Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 10

Tíminn - 04.03.1989, Blaðsíða 10
10 Tíminn Laugardagur 4. mars 1989 llllllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Guðni Bergsson atvinnumaður með Tottenham er nú úti í kuldanum eftir góða byrjun: BÍTÁ JAXL- INNOG BÆTI MIG! Það er stutt á milli gleði og sorgar í enska boltanum. Eftir fyrstu tvo leiki Guðna með Tottenham skrifuðu ensku blöðin lofsamlega um hann. Eitt dagblaðið sagði hann einn besta og fljótasta bakvörð deildarinnar. Nú nokkrum leikjum seinna hefur dæmið snúist við og Guðni vermir ekki einu sinni bekk Tottenham þegar leikið er. Þar koma til reglur er gilda um erlenda leikmenn í fyrstu dcild enska boltans. Einungis er heimilt að tefla fram tveimur erlendum leikmönn- um. Norski markvörðurinn Erik Thorstvedt og Marokköbúinn Ali Amar eru í liðinu og fylla því kvótann. I linsvegar hefur það vakið mikla athygli að forráðamenn Tott- enham hafa scnt crindi til stjórnar samtaka fyrstu deildar félaga, þar sem þeir fara fram á að reglunum verði breytt og heimilað verði að þrír útlendingar geti leikið með liði. Hvenær það crindi verður tekið fyrir og hver afgreiðsla þess verður er ófyrirsjáanlegt. Tíminn setti sig í samband við Guðna Bergsson, þar sem hann dvclur á hótelinu Swallow í London, og spurði hann um stöðuna. „Terry Venables ræddi við mig tvisvar í vikunni og hvatti mig til að halda mínu striki þrátt fyrir að ég væri ekki í aðalliðinu. Hann sagði að minn tími kæmi, en Marokkóbúinn hcfði staðið sig það vcl í síðustu leikjum að hann yrði inni í aðalliðinu Sala getraunaseðla með ensku knattspyrnunni lokar á laugardögum kl. 14.45. 9. LÉIKVIKA- 4. MARS 1989 111 11 m Leikur 1 Sheff. Wed. - Charlton Leikur 2 Southampton - Norwich TENINGUR Leikur 3 Birmingham - Oxford Leikur 4 Bradford - Barnsley Leikur 5 Brighton - Blackburn Leikur 6 C. Palace - Bournemouth Leikur 7 Hull - Stoke Leikur 8 Ipswich - Swindon Leikur 9 Leicester - Walsall Leikur 10 Plymouth - Portsmouth LeikurH Watford - Man. City Leikur 12 Fulham - Swansea Símsvari hjá getraunum á laugardögum eftir kl. 17:15 er 91-84590 og -84464. Guðni Bergsson knattspyrnumaður með Tottenham næstu leiki." Hvernig tilfinning er það að hafa gert samning við þetta stóra félag og ganga vel í fyrstu leikjunum og vera nú úti í kuldanum? „Það er eins og gefur að skilja svekkjandi, svo ekki sé nú meira sagt. Ég tel mig hafa staðið mig vel í þeim leikjum sem ég spilaði og þetta fór allt vel af stað. Ég fékk góða dóma í pressunni, en síðan komu þrír eða fjórir leikir þar sem liðinu gekk ekki nægilega vel í heildina. Við gerðum jafntefli og töpuðum þremur leikjum. Fyrir vik- ið þyngdist róðurinn, en þrátt fyrir það er ég þeirrar skoðunar að ég hafi staðið fyrir mínu og Terry Venables gaf það til kynna við mig að hann hefði verið ánægður með minn leik. Hinsvegar benti hann á að Ali Amar hefði ekki spilað cinn einasta leik í sex mánuði og nú væri komið að þeim tímapunkti að félagið yrði að gera upp hug sinn varðandi hvort framlcngja ætti samning við leik- manninn. Því fékk hann tækifæri með aðalliðinu," sagði Guðni. Hann segir framkvæmdastjórann hafa greint sér frá því að hann væri í aðalliðinu ef ekki kæmu til reglur samtaka ensku deildarinnar, sem greint hefur verið frá hér að ofan. „Það er ekkert við þessu að gera og ég bít bara á jaxlinn og ætla mér að tryggja mér aftur sæti í liðinu. Hver veit, þegar til lengri tíma er litið, nema maður hafi gott af þessu. Þetta á kannski eftir að styrkja mann.“ Hvernig er andrúmsloftið á æfing- um? Er blóðugur slagur milli manna um að komast í lið? „Það góða við að vera hér í Englandi, er að félagsandi þeirra er ntjög góður. Þrátt fyrir að 25 menn berjist um þessar 11 stöður virðist sem það hafi ekki áhrif út á við og menn eru góðir félagar og vinir. Við gerum nokkuð af því fara saman út að borða í hádeginu og gjarnan fáum við okkur bjórkollu saman eftir leiki. Þannig að andrúmsloftið í kringum þetta er mjög heilbrigt, a.m.k. miðað við þær tröllasögur Guðni Bergsson atvinnumaður í knattspyrnu, sem í vetur gerði samning við eitt af stórveldum enskrar knattspyrnu, Tottenham Hotspur, hefur verið úti í kuldanum í síðustu leikjum. sem maður hefur heyrt víða frá, að klíkuskapur og öfund tröllríði öllu. Menn forðast í lengstu lög að gera samkeppnina um stöðurnar per- sónulega og baráttan er eingöngu bundin við æfingarnar." Hverslags persónuleiki er Terry Venables framkvæmdastjóri Totten- ham? „Hann er mjög sterkur persónu- leiki. Það má í raun segja að hann sé mjög harður gaur. Hann er þannig maður að menn ósjálfrátt hlusta á hann og taka mark á honum og bera virðingu fyrir honum. Terry fer sínu fram og er ákveðinn og fylginn sér. Hann hefur sannað sig, með þeim árangri sem hann náði með Barce- lona og QPR. Mín skoðun er sú að þar sé mjög góður maður og fram- kvæmdastjóri á ferðinni þar sem Terry er. Hitt vill oft gleymast að það er ekki alltaf framkvæmdastjór- ans þó að illa gangi. Hann getur bara lagt skipanir fyrir leikmenn en eftir það er þetta að mestu úr hans höndum og veltur á því að leikmenn skili sínu þegar út á völlinn er komið. Ég vil meina að oft sé verið að hengja vitlausan mann þegar framkvæmdastjórar eru látnir fara. Oft eru það leikmenn sem ekki skila sínu.“ Hvað segir þú um ensku deildina eins og hún er núna. Hvaða lið sýnist þér að standi uppi sem Englands- meistari? „Nú eru ekki nema tólf eða þrett- án umferðir eftir og ég held að bilið frá Arsenal og Norwich í næstu lið sé það mikið að fullvíst sé að annað hvort liðið nái að vinna titilinn. Ég hallast að því að Arsenal hafi sterk- ari hóp á að skipa og standi uppi sem sigurvegarar í lok mótsins. Sem Tottenham maður heldur maður þó með Norwich í þessum toppslag. Það stafar af því að mikill rígur er á milli Lundúnarisanna, Tottenham og Arsenal. Svo mikil! rígur er milli aðstand- enda þessara tveggja liða að við liggur að heift sé þar á milli. Þegar tilkynnt er um mark sem Arsenal hefur fengið á sig í hátalarakerfinu á White Hart Lane brjótast út gríðar- leg fagnaðarlæti stuðningsmanna okkar. Sömu sögu er að segja af áhangendum Arsenal, þegar þeir frétta af marki sem við höfum fengið á okkur," sagði Guðni. Nú er hlé á deildarkeppninni ensku vegna landsleiks Englands og Albaníu sem fram fer á miðvikudag. Leikmenn Tottenham fá þó ekki algert frí, því Guðni sagði okkur að fyrirhugaður væri æfingaleikur við franska liðið Bordeaux. Guðni hefur dvalið á hóteli frá því hann kom út til Tottenham en nú virðist loksins vera að rofa til í húsnæðismálum hans og unnustu hans. Á mánudag fá þau skötuhjúin íbúð og taldi Guðni að þau gætu flutt inn eftir um tvær vikur. Hann sagðist vonast til þess að um Ieið og þau gætu komið sér þokkalega fyrir færu hlutirnir að ganga upp og tekur Tíminn undir þær vonir Guðna. - ES

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.