðimennirnir eru komnir að þeirri niðurstöðu að endurnar kjósi heldur að halda sig á síkjunum í Amsterdam og tjörn- unum í Apeldoorn þar sem gamalt fólk og börn eru óþreytandi að fóðra þær og endurnar þurfa ekkert fyrir lífinu að hafa. Stokkendurnar f lykkjast til borganna Það er sama hvaða stórborg í Þýskalandi er nefnd, ef hún hefur aðgang að vatni má bóka að stokk- endur hafa flykkst þangað. Það virðist sem máltíðir í formi brauð- bita úr plastpokum sé þeim betur að skapi en högl úr byssum veiði- manna eða hremmingar ræningja úr dýraríkinu úti í náttúrunni. Hins vegar sjá líffræðingar sem fylgjast með lífi í náttúrunni og fuglafræðingar alvarlega hættu stafa af breyttum lifnaðarháttum andanna. „Stokkendurnarfallahér í „atferlisfræðilega gryfju", segir líffræðingur í Bonn í niðurstöðum sínum á rannsóknum á stokkönd- um á borgartjörnum. Hann segir að eðlilegt fjölgunaratferli stokk- anda í náttúrlegum heimkynnum þeirra fari úr skorðum þegar fugl- arnir þyrpast saman við borgar- vötn. Eðlileg makaleit gleymd í borginni Þá sé líka gleymd hin eðlilega aðferð við makaleit, sem tíðkast í náttúrlegu umhverfi. Steggirnir hópast þá saman í grennd ástleit- inna kvenfuglanna og keppa um hylli þeirra í „steggja-áflogum“, skemmtilegri sýningu sem gengur í augun á væntanlegum ungamæðr- um. Á vorin er stofnað til sambúðar komandi sumars en harðsvíraðir piparsveinar gera alltaf öðru hverju kænlegar atlögur til að lokka kvenfuglana til lags við sig. Slíkt háttalag þekkist bara í heimi fuglanna (og mannanna) og það getur komið fyrir í náttúrlegu um- hverfi að aðskotastegg takist að fá kvenfugl í „föstu sambandi" til að taka hliðarspor. Við borgarvötnin er því líkast að borgarlífið eyðileggi alla góða og gamla siði. Þar falla steggirnir í dýpstu gröf gerspillingar. Meðal allra karlfugla í Þýskalandi eru fuglar af andaætt þeir einu sem sleppa sæðinu út um penis, og það er hann sem borgarsteggirnir beita óspart. Kynóðir steggir valda margri öndinni fjörtjóni Þegar steggimir standa á blístri eftir fæði borgarbarnanna, sumir segja að þeir standi þá á öndinni, æða þeir um og nauðga einni öndinni á fætur annarri. Kvenfugl- arnir mega þola árásir sex, sjö eða fleiri steggja í einu. Hvergi er friður, hvorki á landi né legi, og margar endurnar hafa drukknað undir þyrpingu kynóðra steggja með flaksandi vængi. Það þ'tur út fyrir að steggimir sem hafa aðlagað sig borgarlífinu virði engar reglur lengur. Þeir láta jafnillum látum á landi, þeir ráðast jafnvel miskunnarlaust á endur sem liggja á eggjum eða eru með unga sína í eftirdragi, en slíkt væri óhugsandi úti í náttúrunni. Sums staðar hafa borgarbúar reynt að girða varplandið með gaddavír og jafnvel reist þétt þil til að reyna að bægja snarvitlausum steggjunum frá en jafnvel það hefur ekki dugað til. Endur sem liggja á voga sér oft ekki niður að vatninu og eftir fjölda nauðgana eru þær margar orðnar „sköllóttar“ á hnakkanum, þar sem karlfuglinn bítur sig fastan í brímanum. Er orsökin skortur á lífsrými? Kunnáttumenn gefa þá skýringu á ringulreiðinni sem ríkir í samfé- lagi borgaranda í Þýskalandi að orsökin sé skortur á lífsrými. Of mikið nábýli og skortur á skjóli gegn augsýn grannanna reynist koma ruglingi á varpið. Þar skipti mestu að hjá stressuðum steggnum, sem á að hafa vakandi auga með varpinu, fari einhver hömlubúnaður úr sambandi, en honum sé undir eðlilegum kring- umstæðum ætlað að verjast árásum ókunnugra anda. Annað atriði er að endur í náttúrunni geta bjargað sér á flótta undan ókunnugum steggjum inn í þétt sef eða kjarr við árbakkann. Hins vegar hafa borgarvötnin varla upp á nokkurt skjól að bjóða svo að varpárangur stokkandanna þar er mjög aðþrengdur. Freistingar borgar- lífsins mega sín meira en öryggið í sveitinni Þrátt fyrir vonsku heimsins halda flestar stokkendurnar kyrru fyrir í borginni um varptímann. „Freist- ingarnar í formi fóðrunarinnar og andrúmsloftsins í borgargarðinum mega sín augsýnilega meira en öryggi við að koma afkvæmum á legg,“ segir vísindamaður sem hef- ur kynnt sér líf borgarandanna. PÓSTFAX TÍMANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.